Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR1.FEBRÚAR1995 B 3 VIÐTAL Þykir gott að fá þrjá fiska á dag Fjórir íslendingar eru nú á tún- fisklínu á tveimur bátum við mið- baug, nánar tiltekið undan ströndum Ekvador. Upphaflega hóf einn bátur veiðar þar í snur- voð, en sá veiðiskapur gekk ekki og því var farið á túnfiskveiðar með flotlínu og bátarnir eru orðn- ir tveir. Fiskurinn er seldur fersk- ur og fást upp í 70.000 krónur fyrir hvern fisk. Fimm eru í áhöfn og þykir gott að fá þrjá fiska á dag, en nokkuð fæst einnig af örðum tegundum, svo sem há- karli, höfrungsfiski (mahi mahi) og sverðfiski. Þá kemur dálítið af skjaldböku á línuna, en hún er friðuð og verður því að sleppa henni. Sverrir Víglundsson, vélstjóri, er einn íslendinganna í Ekvador, en hinir eru Gunnar Magnússon, vélstjóri og skipstjórarnir Ragnar Ragnarsson og Magnús Daníels- son. Upphaf ævintýrisins var, að Logi Þormóðsson, fiskverkandi í Sandgerði, var i sambandi við fyrirtækið Crown Seafood í Kanada. Eigandi þess, Robert Coutu, stofnaði útgerð í Ekvador ásamt þarlendum aðilum og er útgerðin á þeirra nafni. Til út- gerðarinnar var keyptur 35 tonna plastbátur tilbúinn til veiða í snur- voð og ætlaði Coutu að kaupa afla hans til sölu í Kanada og Bandaríkjunum. Þeir Sverrir og Ragnar komu fyrst til sögunnar og sigldu bátnum frá Providance, nyrst í Bandaríkjunum niður í gegn um Panamaskurðinn og alla leið til hafnarborgarinnar Manta í Ekvador. Þarf ekkl að vigta upp úr bátnum „Báturinn, sem við fórum með fyrst, hafði verið úreltur í Kanada og mátti ekki stunda veiðar þar. Útgerðin fékk hann keyptan sem fiskibát, þar sem ætlunin var að fara svona langt með hann," seg- ir Sverrir. „í Ekvador eru reglur þannig, að enginn má eiga og gera út skip, nema vera ríkisborg- ari þar. Veiðileyfi eru af skornum skammti og nú hafa verið teknar upp þær reglur, að bannað er að koma inn með notaða báta. Fisk- veiðistjórnunin er á þann veg, að gefinn er út ákveðinn fjöldi veiði- leyfa, en enginn kvóti er, hvorki á heildina né á báta. Eftir að menn hafa fengið veiðileyfi er nánast ekkert fylgzt með veiðunu og það þarf jafnvel ekki að vigta upp úr bátunum. Þúsund króka lína Menn vita mjög lítið hve mikið af fiski er veiðanlegt þarna og þá hvaða tegundir. Okkur hafði verið sagt að mikið væri af flat- fiski á þessum slóðum og því var farið með voðina niður eftir. Þeg- ar til kastanna kom, gengu þær veiðar alls ekki. Bæði var botninn of mjúkur, eiginlega bara drulla og svo fannst enginn flatfiskur. Við rákum reyndar einu sinni í mjög gott hol af fiski sem heitir perella. Þetta reyndist dýr og góður fiskur, en við fengum aldr- ei nema þetta eina hol, hvernig sem við reyndum. Við gáfumst því upp á snurvoðinni og fórum yfir í veiðar á túnfiski á flotlínu. Margar tegundir eru til af tún- fiski, en þarna eru þær verðmestu og því mikið upp úr veiðunum að hafa, fiskist á annað borð. Þessi lína liggur í yfirborðinu og á henni eru smelltir nælontaumar, 13 Túnfiskveiðar Það er ekki víða, sem menn fá allt að 70.000 krónum fyrir hvern físk upp úr sjó. Þess eru þó dæmi og Hjörtur Gíslason ræðir hér við Sverri Víglundsson, sem stundar túnfískveiðar á línu frá Ekvador ásamt þremur öðrum Islendingum metra langir og tveggja milli- metra sverir. Beitan er helzt smokkfiskur, sem við veiðum sjálfir og síld, en hvort teggja er notað heilt í beituna. Þegar línan er dregin er taumunum smellt af og þeir síðan settir á um leið og línan er lögð og þá er beitt beint í sjó. Við erum með þúsund króka línu sem nær yfir 25 kílómetra svæði. Þegar túnfiskurinn hefur bitið á og verið er að draga lín- una, er taumnum smellt af og síðan þarf að þreyta fiskinn á taumnum eins og lax, áður en hægt er að ná honum inn. Það er anzi skemmtilegt en getur ver- ið puð, einkum með stærri fisk- ana. Við notum svo spilkopp til að ná þeim allra stærstu inn, enda geta þeir orðið mjög stórir, eða allt að 120 kíló. Tvö þúsund bátar gerðlr útfráManta Við erum úti í um 7 daga í senn. Lestin er þá fyllt af ís og fiskurinn grafinn ofan í hann. Við gerum að fiskinum úti á sjó, en í landi er hausinn tekinn af hon- um. Fiskurinn fer síðan með flugi til Bandaríkjanna eða Japan og allt að 70.000 krónur fást fyrir stærsta fiskinn upp úr sjó. Meðal- verðið er 3 til 5 dollarar á pund eða gróft reiknað 420 til 700 krónur á kíló. Það þykir gott að vera með 12 til 15 fiska eftir túr- inn og ná þremur túrum í mán- uði. Gangi það eftir, er dæmið gengið upp. Það er töluverður sjávarútveg- ur stundaðar í Manta, ætli það séu ekki um 2.000 bátar sem eru gerðir út þaðan, en flestir þeirra eru litlir. Fiskvinnsla er lítil sem engin, fiskurinn er jafnvel verkað- ur í fjörunni áður en hann fer ferskur á markað, en allur fiskur- inn er seldur ferskur. Aðstæður til vinnslu eða á markaðnum og um borð í bátunum eru ekki alveg í samræmi við íslenzkar kröfur, en allt gengur þetta þó vel. Við erum fimm á en almennt eru 14 til 15 menn á jafnstórum bátum með styttri línu. Undirmenn eru allir á föstum láunum og þeim lágum, en þetta eru góðir sjó- menn. Kojur eru óþarfar, því karl- arnir leggja sig hvar sem er um borð, í pappakasssa eða á kros- sviðsplötur á dekkinum. Rækjan alin í sjávarlónum Þarna var mikil rækjuveiði, en hún hefur dottið verulega niður. Á móti kemur svo, að rækjueldi í sjávarlónum er í gífurlegum vexti. Þá veiðist mikíð af uppsjáv- arfiski eins og sardínu og tún- fiski, en fremur lítið af botnfiski. Sjómenn þarna eru reyndar mjög íhaldssamir og gera hlutina enn þá eins og afar þeirra gerðu. Þeir fást ekki til að breyta hlutunum eins og nauðsynlegt er og því erum við, sem erum bara búnir að vera á túnfiskinum í nokkrar vikur, að koma með betri fisk að landi en þeir. Yfirmenn eru yfir- leitt á hlut, en karlarnir á föstu kaupi. Þetta virðist þó eitthvað vera að riðlast og nú fá karlarnir í vaxandi mæli að hirða hákarlinn og gera sér mat úr honum auk fasta kaupsins," segir Sverrir. Sjóklæðin eru stuttbuxur og bolur Hvernig er að búa á þessum slóðum og hvernig er sjólagið? Sómennskan þarna er nánast eins og frí og gjörólík því, sem menn eiga að venjast heima. Hit- inn úti á sjó er alltaf sá sami, um 28 til 30 stig og þægileg gola. Þarna hreyfir varla vind, verður aldrei meira en kaldi og sjóklæðin eru stuttbuxur og bolur. Þegar ég fór þarna niður eftir fyrst, hugsaði ég mest um að verða rík- ur á ævintýrinu, Nú skiptir það engu máli, heldur er aðmáli að geta verið þarna áfram. Ég get ekki hugsað mér betri stað til að ljóka sjómennskunni á og gæti hugsað mér að vera hér árum saman. Við erum fjórir íslendingarnir hér á sjónum og fjölskyldur þriggja okkar eru komnar niður eftir. Konan mín er að ljúka námi í Fósturskóla íslands. Hún er nýbúin að vera í heimsókn í rú- man mánuð og líkaði mjög vel. Það fyrsta sem hún gerir eftir prófið í vor, verður að pakka nið- ur og koma í sæluna, en börnin okkar eru það uppkomin að þau kom avarla niður eftir nema í frí- ium. Við búum ekki í Manta enda verður allt of, heitt þar eða 30 til 35 stig að jafnaði. Við búum uppi í höfuðborginni Kító, sem er í 2.850 metra hæð yfir sjávar- máli, en þar er hitinn um 10 stig- um lægri en niðri í Manta og á nóttunni fet hitinn niður í 12 til 15 stig. Við fljúgum svo á milli Kító og Manta í fríum, sem reynd- ar eru ekki löng. Við tökum til skiptis einn og tvo daga í frí á milli túra. Flugið tekur um hálfan tíma og kostar 1.400 krónur. Vopnaðlr verðlr Höfuðborgin er reyndar talin fremur hættuleg, en við búum í góðu hverfi þar sem vopnaðir menn eru á verði á götunum allan sólarhringinn og engin hætta á ferðum. Miðbærinn er varasamur þegar fer að kvölda, en þangað fer maður ekki nema á daginn og þá verður maður einskis ills var. Við kunnum prýðilega við okkur, enda mikil breyting frá baslinu, kuldanum og brælunum heima. Eg var á krókabát, þegar mér bauðst að fara til Ekvador og var ekki seinn á mér að selja og drífa mig út. Ég held ég sjái seint eftir því," segir Sverrir Víg- lundsson. SVERRIR með sýnishorn af aflanum í snurvoðina. Hann var eins og skrautfiskabúr, ótal tegundir hver annarri skrautlegri. SVERÐFISKURINN blóðgaður. KOJUR eru lítt þekkt fyrirbæri á bátum þarna. Menn halla bara úti á dekki, í pappakassa eða hvað sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.