Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Emilía FULLTRÚAR samstarfsaðilanna sem hannað hafa nýja afhreistr- unarvél: Helgi Geirharðsson lyá Samstarfsvettvangi sjávarútvegs og iðnaðar, Bjarni Elíasson hjá Basis International og Karl Ág- ústsson framkvæmdastjóri hjá Baader Island. Ný afhreistrunarvél frá Baader Islandi Kvótinn er minn þó bankinn hafi tekið Drangavík „ÉG LIT svo á að ég sé endanlega búinn að missa Drangavíkina, en baráttunni við bankann er enn ekki lokið. Ég tel að íslandsbanki hafi tekið skipið upp í skuldir, því það var vissulega veð- sett, en ég til mig eiga varanlegar aflaheimildir skipsins ennþá. Þær voru ekki veðsettar, enda óheimilt samkvæmt lögum, og því getur bankinn ekki tekið aflaheimildirnar af mér,“ segir Signrður Ingi Ingólfsson, útgerðarmað- ur í Vestmannaeyjum í samtali við Verið. Rætt við Sigurð Inga Ingólfsson, fyrrum eiganda Drangavíkur VE Fréttir vikunnar Sóknarstýring í stað kvótans ■FRAMB JÓÐENDUR Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörð- um vi^a að núverandi fisk- veiðistjórnarkerfi verðí tek- ið til gagngerrar endurskoð- unar. „Höfuðmarkmið hinn- ar nýju stefnu er eins og hinnar fyrri að hámarka afrakstursgetu fiskistofn- anna. Þessum markmiðum verður náð með öflugri flota- og sóknarstýringu, sem komið verður á í áföng- um,“ segir í greinargerð sem þeir lögðu fram á fundi málefnanefndar Sjálfstæðis- flokksins um sjávarútvegs- mál. Einar Oddur Kristjáns- son, einn frambjóðendanna, segir að sjálfstæðisflokkur- inn verði að þora að horfast í augu við þetta vandamál sem sjávarútvegsstefnan sé og þora að ræða um það. Kristján Ragnarsson for- maður LÍÚ segir að tillög- urnar þýði aukna miðstýr- ingu og ríkisafskipti og muni aldrei ná því markmiði að byggja upp þorskstofn- inn. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra segist hins vegar ekki sjá að það valdi neinum skaða að ræða tillögumar af fullri einlægni. Ætla að bjóða í óséðan alla ■SAMTÖK sjómanna, Far- manna og fiskimannasam- handið, Sjómannasamband- ið og Vélstjórafélag íslands hafa komist að samkomu- lagi við Samtök fiskvinnslu á útgerðar, en innan hennar eru 65 fyrirtæki, um að síð- araefndu samtökin bjóði í allan fiskafla sem ekki stendur til að selja á upp- boðsmarkaði. Boðið verður í aflann óséðan um borð í skipum og munu samtök sjó- manna tryggja að réttar upplýsingar um aflann liggi fyrir. Fyrsta loðnan komin á iand ■FYRSTA loðnan á vetrar- vertíðinni barsttil Seyðis- fjarðar á laugardaginn þeg- ar loðnuskipið Öra KE kom til hafnar með fulifermi, um 700 tonn. Loðnunni var landað hjá SR-mjöii og fer i bræðslu. Nánast engin loðnuveiði hefur verið frá því i haust og nú síðustu daga hefur brælan verið loðnusjómönnum og leið- angursmönnum Hafrann- sóknastofnunar afar óhag- stæð. NOfíCSREN MARTONAIR LOFTLOKAR, LOFTTJAKKAR RÖR OG FITTINGS ♦ HÖNNUM 0G TEIKNUM VÉLBÚNAÐ LOFTSTÝRINGAR OG LOFTKERFI SKIPULEGGJUM VINNSLURÁSIR INTEK ÍSLENSKAIÐNIÆKNIWONUSIAN HF BÆJARHRAUNI 14, 220 HAFNARFIRSI SÍMI: 91-654904 FAX: 91-652015 BAADER ísland hf. hefur í sam- vinnu við Basis International og Samstarfsvettvang sjávarútvegs og iðnaðar hannað nýja afhreistrunar- vél sem hentar fyrir karfa, ýsu og annan hreisturfisk. Bjami Elíasson hjá Basis Intemational, sem annast mun markaðssetningu vélarinnar á erlendri gmnd, segir að hún stand- ist allar öryggiskröfur og sé að auki hljóðlát og afkastamikil. Áætlað verð er innan við 1.300,000 krónur. Vélin þarf ekki nema eins fer- metra rými og segir Bjarni hana kjöma fyrir frystitogara, ekki síst í ljósi þess að sókn í úthafskarfa hafi aukist mjög upp á síðkastið. Hann segir að vélin sé afar með- Helgi Már Reynisson, útgerðar- stjóri Valeikur hf. útgerðar Ásgeirs Frímanns, segir í samtali við Verið, að engin ákvörðun hafi verið tekin um það, hver framvinda mála verði. Engin skip séu til sölu innan lands nema gömul og dýr. „Við stóðum frammi fyrir fyrir því að tapa 30 færileg og geti tekið fisk sem sé yfir fimm kíló að þyngd. Prufukeyrð hjá Granda Bjarni segir að gamlar hreistur- vélar hér á landi séu úr sér gengn- ar og gerir því ráð fyrir að nýja vélin eigi greiðan aðgang að mark- aðnum. Þá eigi hún mikla markaðs- möguleika erlendis; með smá út- færslu og aðlögun. Ragnar Þórsson hafði umsjón með hönnun vélarinnar en hún fer senn í prufukeyrslu hjá Granda hf. og ef til vill víðar. Mun þá koma í ljós hvort einhveiju er ábótavant en vélin verður að líkindum komin á markaðinn í apríl. milljónum króna af eigin fé, seldum við ekki núna og nýttum okkur úr- eldingarstyrkinn áður en hann lækk- aði. Við fengum nú tæpar 90 milljón- ir króna í úreldingu, en ég vil ekki gefa upp söluverð skipsins," segir Helgi Már. Sigurður Ingi hefur átt í lang- vinnum deilum við íslandsbanka um eignarhald og útgerð á togbátnum Drangavík VE 555, sem hann keypti til Vestmannaeyja í apríl 1992. Skipið var keypt nýtt til landsins á vormánuðum 1991, hét þá Æskan og var fyrst gert út frá Höfn í Hornafirði. Samkvæmt núgildandi lögum er bannað að taka veð í afla- heimildum skipa, sem keypt eru til landsins eftir þann tíma. Vegna þessara deilna hefur útgerð skipsins verið stopul að undanförnu, en bankinn eignaðist skipið eftir flókin málaferli með úrskurði Hæstaréttar fyrir tæpum þremur mánuðum. Það er enn óselt og hefur ekki verið gert út síðan bankinn eignaðist það. Sigurður Ingi efast um lögmæti ýmissa þátta í gangi mála og hefur ákveðið að kæra það til sjávarút- vegsráðuneytisins, að íslandsbanki telur sig hafa eignast afiahlutdeild skipsins. Þá dregur hann einnig { efa að bankanum hafi verið heimilt að taka erlent lán til 15 ára til að endurlána útgerðinni, en aðeins til 7 ára. Sigurður segir að lánstími til hans hefði átt að vera sá sami og á erlenda láninu. Hefði svo verið, hefði reksturinn orðið mun léttari, Veiðar Færeyinga drógu verulega úr möguleikunum Helgi Már segir, að veiðarnar hafi gengið mjög vel í fyrstu, en útgerð skipsins var byggð á sókn í tegundir utan kvóta, einkum lúðu og keilu. Hins vegar hefði sigið á ógæfuhliðina, þegar þorskkvótinn var skorinn niður og sókn í þessar veiðar hefði margfaldazt. Að auki hefðu veiðar Færeyinga dregið veru- iega úr möguleikum íslenzku línu- bátanna til að klára sig sæmilega. Flytja 3.000 tonn af fiski út á ári „Á þessum tíma fór keiluafli við landið úr 5.000 tonnum í 9.000 tonn, enda greiðslubyrði dreifðari til lengri tíma. „Við höfum verið að gera mjög góða hluti í þessari útgerð og hefð- um haldið því áfram. Aflaverðmæti á skipið á síðasta kvóta ári var um 188 milljónir króna og tekjur á stöðugildi um 5,5 milljónir króna. Aflaverðmæti er um 50 milljónum króna meira en á næsta bát ís ama útgerðarflokki. Þetta tókst okkur með útsjónarsemi og með því að selja aflann á mörkuðum. Nú stefnir allt í það, að skipið verði selt fyrir- tæki, sem er bæði með veiðar og vinnslu á sinni könnu. Það þýðir að aflanum verður landað á um 35% lægra verði en við höfum verið að fá á mörkuðunum. Það þýðir þá um leið að mannskapurinn lækkar veru- lega í launum, en skipstjóranum og fleirum í áhöfninni hefur verið mein- að að kaupa skipið. Ég er mjög ósáttur við þessi málalok, en er þar um hreina eignaupptöku að ræða af hálfu bankans. Bankinn krafðist þess að ég seldi eitt þriggja ksipa minna til að grynnka á skuldum. Ég gerði gott betur og seldi tvö, en salan klúðraðist í höndum bank- ans og því missi ég Drangavíkina,“ segir Sigurður Ingi Ingólfsson. sem reyndist meira en stofninn þoldi. Þá fór aflinn af lúðu út 200 kílóum á bala í 70 og meðalþyngd keilu lækkaði úr 2,8 kílóum í 1,5. Það er erfitt að eiga við þetta, þegar aflinn dregst svona mikið saman og þó okkur hafi gengið vel á veiðunum við Grænland. Við höldum okkur nú við útflutningi á saltfiski, en látum útgerðina eiga sig í bili. Við höfum á undanförnum árum flutt út aflann af eigin bát, auk þess að flytja út saltfisk fyrir aðra. Nú er svo komið að við flytjum um 3.000 tonn utan árlega og ætlum að láta það hafa forgang næstu mánuði að minnsta kosti. Það er ýmislegt í deiglunni, en tíminn verður að leiða framhaldið í ljós.“ segir Helgi Már Reynisson. Seaflower Whitefish með hagnað immmmmm^^mMmmmmmM^^M^mmm^M REKSTUR Seaflower Whitefish Corp. í T |L||n vvfeil/i]|i niilrnimni Luderitz gekk vei á siðasta ári og skilaði l^lKUr a miKllil aUKnmgU hann hagnaðii en ísienzkar sjávarafurðir lýsingskvóta útgerðarinnar fru fe?ndur Þess eignarhaidafé- v 43 0 lagi 1 eigu stjornvalda. Horfur eru a þvi að kvóti fyrirtækisins á lýsingi geti aukizt verulega og næsta haust er stefnt að því að hefja sölu á flökum til Bandaríkjanna í töluverðum mæli. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri nýsköpunarsviðs IS, segir að lögð hafi verið áherzla á landframleiðslu á lýsingi og búið sé að koma upp þokkalegu frystihúsi í landi, sem getur bæði framleitt hausaðan og slægðan fisk og flök, ýmist með roði eða roðflett. „Þá hefur einnig verið unnið dálítið af ferskum Iýsingi til sölu á Spáni,“ segir Guðbrandur. „Nú er verið að byrja að endurskipuleggja landfram- leiðsiuna og hanna vinnslulínur, þannig að hægt verði að fara út í framleiðslu roð- og beinlausra flaka upp úr miðju árinu. Þá bindum við vonir við að fara með töluvert magn inn til Bandaríkjanna, en það hefur ekki verið unnt til þessa. Kvótinn gœtl orðlð 33.000 tonn Aflinn í fyrra var um 8.500 tonn, mest fryst úti á sjó eða í landi en við seljum allar frystar afurðir fyrir fyrirtækið, en þeir selja smávegis ferskt innan lands sjálfir. Fiskifræðingar hafa spáð því að lýsingsstofninn þama geti gefið af sér allt að 400.000 tonn á ári. Við erum nú með um 11.000 tonna kvóta. Þegar farið var í þessa samvinnu við stjórnvöld í Namibíu í fyrra, var látið í það skína, að yrði heildarkvóti aukinn, fengjum við hlutfallslega sömu aukningu á kvóta okkar. Gangi það eftir að stofninn rétti úr kútn- um, gæti þetta fyrritæki fengið kvóta upp á um 33.000 tonn. Á síðasta ári var mikið um þörungamyndun i sjónum við Namibíu, en talið er að það hafi haft slæm áhrif á sardínuna. Kvóti á henni var meðal annars dreginn saman á síðasta ári en auk þess er sardínan mikilvæg fæða fyrir lýsinginn. Þegar kom fram í júlí ágúst var veiði á lýsingi orðin mjög légleg og nánast enginn náði sínum kvóta. Þess vegna var kvóti á lýsingi ekki aukinn í ár, hvað sem verða kann. Ránin flaggskiplA Seaflower Whitefish gerir út tvo stóra frysti- togara og Ránina, sem var gerð út hér á landi áður. Útgerð hennar hefur gengið mjög vel og er hún flaggskip flotans í Luderitz. Hún er vel tækjum búin og veiðir meira en nokkur annar undir stjórn Hlöðvers Haraldssonar, en hún er á ísfiski og veiðir fyrir vinnsluna í landi. Á þessum þremur togurum eru allir yfirmenn íslendingar. Yfirmenn á netaverkstæði eru ís- lendingar svo og útgerðarstjórinn og aðrir yfir- menn í landi. Allt í allt eru þarna um 40 íslend- ingar og alveg má búast við því að enn fjölgi þeim á svæðinu,“ segir Guðbrandur. Asgeir Frímanns seldur til Noregs mmmmmmmmmmmmmmmmi^m* línubáturinn ás- egi fyrir tæpum 5 árum og stundaði meðal annars veiðar á lúðu og keilu á línu og línuveiðar við Grænland. Útgerð Ásgeirs Frímanns gekk vel, en samdráttur í afla tegunda utan kvóta, dró verulega úr möguleikum útgerðarinnar og því var báturinn seldur. Samdráttur í lúðu- og keiluafla gerði útslagið geir Frímanns ÓF hefur verið seldur til Noregs. Báturinn var keyptur hingað til lands frá Nor-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.