Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fjrskirerð heíma Alls fóru 179,3 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í siðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 67,7 tonn á 107,78 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 28,1 tonn á 132,77 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 83,5 tonn á 111,89 kr./kg. Af karfa voru seld 35,7 tonn. í Hafnarfirði á 71,17 kr. (8,81), á Faxagarði á 55,45 kr. (4,51) og á 78,28 kr. (22,41) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 60,0 tonn. í Hafnarfirði á 64,43 kr. (8,51), á Faxagarði á 74,20 kr. (14,11) og á 66,87 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (37,41). Af ýsu voru seld 138,9 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 123,96 kr./kg. Fiskverð ytra Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 145,6 tonná 172,19 kr./kg. Þar af voru 36,8 tonn afþorskiá 150,89 kr./kg. Af ýsu voru seld 43,1 tonná 147,73 kr./kg, 4,9 tonn af kola á 211,19 kr./kg, 7,6 tonn af karfa á 167,15 kr.hvertkíló og 29,0 tonn af grálúðu seldust á 220,95 kr. kílóið. Þorskur Þrjú skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Gjafar VE 600 seldi 94,7 tonn á 141,01 kr/kg, Sindri VE 60 seldi 101,9 tonn á 132,05 krTkg og Akurey RE 3 seldi 202,2 tonn á 145,54 kr. hvert kiló. Samtals 362,9 tonn af karfa á 141,20 krVkg og 12,9 tonn af ufsa á 67,95 kr. hvert kíló. Ofveiðin farin að þrengja að í surimiframleiðslunni SURIMI er mjög eftirsótt fiskafurð í Aust- urlöndum fjær en um er að ræða fiskmarning, sem er mótaður og bragðbættur með ýmsum hætti. Geta surimiafurðirnarskipt þúsundum eins og til dæmis í Japan þar sem neyslan er langmest. í heimsframleiðsluna af surimi fara um 2,5 milljón- ir tonna af fiski af hundruðum tegunda. Japan og aðrir markaðir verða æ háðari innflutningi A árinu 1993 voru 36% af su- rimiframleiðslunni í Bandaríkjun- um en Japanir sjálfir framleiddu þá 31%. Var búist við, að hlutur Bandaríkjamanna færi í 39% á síð- asta ári en Japana í 26%. Veruleg framleiðsla er einnig í Tælandi, Kóreu og Argentínu en 1993 minnkaði heildarframleiðslan um 100.000 tonn frá árinu áður. Var ástæðan hvorttveggja minni veiði og verðlækkun en síðan hefur verð- ið hækkað aftur. Minni surimiframleiðsla í Japan stafar fyrst og fremst af slæmu ástandi fiskstofna við landið en Japanir hafa reynt að bæta sér það upp með kaupum á Alaskaufsa af Rússum. Þau eru þó minni en von- ast var til vegna þess, að Rússar hafa verið að skera niður hjá sér ufsakvótann. í Bandaríkjunum var samdráttur í surimiframleiðslunni 1993 vegna góðs verðs á ufsaflök- um en nú hefur það aftur lækkað og surimiframleiðslan aukist á móti. Er búist við, að hún verði í jafnvægi á næstunni en flakaverð- ið hverju sinni hefur þó áhrif á hana. Smugunum lokað Mikill samdráttur hefur verið framleiðslu surimis úr ufsa í Suður- Kóreu en hún fór úr 30.000 tonnum 1992 í 12.000 tonn 1993. Suður- kóreski flotinn er mjög háður veið- um á alþjóðlegu hafsvæði en nú hafa Rússar lokað að mestu smug- unum í Okhotskhafi. Þeir selja einnig miklu minni fisk til Suður- Kóreu en áður og afleiðingin er sú, að Suður-Kóreumenn eru ekki lengur sjálfum sér nægir að þessu leyti og eru farnir að flytja surimi inn. Surimiframleíðsla í Tælandi er einnig að dragast saman vegna ofveiði og hefur tælenski flotinn þess vegna leitað á mið við Myanm- ar og Malasíu og jafnvel við Ind- land og Bangladesh. Flest bendir þó til, að fiskstofnar á þessum slóð- um séu einnig rányrktir. Líklegt er talið, að surimifram- leiðsla Rússa minnki á næstunni sem afleiðing af endurnýjun í flot- Hollami anum. Eru nýju skipin sérstaklega gerð fyrir flakaframleiðslu. Raunar er sama hvert litið er, surimifram- leiðslan virðist eiga undir högg að sækja og fyrst og fremst vegna þess, að flesir fiskstofnar eru of- nýttir. Ufsinn er undlrstaðan Það er aðallega ein físktegund, Alaskaufsinn, sem staðið hefur undir surimiframleiðslunni eða að 60% á árunum 1991-'94. Samdrátt- urinn stafar því einkum af minni' ufsaafla. Ekki eru til nákvæmar tölur yfír neysluna en áætlað er, að hún hafí verið um 530.000 tonn á síðasta ári. Ber Japansmarkaður höfuð og herðar yfír alla aðra með 75% neyslunnar. í Japan eru á boðstólum þúsund- ir afurða úr surimi, sumar, sem eru hafðar á borðum hversdags, og aðrar, sem einkum eru ætlaðar til gjafa og eru rándýrar. 1993 fluttu Japanir inn 250.000 tonn af surimi og talið er, að innflutningurinn Tíundi hver fiskur hirtur SKYRSLA Hollenzkra fiskifræð- inga bendir til þess að gífurlegu magni af fiski sé hent í sjóinn við kolayeiðar hollenzkra bómu- togara. I skýrslunni kemur fram að fyrir hvert eitt kíló af koma fari 8 til 10 kíló af fiski í sjóinn aftur og 4 til 6 kíló af botndýr- um. Árið 1992 lönduðu þessi tog- arar 18.601 tonni af kola úr Norðursjónum og var því 186.000 tonnum af fiski hent í sjóinn aft- ur auk nærri 100.000 tonna af bontdýrum. Frá þessu er skýrt í danska sjávarútvegsblaðinu Fiskeritid- ende, en þar kemur einnig fram að gífurlegu magni af fiski sé hent í sjóinn við veiðar í norður- sjónum. Upplýsingar af þessi tagi hafa komið l'ram á ráðstefnum um nýtingu auðlinda hafsins. Þá hafa borizt upplýsingar frá al- þjóða hafrannsóknaráðinu, að rúmlega helmingi aflans sé hent aftur í sjóinn af bómutogurum í sunnan verðum Norðursjó. Ekki liggur Ijóst fyrir hve mikið fer aftur í sjóinn í heildina við veiðar á þessum slóðum, en Ijóst er að það skiptir hundruðum þúsunda tonna. hafí svarað til 67% af neyslunni á síðasta ári. Raunar minnkaði neysl- an töluvert 1992 vegna þess hve verðið var orðið hátt en síðan hefur það lækkað og neysla aukist aftur. I Suður-Kóreu var surimineyslan 1993 14% af heimsframboði og þar hefur hún verið að aukast ár frá ári. í Bandaríkjunum er hún einnig nokkur en næstum öll í einni afurð eða í krabbalíki. Er ekki búist við mikilli aukningu þar fyrr en ein- hver önnur afurð nær vinsældum meðal neytenda. í Evrópu hefur surimineysla ver- ið að aukast hægt og bítandi en á ýmsum markaðssvæðum í Austur- Asíu, Hong Kong, Tævan og í Kína, er eftirspurnin mikil og vaxandi. Þar er þó áherslan fyrst og fremst á surimi úr feitum fiski, mjög bragðmikið og afar ólíkt því sur- imi, sem annars staðar þekkist. Viðkvæmur markaður Á einum áratug hefur surimi- markaðurinn tekið miklum stakka- skiptum. Áður var hann næstum eingöngu í Japan en nú hefur hann teygt anga sína um allan heim. Þó er búist við, að heildarneyslan muni heldur minnka á næstu árum þrátt fyrir aukna eftirspurn á nýju mörkuðunum í Suðaustur-Asíu. Það mun þó fara mikið eftir vöru- þróun og tilkomu nýrra afurða en almennt er þessi markaður mjög viðkvæmur fyrir breytingum á verði og framboði. Veiðar í surimiframleiðslu á Norður-Atlantshafi hafa engar ver- ið til þessa en á því kunna þó að verða breytingar. Japanir og Fær- eyingar hafa tekið höndum saman um að kanna hvort nýta megi kol- munnann í surimi og er ekki annað að frétta en þær tilraunir lofi mjög góðu. Heimild: Groundfish Forum, ráð- stefnurit Surimi á Japansmarkaði Heímaframieiösla / Innflutt Framleitt íJapan • Þús. tottn 400 300 200 396 403 388 375 Surimi á Japansmarkaði Skipting eftir framleiðsluríkjum Bandan-kjunum og fisktegundum sem innfi. unniðvarúr InnfLfrá I M -195 Framl. 182 - 138 124 100 - 195 - 1991 1992 1993 1994 Innfl. Rússlandi Innfi. frá; Argentínu ¦ Ur ufsa HÚrlýsingi QÚröðrum fiskteg. inrni. frá íra mki Innfl.frá | Nýja Sjálandi öðrum ríkjum 1991 '92 '93 '94 1991 '92 '93 "94 1991 '92 '93 '94 1991 '92 '93 '94 1991 '92 '93 '94 1991 '92 '93 '94 1991 '92 '93 '94 Framleiðsla Surimi-framleiðsla 1993 Hlutur einstakra ríkja Bandaríkin "L Japan Thailand Kórea Argentína Rússland J3,0% UýjaSjál. |1,5% Önnur ríki a 10,8% 7,1% 6,3% 4,9% Heimild: Grounilfisli Fowm (njðstelnuril) Heildarfrl. 454.000 tonn Minna unnið af surimi í fyrra BANDARÍ KIN eru um þessar mundir stærsti framleiðandi á surimi í veröldinni, en Japanir fylgja fast á eftir. Japan hefur verið stærsti markaðurinn og er landið sífellt háðara innflutn- ingi. Ofveiði hefur dregið úr framboði svo og vaxandi flaka- vinnsla úr alaskaufsa. Surími er fiskmassi unninn úr ýmsum fisk- tegundum, mest alaskaufsa, lýs- ingi, makríl og fleiri tegundum. Fiskmassinn er síðan notaður í ýmsa fiskrétti og er þá bragð- efnum bætti út eftir hengutleik- um. þannig er surimi notað í fiskifingur, krabbastauta og jafnvel pylsur. Neyzla Surimineysla íheiminum 1991-1994 Onnur rikl Evrópa Bandar. Þús. tonn 500 400 300 200 100 0 »tvropa Bantlar Kórea Japan HeimU: Gtoundfisb 19911992 1993 1994 m<eS> NEYZLA á surimi hefur verið nokkuð stöðug undanfarin ár, en reyndar ráðizt nokkuð af framboði. Heildarneyzlan hefur verið í kringum hálfa niill. jóu tonna og að meðaltali hafa Jap- anir séð um að sporðrenna lan- gleiðina í 80% framleiðslunnar. Onnur lönd eru Kórea og Banda- ríkin og hefur neyzla þar verið nokkuð stöðug. Evrópa hefur heldur sótt í sig veðrið í surimi- neyzlunni, en þessi matarvenja hefur þó ekki náð teljandi f ót- festu þar. í fyrra var neyzlan þar aðeins áætluð um 9.000 tonn. íslendingar hafa ekki farið út í vinnslu á surimi, en mögu- legt er að vinna það úr kol- munna og hugsanlega loðnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.