Morgunblaðið - 11.01.1995, Side 6

Morgunblaðið - 11.01.1995, Side 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskveó heima Alls fóru 95,4 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 6,8 tonn á 117,16 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 10,3 tonn á 90,02 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 78,2 tonn á 128,16 kr./kg. Af karfa voru seld 11,6 tonn. í Hafnarfirði á 105 kr. (3,11), á Faxagarði á 33,00 kr. 0,11) og á 124,93 kr. (8,51) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 17,6 tonn. í Hafnarfirði á 65,00 kr. (2,31), á Faxagarði á 56,06 kr. (0,21) og á 59,12 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (15,21). Af ýsu voru seld 55,0 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 148,57 kr./kg. Fiskverð ytra Yy A V \r ar^ \ > V , V1 ^ i Nóv. Dese 48. vika mber 49. vika 50. vika 51. vika 52. vika Janúar 1. vika Krikg -200 -180 -160 -140 -120 100 80 60 Þorskur < Karfi' Eitt skip, Skafti SK 3, seldi afla í Bretlandi í síðustu viku samtals 160,4 tonn. Þarafvoru 77,9 tonn af þorski á 202,40 kr./kg, og 48.1 tonn af ýsu á 168,94 kr./kg. Úr gámum voru seld 59,8 tonn. Þar af voru 28,5 tonn af þor&ki á 198,92 kr./kg og 23.1 tonn af ýsu á 138,64 kr./kg. Meðalverð á þorski var 201,47 kr./kg. Þrjú skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Engey RE1 setti sölumet og seldi 144,7 tonn á 204,53 kr./kg, Sveinn Jónsson KE 9 seldi 124,8 tonn á 146,80 kr./kg og Breki VE 61 seldi 132,5 tonn á 169,94 kr. hvert kíló. Samtals voru 307,7 tonn af karfa seld í síðustu viku á 179,89 kr./kg og 49,8 tonn af ufsa á 135,51 kr. kílóið Mikil breyting að verða í rússneskum sjávarútvegi Einkavæðing og endurnýjun og stefnt að auknu fiskframboði innanlands MIKLAR breytingar hafa átt sér stað í rúss- neskum sjáv- arútvegsmál- um á fáum árum eins og sést best á því, að nú er verulegur meirihluti útgerðarfyrir- tækja kominn í hendur einkaaðila. Rússar hafa einnig verið að ná betri tökum á fiskveiðistjórnuninni og flest bendir til, að þeir muni í raun fá yfirráð yfir „Smugunni", alþjóðlega hafsvæðinu í Okhotskhafí. Gæti það haft fordæmisgildi annars staðar. Verið er að vinna að mikilli endurnýjun í rússneska veiðiflotanum með stuðningi ríkisins og verður hann um leið notaður til að knýja á um aukið fiskframboð innanlands. Kann það að hafa einhver áhrif á fiskútflutning frá Rússlandi þegar fram í sækir. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna kemur til framkvæmda í nóvember næstkomandi en sam- kvæmt 64. grein hans ber úthafs- veiðiríkjum skylda til að hafa sam- starf við strandríkin um fiskverndun og skynsamlega nýtingu. Gott dæmi um þessa þróun er Smugan eða Holan svokallaða í Okhotskhafi, sem er alþjóðlegt hafsvæði. Þar hafa skip frá mörgum ríkjum verið við veiðar, einkum á Alaskaufsa, en sum þeirra, til dæmis kínversku skipin, eru hætt þeim. Pólveijar eru þar enn og bíða niðurstöðu í samningavið- ræðum við Rússa um nýjan fiskveiði- samning en flest bendir til, að út- hafsveiðiflotinn verði horfinn úr Okhotskhafi eftir fá ár. Þá mun það allt í raun lúta Rússum. Flest erlendu skipanna, sem verið hafa við veiðar í Okhotskhafí, eru gömul og verður því lagt þegar veið- unum lýkur en sennilegt er, að nýrri skipin haldi þeim áfram í gegnum samstarfssamninga við rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki. Sóknargetan mun því ekki minnka mikið á þessu svæði. Minnkandi neysla I nýlegri skýrslu, sem fjármála- og sjávarútvegsráðuneytið í Rúss- landi létu gera, er lýst áætlunum um endurnýjun fiskiflotans til loka þessa árs og jafnframt gerð úttekt á stöðu fiskvinnslunnar. Árið 1990 var fiskneysla á hvern mann 21 kg, heildarveiðin var 7,8 milljónir tonna og til vinnslu fór þá 4,1 milljón tonna. Er þá niðursuðan talin með. 1992 hafði neyslan fallið í 13,3 kg, veiðin minnkað um 33% og vinnsl- an um 25%. Á þessu ári fluttu Rúss- ar út meira en eina milljón tonna af físki og öðrum sjávarafurðum eða næstum þriðjung allrar framieiðsl- unnar. Raunar er líklegt, að þessi tala sé of lág þar sem ástæða er til að ætla, að upplýsingar um útflutn- inginn séu ekki alveg réttar. Með endurnýjun rússneska veiði- flotans er meðal annars stefnt að því að koma neyslu sjávarafurða í 16 kg, auka veiðar upp í 6,1 milljón tonna og fiskvinnsluna í 3,2 millj. Gera áætlanirnar ráð fyrir, að í stað 1.000 gamalla togara komi 261 nýr og tekið er fram, að ríkisvaldið muni, að hluta að minnsta kosti, fjár- magna endurnýjunina með nið- urgreiðslum. Yrðu þær þá skilyrtar eða tengdar auknu framboði físks og annarra sjávarafurða á innan- landsmarkaði. Rússneska stjórnin ætlar með öðrum orðum að neyða sjávarútveg- inn og vinnsluna, sem enn eru að töluverðu leyti í eigu ríkisins, til að standa við áætlanir hennar um auk- ið framboð innanlands þótt verðið þar sé miklu lægra en á erlendum markaði. I skýrslunni er hins vegar lögð á það áhersla, að útflutningur á flökum sé nauðsynlegur til að fjár- magna endurnýjunina og því verði honum haldið áfram. Hröð einkavæðing Einkavæðingin í Rússlandi mun smám saman breyta allri ásýnd sjáv- arútvegsins í landinu. 1992 voru útgerðarfyrirtækin 525 talsins, 402 í n'kiseigu en 123 í einkaeign, en tveimur árum síðar hafði þetta snú- ist við. Af 560 fyrirtækjum voru þá 120 í ríkiseigu en 440 í einkaeign. Þess ber þó að geta, að ríkisfyrirtæk- in eru mörg miklu stærri en einka- fyrirtækin. Þessi þróun hefur haft sín áhrif á kvótaskiptinguna, sem hingað til hefur ekki verið byggð á efnahags- legum forsendum. Á komandi árum munu kvótarnir safnast í hendur þeirra, sem geta nýtt þá best, og þeir munu kaupa þá af fyrirtækjum og stofnunum, sem hafa engin tök á að veiða þá. Ólíklegt er, að veiði- leyfagjald verði tekið upp á næstu árum en talið er öruggt, að komið verði á útflutningsgjaldi og það jafn- vel nokkuð háu. Mikil þörf er fyrir erlenda þekk- ingu og fjármagn í rússneskum sjáv- arútvegi og verulegur áhugi á sam- starfsverkefnum. Brýnust er þörfín í fískvinnslunni i landi, til dæmis í niðursuðu, reykingu, niðurlagningu og fleiru, og nauðsynlegt þykir að skipuleggja frystinguna betur. Er- lendir fjárfestar geta að sjálfsögðu átt gott tækifæri hér en áhættan er mikil eins og oft hefur komið fram. Flakanýting aðeins 20% Mikið hefur verið rætt um stofn- stærð Alaskaufsans og ofveiði á hon- um en rannsóknir benda til, að hann standi mjög misjafnlega eftir svæð- um. Fiskurinn hefur þó almennt farið smækkandi og flakahlutfallið er nú ekki nema 20%. Veiðin hefur einnig minnkað en það vekur þó athygli, að Rússar hafa meiri kvóta en þeir hafa getað veitt. Munar þar allt að hálfri milljón tonna. Þeir ættu því að hafa nokkurt svigrúm til að auka framboðið innanlands án þess að draga verulega úr útflutningi. (Heimild: Groundfish Forum, Ráðstefnurit. Erindi dr. Ulrichs Nussbaums) Þýzkaland Karfi á fiskmörkuðum í Þýskalandi 1993-94 Minna af karfa á fiskmarkaði ÚTFLUTNIN GUR á ísuðum karfa á fiskmarkaðinn í Bremer- haven í Þýzkalandi hefur dreg- izt nokkuð saman, eða um tæp- lega 2.500 tonn milli ára. í fyrra fóru utan 20.003 tonn, en 22.487 árið áður. Samdrátturinn nemur 11%, en jafnframt hefur verið í mörkum talið lækkað um 1% en 4% hækkun varð í krónum talið. Meðalverð á síðasta ári var 118 krónur á kíló, en 114 árið 1993. Skýringin á samdrætti liggur bæði í minni afla siglingarskip- anna og aukinni samkeppni um karfa til vinnslu hér heima. Lík- legt má telja að þessi útflutning- ur haldi áfram að dragast sam- an, en útflutningur kældra flaka fari að sama skapi vaxandi. Karfi á fiskmörkuðum á ísiandi 1993-94 1993 1994 SALA ísaðs karfa á innlendum fiskmörkuðum hefur alla tíð verið lítU. Það er helzt vinnsla með eigin útgerð, sem vinnur karfann og þá af eigin skipum. Því er eftirspurn frá öðrum lít- il. Aðeins fóru um 4.450 tonn af karfa um innlendu markaðina í fyrra. Það var 7% samdráttur milli ára, en verðið hækkaði um 16%. Verðið nú er 51 króna á kíló, en var 44 árið 1993. Munur- inn á meðalverði heima og ytra því mikill en hann fer minnk- andi. Nýja Sjáland Aukinn útflutningnr ÚTFLUTNINGUR sjávarafurða frá Nýja Sjálandi hafði aukizt lítillega fyrstu 9 mánuði síðasta árs, miðað við sama tíma árið 1993. Aukning í magni var þá 3% milli tímabila, 1,9% í verðmætum. Nokkrar innbyrð- is breytingar urðu milli teunda og verkunaraðferða. Útlfutningur á ferskum bolfiski jókst um fjórðung í magni en 10% í verðmætum. Sala á frystum fiski dróst saman um 13% bæði í magni og verðmæti og um 20% samdráttur varð í útflutningi á unnum afurðum. Alls dróst úrflutningur á bolfiski og fiskafurðum saman um 12%. Um 11% sam- dráttur varð á útflutningi af humri í magni talið en verðhækkaði verulega svo verðmæti útflutningsins drógust aðeins saman um 2%. Útflutningur á skelfiski jókst verulega milli timabila eða um 68% í magni og 61% Lverðmætum. Alls nam útflutningsverðmæti þetta tíma- bil rúmlega 30 milljörðum íslenzkra króna. Baffin' K/ I Botnfiskkvótar á Atlantshafsmiðum Kanada 1988-1994

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.