Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1995 SÆUONIÐ I KILLYBEGS • ÓVENJUniitóðernáuniþað að íslenzk skíp séu seld notud tií útlanda. í nýútkominni skipaskrá Bertlands og ír lands má meðal annars f uma nokkur fyrrumis- lenzk slup á skrá. Tvö skiþ eru í bænum Killibegs á írlandi, Sæljón SU, sem nú heitir eiiifaldlega Sea Lion óg Horpa GK, sem virðist ekki haí'a náð inn á skipaskrána, en er engu að síður komin út og stundar þar veiðar. Þá er Kópa- nes, áður Eyfell, í eigu útgerðar í Cork á írlandi og Snæfari, sem reyndar hét aður Kcilir, Einar Bcnediktsson og Boston Sea Sprite, er nú gerður útfráKerry á Irlandi undir nafninu Alimar. Loks er Pétur Jónsson, sem fyrr- um var gerður út frá Reykjavík, nú skráður í Whalsay á Hjaltlandi undir nafninu Adenia II. Brezk- írska skipaskráin er viðamikið verk og eru í henni birtar myndir af flestum skipanna ásamt upplýs- ingum um smíðaár og -stað, stærð í tonnum, lengd og breidd auk, upplýsinga um eigendur. Það er Fishing News útgáfan, sem gefur skipask rá na úl. FOLK Almanak sjómanna 1995 komið út ¦ FISKIFÉLAG íslands hef- ur nú gefið út sjötugasta Sjó- mannaalmanakið, síðan fé- lagið tók við útgáfu þess árið 1925. Fyrir þann tíma sá stjórnarráð- ið um útgáf- una eða frá árinu 1914 er það kom fyrst út. Efni Sjómannalmanaksins er fjölbreytt að vanda. Þar eru meðal annars öll lög og regl- ur, sem íslenzk lög skylda skipstjórnarmenn til að hafa um borð í skipum sínum, svo og annað efni til upplýsingar og fróðleiks, sem getur verið handhægt fyrir sjófarendur. Nú haf a verið gerðar töluverð- ar breytingar á alamanakinu, aðallega hvað varðar uppsetn- ingu og efnisröðun. Kaflanum um lög og reglugerðir hefur verið endurraðað og efnisþátt- um skipt upp. Einnig er hann nú settur upp á tvo dálka á Færeyingar og Norðmenn semja um veiðiheimildir ÞORSHOFN, FÆREYJUM - FÆREY- INGAR og Norðmenn hafa náð sam- komulagi um gagnkvæmar veiðiheim- ildir innan lögsögu beggja ríkjanna á þessu ári. Litlar breytingar eru á fyrra samkomulagi, en þorskkvóti Færeyinga innan lögsögu Norðmanna verður þó aukinn um 100 tonn. Þeir mega því veiða um 3.200 tonn af þorski í Barents- hafi. Norðmenn fá mest uppsjárvarfisk í sinn hlut, svo sem kolmunna og makríl. Færeyingar fá 100 tonnum meira af þorski en í fyrra Samkvæmt samningnum verður norskum skipum heimilt að veiða 27.000 tonn af kolmunna innan lögsögu Færeyja, 19.840 tonn af makrfl, 5.000 tonn af hrossamakr- 11, 5.500 tonn af botnfiski svo sem löngu, keilu, blálöngu og ufsa, 300 tonn af háfi og 100 tonn af beinhá- karlslifur. Að auki gefa Færeying- ar leyfi til tilraunaveiða á 100 tonnum af skötusel og 500 tonnum af grálúðu innan lögsögu sinnar og verður svæðið fyrir grálúðu- veiðina stækkað frá því, sem verið hefur. Færeyingar f á 1.100 tonn af síld í hlut Færeyinga kemur 100 tonna aukning á þorskkvóta norð- an 62. breiddargráðu. Það þýðir að leyfilegur afli þeirra á því svæði verður 3.200 tonn af þorski, 350 tonn af ýsu og 300 tonn af karfa, ufsa og grálúðu, sem er flutningur úr kvóta Færeyinga innan lögsögu Rússa. Leyfilegur afli af ýsu, ufsa og grálúðu er hugsaður sem aukaafli með þorskveiðum. Stórir og smáir í höfninni Morgunblaðið/HG i Þórshöfn í Færeyjum Þá verður Færeyingum heimil eftir- farandi veiði sunnan 62. annarrar gráðu innan lögsögu Noregs: 20.000 af spærlingi, sandsíli, kolmunna og Bjarni Grímsson brislingi, 2.000 tonn ufsa og 1.100 tonn af síld, 7.740 tonn af makríl, 5.000 tonn hrossamakríl og 300 tonn af háfi og hámeri. Þá verða Færeying- um heimilaðar tilraunaveiðar á allt að 5.000 tonnum af kolmunna á afmörk- uðu svæði og saman magn af kol- munna á fiskverndarsvæðinu við Sval- barða. Þá hafa Færeyingar sætzt á 910 tonna þorskkvóta á verndar- svæðinu og 200 tonn af öðrum tegundum sem aukaafla. Þá munu Færeyingar takmarka fjölda rækjuskipa á miðunum við Svalbarða við 7 skip. Sömu sklp og í fyrra fá veiðileyfi nú Samningurinn gerir ráð fyrir endurskoðun kvóta á makríl, þeg- ar endanlegur heildarkvóti fyrir þá fiskitegund hefur verið ákveð- inn. Þá verður síðar ákveðið hve margir færeyskir línubátar megi samtímis stunda veiðar innan lögsögu Noregs, en samkomulag hefur orðið um það, að skip sem höfðu leyfí til veiða innan lögsögu ríkjanna í fyrra, fái aftur leyfi nú. Færeyingar skuldbinda sig til árangursríks eftirlits með fær- eyskum skipum, sem stunda munu veiðar í Barentshafi. Þá munu löndin síðar taka afstöðu til þess, með hvaða hætti mögulegt verður að hindra landanir skipa, sem stunda veiðar í Barentshafinu án þess að hafa fengið úthlutað kvóta þar. hverri síðu til að spara pláss í bókinni. Þá er vert að vekja athygli á kafla, sem í eru myndir af veiðisvæðum helztu nytjafiskitegunda við ísland. í skipaskrá eru einnig ítarlegri upplýsingar en áður, meðal annars um númer á standard C tækjum. Auk þessa eru hefð- bundnar skrár fyrir vita- og sjómerki, flóðtöflur og fleira. Ritstjóri Sjómannaalmanaks- ins er fiskimálastjóri, Bjarni Grimsson. Hann ritar formála og segir þar meðal annars svo: „Fiskifélag íslands þakkar öll- um þeim er lagt haf a félaginu lið við útgáfu Sjómannaalman- aksins og sérstaklega vill fé- lagið þakka Sjómælingum íslands, Siglingamálastofn- un, Slysavarnafélagi ís- lands, Guðjóni Ármanni Eyj- ólfssyni, skólastjóra Stýri- mannaskólans, Magnúsi Jónssyni, veðurstofustjóra, Berent Th. Sveinssyni, yfir- loftskeytamanni Landhelg- isgæzlunnar, Kormáki Kjartanssyni, deildarstjóra Reykjavíkurradíós, svo og starfsmönnum Gutenberg hf., Félagsbókbandsins-Bók- fells hf. og Skerplu, sem allir hafa unnið ómetanlegt starf við útgáfu þessa Sjómannaal- manaks." Sjómannaalmanakið er selt hjá Fiskifélagi íslands, Ellingssen og Áttavitaþjón- ustunni í Reykjavík og bóka- búðum eða umboðsmönnum Fiskifélagsins úti á landi. Nýr stýrimaður á Herjólfi Jóhann Bjarnason úr Reykj avík hefur ver- ið ráðinn stýrimaður á Herjólfi. Jóhann er fæddur og uppalinn íVestmannaeyjum en settist að í landi eftir gos. Hann er sonur Bjarna Helgasonar frá Túni og Helgu Sigurðardóttur frá Nýjabæ. Jóhann Bjamason Gegn „Smuguveiðunum" ¦ AflTHLTRBogason, for- maður Landssmbands smá- bátaeigenda, vandar íslenzk- um útgerðar- mönnum ekki kveðjurnar í viðtali við norska sjáv- arútvegsblað- ið Fiskaren um þessar mundir. Hann segir þar, að við íslendingar ættum heldur að hugsa um æru okkar en peninga. En að stunda veiðar á þorski utan kvóta í Smug- unni og við Svalbarða sé ekki Artur Bogason rétta leiðin til þess. Hann seg- ir það skoðun sína að íslenzkir togarar eigi að halda sig frá þessum veiðisvæðum og við það sjónarmið hafi hann hlotið mikinn stuðning. „Skýringin á þessari skoðun minni er ein- föld. Við íslendingar höfum í áratugi barizt fyrir réttindum okkar umhverfis ísland. Hvers vegna högum við okkur svo með þessu hætti? Er það græðgi eða hvað, spyr Arthur. Hann segir að stórir bátar og togarar eigi að stunda veiðar utan lögsögu, einkum veiðar á rækju og karf a, en láta þorsk- inn eiga sig. Þorskur í karrý Soðningin ENN sækjum við til Kanada til að fá tilbreyt ingu í soðn- inguna. Nfú leggja beir okkur til uppskrift af þorski i karrý, en bar sem við höfiim verið treg 1 il að borða þorskinn öðru vísi en saltaðan eða sigiun, má að sjálfsögu notast við aðrar fisktegundir. Hins vegar er þorskurinn ekki síðri en ýsan, til dæmis, sérstaklega ef hann er af smærra tag- inti og sjófrystur eða alveg glænýr. í þennan rétt, sem er fyrir 6 til 8 þarf: 1 kíló þorskflSk eða annan fisk 2 msk smjör 1 bolla kuriaðan lauk 1 lárviðarlanf 1/4 tsk timian 2 tsk karrý 2 msk hveiti 1 bolla fiskisoð eða mjólk 3 msk rjóma 1 tsk salt 1/4 tsk pipar 4 bölla af hrísgrjónum Leggið flökin í eitt lag í smurt eldfast mót Bræðið smjörið í potti og svissið laukinn í þvi. Bætið siðan lár- viðarlaufi, timian og karrýi út í og hrærið í yfír auknum hilíi í fúnm niínútiir. Þá er liveiti og fiskisoði blandað varlega nt í og hrært saman þar til sósan er tilbúin. Fjarlægið lárviðarlaufið og hrærið rjómami ót f og salt- ið og piprið. Hellið sósunni yl'ir flökiu í eldfasta niótinu og setið inn í 280 gráðu heitan ofn og bakið í 15 tíl 20 mínútur. Berið fram með soðnum hrisgrjónum og öðru meðlætí ef óskað er. [ ' ¦ :%i: ¦ ^W R&.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.