Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 B 5 Hver maður sinn skammt ítarleg umfjöllun um SH í Hamborg í Fisch Magazin í NYJU hefti Fisch Magazin, sem er þýskt tímarit helgað umfjollun um fiskiðnað og fiskviðskipti, er fjögurra síðna umfjöllun um dótturfyrirtæki SH í Hamborg í grein sem ber heitið „Jedem ein gleich grosses Stiick“. í greininni er lýst starfinu hjá SH í Hamborg en einkum nýjustu vörum fyrirtækis- ins, „Portion Control Fish“, sem eru stærðarflokkaðir flakabitar fyrir veitingahús og mötuneyti. Greinin fjallar líka um samstarfið við framleið- endur SH á Islandi og sölustarfið fyrir Mecklenburger Hochseefischerei sem er að meirihluta i eigu Útgerðarfélags Akureyringa. í greininni segir m.a. „í tvö ár hefur fyrirtækið unnið að þróun nýrrar „Icelandic" vöru sem fengið hefur nafnið „Portion Control Fish“ en það eru stærðar- flokkaðir flaka- skammtar úr ufsa, þorski og karfa. Nú er þessi vara komin á markaðinn hjá stærstu heildsöl- um Þýskalands. Grunnhugmyndin er einföld: I veit- ingahúsum, mötu- neytum og heima hjá fólki er gengið út frá að allir skammtar séu jafnstórir. Sumir líta yfir til sessu- nautanna og at- huga hvort þeir hafi nokkuð feng- ið stærri skammt af fiskinum eða kjötinu. Mikilvægt er að hver mað- ur sé ánægður með sitt. En fyrir framleiðendur er það býsna erfitt að vinna náttúrulegar afurðir þann- ig að öll stykki séu bæði jafnstór og jafnþung. Kaupendur geta svo valið hvort þeir kaupa 150g, 170g eða 190g stykki." GengiA að gæðunum vísum „Styrkur okkar er fólginn í tengslum við framleiðendur segir framkvæmdastjóri „Icelandic" Kristján Hjaltason. í vinnslunni vinnur vant fólk við að snyrta og skera flök í hnakkastykki, mið- stykki, og sporða. í þetta er valinn besti fiskurinn. Skipin eiga stutt að sækja á miðin umhverfis ísland og þar er hreinasti sjór í heimi. Þar að auki ábyrgist fyrirtækið að ekki muni nema nokkrum grömmum til eða frá í þyngd stykkjanna. Mikil áhersla er lögð á gæði hjá „Iceland- ic“ og fyrirtækið í Hamborg var meðal hinna fyrstu á sínu sviði til að fá gæðakerfi sitt vottað sam- FISMARKAÐIRNIR frá SH kvæmt ISO 9001 staðlinum fyrir markaðsstarf og vöruþróun.“ Fisksala fjarri höfn „Nú þarf ekki lengur að vera nálægt höfn til að versla með fisk. Skrifstofa SH sem er staðsett í stór- hýsinu Alster City í Hamborg seldi yfir 20.000 tonn af sjávarafurðum í fyrra að verðmæti yfir 100 milljón- ir þýskra marka. Aðalmarkaðurinn er í Þýskalandi en fyrirtækið sér einnig um sölu til Norðurlandanna, Ítalíu, Hollands, Sviss, Austurríkis, Póllands, Tékklands og Eystrasalts- ríkjanna. Aðalfisktegundin er karfi, hann skiptir langmestu máli á þessu svæði. Flutningur vörunnar er tölvuvæddur. Þegar Óskar Sig- mundsson, sölustjóri, skráir óskir viðskiptavinanna tekur það móður- tölvuna í Reykjavík aðeins nokkrar mínútur að ganga frá samningum. „Við tengjum saman framleiðsluna og markaðinn," segir Óskar. Fyrir- tækið leggur áherslu á gott skipu- lag. „Við seljum mikið magn og fjölbreytt úrval af hraðfrystum af- urðum til veitingahúsa og fyrir smásölumarkaðinn," segir Kristján Hjaltason, Jafnframt hefur okkur tekist að flytja fersk karfaflök flug- leiðis á markað í Þýskalandi þó að það sé dýrt. Þessi vara sker sig úr vegna ferskleika og mikilla gæða. Besti fiskurinn er valinn og hálftíma eftir flökun er búið að ísa vöruna.“ Dæmið um karfaflökin notar Krist- ján Hjaltason til að varpa ljósi á þá skoðun og kenningu sína að vinna skuli fiskinn eins nálægt upp- runastað og mögulegt er.“ Þekking „lcelandic" gagnast sjómönnum í Rostock „í júlí 1993 eignaðist stærsta sjávar- útvegsfyrirtæki íslands, Útgerð- arfélag Akur- eyringa, 60% í Mecklenburger Hochseefische- rei (MHF). Hinn hlutann eiga sambandslandið Mecklenburg (25%) og höfnin í Rostock (15%). Allar afurðir MHF eru seldar hjá SH og dótturfyrir- tækjum þess en starfsmenn SH miðluðu reynslu sinni af heims- mörkuðunum til hinna nýju fram- leiðenda í Rostock. Skipstjórar og áhafnir sjö frystitogara fengu til- sögn sérfræðinga svo og gæða- handbók sem unnið er eftir. Eftir nokkra erfiðleika í byijun tók rekst- ur fyrirtækisins að batna." Stærstl útflytjandl á íslandi í greininni er lýst markaðsstarfi SH, hlutverki fyrirtækisins heima og erlendis og sagt frá dótturfyrir- tækjunum í Bandaríkjunum, Bret- landi, Þýskalandi, Frakklandi og í Japan. Síðan fylgja ýmsar töluleg- ar upplýsingar og m.a. kemur fram að SH í Hamborg á nú viðskipti við 120 kaupendur sjávarafurða og að þær eru mjög margbreytileg- ar. Héðinn ÞH skip ársins 1966 VERINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Jóni Ármanni Héð- inssyni, fyrrum alþingismanni, út- gerðarmanni og fiskverkenda. At- hugasemdin er vegna fréttar um bátinn Jónu Eðvalds og fer hún hér á eftir: „Segja má að þetta sé bylting í meðferð afla í nótaveiðum við Is- land, því þetta er fyrsta skipið sem keypt er hingað til lands, sem út- búið er sjókælitönkum. Skipið er útbúð fiskidælu til löndunar, sem dælir aflanum úr tönkunum í land með undirþrýstingi, sem einnig mun sjá um að gæðin skili sér til vinnslu." Árið 1966 kom Héðinn ÞH 57 til Húsavíkur. Um borð voru sjókæling- artæki. Þetta var í fyrsta sinn í sög- unni sem fískveiðiskip var með slík- an útbúnað og vakti heimsathygli þá. Útbúnaðurinn var frá „Kværner- brug“ í Noregi. Jafnfram var undir- þrýstingsdæla (,,vacum“), sem tryggði óskemmdan afla úr nótinni og frá skipi í land. Auk þessa var Héðinn með tvær þverskrúfur, að framan og aftan. Ekkert skip í heim- inum var þá með þennan útbúnað. Vegna þessa og fleiri atriða um borð var Héðinn valinn skip ársins 1966 af tímaritinu World Fishing og mynd af skipinu á forsíðu desemberheftis- ins. Eg óska eigendum til hamingju með glæsilegt skip, Jónu Eðvalds. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SÍLDINNI landað Huginn VE búinn að landa um 800 tonnum af sfldinni VESTMANNAEYJUM - HUGINN VE landaði 300 tonnum af síld í Eyjum á sunnudaginn. Var það þriðji túrinn sem hann landar í Eyjum síðan hann byrjaði síldveiðar með flottrolli en fyrsta túmum, 70 tonnum, var landað á Hornafirði. Huginn er búinn að fá um 800 tonn í flottrollið og á mánudagskvöld, þegar Verið spjallaði við Guðmund Hugin Guðmunds- son, skipstjóra, héldu þeir uppí í skíta brælu á miðunum í Litla dýpi. Guðmundur Huginn sagði að þeir hefðu ekkert getað verið að eftir að þeir komu á miðin á ný vegna brælunnar „Við höfum lítið getað leitað vegna brælunnar, höfum lón- að þetta uppí og haldið undan og leitað á dýptarmælinn því það þýðir ekkert að leita á asdikinu í þessari brælu. Við verðum bara að bíða og sjá hvort ekki lygnir með morgnin- um,“ sagði Guðmundur Huginn. Fór rólega af stað Hann sagði að síldveiðarnar í flot- trollið hefðu gengið ágætlega. „Þetta fór rólega af stað eins og eðlilegt er. Við erum með nýtt troll og það tekur alltaf tíma að átta sig á þessu, laga hlutina aðeins til og ná alveg tökum á hlutunum. Svo hefur verið bræla meira og minna sem hefur hamlað veiðum og einnig tók tals- verðan tíma að fínna síldina eftir að við byijuðum. Hún hefur svo haldið sig hérna á svona 20 fermílna svæði og var fyrst talsvert drcifð en í síð- asta túr fundum við góða torfu héma. Þeir urðu varir við torfu á þeim sama stað, bátar sem vora hér í gær, þann- ig að við finnum hana ef hann lygn- ir eitthvað sem ég er að vona að gerist með morgninum,“ sagði Guð- mundur Huginn. Guðmundur Huginn skipstjóri á Huginn Stærstu hölin um 100 tonn Hann sagði að stærstu hölin hjá þeim hefðu verið um 100 tonn enda hífðu þeir þegar efri neminn lýsti og þá væru komin um 100 tonn í trollið. Guðmundur Huginn sagði að litlar fréttir væru af loðnunni enn enda lægju flestir loðnubátarn- ir inni á fjörðum í vari vegna bræl- unnar. VINNSL USKIP Nafn StærA Aftl Uppist. afla Löndunarst. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON Is 270 772 207 Þorekur íaafjöröur SIGURBJÖRG ÓF 1 516 86 Þorskur ólafsfjörður BJÖRGVIN EA 311 499 153 Rækja Dalvfk ANDEY SF 222 211 42 Ysa Hornafjörður LANDANIR ERLENDIS Nafn StaarA Afll Uppist. afla Söluv. m. kr. Maöalv.kg Löndunarst. AKUREY RE 3 857 202,2 Ksrfi 29,4 145,54 Bromerhovan ] SÍNDRI VE 60 142 101,9 Karfi 13,4 132,05 Bremerhaven GJAFAR VE 600 237 99,7 Karfi 13,4 141.01 Bremerhavon . j ÚTFLUTNINGUR 6. VIKA Bretland Þýskaland Önnur lönd Áætlaðar landanir Þorsk. Ýsa Ufsi Karfi Skagfirðingur SK 4 20 200 Áætlaðar landanir samtals 20 200 Ileimilaður útflutn. í gámum 112 140 5 228 Áætlaður útfl. samtals 112 140 25 428 Sótt var um útfl. í gámum 331 383 22 499 RÆKJUBA TAR Nafn taarA Aftl Flskur SJÖf Löndunarst. ÁRNI ÓLA IS 81 17 4 O 4 Bolungarvík 1 BRYNDÍS IS 69 14 3 0 4 Bolungarvík HÚNI/S68 14 4 O 3 Bolungarvík NEISTIÍS216 15 2 0 3 Bolungarvik PÁU HELGIIS 142 29 4 O 4 Bolungarvtk SÆBJÖRN IS 121 12 2 0 4 Bolungarvik SÆOlS /S 67 15 4 0 4 Bolungarvik SIGURGEIR SIGURÐSSONIS 533 21 3 O 3 Bolungarvík OSKAR HALLDÖRSSON RE IS7 242 19 1 2 Isafjörður ÖRN IS 18 20 6 0 4 ísafjöröur BÁRAIS66 25 8 0 4 Isafjöröur ] DÁGNY Is 34 11 3 0 4 tsafjöröur FINNBJÖRN Is 37 11 2 0 3 Isífjöréur GISSUR HvItTIs i 14 18 6 0 4 ísafjöröur GUNNAR SIGURÐSSON Is 13 11 3 0 3 Isafjöröur HALLDÓR SIGURÐSSON IS 14 27 6 0 3 Isafjöröur STYRMIR KE 7 190 13 2 1 Isafjöröur ;j VERÍS 120 11 4 0 3 ísafjöröur ÁSBJÖRGST9 50 6 0 2 Hólmavík ásdIsstT7 30 4 0 2 Hólmavík HAFSÚLA ST 11 30 5 0 2 Hölmavfk HILMIR ST 1 28 6 0 2 Hólmavik SÆBJÖRG ST 7 76 1 0 1 Hólmavík SIGURBJÖfíG STSS 25 5 0 2 Hólmavík PÓRIRSK 16 12 7 0 3 Saviöórkrókur JÖKULL SK 33 68 12 0 3 Sauöárkrókur SANDVlKSK 188 15 6 0 2 Sauöárkrókur HELGA RE 49 199 45 1 1 Siglufjöröur sigluvIk Sl 2 450 25 1 1 Siglufjðréur 'sfÁLvIk Sl i 364 53 1 1 Siglufjöröur SÆÞÓR EA 101 134 19 1 1 Dahrik SÆNES EÁ 75 110 5 1 2 Grenivík ARON ÞH 105 76 9 0 3 J Húsavík RÆKJUBA TAR Nafn FANNEYÞH 130 Stærö 22 Afll 2 Flskur 0 Sjóf. 2 Húsavík j GUÐRÚN BJÖRG PH 60 70 5 0 3 ÖXARNÚPUR ÞH 162 17 5 0 2 Kópasker ÞINGEYÞH51 12 5 0 2 ÞORSTEINN GK 15 51 10 0 3 Kópasker KRISTEY ÞH 26 50 15 0 3 | SKELFISKBA TAR Nafn Stærö AfU Sjöf. Löndunarst. wmmmm 103 33 i 3 StyltkÍBhbtmur í] ÞÓRSNES SH 108 163 29 4 Stykkishólmur f ÁRNAR SH M 20 19 4 . . . Stykkishólmur GI'SLI GUNNARSSON II SH 85 ’Í8 5 Stykkishólmur I 'grétrmW iai ~ 38 4 Stykkishólmur HRÖNN SH 335 41 34 4 Stykkishólmur KRISTINN FRIBRIKSSON SH í 104 4 Stykkishólmur SVANUR SH 111 138 50 ” 4 • Stykkishólmur LOÐNUBA TAR Nafn I StærA I Afll I tjóf.l LAndunsrst. [ QRN KE »3 ~ 1 966 I Tftð ~1 ~ 1 '1 Sgyðteyk»ur S ILDARBATAR Nafn ÍStærö I Afll I I SJÓf.l | Lðndunarst. HUGINN VE 6 1348 I 246 I I 11 í Vastmannaayjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.