Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 6
6 D FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 PÁSKAFERÐ til Dublin. Morgunblaðið/JK frland og Móseldalur og 3 sumarferðir QJ ALLMARGAR bændaferðir "■ standa til boða í vor og sumar P og má nefna að tvær ferðir 06 eru um páskana, önnur í Mo- seldalinn og hin til írlands. * Verður hér drepið á nokkra | þætti þessara ferða. Páskaferðin í Moseldalinn ! með aðsetri í Leiwen skammt ■61 frá Trier. Þar búa nær ein- OQ göngu vínbændur sem reka einnig ferðaþjónustu. Verður gist á bændaheimilum í 7 nætur og farið í ýmsar ferðir um nágrennið. Hin páskaferðin er á skírdag, 13. apríl, og flogið til Dublin og dvalið þar fram á annan páskadag að haldið er heim. Þar verða einnig skoðunar- ferðir. Þá eru þq'ár sumarferðir hjá Bændaferðum, sú fyrsta til Þýska- lands, Austurríkis og Ítalíu 11. júní og stendur í tvær vikur. Sú næsta er til Ítalíu og Þýskalands og sú þriðja til Austurríkis, Ungveija- lands og Tékklands. Sumarferðimar eru tveggja vikna ferðir. Yfirleitt er þá gist á hótelum. Sem dæmi um verð má nefna tveggja vikna ferðina til ítal- íu og Þýskalands sem er 74 þús. kr. Er þá flogið til Frankfurt og ekið suður í Svartaskóg og gist í 2 nætur á íbúðahóteli. Þaðan er farið að Gardavatni og gist í bænum Riva og síðan 6 nætur í Bæjara- landi. Morgun- og kvöldverður er innifalinn í 6 daga en ekki þegar dvalið er á íbúðahótelum. Hámarks- flöldi í ferð er 50 manns. ■ Margir til Múmíndals í FRETTABRÉFI fínnsku ríkisferða- skrifstofunnar segir að á komandi sumri sé búist við mikilli aukningu gesta til Múmíndals, sem er skammt frá Turku í Finnlandi. Þar búa hinir vinalegu múmínálfar og hafa gert það síðan 1993 og hafa á þeim tíma komið þangað 400 þúsund gestir. Auk múminfjölskyldunnar og allra vina þeirra eru þar leiksvæði og skógar, eyjar og strendur. Bæði Silja og Viking Line sigla á milli og einnig selja þær pakkaferðir til Múmíndals. Einnig má kaupa ferð- ir með Finnair frá Kaupmannahöfn. —L ___________________________________________MORGUNBLAÐIÐ . Jl FERÐALÖG Vii stall meyjunnar í fumtrénu Qj „HÖFÐUÐ þið gert ykkur ein- hveijar hugmyndir um Kanarí- ■^ eyjar áður en þið komuð?“ spurði Auður Sæmundsdóttir, %Uá aðalfararstjóri Flugleiða á 4 Kanaríeyjum. Þorgeir Ást- 5 valdsson útvarpsmaður svaraði mm að bragði, að einhvern veginn fyndist honum Kanaríeyjar 2 vera staður, þar sem fjörið 3" hefði verið einu sinni. Nú væri það allt farið og eyjarnar aðal- lega dvalarstaður aldraðra svo ég velti því þá upp, hvort fjörið hefði nokkum tímann náð til eyjanna. Auður brosti bara. Hún hafði greinilega heyrt þetta áður og vissi betur eftir langa búsetu þar. Reynsl- an átti svo eftir að sýna, að fjörið er enn á Kanaríeyjum og ferðafólkið þar er á öllum aldri, hvítvoðungur og annar 97 ára í einum hópnum og báðir í sínum fyrstu utanlands- ferðum! Reyndar kom mér á óvart strax í Leifsstöð, hversu blandaður aldurs- hópur samferðamannanna var og þá ekki síður sá sem beið heimferðar á Kanaríeyjaflugvelli. Það fólk hafði dvalið syðra yfir jólahátíðina og var margt ungt og fjölskyldufólk. Veðrið á Kanaríeyjum kom mér líka á óvart. Hlýtt, yfír 20 stig og þægileg gola. Auður hefur heitar meiningar um það, að Kanaríeyjar henti okkur íslendingum vel, ekki bara á vetrum heldur allan ársins hring. Hún sagðist oft hafa hreyft þessu við litlar undirtektir. Nú væru sumarferðir þó komnar á dagskrá og fyrsta reynsla góð. Enda hvað ættu íslendingar að vera að flykkj- ast þetta til Spánar á sumrin þegar Spánveijar flýðu svækju megin- landsins og eyddu sumarfríinu á Kanaríeyjum? Barnagælur vlð blíðarl róm Við vorum á leiðinni á sunnudags- markað í Teror. Auður ók frá Playa del Inglés með austurströndinni til höfuðborgarinnar Las Palmas. Þar beygði hún til vinstri, ók upp í gegn- um borgina og lá sú leið m.a. fram hjá fátækrahverfi og um skugga- hverfíð, þar sem lögregluvörður er allar stuhdir I bakaríinu og apótekið er lokað um helgar af ótta við fíkni- efnaneytendur. Það var sársauki í andliti Auðar, þegar hún sagði okkar | ísland nú fjörða besta land til bösetu ÍSLAND er ásamt Þýskalandi í 4.-5. sæti 192 landa um hvar best sé að búa. ísland var númer 6. í fyrra. Það er ferðaritið Internati- onal Living sem gerir þessa úttekt og sækir upplýsingar í ýmsar árs- skýrslur Sameinuðu þjóðanna og tölfræðisamanburð. Sviss varð í fyrsta sæti og Bandaríkin næst en þau voru efst í fyrra. Kanada er númer þijú. Svíþjóð og Austur- ríki eru í 6.-7. sæti. Því næst í þessari röð Láechtenstein, Lúxem- borg, Noregur, Nýja Sjáland, Ástr- alía, Finnland og Danmörk. Þegar stig eru reiknuð er tekið tillit til margra þátta, svo sem efnahags, uppbyggingar, sijóm- kerfís og skilvirkni þess, menning- ar/skóla og er þá t.d. farið eftir hver er ijöldi safna, leikhúsa og kvikmyndahúsa, flölda nemenda á framhaldsskólastigi, læsis, afþrey- ingar, heilsugæslu, umhverfísþátt- ar og frelsis, þ.e. mál- og ritfrelsis. Verst að búa í Rúanda Rúanda, Sýrland og Miðbaugs- Gínea teljast verstu löndin til bú- setu nú. Síðan komu Chad þar sem ástand hefur þó verulega skánað, Máritanía, Sierra Leone, Gínea, Afganistan, Djibuti og Eþíópía. Aftur á móti hurfu af þessum lista Búrkína Faso, írak, Sómalía og Mið-Afríkulýðveldið. Umhverfismól sem fyrr best í Ecuador Staða umhverfismála telst sem fyrr best í Ecuador, síðan eru Chile, Austurríki, Nýja Sjáland og ísland og hefur hlutur íslands stór- batnað í-þessu tilliti. Verst/minnst var hugað að umhverfísmálum í Hong Kong, Bahrein, Bangladesh og Singapore. ísland nú með dýrustu löndum ísland er nú með dýrari löndum, þ.e. 16. af þessum 192. Langdýr- ast er í Noregi, og þá komu Sví- þjóð, Finnland, Danmörk, Frakk- land og Sviss. Japan var eina Asíu- landið á „dýra“ listanum og 2 lönd í Afríku, Mali og Zaire. Bretland með flest stig í mennlngarþættinum í fyrra voru Bandaríkin efst í þessum lið en hafa hrapað í 9. sæti. Bretland trónir efst og síðan raða sér Ítalía, Kanada, Frakk- land, Þýskaland og Ástralía. Þau sem slakasta útkomu fengu voru Sómalía, Chad, Eþíópía, Búrkína Faso og Afganistan. Sá listi er mjög áþekkur og í fyrra en ástand virðist hafa batnað í Mósambik og Bhutan sem þá voru með kléna niðurstöðu. ísland númer 1. í hellsu/hellsugæslu Eins og í fyrra fékk ísland fullt hús stiga í ástandi heil- brigðismála, en þá er tekið til- lit til almennrar heilsugæslu- þjónustu, lækna og hjúkrunar- fólksfjölda, hollustu vatns, lífslíka o.þ.h. Næst á eftir kemur írland og síðan N-Sjáland. Með verstu útkomuna voru sömu lönd og í fyrra, Eþíópía, Guinea og Mið- baugs-Gínea. Frelsi í góðu lagl í Evrópu Fleiri lönd fengu fullt hús fyrir frelsisþáttinn nú en í fyrra. Þar eru Evrópulönd í meirihluta. Ástand er afleitt víða í Afríku og Asíu en eina landið á vesturhveli þar sem frelsi er verulega ábóta- vant er Kúba. Japan hæst í Asíu Það kemur ekki á óvart að Jap- an er hæst Asíulanda og fékk 76 stig. Næst á eftir því er ísrael með 67 stig, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Thailand 65 og Hong Kong og S-Kórea með 60 stig. Suður-Afríka hæst Afrikulanda Lönd í Afríku eru sem fyrr yfir- leitt með lága útkomu. Þó hefur S-Afríka bætt sig hressilega á frelsissviðinu og fær 83 stig en hafði rúmlega 40 í fyrra og heild- arstigafjöldi S-Afríku er 61 stig og er hæst Afríkulanda. Næst koma Grænhöfðaeyjar, Seychel- leseyjar, Botswana og Egypta- land. Þokkalegt hjá M- og S-Ameríkuþjóðum Fá lönd í þessari álfu eru veru- lega lág, efst er Costa Rica með 65 stig, Ecuador og Chile með 63, Suriname 62, Panama og Uruguay fá 61 stig. Fjöldi eyríkja er með stig yfír meðallag, svo sem Bahamaeyjar 69 stig og Micronesia 62. ■ j.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.