Morgunblaðið - 26.01.1995, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.01.1995, Qupperneq 11
+ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 B J X VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI/flTVlNNTJLÍr DAGBÓK Morg'un- verðar- fundur hjá IKEA MIKEA á íslandi býður félags- mönnum Félags viðskiptafræð- inga og hagfræðinga (FVH) til morgunverðarfundar föstudaginn 3. febrúar á veitingastað IKEA við Holtaveg frá kl. 8.00-9.30. Gestur Hjaltason, verslunarstjóri IKEA, og Ragnar Atli Guð- mundsson, stjómarmaður í IKEA og fjármálastjóri Hofs, munu taka á móti gestum og kynna starfsemi fyrirtækisins. Á fundinum verður m.a. fjaHað um markaðssetningu IKEA hér á landi, samkeppni á húsgagna- og innréttingamarkaði og alþjóðlega starfsemi IKEA. Félagsmenn em beðnir um að til- kynna þátttöku til FVH fyrir 2. febrúar í síma 5622370. Kynning á hugbúnaðar- lausnum um gæðasljórnun VIÐ innleiðslu gæðastarfs í fyrir- tækjum, sem átt hefur sér stað á síðustu misserum hafa stjórnend- ur gert sér grein fyrir nauðsyn hagkvæmra hjálpartækja til stuðnings gæðastarfinu. Nýherji ásamt IBM hafa hann- að athyglisverðar hugbúnaðar- lausnir við gæðastjórnun sem verða kynntar í Þingsal Scandic/Hótels Loftleiða, þriðjudaginn 7. febrúar kl. 8.30 til 11.30. Kynntur verður: A. Hugbúnaður fýrir ritun gæðahandbóka, vistun verklags- reglna og leiðbeininga, ásamt stýringu verkferla og dreifingu skjala í gæðakerfum. B. Utanumhald, stýring og skipulag á vinnu umbótahópa í gæðastarfi svo og annarra sem huga þurfa að stýringu verkferla með skipulegum hætti. Meðal fyrirlesara er Sanne Beck Kimman ráðgjafi frá IBM í Danmörku. Allir áhugamenn um gæða- stjómun eru hvattir til þess að mæta og kynna sér uppbyggilegan fróðleik um mikilvæg og brenn- andi mál. Ráðstefna um gæðastöórnun M„GÆÐI í þágu þjóðar" er yfir- skrift ráðstefnu og sýningar um gæðastjómun _sem Gæða- stjórnunarfélag Islands efnir til 2. febrúar nk. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að efla gæðavit- und í atvinnulífinu, örva umræðu um mikilvægi gæðastjórnunar í íslensku þjóðfélagi og sýna hvern- ig gæðastjómun getur verið lykill að velgengni fyrirtækja. Ráðstefn- an samanstendur af sameiginlegri dagskrá fyrir hádegi, fyrirlestmm í 4 sölum eftir hádegi og sýningu. Á sýningunni verða kynntar nið- urstöður vöraþróunar, ásamt kynningu á útgefnu efni um gæða- stjómun og á þjónustu ráðgjafa- fyrirtækja. Ráðstefnan miðast við þarfir æðstu stjórnenda, milli- stjómenda sem og annarra sem vilja kynna sér hugmyndafræði og aðferðafræði gæðastjórnunar. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er dr. Willi Railo, sálfræðingur og prófessor við Viðskiptaháskólann í Bergen sem er m.a. þekktur fyr- ir störf sín fyrir íþróttahreyfing- una á Norðurlöndum. Hann er talinn eiga mikinn þátt í árangri margra verðlaunahafa á ólympíu- leikum og heimsmeistarakeppn- um. Dr. Railo hefur einnig starfað sem ráðgjafi framkvæmdastjóra fjölmargra fyrirtækja á Norður- löndum sem og í alþjóðlegum fyr- irtækjum. Á ráðstefnunni munu einnig ýmsir vel valdir innlendir sérfræðingar á sviði gæðastjóm- unar flytja erindi, og stjórnendur í leiðandi fyrirtækjum og stofnun- um í gæðamálum á íslandi munu skýra frá reynslu sinni og ávinn- ingi af gæðastarfí innan fyrirtækj- anna. Ráðstefnan er haldin á Hótel Loftleíðum fimmtudaginn 2. febrúar nk. Ráðstefnan hefst kl. 8.00 og lýkur kl. 17.00. Skráning fer fram á skrifstofu GSFÍ. Ráðstefna um fjarþjónustu MRÁÐSTEFNA um fjarþjón- ustu verður haldin á Hótel Sögu mánudaginn 13. febrúar nk. frá kl. 8.30-17.00. Þar mun Ingi R. Ingason frá Útflutningsráði fjalla um þróun fjarþjónustu síð- ustu ára og möguleika íslendinga, Þorvarður Jónsson frá Pósti og síma um samband við umheiminn og önnur tæknimál, Sverrir 01- afsson fjallar um fjarþjónustu á íslandi, Gylfi Aðalsteinsson hjá Fangi hf. um hugbúnaðargerð í alþjóðlegu umhverfí, Friðrik Sig- urðsson hjá Samtökum íslenskra hugbúnaðarhúsa fjallar.um mögu- leika á erlendum útboðum og styrkjum til hugbúnaðargerðar, Friðrik Skúlason skoðar sölu for- rita erlendis og Jón Þór Þórhalls- son, forstjóri SKÝRR, fjallar um félagsstarf erlendis án ferðalaga. Þá mun Pétur Þorsteinsson væntanlega fjalla um íslenska menntanetið, Noel Hodson, SW-2000 um fjarþjónustu í ná- lægum löndum og ESB aðgerðir, Prof. Deirdra Hunt um rekstur fjarþjónustufyrirtækja á írlandi og Katarina Almquist hjá sænsku byggðastofnuninni um fjarþjónustu í Svíþjóð. Sænski fyrirlesarinn mun ávarpa ráð- stefnuna í gegnum tölvusíma frá Stokkhólmi þ.a. ráðstefnugestir geta séð fyrirlesarann og komið með fyrirspumir beint til hans. Eins era uppi hugmyndir um að Pétur Þorsteinsson frá íslenska menntanetinu ávarpi ráðstefnuna á sama hátt frá Akureyri. Að loknum fyrirlestram verða panel- umræður. Fundurum , þróunarsam- vinnu og við- skipti í Namibíu MBRÚ, félag áhugamanna um þróunarlöndin, heldur fund um þróunarsamvinnu og viðskipta- samstarf íslendinga í Namibíu, miðvikudaginn 25. janúar. Fundurinn, sem er hádegisfundur, verður haldinn í stofu 101 í Odda, húsi Félagsvísindadeildar Háskól- ans og hefst kl. 12.00 Viðar Helgason, fiskifræðingur hjá Ha- frannsóknastofnun, segir frá þró.-_ unarsamvinnu íslendinga í Namib- íu og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar- sviðs íslenskra sjávarafurða, kynnir viðskiptasamstarf íslend- inga og Namibíumanna. Viðar starfaði í þijú ár við þróunarvinnu- verkefni í Namibíu og menn segja frá því starfí, en Guðbrandur hef- ur verið í f'orsvari fyrir nýstofnuð fyrirtæki íslendinga og Namibíu- manna á sviði sjávarútvegs. Ný kynslóð lit- ljósritunarvéla PEDROMYNDIR hf. á Akureyri tóku nýlega í notkun litljósritunarvél af gerðinni Canon CLC 700. Vélin er af nýrri kynslóð ljósritunarvéla frá Canon og eru gæðin í ljósritun litmynda og texta meiri en áður hafa þekkst skv. því sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Pedromyndum. Þar segir einnig að um sé að ræða eina alfullkomn- ustu litljósritunarvél á landinu. Ljósritar báðu megin Með Canon CLC 700 litljósritunarvélinni er hægt að ljósrita báðar hliðar blaðs sem má vera allt að 170 gr. að þykkt. Þá segir í tilkynning- unni að vélin gefi möguleika á stiglausri stækkun frá 25-400% auk mikilla breytinga- og tilfærslu- möguleika. Canon CLC 700 vélin er tengd öflugum tölvu- búnaði Pedromynda, 100 Mhz pentium PC vél og Mac 840 AV, sem gerir að verkum að gæði á prentun gagna úr algengustu tölvuforritum verða mikil, þ.e.a.s. 400 dpi og 16,7 milljón litir. Hér er Sumarliði Daðason, starfsmaður Pedro- mynda, við tækjabúnaðinn. Ráðstefna um gœðastjórnun á vegum Gœðastjórnunarfélags íslands, Hótel Loftleiðum 2. febrúar 1995frá kl. 8 - Skráning_______________________________________________________________ Skráning fer fram á skrifstofu GSFÍ í sírna 588-6666 og bréfasíma 568-6564. Þátttökugjald er 9.500 kr. fyrir félagsmenn og 11.500 kr. fyrir aðra. Nemendur greiði 4.500 kr. gegn framvísun skólaskírteinis. Innifalið í þátttökugjaldi eru kaffiveitingar, hádegisverður og ráðstefnugögn. Síðasti skráningardagur er31.janúar. 17. GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS SlMI 588 6666 Styrktaradilar rádstefnunnar: o iAtum gæðin rAða ferðinni EIMSKIP (0) iðnlánasjóður Iðntæknistofnunl I KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR HF. SPARISIOÐUR REYKJAVÍKUR OC NÁCRENNIS sk/rr vsó. <0) SAMTÖK REKSTRARRÁÐGJÖF IÐNAÐARINS Skýrsla um samkeppnisstöðu íslands í desember sl. gaf Aflvaki Reykjavíkur út skýrslu um samkeppnisstöðu íslands þar sem m.a. er gerður fjölþjóð- legur samanburður á um 370 lykilþáttum innan eftirfar- andi 8 megin greina efna- hags- og atvinnulífsins: Styrkleiki hagkerfisins, Alþjóðavæðing, Stjórnsýsla, Fjártnál, Innviðir þjóðfélag- sins, Stjórnun, Tækni og vísindi og Fólkið í landinu. Skýrslan er byggð á „World Competitiveness Rcport“, sem gefin hefur verið út fjórtán undanfarin ár af World Economic Forum og International Institute for Management Development, sem hafa aðsetur í Sviss. Vegna mikillar eftirspurnar hefur skýrslan verið endurprfentuð og fæst á skrifstofu Mvaka Reykja- víkur. Verð kr. 3.500. * Sýnishorn af því hvernig skýrslan er byggð upp. Aflvaki Reykjavíkur hf., Pósthússtræti 9, pósthólf 34, 121 Reykjavík Sími: 551-6600 Fax: 551-6606 A AFLVAKI RBKJAVIKURf !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.