Morgunblaðið - 07.02.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.02.1995, Qupperneq 1
 HANDKNATTLEIKUR miKiivægur JÓHANN Ingi Gunnarsson, handboltaþjálfari og sál- fræðingur, fundaði með liði KA fyrir bikarúrslitaleikinn, að beiðni Alfreð Gíslasonar — sem lék með Essen undir stjórn Jóhanns Inga á sinum tíma — og vildu KA-menn meina að þáttur Jóhanns hefði verið dýrmætur. „Þegar maður hefur haft sama þjálfarann svona lengi er ekki víst að öll hans skila- boð komist nógu vel til mann- skapsins. Við vorum mjög vel undirbúnir líkamlega og „taktískt" en fundurinn með Jóhanni Inga held ég að hafi skipt sköpum upp á andlegu hliðina. Það var alveg sama hve mörg mistök við gerðum í leiknum, og þó við höfum raunverulega tapað honum tvisvar — við horfðum aldrei til baka, heldur einbeittum okkur að því að klára næsta verkefni. Jóhann Ingi eyddi ansi miklu af efanum í okk- ur; við vissum að það eru veikleikar í liðinu, en við lok- uðum þá úti — ég held því að Jóhann Ingi hafi gert út- slagið,“ sagði Erlingur Krist- jánsson, fyrirliði KA við Morgunblaðið. 1995 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR BLAD ■ ■ m ■ Ær ■ ■ o þnðja i Lulea Asta S. Halldórsdóttir, skíðakona frá ísafirði, keppti í tveimur svigmótum í Luleá í Sví- þjóð um helgina. Hún varði í öðru sæti í fyrra sviginu á laugardag og fékk fyrir það 25,24 al- þjóðleg stig (FlS-stig) og síðari daginn varð hún í þriðja sæti og fékk 24,97 stig sem er með því betra sem hún hefur náð. Til hamingju, pabbi! Morgunblaðið/Rúnar Þór BIKARMEISTARAR KA í handknattleik voru ákaft hylltir er þeir komu með bikarinn norður, eftir sigur á Val í stórkostlega eftirminnilegum, tví- framlengdum úrslitaleik, 27:26. Um 300 manns tóku á móti hetjunum fyrir norðan og eins og sjá má' var flugstöðvarbyggingin á Akureyri troðfull. Meðal þeirra sem tók á móti KA-liðinu var Aðalheiður Alfreðsdóttir, sem pabbinn, Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, hefur hér á loft. Alfreð / B2 ■ Erllngur / B2 Leikurinn / B6 KORFUKNATTLEIKUR Bandaríkjamaðurinn Mark Hadden vill fá tækifæri til að sanna sig íleik með KR |ark Hadden, bandarískur leikmaður sem kom til landsins á fimmtudaginn í síðustu viku og hugðist leika með KR, var ekki á skýrslu í leik KR og Hauka á sunnudaginn. Axel Nikulásson, þjálfari KR, telur hann ekki nægi- lega stóran, og Vesturbæingar eru famir að leita að nýjum erlendum leikmanni. „Eg tel mig nógu góðan til að leika með KR og aðstoða liðið við að komast langt í deildinni, en ég verð að fá tækifæri til að sýna það. Það er ekkert að marka hvað maður sýnir á tveimur stuttum æfingum, þegar verið er að fara í gegnum leikkerfin," sagði Mark Hadden í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi. Hann sagði einnig að sér þætti dálítið furðulegt hvemig staðið væri að þessu máli. Fereféger ekki nógu góður „Ég kom til landsins á fimmtu- dagsmorgni og tveir leikmenn sóttu mig út á völl. Síðan sá ég liðið leika um kvöldið og_ sá þá hvað ég get gert fyrir það. Á föstu- daginn var æfing og aftur á laug- ardaginn. Loks á laugardagseft- irmiðdag kemur stjórnarmaður út á hótel og segist vilja tala við mig og tjáir mér að þjálfarinn telji mig ekki nógu góðan til að leika með liðinu," segir hinn 26 ára gamli Hadden og bætir við: „Ég vil fá tækifæri til að sýna mig í einum leik og ef ég er ekki besti banda- ríski leikmaðurinn sem hingað hefur komið, þá er ég tilbúinn að fara. Ég ætla að standa við minn hluta af samningum og vona að KR geri það einnig." Axel sagði í gærkvöldi að þetta snerist alls ekki um hvort Hadden væri nógu góður til að leika í úr- valsdeildinni. „Við erum að leita að hávöxnum leikmanni sem getur leikið inni og úti, svipað og Her- mann Hauksson gerði, en Hadden er um 185 sentimetrar og er fyrst og fremst bakvörður, en ég tel mig hafa nóg af þeim. Það var augljóst á fyrstu æfingu að við myndum ekki nota hann og þegar nýir leikmenn eru fengnir á miðju tímabili riðlast leikur liðsins vegna þess að þeir eru ekki komnir inn í leikkerfin og því var ástæðulaust að láta hann leika á sunnudaginn." Hadden segist sannfærður um að hann geti hjálpað KR og að hann geti tekið um 20 fráköst í leik. „Þeir segja að ég sé ekki nógu góður. Látið mig fá tæki- færi til að sýna hvað ég get gert. Nú bíð ég eftir að fá tækifæri til að leika eða að þeir standi við samninginn, ef þeir gera það geta þeir látið mig fara, það yrði þeirra missir,“ sagði Haddin. SKÍÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.