Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1
 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 BLAÐ M bfi£ Fleiri skip en nokkru sinni afskráð í fyrra EFNI /u ) <! Viðtal 3 Sverrir Víglunds- son túnfiskveiði- maður í Ekvador Greinar 7 GarðarBjörg- vinsson, Sngvi R. Einarsson, Svanur Jónsson Úreldingarstyrkir frá Þróunarsjóði ráða miklu FLEIRI skip og bátar voru máð af skipaskrá á síðasta ári en nokkru sinni fýrr í sögu skipa- skráningar á Íslandi - 183 tals- ins. 97 þilfarsskip voru afskráð; samtals 5.464 brúttórúmlestir og 4.107 brúttótonn en fjórtán skipanna höfðu ekki síðarnefndu mælinguna. Að auki hurfu 86 bátar úr íslenska flotanum. Stein- dór Árnason hjá skipaskráningu Siglingamálastofnunar segir að helsta skýring- in sé sú að lög um Þróunarsjóð sjávarútvegsins hafi tekið gildi i fyrra og þar með heimild til að veita skipaeigendum úreldingarstyrk til að farga skipum sín- um ellegar selja þau úr landi. Að sögn Hinriks Greipssonar hjá Þró- unarsjóðnum samþykkti sjóðurinn í fyrra 304 umsóknir um úreldingarstyrk en hann nam 45% af vátryggingarverði viðkomandi skips eins og það var 1. janúar 1994. Hámarksstyrkur var þó 90 milljónir króna. Hinrik segir að þetta hafi einungis verið gert gegn því skil- yrði að skipin hyrfu varanlega úr ís- lenska flotanum; yrði annað hvort farg- að eða þau seld úr landi. Fyrsta úreld- ingin var samþykkt á fundi Þróun- arsjóðs í ágúst og náðu 90 skip að upp- fylla skilyrði sjóðsins fyrir áramót. Komu alls 811 milljónir króna í hlut eigenda þeirra. Að sögn Hinriks eru nokkrar annir hjá sjóðnum þessa dagana og styrkir borgaðir út daglega. Það sem af er þessu ári hafa tíu bátar til viðbótar bæst í hópinn. Frestur til 31. mars Hann segir að þeir aðilar sem hlotið hafa úreldingarstyrk hafi frest til 31. mars 1995 til að ljúka verkinu; farga skipum sínum eða selja þau úr landi. Takist það ekki verði þeir að sækja um að nýju en þá lækkar styrkurinn; miðast við 40% af vátryggingarverði skipanna eins og það var 1. janúar 1995. Hinrik segir að mat skipanna lækki jafnan milli ára og því lækki styrkurinn mun meira en sem nemur prósentutölunni. Styrkhöfum sé því akkur í því að ljúka verkinu fyrir 31. mars. Hann vekur þó athygli á, að hámarksstyrkurinn hækki í 93 milljónir á sama tíma. + VESTMANNAEY MEÐ BURA • Vestmannaeyjum - Vestmanney VE landaði í Eyjum ívikunnieftir25dagatúrog var aflaverðmætið um 23 miltíón- ir. Mestur hluti aflans var karfi og að sögn Sigurbjörns Arnason- ar, stýrimanns, voru þeir mest á grunnunum suður af landinu en skutust austur til að tonna sig aðeins í þorski, eins og hann orð- aði það. Vestmamiaey var með um fimm tonn af búra en litið hefur veiðst af honum í vetur. Morgunblaðið/Sígurgeir Jónasson Sígurbjörn sagði að þeir hefðu tekið tvb* höl á búraslóð og feng- ið þessi fimm tonn í þeim. Hann sagði að þeir kiktu oft á buraslóð- ina en litið hefði f engist. af hon- um síðan í fyrravetur þar til nú. Fréttir Gengur vel í Namibíu • REKSTUR Seaflower Whitefish Corp.í Luderitz gekk vel á síðasta ári og skilaði hann hagnaði, en íslenzkar sjávarafurðir eru eigendur þess ásamt eignar- haldsfélagi í eigu stjórn- valda. Horfur eru á þvi að kvóti fyrirtækisins á lýsingi getiu aukizt verulega og næsta haust er stefnt að því að hefja sðlu á flökum til Bandaríkjanna i töluverð- um mæli./6 Þýzkt tímarit fjallar um SH • ÍNÝJUheftiFisch Magazin, sem er þýskt tíma- rit helgað umfjöllun um fiskiðnað og fiskviðskipti, er fjögurra síðna umfjöllun um dótturfyrirtæki SH. í greininni er lýst starfinu hjá SH í Hamborg en eink- um nýjustu vörum fyrir- tækisins, „Portion Control Fish", sem eru stærðar- flokkaðir flakabitar fyrir veitingahús og mötu- neyti./5 Gífurlegu af fiski hent • SKÝRSLA hollenzkra fiskifræðinga bendir til þess að gifurlegu magni af fiski sé hent í sjóinn við kolaveið- ar hollenzkra bómutogara. I skýrslunni kemur fram að fyrir hvert eitt kíló af koma fari 8 til 10 kíló af fiski í sjóinn aftur og 4 til 6 kíló af botndýrum. Árið 1992 lönduðu þessi t ogarar 18.601 tonniaf kolaúr Norðursjónum og var því 186.000 tonnum af fiski hent í sjóinn aftur auk nærri 100.000 tonna af bontdýr- um./6 Færeyingar og Norðmenn semja • FÆRE YINGAR og Norð- menn hafa náð samkomulagi um gagnkvæmar veiðiheim- ildir innan lögsögu beggja ríkjanna á þessu ári. Litlar breytingar eru á fyrra sam- komulagi, en þorskkvóti Færeyinga innan lögsögu Norðmanna verður þó auk- inn um 100 tonn. Þeir mega því veiða um 3.200 tonn af þorski í Barentshafi. Norð- menn fá mest uppsjárvarfisk í sinn hlut, svo sem kol- munna og makríl./8 Markaðir Mikil aukning á sölu SH til Japan • MIKLAR breytingar urðu á vægi markaðssvæða SH á síðasta ári, mælt í verðmæt- um. Helzta skýringin á því er annars vegar 22% sam- dráttur í framleiðslu á þorski, en veiðin minnkaði um 30% í heildina. Á sama tíma varð mikil aukning á framleiðslu rækju, karfa og loðnuafurða. Salan til Japan tæplega tvöfaldaðist, enda þar mest um síðarnefndu afurðirnar þrjár að ræða. Bandaríkin eru mikilvæg- asti markaðurinafyrir þorskafurðir. Þangað fóru 50% magnsins, en það skil- aði 60% af verðmætunum. Utflutningur SH Jan.-des. 1993 og 1994 Til: Verðmæti, miiij. kr. I.F.P.E. Paris IF.'C Tókýó Annarra,,--- aðila 1278 Mest aukning í loðnu og rækju Útflutningur SH Jan.-des. 1993 og 1994 Til: Magn, í tonnum IFPC Tókýó Annarra aðila • AÐ MAGNI til fór mest af afurðum SH til Japan og var þar um nærri t vöf'öldim að ræða. Skýringin á því er mikil aukning á framleiðslu loðnuafurða, rækju og karfa. Einnig varð aukning á sölu skrifstofu SH í Þýzkalandi, sem meðal annars byggist á rækju, síld og karfa, em smásölupakkningar hafa verið ört vaxandi þáttur í sölu skrifstofunnar þar. Sala jókst einnig lítilega í Bret- landi og má rekja þá aukn- ingu t.il vaxandi rækjuveiði og vinnslu, en Bretland er stór markaður fyrir rækju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.