Morgunblaðið - 10.01.1995, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
MEÐ 40 MÖRK í 5 LEIKJUM Á ÁTTA
DÖGUM. MEÐALTAL, 8 MÖRK f LEIK
SIGURÐUR
SVEINSSON
■ INGI Björn Albertsson var
með sigurliðið í nýársmóti Gróttu
í innanhússknattspymu í þriðja
sinn. Hann þjálfar nú Keflvíkinga
sem sigruðu að þessu sinni, unnu
Grindvíkinga 5:3 í úrslitaleik. ÍA
varð í þriðja sæti eftir sigur á
Víði 4:1 í leik um bronsverðlaunin.
Þetta var í fjórða sinn sem Grótta
stendur fyrir nýársmóti.
■ ÞORVALDUR Örlygsson lék
með Stoke í markalausu jafntefli
gegn Bristol City á útivelli í enska
bikamum á laugardaginn. Hann
fékk gula spjaldið í leiknum. Lárus
Orri Sigurðsson kom inná sem
varamaður í síðari hálfleik.
■ RÚNAR Kristinsson, lands-
liðsmaður í knattspymu, byija
æfingar hjá sænska liðinu Orgryte
um helgina. Hann hélt utan í vík-
ing á laugardaginn.
■ MARGRÉT Ólafsdóttir,
landsliðskona úr Breiðabliki, var
útnefnd besti leikmaður alþjóðlegs
knattspyrnumóts sem fram fór á
Miami milli jóla og nýárs. Hún lék
þar með dönsku meisturunum
Fortuna Hjörring ásamt Ásthildi
Helgadóttur úr KR. En félagið
bauð þeim að vera með liðinu í
mótinu. Sem kunnugt er leikur
FÖLK
Auður Skúladóttir leikur með
danska_ liðinu.
■ BJÖRG Hafsteinsdóttir,
körfuknattleikskona úr Keflavík,
gerði sjö þriggja stiga körfur fyrir
lið sitt gegn Breiðabliki í 1. deild-
inni á laugardaginn. Keflavík
vann leikinn 89:66 og gerði Björg
alls 25 stig í leiknum. Fyrmm fé-
lagi hennar, Olga Færseth, var
stigahæst í liði Blika með 28 stig.
Þess má geta að Penni Peppas
var ekki með Blikum.
■ SIGURSTEINN Gíslason,
knattspyrnumaður, var um helgina
útnefndur íþróttamaður Akraness
fyrir árið 1994. Athöfnin fór fram
að lokinni þrettándabrennu að Jað-
arsbökkum að viðstöddu fjölmenni.
Sigursteinn hlaut 87 stig í kjör-
inu, Birgir Leifur Hafþórsson,
kylfingur, varð í öðru sæti með
74 stig og Óskar Guðbrandsson,
sundmaður í þriðja með 42 stig.
■ PÉTUR Þ. Grétarsson, kylf-
ingur, var útnefndur íþróttamaður
ísafjarðar fyrir árið 1994. Þrír
aðrir íþróttamenn voru heiðraðir
af bæjarstjórn ísaijarðar við sama
tækifæri fyrir góðan árangur á
árinu; Ásta Halldórsdóttir, skíða-
kona, Haukur Benediktsson,
knattspyrnumaður og Aðalheiður
Ýr Gestsdóttir, sundkona.
■ DAGUR Sigurðsson, landsl-
iðsmaður í handknattleik, hefur
verið útnefndur íþróttamaður Vals
Í994.,
■ PÁLL Ólafsson, handknatt-
leiksmaður, hefur verið valinn
íþróttamaður Knattspyrnufélags-
ins Hauka 1994. Páll fékk fullt
hús stiga, eða alls 90. Pétur Ing-
varsson, körfuknattleiksmaður,
var í öðru sæti með 50 stig.
■ JIM Courier, tenniskappi frá
Bandaríkjunum, sigraði á móti í
Adelaide í Ástralíu um helgina.
Þetta var fyrsti sigur hans á
tennismóti í 16 mánuði. Hann tap-
aði ekki setti í mótinu og sigraði
Frakkann Arnaud Boetsch í úr-
slitaleik, 6:2, 7:5. Þessi sigur ætti
að gefa honum aukið sjálfstraust
fyrir opna ástralska tennismótið
sem hefst í næstu viku.
STUÐNINGUR
Undirbúningur íslenskra
knattspyrnuliða fyrir átök
sumarsins er í fullum gangi.
Reyndar eru íslenskir knatt-
spymumenn að nánast allt árið
en vegna ytri aðstæðna er undir-
búningstímabilið
helmingi lengra en
sjálft keppnistímabilið.
Þrátt fyrir aðstöðu-
leysið sækir knatt-
spyrnan stöðugt í sig
veðrið á alþjóða vett-
vangi en DV greindi
frá því í síðustu viku að ísland er
í 26. sæti fyrir niðurröðun Evr-
ópumóta félagsliða í knattspyrnu
í ár og því rétt frá þátttökurétti
í 24 liða meistaradeildinni.
Þó gildi íþrótta sé almennt
viðurkennt og keppnisíþróttir í
hávegum hafðar reynist æ erfið-
ara að halda úti öflugu Iþrótta-
starfi. Óhjákvæmilegur kostn-
aður fylgir starfseminni og þess
eru dæmi að aukinn útgjöld fylgi
velgengni samanber Evrópu-
keppni félagsliða í handknattleik.
Hins vegar aukast tekjur félags
í Evrópukeppni í knattspymu í
hlutfalli við árangur og þátttaka
í meistarakeppninni getur tryggt
félagi fjárhagslegt öryggi til
langframa.
Undanfarin misseri hafa tals-
menn knattspymuhreyfingarinn-
ar lagt áherslu á mikilvægi yfir-
byggðra knattspyrnuvalla en enn
sem komið er virðist erfitt að
fjármagna slíkar framkvæmdir.
Því hafa knattspyrnumenn æft
við erfiðar aðstæður á veturna
en mörg félög hafa lagt áherslu
á æfinga- og keppnisferðir til
annarra landa á vormánuðum
með tilheyrandi kostnaði. Stund-
um hefur heyrst að þessar ferðir
svari ekki kostnaði og þær hafa
verið gagnrýndar. Skagamenn
fengu orð í eyra fyrir að fara á
mót erlendis snemma árs 1992
en þeir svöruðu fyrir sig með
íslandsmeistaratitli að hausti.
Síðan hafa þeir farið í æflnga-
og keppnisferð á fyrsta fjórðungi
hvers árs, haldið Islandsmeistar-
atitlinum á Akranesi, sigrað tvö-
falt eitt árið og gert góða hluti
í Evrópukeppninni.
Norðurlandaþjóðirnar hafa
Spuming um að bestu
félögin í knattspymu
njóti ávaxtanna
gert sér grein fyrir mikilvægi
Evrópumóta félagsliða í knatt-
spymu. Sænska félagið Gauta-
borg hefur tryggt sér fleiri
hundruð milljónir króna í meist-
arakeppninni (vetur og þarf vart
að hafa áhyggjur af framtíðinni.
Norðmenn hafa stutt vel og
dyggilega við íþróttir í Noregi
og árangur á alþjóða vettvangi
hefur ekki látið á sér standa.
Næsta skref er í Evrópumótum
félagsliða í knattspymu og þar
veðja norsk íþróttayfirvöld á ís-
lendinginn Teit Þórðarson og
Lilleström sem hann þjálfar. I
viðtali við DV um helgina segir
Teitur að þriggja ára stuðningur
við félagið og leikmenn hafi mik-
ið að segja og spennandi tímabil
sé framundan.
Leikmenn Reykjavíkurliðanna
í knattspyrnu hafa fengið að æfa
í Reiðhöllinni í Víðidal undan-
famar vikur og verið mjög
ánægðir með það en óvist er með
framhaldið. Knattspyrnumenn
annarra liða hafa ekki haft slíka
aðstöðu. Æfinga- og keppnis-
ferðir til útlanda eru víða á dag-
skrá á næstu mánuðum. í Noregi
eru Evrópuliðin styrkt til slíkra
ferða með framhaldið í huga. það
er athugunar vert hvort ámóta
stuðningur við bestu lið íslands
skili sér ekki þegar fram í sækir.
Steinþór
Guðbjartsson
Æ rBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR þriggja stiga skotin sérstaklega?
Tek þriggja stiga
skot í huganum
BJÖRG Hafsteinsdóttir, körfuknattleiksstúlka úr Keflavík,
gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö þriggja stiga körfur í leik
gegn Breiðabliki. Björg hefur leikið körfuknattleik ífjórtán ár,
eða sfðan hún byrjaði að æfa körfuknattleik með strákum í
Keflavík ellefu ára. Þegar Keflvíkingar byrjuðu að þjálfa
kvennalið á árum áður, var Björg yngsta stúlkan, nú er hún
orðin „öldungurinn11 í liði Keflavíkur, eins og hún segir sjálf.
Björg, sem er 25 ára, er ein
Ieikreyndasta körfuknatt-
leikskona landsins, hefur leikið
^■■■■1 næst flesta lands-
Eftir leiki, eða 23. Hún
SigmundÓ. ætlaði að leggja
Steinarsson skóna á hilluna eft-
ir sl. keppnistíma-
bil, en þegar ljóst var að þrjár
aðrar reyndar stúlkur ákváðu að
skipta um félög, fannst Björgu að
hún gæti ekki yfirgefið hið unga
Keflavíkurlið. Hvernig er að vera
elsta stúlkan í herbúðum Keflvík-
inga? „Það er mjög skemmtilegt.
Eg hef þann forgang að fá ýmsu
að ráða, en annars skiptir aldurs-
munurinn engu máli — ég er einn
hlekkur í góðu liði.“
- Það er ekki á hverjum degi sem
leikmaður í 1. deiid kvenna skorar
sjö þriggja stiga körfur í leik.
Æfir þú langskot sérstakiega?
„Nei, það geri ég ekki. Ég tek
aftur á móti oft þriggja stiga skot
í huganum.“
- Hvernig tilfinning var það að
sjá hvert skotið á fætur öðru rata
rétta leið?
„Það er stórkostlegt og mjög
gaman þegar heppnin er með mér.
Eg náði góðri einbeitingu í leiknum
gegn Breiðabliki og var því óhrædd
við að reyna langskot."
Það má segja að Björg hafi og
sé mikið á ferðinni eff ir Reykjanes-
brautinni, þar sem hún hefur verið
í skóla í Reykjavík á undanförnum
árum — fyrst í Verslunarskólanum
og nú í Háskólanum, þar sem hún
er að ljúka námi í sjúkraþjálfun.
Fer ekki mikill tími í að æfa og
Ieika körfuknattleik?
„Jú, það hefur ferið mikill tími
hjá mér og þá sérstaklega þar sem
ég hef þurft að ferðast á milli
Morgunblaðið/Júlíus
Björg Hafsteinsdóttir, iandsliöskona úr Keflavík, hefur
veriðá ferðinnl á mllll Keflavíkur og Reykjavíkur í átta ár.
Keflavíkur og Reykjavíkur. Ég hef
þó alltaf tekið námið framyfir
körfuknattleikinn; reyni að stunda
hann eins og námið leyfir. Það
hefur, með góðri skipulagningu,
gengið ágætlega. Ég er með litla
íbúð í Reykjavík, sem ég er í ef
ekki eru æfingar í Keflavík á
kvöldin. Þetta verður annað Iíf í
vor, þegar ég lýk námi,“ sagði
Björg, sem hefur verið við nám í
Reykjavík í átta ár. Keflvíkurliðið
æfir fíórum sinnum í viku, en Björg
fær að sleppa úr einni æfingu, til
að geta einbeitt sér betur að nám-
inu.
- Þií hefur ekki séð eftir hinum
mikla tíma, sem hefur farið íkörfu-
knattleikinn?
„Nei, alls ekki. Ég hef verið svo
heppin að vera í mjög góðum fé-
lagshópi, þar sem mjög góður andi
ræður ríkjum. Þá hef ég verið svo
heppin að fá tækifæri til að leika
með landsliðinu, ferðast og kynn-
ast leikmönnum úr öðrum liðum.“
- Keflavíkurliðið hefur verið nær
ósigrandi undanfarin ár og er nú
í efsta sæti í 1. deildarkeppninni.
Sér Björg sigurgönguna halda
áfram næstu ár?
„Róðurinn verður erfiðari, því
að keppnin í deildinni er miklu jafn-
ari nú heldur en hún hefur verið.
Ungu stúlkurnar hjá okkur eiga
eftir að öðlast þroska og reynslu
— það mun mikið mæða á þeim á
næstunni. Þá mun það koma í ljós
hvað ungu stúlkurnar í öðrum lið-
um spila úr sínum spilum."