Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR1. FEBRÚAR1995 B 7 AÐSENDAR GREINAR Hættum rangri nýtingu landgrunnsins innan 200 mílna markanna VERÐI ekki samstaða þjóðar- innar um nýja fiskveiðistefnu, er tómt mál að tala um raunverulega bætt lífskjör og jöfnuð þegnanna. Það er rangt að fáeinir útvaldir verði gerðir endanlega löglegir eig- endur hinnar sameiginlegu auðlind- ar. Það er rangt að byggja erlend- is fljótandi frystihús fyrir erlent lánsfé. Það er rangt að fiskurinn sem þessi skip taka í troll með til- heyrandi skemmdum á botni og líf- ríki sjávar í heild, sé seldur úr landi óunninn. Þetta atriði heitir að selja atvinnuna frá atvinnulitlu þjóðfé- lagi. Það verður aldrei hægt að nýta auðlindina rétt undir forystu manns sem hefur lítið vit á sjávar- útvegi, og lætur hagsmunahóþa sitja í fyrirrúmi fyrir almannaheill. Það er rangt að standa í markaðs- braski með aflann. Það er rangt að selja lifandi físk úti í sjó fram og til baka. Þaö þarf að nýta hval, sel og fugl Rétt nýting felst í eftirfarandi: Að þjóðin myndi sterkt samstöðu- afl um að endurheimta sinn rétt, sem réttir eigendur á borði, ekki í orði eins og nú er. Að þetta sam- eiginlega afl hafi hraðar hendur við að semja nýja og nothæfa veiði- stýringu með hag allrar þjóðarinnar að leiðarljósi. Þetta þarf að vera á hreinu fyrir lok febrúar. Það þarf að stefna að eftirfarandi: Stuðla að jafnvægi í lífríkinu, þ.e. nýta fuglabjörg, fækka með því svart- fugli sem étur þrisvar sinnum þyngd sína á sólarhring af seiðum sem eru 8-10 millimetrar, áætlað magn sem þannig tapast miðað við 8 ára fisk er 60 þúsund tonn á ári. Það þarf að nýta sel og hval. Hraunið á sjávarbotninum myndar nauðsynleg uppvaxtarskil- yrði fyrir fiskinn. Það hefur nú verið mikið jafnað út af toghlerum og bobbingum. Þessar skemmdir þarf að lagfæra með því að sleppa niður þúsundum tonna af hrauni. Nota mætti til þess úrelta togara Það þarf að leggja áherslu á að ná sem mestum afla á króka og flokka svæðin eftir bátastærðum, skrif ar Garðar Björgvinsson hér. með botnhlera á lest- unum. Það þarf að friða hrygningarsvæði. Það þarf að skipuleggja veiðisvæðin. Togveiðar út fyrir 50 mílur og 100 mflur sumsstaðar. Það þarf að afleggja dragnót endanlega í þeirri mynd sem hún er nú, sem bolfiski- fjörutroll. Það þarf að leggja áherslu á að ná sem mestum afla á króka og flokka svæðin eftir bátastærðum. Það þarf að fækka togskip- um niður í 40 stykki á næstu árum í áföngum. Öll frystiskip skulu út fyrir 200 mílur. Allur afli skal full- unninn. Leggja þarf ofurkapp á öflun nýrra markaða, fyrir fullunna heilsuvöru úr fiskafurðum. Ekkert erlent fjármagn má fara inn í veið- ar eða vinnslu því það þýðir opin landhelgi aftan frá. Fast flskverð Alla fiskmarkaði þarf að af- leggja, og nota á húsin til flokkun- ar í tegundir og gæðaflokkun. Allan fisk á að kaupa á föstu verði. Við það næst stöðugleiki í öllu verðlagi og laun geta smátt og smátt hækk- að í landinu. Rétt fiskverð frá út- gerðinni felur sjálfkrafa í sér auð- lindaskatt með atvinnu fyrir alla verkfæra menn. Rétt verð tryggir traustan grundvöll fyrir vinnsluna og stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Þjóðin verður að hætta að láta þvæla sér fram og aftur með loforð- um og svikum. En almenningur virðist því miður Garðar Björgvinsson ekki gera sér grein fyrir orsökum ástands- ins eins og það er núna. Nú þarf að taka á málum af þekkingu og reynslu og varast hámenntaðar hag- fræðiráðleggingar sem virðast stjórnast af greiðslum undir borðið eða bara af meðfæddri heimsku. Nú er ísland að verða illa statt ef heldur sem horfir. Það þarf að vinria að því með samstöðu og at- orku að auka útflutn- ingsframleiðni um helming frá því sem nú er á næstu fjórum árum. For- ráðamenn þjóðarinnar eru hvorki kraftaverkamenn né annað heilagt. Verður að helmta ákveðna stefnuskrá Fólkið verður að heimta ákveðna stefnuskrá sem miðar að bættum efnahag og betra og friðsamara þjóðlífi. Ef vinstri menn og aðrir, sem eru óánægðir með núverandi ástand í þjóðmálum, myndu þjappa sér saman um nýja fiskveiðistefnu þá væru þeir vissir um sigur í kom- andi kosingurti, slík er óánægjan orðin með núverandi ástand. Að öðrum kosti er betra að sitja heima á kosningadaginn. Foreldrar at- hugið! Viljið þið vita af börnum ykkar í herþjónustu í her ESB? Viljið þið vita af þeim við færibönd iðnrisanna úti í heimi? Þetta blasir við ef þið vaknið ekki af núverandi blekkingasvefni. Höfundur er útgerðarmaður og bátasmiður. Veðsetningin á veiðiréttí nytjastofna í 1. gr. um stjórn fiskveiða segir, að nytjastofnar í hafinu séu eign þjóðarinnar. Hversu mikils virði eru nytjastofnarnir, þjóðinni, ef hún á ekki veiðiréttinn? Með samþykki laga um leyfi á veðsetningu veiðiréttarhafa á veiði- leyfum er einfaldlega verið að færa eigur þjóðarinnar í hendur örfárra aðila. Eigur, sem er 'ekki aðeins miklir fjármunir, held- ur gífurlegt vald. Vald sem stjórn landsins yrði að hlíta í einu og öllu. Framkomnu frumvarpi mótmælt Á almennum fundi Skipstj. og stýrimannafélagsins Kára, Hafnar- firði, var framkomnu frumvarpi mótmælt. Var meðal annars bent á það, að ef útgerð lenti í gjaldþroti yrði veiðirétturinn orðinn eign lána- stofnana eða annara lánardrottna, innlendra sem erlendra, og í fram- haldi af því seldur hæstbjóðanda, íslensks sem erleridis. Ingvi R. Einarsson Það er ekkert sem getur komið í veg fyrir það. Réttu aldrel f ram lltla f ingur Alþjóðleg lög kveða það stórt að eignarétt- indum, að íslensk lög um annað næðu afar stutt. Máltækið segir: Réttu aldrei fram litla fingur, því þá áttu á hættu að missa alla höndina. Þetta mál- tæki á vel við í þeirri þróun sem kvótakerfið var og er orðið. Sjómenn börðust gegn framsali á aflakvóta, en fengu engu ráðið. Og nú segja útgerðarmenn, úr því að við fengum að framselja kvótann er eðlilegt.framhald á því að við fáum að veðsetja hann. Svo einfalt er það. Verð á aflakvóta mun hœkka upp úr öllu valdi Hver verður svo niðurstaðan, ef frumvarpið nær fram að ganga? 1. Fiskurinn umhverfis landið verður alfarið í eigu veiðiréttarhafa. Moðreykur um dragnótaveiði Svanur Jónsson ritar hér um veiðar í dragnót. Hann segir meðal annars: „Að undanförnu hafa bæjar- og sveitarstjórnir við Faxaflóa séð það hver á fætur annarri að hér er um mjög hættuleg- ar veiðar að ræða, hvað varðar framtíð lífríkis í Flóanum." Á lokadögum síð- asta árs, eða nánar tiltekið 29. desember, birtist löng grein í Vík- urfréttum eftir Friðrik G. Halldórsson. Grein þessi átti að styrkja þá skoðun að drag- nótaveiðar væru hættulausar fyrir líf- ríki sjávar. Þessu vil ég vísa aftur til föður- húsanna sem ómerku plagg sem dæmi sig sjálft. Þvímlðurbláköld staðreynd Svanur Jónsson Sjómenn börðust gegn framsali á aflakvóta, en fengu engu ráðið, skrif- ar Ingvi R. Einarsson, Og nú segja útgerðar- menn, úr því að við fengum að framselja kvótann er eðlilegt framhald á því að við fáum að veðsetja hann. 2. Kvótakerfið, sem meginhluti þjóðarinnar er á móti, festist algjör- lega í sessi. 3. biðstofur bankastjóra og for- ráðamanna lánastofnana yfirfyUast af útgerðarmönnum með lánsum- sóknir vegna kvótakaupa. 4. Verð á aflakvótanum mun hækka upp úr öllu valdi. Er það nógu hátt þegar. Svona má lengi telja. Að endingu óska ég þjóðinni far- sæls nýárs með von um að dóms- málaráðherra dragi frumvarp sitt til baka. Einnig að okkur beri gæfa til að bakka út úr því kerfi, sem stjórn fiskveiða er komið í. HSfundur er formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Kára í Hafnarfirði. Ég hef að undan- förnu fylgst nokkuð vel með afla- brögðum og aflasamsetningu hjá dragnótabátum. Þar kemur { ljós að sá ótti sem ég lét í ljós { ítar- legu viðtali um þessi mál $ Bezta- blaðinu fyrir jól, er því miður köld staðreynd. Sem dæmi um það hvað grein Friðriks er röng svo og súluritin sem henni fylgdu þá segir t.d.: „Sandbotninn sem er kjörsvæði kolans er yfirleitt á mikilli hreyf- ingu vegna strauma og ókyrrðar og því erfitt fyrir flest botndýr að finna skjól og festu. Því er lífríki á sandbotni yfirleitt fátækt." Veiðarfærin fjórum til fimm sinnum þyngri en áður Þessu vil ég mótmæla sem al- röngu, þar sem mjög mikið lífríki er á sandbotni. Þá má minna á að nefndur Friðrik hefur sagt hér syðra að hann undrist hvað mikil slepja sé á tógum á vorin, sem hann viti ekki hvað sé. Því vil ég upplýsa hann um að þetta eru hrogn (síldarhrogn, sandsílishrogn, ýsuhrogn og jafnvel þorskhrogn). Þá vilja menn gleyma þeirri stað- reynd að veiðarfæri í dag, s.s. dragnótin, eru svona fjórum til fimm sinnum þyngri en þau voru áður. Þá nota menn nú vírtóg sem var óþekkt fyrir- bæri hér áður og því hljóta allir að sjá að við erum að tala um mikið meira rányrkju- veiðarfæri en notuð voru hér í eina tíð. Nú nota þeir einnig fót- reipi á fiskilínu sem þekktist ekki áður. Sem dæmi um það hvað botn sjávarins er nú illa far- inn þá má bera það saman við þá miklu umræðu sem er um jarðveg- seyðingu uppi á landi, sem er smá- munir miðað við það sem er að gerast í hafinu. Áskorun tll sveitarstjórna Að undanförnu hafa bæjar- og sveitarstjórnir við Faxaflóa séð það hver á fætur annarri að hér er um mjög hættulegar veiðar að ræða, hvað varðar framtíð lífríkis í Flóan- um. Þegar hafa þrjár þeirra tekið málin alvarlegum tökum og eru ýmist að skoða þau ofan í kjölinn eða eru þegar búnar að samþykkja áskorun til stjórnvalda um að þau verði tekin til endurskoðunar. Því vil ég nota þetta tækifæri til að skora á hinar bæjar- og sveitarstjórnirnar við Faxaflóa að taka á málunum með festu og fylgja hinum eftir í þessu mikla máli. Höfundur er útgerðarmaður og skipsijóri. Sölu- og þjónustuumboð: VOGIRsemVITerí..! ... Stórar og smáar vogir í úrvali. SlDUMÚLA 13,108 REYKJAVÍK (91) 88212: PÓLS Rafeinda-wíf 77/ Útgerðar- og fiskvinnslustjórar Rýmingarsala Vegna nýrrar tækni hjá okkur við að flokka loðnu, síld, karfa og fleiri fisktegundir, þá erum við nú með nokkrar tveggja og þriggja brauta beltisflokkara úr vönduðu efni á tæki- færisverði. 50% afsláttur. Vinsamlega sendið fyrirspumir inn á fax no. 91-657760. Style - Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.