Morgunblaðið - 14.01.1995, Side 7

Morgunblaðið - 14.01.1995, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 C 7 LISTIR „Svo skal dansinn duna“ TONOST Þjóölcikhúsi ö ÞJÓÐDANSAR Stjómandi sýningar, danshöfundur og sviðssetning; Sigríður Þ. Valgeirs- dóttir. Tónlist: Jón Asgeirsson. Hljómsveitarstjóri: Jón Stefánsson. Söngur: Kanunerkór Langholts- kirlgu. Hljóm.sveit: Kammersveit Langholtskirkju. Ljós: Páll Ragnars- son, Bjöm Guðmundsson. Þjálfun dansfólks: Kolfinna Sigurvinsdóttir. SÉRHVER þjóð leggur jafnan metnað sinn í að rækta menningar- arf sinn og miðla honum áfram til nýrra kynslóða. Söguritun fyrri alda hefur borið hróður okkar land víða. En menning er ekki eingöngu sögu- ritun, heldur einnig kveðskapur, tónlist og dans. Það er ekki rík hefð fyrir dansi á íslandi og þjóð- lagahefð jafnvel nokkuð fátækleg miðað við margar nágrannaaþjóðir. Þeim mun virðingarverðara er það, þegar fólk tekur sig til og blæs loga í glóðir menningar, sem hætta er á að deyi út meðal fólksins. Afrakstur slíkrar vinnu máttu einmitt sjá á fjölum Þjóðleikhússins á þriðjudag- inn. Þá hélt þjóðdansafélag Reykja- víkur mjög viðamikla sýningu og TONIIST Iláskólabíó SINFÓNÍ UTÓNLEIKAR • Leikin létt tónlist frá Vínarborg. Einsöngvari Þóra Einarsdóttir. HljómsveiÞirstjóri Páll P. Pálsson. Fimmtudagur 12. janúar 1995. VÍNARTÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands eru orðnir fastur Iiður í starf- semi hljómsveitarinnar og njóta þeir mikilla vin- sælda hjá hlustendum. Efnisskráin var byggð á verkum eftirtalinna höf- unda skemmtitónlistar; Franz von Suppé, Jóhann Strauss yngri, Hermann Dostal, Eduard Strauss, Jacques Offenbach, Ric- hard Heuberger, Franz Lehár, Emil Waldteufel og Wilhelm A. Jurek. Það getur verið nokk- uð snúið að velja úr stóru safni skemmtitónlistar og sú leið, að taka til með- ferðar mikið af fremur óþekktum verkum, getur orkað tvímælis, því aðdá- endur slíkrar tónlistar vilja helst heyra uppá- haldsverk sín. Flieger Marsch, eftir Dostal, Polkinn eftir Eduard Strauss, forleikurinn að óperudansleiknum eftir Heuberger, forleikurinn að Vínarfrúnum, eftir Léhár og leiðinlegur Regiments-Marsch, eftir einhvern Jurek, voru naut þar aðstoðar hljómsveitar og söngvara. Tveir einstaklingar standa þó uppúr þeim dygga hópi, sem vann að sýningunni, en það voru tónskáldið og útsetjarinn Jón Ásgeirsson (þó hér verði ekki fjallað um tónlistina) og Sigríður Þ. Val- geirsdóttir, sem sá um dansana og sviðssetninguna. Hvað er til ráða, þegar hætta er á, að hluti menningar hverfi og úr þjóðlífinu? Fyrir mörgum árum kom Sigríður Þ. Valgeirsdóttir auga á svarið. Hún gekk í smiðju hjá eldra fólki, lærði spor og dansa, söngleiki og annað það, sem unnt var að komast yfir. Einnig lagðist hún í grúsk og leitaði í heimildum, sam- ræmdi og bar saman, hlustaði á uppbyggingu danslaganna, orðin í kveðskapnum og studdist við það litla, sem til er af rituðum lýsingum dansa á íslandi. Með því að styðj- ast við lýsingar í bókum, sagna- kvæði og ekki síst með hliðsjón af danshefð fyrri alda í Evrópu, má leiða líkur að því, hvernig dansarn- ir hafa verið. Uppbygging laga og kvæða er oft með þeim hætti, að þau „dansa sig sjálf“. Eins og fræði- maður gengur Sigríður til verks og hefur nú lagt afrakstur sinn og samverkamanna fýrir okkur. Hún hefur fyrirvara á því, að þannig dæmi um sviplaus og skiljanlega lítt þekkt verk, sem auðheyrt var að hlustendur hrifust lítt af, jafnvel þó hljómsveitin léki þau ágætlega undir lifandi stjórn Páls P. Pálssonar. Þau viðfangsefni hljómsveitarinn- ar sem náðu máli sem skemmtitónl- ist voru forleikir eftir Suppé og Of- fenbach, „Skautavalsinn" eftir Waldteufel og lögin sem Þóra Einars- dóttir söng, en það voru Draussen in Sievering, og Frúhlingsstimme, eftir Jóhann Strauss yngri, Liebe du Himmel auf Erde, Vilja Lied og Meine Lippen, öll þrjú eftir Léhár. Þóra Einarsdóttir er ein af efnilegustu söng- konum okkar íslendinga og er. um það að Ijúka framhaldsnámi í Eng- landi. Hún hefur létta og hljómfallega rödd, ágæta tækni, er tónvís og hefur þegar öðlast nokkum þroska sem listamaður, er kom vel fram í öllum viðfangsefnunum og sér- staklega í einu aukalag- inu, Wien, du Stadt meiner Táume, eftir Ru- dolf Sieczynski, sem var einstaklega fallega sung- ið og má segja að Þóra hafi slegið í gegn í þessu Ijúfa lagi. Það vantaði nokkuð á fjörleg tilþrif á þessum tónleikum, enda voru undirtektir áheyrenda fremur daufar og hin rétta stemmning kom aðeins fram eftir að hinni eiginlegu efnisskrá var lokið. Jón Ásgeirsson hafi dansarnir verið dansaðir. Það sem ekki er nákvæmlega vitað um danssporin, hefur hún fyllt í eyðurn- ar, líkt og listmálari, sem er að gera við málverk, sem tímans tönn er að má út. Af alúð og vandvirkni hafa hún og Kolfinna Sigurvins- dóttir unnið að uppsetningu sýning- arinnar. Fyrri hlutinn er byggður á rann- sóknum á dönsum og tónlist frá 13.-15. öld. Með tónlist, kvæðum og dansi er sagt brot úr Bósa sögu og Herrauðs. Þar mátti sjá ýmsa sagnadansa, þar sem dansararnir syngja með forsöngvara, hringbrot og vikivaka. Síðari hlutinn heitir Gleði í Vík og er látinn gerast í Reykjavík á 18. öld. Þá fer meira að bera á dönsum, þar sem aðrir syngja fyrir dansi en dansararnir sjálfír. Er það hliðstæð þróun og varð í þjóðdönsum nágrannaland- anna, en sagnadansarnir virðast hafa tíðkast lengur fram eftir öldum hér á landi en erlendis. Sýnt var brot úr ýmsum vikivakaleikjum, svo sem Hestaleikur, Tröllaslagur, Háu-Þóru-leikur, Hjartarleikur og Finngápn. Tónlistin var reyndar svo stór þáttur sýningarinnar, sem og söngurinn, að líta verður á allt þetta og einnig búningana sem eina mjög fallega og fræðandi heild. PÁLL Skúlason, prófessor í heim- speki við Háskóla íslands, mun ræða spuminguna Hvað er list?, svara fyrirspumum og leiða um- ræður, mánudagskvöldið 16. jan- úar. Einnig mun Einar Clausen ten- ór syngja nokkur einsöngslög og ásamt kvartettnum Út í vorið við píanóundirleik Bjarna Þ. Jónatans- sonar. Kvartettinn Út í vorið var stofn- aður í lok október 1992 og hélt sína fyrstu opinberu tónleika í Listasafni Siguijóns Ólafssonar í júní 1993. Síðan hefur kvartettinn haldið tón- leika víða. Sömuleiðis hefur hann komið fram á lokuðum samkomum, í út- varpi og Ríkissjónvarpinu. Sl. sum- Þó svo að forsvarsmenn sýning- arinnar „Svo skal dansinn duna“ hafí með sýningunni unnið stórvirki á sviði þjóðlegrar menningar, þá vil ég sérstaklega geta frammistöðu félaga í Þjóðdansafélagi Reykjavík- ur. Fimmtíu dansarar komu fram, auk á fjórða tug hljóðfæraleikara og söngvara. Hér voru áhugamenn að dansa, en hafa ber í huga að verið var að syngja og dansa al- þýðulög og dansa. Þá hentar ein- mitt sá alþýðlegi blær, sem ein- kenndi sýninguna. Dansarar voru á öllum aldri og fyrir vikið verður útkoman tiúverðug alþýðulist, enda skemmtu leikhúsgestir sér hið besta. Ef við sem búum í þessu landi viljum teljast menningarþjóð, ber okkur skylda til að hlúa að þjóð- dönsum okkar. Ég hygg, að til skamms tíma hafí af öllum list- greinum reynst erfiðast að skjal- festa dansa. Nú gefst tækifæri til að festa á myndband árangur ára- tuga rannsókna og ómælds áhuga. Fyrir utan að vera hin besta skemmtun, var hér á ferðinni sam- eiginleg greinargerð fræðimanna á sviði. alþýðutónlistar og þjóðlegra leilqa og dansa. ar kom hann fram á sex tónleikum víða á Suður-Englandi og í London í tónleikaferð Kórs Langholtskirkju. Kvartettinn skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þorvald- ur Friðriksson og Ásgeir Böðvars- son. Undirleikari er eins og áður sagði Bjarni Þ. Jónatansson en hann er jafnframt aðal þjálfari og leið- beinandi kvartettsins. Bjarni starfar sem píanóleikari og organisti í Reykjavík og hefur starfað með fjölda einsöngvara og kóra. Dagskrá Listaklúbbsins fyrir jan- úar og febrúar Iiggur nú frammi víðsvegar um bæinn til upplýsingar fyrir þá sem áhuga hafa. Einnig er hægt að nálgast hana í miðasölu Þjóðleikhússins. Ragnar Björnsson leikur verk eftir Bach RAGNAR Björnsson leikur Das Orgelbuchlein, - Litlu orgel- bókina eftir J.S. Bach á orgel Hvammstangakirkju á morgun sunnudag kl. 14. Litla orgelbókin er safn 48 sálmforleikja og nær yfir allt kirkjuárið. Ragnar áætlar að flytja þessa efnisskrá eftir rúma Viku í Digraneskirkju á hið nýja orgel þar og síðan í Kristskirkju í Reykjavík, en hitar upp með því að flytja forleikina fyrst á æskuslóðunum. Flutningur forleikjanna tek- ur um tvo klukkutíma með tveim hléum og mun Helgi Ól- afsson organisti kirlq'unnar lesa skýringar á forleikjunum á und- an flutningi hvers eins. Tónleikarnir eru á vegum Hvammstangakirkju. Sýning ' Hafdísar í Gerðubergi HAFDÍS Helgadóttir opnar myndlistarsýningu í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi sunnudaginn 15. janúar kl. 15. í kynningu segir: „Eldsneyti sýningarinnar er sótt í „strætó“ og ummyndað í skjálist og blandaða tækni á pappír. Hafdís stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1988-1992 og Kunstakademiet í Trondheim. Hún hefur verið í framhaldsnámi í Bildkonstaka- demin í Helsinki þar sem hún er að ljúka mastersnámi. Þetta er fyrsta einkasýning Hafdísar en hún hefur áður tek- ið þátt í samsýníngum. Sýningin er opin frá kl. 10-21 mánudaga til fímmtudaga og frá kl. 13-16 um helgar. Sýn- ingunni lýkur 12. febrúar. „Kokkteil- veisla“ í Slunkaríki ÁSGEIR Þórðarson opnaði sýningu 1 Slunkaríki á ísafírði 7. janúar síðastliðinn. Sýning- in er innsetning og ber heitið „Kokkteilveislan". Þetta er fyrsta einkasýning Ásgeirs sem stundar nám við Framhaldsskóla Vestfjarða á Isafirði. Sýningin er opin frá kl. 16-18 frá fímmtudegi til sunnudags og lýkur sunnu- daginn 22. janúar. Herman í Norræna húsinu NORSKA kvikmyndin Herman verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 15. janúar kl. 14. í kynningu segir: „Myndin gerist árið 1961 þegar Zosso er aðalhetjan í kvikmyndahús- unum og klipping hjá rakaran- um Tjukken kostar 3. krónur. Herman er 11 ára gamall strák- ur sem á mömmu sem vinnur í búð og pabba sem keyrir vöru- bíl. Dag einn breytist líf hans skyndilega þvi hann veikist og missir hárið. Krakkarnir í skól- anum stríða honum en hann lætur það ekki á sig fá því hún Ruby með rauða hárið brosir svo fallega til hans og það er alveg nóg fyrir hann.“ Þessi kvikmynd er frá árinu 1990 og er gerð eftir sam- nefndri sögu eftir Lars Saabye Christiansen. Allir eru velkomn- ir og aðgangur er ókeypis. Ólafur Ólafsson Vínartónleikar KVARTETTINN Út í vorið ásamt undirleikara Bjarna Jónatanssyni. Listaklúbbur Leikhúskiallarans Hvað er Iist? Þóra Einarsdótiir Páll P. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.