Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Kvartað imclaii órétt- látiun leikregluni í hugbúnaðargerð Fréttaskýring Umfangsmikil hugbúnaðargerð fer fram á vegum fjármálastofnana og ríkisstofnana sem ekki er virðisaukaskattskyld meðan hugbúnaðarfyrirtæki þurfa að innheimta fullan skatt af sinni þjónustu. Krístinn Bríem kynnti sér kvartanir Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækj a til skattyfírvalda um ójafna samkeppnisstöðu vegnaþessa SAMTÖK hugbúnaðarfyrir- tækja leituðu í maí á sl. ári til skattayfirvalda og vöktu athygli á því að Reiknistofa lífeyrissjóðanna inn- heimti ekki virðisaukaskatt af þjónustu sinni sem hún léti sjóðun- um í té. Óskuðu samtökin upplýs- inga um það hvers vegna þessi skattmeðferð væri heimil og hvaða reglur giltu um virðisaukaskatt af starfseminni. Fjármálaráðuneytið svaraði því til að umrædd þjónusta teldist' óumdeilanlega til skattskyldrar starfsemi. Var því lýst yfir að þeg- ar ábendingar bærust skattyfir- völdum um að skattskilum ein- stakra aðila kynni að vera ábóta- vant yrði það sérstaklega kannað. Samtökin létu ekki staðar numið heldur óskuðu jafnframt svara við því frá fjármálaráðuneytinu í októ- ber sl. með hvaða hætti fjármála- stofnanir stæðu skil á virðisauka- skatti vegna hugbúnaðargerðar, þjónustu vegna hugbúnaðargerðar og annarrar tölvuvinnslu. I bréfi sínu til ríkisskattstjóra frá 4. októ- ber segjast samtökin hafa fulla vissu fyrir því að fyrirtæki eins og Reiknistofa bankanna og Tölvu- miðstöð sparisjóðanna innheimtu ekki virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Ef slík starfsemi væri boðin af einkaaðilum þyrfti slíkt að koma til. Er á það bent að SKÝRR sem bjóði eigendum sínum hliðstæða þjónustu innheimti virðisaukaskatt af henni. Þá segir að fyrirtækin hafi orðið fyrir tjóni vegna skakkrar sam- keppisstöðu þar sem þjónustu- stofnanir bankakerfis hafi selt for- rit og þjónustu vegna þeirra án virðisaukaskatts í samkeppni við félagsmenn samtakanna. Gríðarlegur vöxtur í hugbúnaðardeildum banka í þessu sambandi benda samtök- in á að hugbúnaðardeildir banka hafi vaxið gríðarlega undanfarin ár sem afieiðing af þessari skekktu samkeppnisstöðu og valdið mikilli þenslu í launamálum tölvunar- og kerfisfræðinga. Bankakerfið hafi á undanförum árum verið að stór- auka þjónustuna með hvers kyns upplýsingamiðlun. Þessi þjónusta sé í mörgum tilfellum í samkeppi við upplýsingamiðlun fyrirtækja í samtökum hugbúnaðarfyrirtækja. Er þar vísað til tölvutengingar banka þar sem verið er að selja uppflettiaðgang að þjóðskrá, van- skilaskrá, gengistöflum o.fl. án virðisaukaskatts á sama tíma og samkeppnisaðilar þurfa að inn- heimta virðisaukaskatta af sinni þjónustu. „Á meðan íslensk hugbúnaðar- fyrirtæki fá ekki verkefni fyrir ís- lenskar fjármálastofnanir næst ekki að byggjast upp sú þekking sem er nauðsynleg til að standa jafnfætis erlendri samkeppni eða jafnvel hefja útflutning. I þessu sambandi má nefna að erlend hug- búnaðarfyrirtæki eru að bjóða bönkum gjaldkerakerfi á meðan íslensk hug- búnaðarfyrirtæki hafa ekkert í höndum,“ segir í erindinu. Fara sam- tökin þess á leit við ríkisskattstjóra að kannað verði hvort virðisauka- skattskil bankakerfisins séu með eðlilegum hætti og árétta það sjón- armið sitt að svo sé ekki. Þessu bréfi hefur ekki verið svarað. Upphaf þessa máls má rekja til þess að Samtök hugbúnaðarfyrir- tækja leituðu fyrir nokkrum misserum til systursamtaka sinna í nágrannalöndunum og öfluðu upplýsinga um hveijir væru helstu viðskiptavinir hugbúnaðarfyrir- tækja. Sú athugun leiddi Ijós að stóran hluta af veltu fyrirtækja í þessum löndum má rekja viðskipta við banka, tryggingarfélög og ríkisstofnanir. Hér á landi eru þessi viðskipti aftur á móti hverfandi. Stofnanir þróa heilu kerfin „í sjálfu sér er ekkert sem bann- að það að stofnun ráði starfsmann til að sjá um brýnustu þarfir í tölvumálum," segir Eggert Claess- en, stjórnarmaður í samtökunum. „Þegar fyrirtæki eða stofnanir eru hins vegar farin að þróa heilu kerf- in er það orðið athugavert. Við höfum sérstaklega litið til ríkisins í þessu sambandi sem hefur auðvit- að vissum skyldum að gegna. Það er stundum sagt að gæfa greinar- innar sé sú, að hugbúnaðargerð hafi ekki fengið mikla styrki eða fjárstuðning frá ríkinu. Hins vegar hlýtur sú krafa að vera gerð á hendur ríkisvaldinu að það láti fyr- irtækin njóta verkefna á vegum ríkisins þannig að þau geti síðar gert sér mat úr þeim á erlendum markaði. Besta dæmið um þetta eru kerf- in sem eru í notkun í opinberri stjórnsýslu. Þrátt fyrir fámennið hefur ísland yfir að ráða öllum upplýsingakerfum sem þörf er á í nútíma- þjóðfélagi. Hins vegar eru það eingöngu stofn- anir sem hafa yfir þessum kerfum að ráða en ekki fyrirtækin. Þau hafa aldei fengið að kljást við þessi verkefni á heimamarkaði og geta því ekki keppt á erlendum mörkuð- um.“ Sjúkrahúskerfi hönnuð hjá tölvudeild ríkisspítala „Ég get nefnt sem dæmi að fyrirtæki sem ég starfa hjá hefur unnið að þróun hugbúnaðar fyrir heilbrigðiskerfið og boðið hann sjúkrahúsunum. Tölvudeild ríkis- spítalanna hefur hins vegar boðið sjúkrahúsunum kerfi án endur- gjalds sem eru þróuð innan deildar- innar. Það vakna auðvitað ýmsar spurningar í þessu sambandi. Hvað kostaði þróunin á þessum kerfum? Hver heimilaði þróun þeirra? Var greiddur virðisaukaskattur vegna kerfanna og verður eitthvað úr Búist við nið- urstöðu í vor Af vefjum og samvirkum mörkuðum Hagsjáin * A samvirkum markaði vex hagur hvers not- anda af því að sem flestir noti viðkomandi vöru eða þjónustu. Dæmi um slíka markaði eru stýrikerfí tölva, bréfsímar og mynd- bandstæki. Benedikt Stefánsson sýnir hér fram á að gróska er í hagrannsóknum á þessu sviði en sitt sýnist hverjum EINHVERN tímann á síð- asta ári var líkt og stífla brysti í heimi tölvutækni og íjarskipta. Veraldar- vefurinn var á allra vörum og æ fleiri sáu ástæðu til þess að tengj- ast alþjóða tölvunetinu Internet, kanna kosti tölvusamskipta og gagnasöfn um víða veröld. Þessar auknu vinsældir voru ekki síst að þakka forritinu Mosaic, sem var fyrst dreift í teljandi mæli árið 1993. Engu að síður hefur sú tækni sem býr að baki veraldarvefnum verið til reiðu árum, jafnvel áratug- um saman. Hér virðist um að ræða sígilt dæmi um hvernig röð atburða ræður því að ólíkir þættir renna saman í eina heild sem tekur síðan skyndilegan vaxtarkipp. Nokkrir hagfræðingar hafa að undanförnu beint sjónum að slíkum áhrifum, sem hér verða nefnd samvirkni. Samvirkni á borð við þá sem gefur að líta á Internetinu hefur verið skilgreind á eftirfarandi hátt: Hagur hvers notanda af viðkomandi vöru eða þjónustu vex eftir því sem fleiri nota hana. Á hefðbundnum mörkuðum eru áhrif aukinnar eftir- spurnar hinsvegar gjarnan nei- kvæð, verð hækkar eða notendur verða fyrir óþægindum vegna bið- raða og þrengsla. Samvirkni er ekki bundin við tölvunet. Fyrr á öldinni hölluðu flestir framleiðendur ritvéla sér að einu sniði Iyklaborða, sem hefur gert þeim sem læra að vélrita blind- andi lífið léttara. Eigendur fágætra bifreiðategunda vita að þeir sem kaupa vinsælustu bílana geta valið milli fleiri verkstæða og greiða lægra verð fyrir þjónustu og vara- hluti. Annað dæmi er stýrikerfi tölva. Þegar vinsældir stýrikerfís á borð við DOS og Windows vex njóta notendur þess meira úrvals vél- og hugbúnaðar og tölvu- eða hugbún- aðariðnaður verður arðbærari at- vinnugrein. Þessi dæmi eiga það sameigin- legt að annars vegar er um að ræða kerfi, staðal eða vörutegund og hins vegar hugbúnað, jaðartæki eða þjónustu sem tengist viðkom- andi kerfi. Þegar samvirkni gætir hefur í upphafi átt sér stað sam- keppni um staðal eða ráðandi kerfi á viðkomandi markaði. Fyrirtæki keppa því ekki aðeins um markaðs- hlutdeild, heldur svip markaðarins í heild. Gott dæmi um slíka samkeppni er þróun myndbandstækja til heimanota. Eins og lesendum er væntanlega í fersku minni voru í upphafí mörg ólík myndbandskerfi í boði. Sony reið á vaðið með mynd- bandstæki sem notuðu Betamax- spólur. Annað japanskt fyrirtæki, Victor (JVC), fylgdi í kjölfarið með tæki eftir VHS-staðlir.um. Innan fárra ára hafði VHS náð yfirráðum á markaðnum. Vinsældir VHS ruddu jafnframt brautina fyrir nýja atvinnugrein, myndbandsleigur og framleiðslu skemmti- og fræðslu- efnis á myndböndum. Það sem virðist hafa ráðið úrslit- um er að Sony vildi einoka fram- leiðslu og þróun Betamax-tækninn- ar, en Victor kaus að deila VHS- staðlinum og þróun hans með öðr- um framleiðendum. Framboð VHS- tækja óx hraðar en tækja með öðru sniði, þv( framleiðendur og kaup- endur treystu því að Victor myndi ekki halda uppi verði eða takmarka framboð til að ná einokunaraðstöðu. Margir brenndu sig væntanlega á því að veðja á Beta-tæknina eða tæki eftir öðrum stöðlum, sem nú koma að litlu gagni vegna skorts á myndefni. Hið sama gildir um fram- leiðendur efnis og myndbandsspóla eftir þessum stöðlum. Þegar til lengri tíma er litið hefur það hins vegar reynst flestra hagur að eitt kerfí varð ráðandi. Myndbandsmarkaður- inn náði að vaxa og dafna vegna þess að samkeppni myndaðist bæði um framboð efnis og tækja. Ef mörg kerfi væru enn við líði er viðbúið að myndbandamarkaðurinn væri ekki eins gróskumikill og hann er. Verðugt umhugsunarefni er hvort sú ákvörðun Sony að reyna að hefta samkeppni um framleiðslu Betamax-tækja var rétt eða röng. Þegar geislaplötur komu til skjal- anna ákvaðu Sony og Phillips að deila tækninni með öðrum og auð- velduðu keppinautum að framleiða geislaspilara og -plötur. Nú hefur Sony þó tekið upp fyrri sið og á í harðri samkeppni við aðra framleið- endur um hönnUn stafrænna upp- tökutækja. Annað þekkt dæmi er ákvörðun IBM að fela Microsoft að framleiða stýrikerfí fyrir einkatölvu fyrirtæk- isins og að girða ekki fyrir það að önnur fyrirtæki gætu búið til tölvur með sama sniði. Forráðamenn IBM virtust ekki sjá fyrir hvílík gróðalind væri fólgin í stýrikerfínu né hversu fljótt myndi draga úr hagnaði af framleiðslu vélbúnaðar með vax- andi samkeppni. Fyrirtækjum sem reynt hafa að einoka stýrikerfi eða vélbúnað hefur hins vegar ekki vegnað betur. Apple hefur orðið að sætta sig við tak- markaða markaðshlutdeild og fyrir- tæki á borð við Wang, sem eitt sinn var umsvifamikið á þessu sviði, heyra sögunni til. Tilraun IBM til að ná stýrikerfismarkaðnum aftur á sitt vald virðist einnig hafa mis- tekist. Ein af ástæðum þess að hagfræð- ingar hafa beint sjónum að sam- virkni er að samkeppni á borð við þá sem á sér stað á tölvumarkaði gæti hugsanlega leitt til óhagfelldr- ar niðurstöðu, sóunar á fjármunum og einokunar. Yfirburðir á nýjum markaði geta reynst drjúg gróðalind. Fyrirtæki geta ekki spáð um framtíðina með fullri vissu og leiðast því stundum út í vafasama fjárfestingu í von um að hreppa stóra vinninginn. Þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.