Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 B 5 þessari þróun? Að mínu áliti henta kerfi ríkisspítalanna aðeins tveim- ur til fjórum af stærstu sjúkrahús- um landsins en ekki öllum og hvað þá öðrum stofnunum svo sem hjúkrunarheimilum. Svona kerfi gæti t.d. hentað í þróunaraðstoð í Austur-Evrópu þar sem tölvuvæð- ing er ekki á háu stigi. Tækifærið mun hins vegar aldrei gefast fyrir okkur. Okkur grunar einnig t.d. að Reiknistofa lífeyrissjóðanna sendi menn út í bæ til að annast þjónustu á vélbúnaði. Við viljum vita hvort þetta sé leyfilegt eða eðlilegt og hvort reiknistofan greiði tilskilin gjöld. Þá má ekki gleyma stærsta dæminu sem er Reikni- stofa bankanna. Ég fullyrði að það er hægt að nefna svipuð dæmi úr öðrum grein- um. Þarna eru leikreglur beinlínis óréttlátar. Hins vegar skil ég vanda framkvæmdavaldsins í að framfylgja þessum lögum og ákveða hvar eigi að draga mörkin í innheimtu virðisaukaskatts.“ Sú spurning vaknar hvort ríkis- stofnanir, bankar og tryggingafé- lög forðist hugbúnaðarfyrirtæki vegna þess að stjórnendur telji þjónustu fyrirtækjanna of dýra. „Auðvitað þarf að breyta ímynd hugbúnaðarfyrirtækjanna og það er hluti af okkar vinnu hjá Samtök- um íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja. Allar fullyrðingar um að laun í greininni séu há og þjónust- an mjög dýr eru hins vegar úr lausu lofti gripnar. Þetta fólk er ekkert betur launað en fólk í öðrum grein- um með sambærilega menntun,“ segir Eggert. „Málið er erfitt viðureignar" Jón Steingrímsson, forstöðu- Markaðsyfir- burðir geta reynst drjúg gróðalind gæti samvirkni komið í veg fyrir nýsköpun. Þegar einn staðall hefur náð yfirráðum á ný tækni gjaman erfitt uppdráttar löngu eftir að eldra kerfið er í reynd orðið úrelt. Marg- ir sjá einnig ofsjónum yfir þeim gróða sem samvirkur markaður getur veitt fyrirtækjum og einstakl- ingum, nægir þar að nefna þau auðæfi sem DOS-stýrikerfið hefur fært Bill Gates, einum af stofnend- um Microsoft. Þótt einokun sé oftast litin horn- auga í hagfræði hníga nokkur rök að því að á mörkuðum þar sem samvirkni gætir sé til bóta að eitt fyrirtæki, eða staðall sem ráðið er af einum aðila, nái yfirráðum. Þeg- ar eitt kerfi (t.d. myndbandskerfi) virðist skjótast fram úr öðmm eykst traust kaupenda og framleiðenda vara sem tengjast kerf- _________ inu (t.d. tækja og mynd- banda). Markaðurinn vex því hraðar en ella. Fyrirtæki sem ræður ríkjum á slíkum mark- aði getur haldið sam- keppni í skefjum, en jafnframt eru kaupendur og fram- leiðendur tengdra vara betur settir en ef mörg ósamhæfð kerfi toguð- ust_ á. A hinn bóginn getur verið að hættan á að fyrirtæki nái lykilað- stöðu fæli kaupendur og framleið- endur frá viðkomandi kerfi. Ef Sony hefði t.d. verið eini framleiðandi Beta-tækja er líklegt að mynd- bandstæki hefðu ekki fallið jafn hratt í verði og raun bar vitni, færri hefðu keypt tækin og mörg fyrir- tæki hefðu ekki hætt sér út í fram- leiðslu efnis á myndböndum. Samvirkni virðist gæta á mörg- um mörkuðum, ekki síst í upplýs- ingatækni og þjónustu sem eru þær atvinnugreinar sem vaxa hraðast í þróuðum hagkerfum um þessar mundir. Af þessu verða þó ekki dregnar skýrar vísbendingar um hvort að stjórnvöld eigi að skipta sér af slíkum markaði. Umræðan sem fram fer um sam- virka markaði minnir því mjög á deilur um markaðsbresti fyrr á öld- inni. Markaðsbrestur er, eins og orðið ber með sér, veila í markaðs- kerfínu þar sem fyrirtæki og neyt- endur geta ekki komist að hag- felldri niðurstöðu. Slíkir brestir hafa verið notaðir sem rök fyrir ríkisaf- skiptum. Margir hagfræðingar hafa þó bent á að það nægi ekki að rökstyðja afskipti ríkisins með því að vísa til markaðsbresta. Ef ríkis- valdið byggi yfír upplýsingum og aðferðum til þess að betja í brestina væru þátttakendur á markaðnum þegar búnir að bæta um betur. I nýlegri grein eftir S.J. Liebow- itz, prófessor við viðskiptadeild Texasháskóla í Dallas, og Stephen E. Margolis, prófessors við Ríkishá- skóla Norður-Karolínu í Raleigh, er raunar varað við því að gera of mikið úr áhrifum samvirkni *). ________ Fyrirbærið er að þeirra mati áhugavert frá sjón- arhóli fræðilegrar hag- fræði, en breytir litlu um þekkingu okkar á hag- kerfinu í reynd. Grein- arhöfundar halda því fram að margir hagfræð- ingar sem fjalla um efnið komi auga á samvirkan markað þar sem viðskipti eru með hefðbundnu sniði og viðteknar kenningar í hagfræði skýri ágætlega það sem er á seiði. Það sem máli skiptir er að að mark- aðskerfið virðist ráða þokkalega við aðstæður þar sem samvirkni gætir, segja þeir. Þrátt fyrir þrotlausar rannsóknir á efninu hafi engum hagfræðingi tekist að sýna fram á að markaðskerfið hafi brostið og rangt kerfi eða staðall hafi náð yfirhöndinni á samvirkum markaði. I mörgum tilvikum getur eitt kerfi eða fyrirtæki haft yfirburði á ákveðnu sviði, en það þarf ekki að merkja að markaðskerfið hafi ekki skilað viðunandi árangri. *) Liebowitz, S.J. og Margolis, S. E. (1994) 3Network Extemality: An Uncommon Tra- gedy, Journal of Economic Perspectives, Vol. 8 No. 2, Vor. Höfundur er við doktorsnám í hagfræði við Kaliforníuháskóla í Los Angeles. VIÐSKIPTI maður virðisaukaskattsskrifstofu ríkisskattstjóra, segir að í kjölfar ábendinga frá Samtökum hugbún- aðarfyrirtækja og íjármálaráðu- neytinu hafi ríkisskattstjóri hafið könnun á því hvort hugbúnaðar- gerð á vegum ýmissa aðila falli undir skattskylda starfsemi eða ekki. Búast megi við því að niður- staða í málinu fáist einhvern tím- ann á vormánuðum. Jón kvaðst aðspurður ekki geta rætt einstök dæmi um hugsanlega skattskylda þjónustu hjá fjármála- stofnunum. „Við beinum fyrir- spurnum um skattskyldu til við- komandi aðila og ákveðum hvað gera skuli í framhaldi af svari við þeim. Svona mál eru almennt séð. fremur erfíð viðureignar. Nánast öll fyrirtæki eru með einhvern hugbúnað í sínum rekstri og eftir því sem þau eru stærri er meiri ástæða til að setja á stofn hugbún- aðardeild. Þá vakna spurningar varðandi aðila sem ekki eru skatt- skyldir hvort ekki sé búið að raska samkeppnisstöðu þeirra sem fram- leiða og selja hugbúnað. Þetta getur átt við um fleiri svið en hugbúnaðargerð, t.d. sérfræði- þjónustu sem óskattskyldir aðilar þurfa á að halda og er almennt í boði hjá atvinnufyrirtækjum.“ Sameiginleg bókhaldsskrifstofa Hjá Reiknistofu bankanna hafa menn aldrei hafa heyrt af athuga- semdum forráðamanna Samtaka hugbúnaðarfyrirtækja um að leggja beri virðisaukaskatt á þjón- ustu reiknistofunnar. „Við keppum ekki við hugbúnaðarfýrirtæki að neinu leyti,“ segir Þórður Sigurðs- son, forstöðumaður. „Á sínum tíma var bókhaldsþjónusta sem seld var öðrum aðilum söluskatt- skyld en eigið bókhald var ekki skattskylt. Það hefur alla tíð verið litið svo á að Reiknistofa bankanna sé sam- eiginleg bókhaldsskrifstofa bank- anna og enginn hefur fett fíngur út í þennan skilning. Við höfum gætt þess mjög að selja ekki vinnu nema til eigenda. Stjórnin hefur lagt ríka áherslu á það að við færum ekki inn á verksvið ann- arra. Það er ekki sjáanlegt að neitt hugbúnaðarfyrirtæki myndi geta séð um neitt af okkar kerf- um.“ Fjármálaráðuneytið hefur spurst fyrir um starfsemi Reikni- stofu lífeyrissjóðanna og hefur erindinu þegar verið svarað. Jakob Ólafsson, framkvæmdastjóri reiknistofunnar, segist telja að fullyrðingar Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja séu úr lausu lofti gripnar og þau hafi augljóslega ekki kynnt sér málið. „Reiknistofa lífeyrissjóðanna er sam- eignarfýrirtæki og við lítum svo á að hér sé verið að skipta kostnaði við rekst- ur á tölvubúnaði. Hins vegar höf- um við innheimt virðisaukaskatt af öðrum en eignaraðilum. Fulltrú- ar frá skattyfirvöldum hafa komið hingað til okkar og fóru yfir þessi atriði. Það hafa engar athuga- semdir börist vegna þessa fyrir- komulags." „Margir á gráu svæði varðandi virðisaukaskatt“ Jakob kvaðst hins vegar telja að margir stærri aðilar væru á gráu svæði varðandi virðisauka- skatt. „Það vantar í lög og reglur um virðisaukaskatt, hvernig deildir eiga að meðhöndla sín mál. Ríkisstofnanir sem eru með sérfræðinga í vinnu hjá sér greiða ekki virðisaukaskatt af launum þeirra. Hins vegar þurfa t.d. verk- fræðistofur og ýmis ráðgjafarfyr- irtæki að greiða virðisaukaskatt af útseldri vinnu. Það eru til fiöl- mörg dæmi um svona atriði og þörf á skýrari reglum um svona mál.“ Af hálfu tölvudeildar ríkisspítal- anna er því sömuleiðis vísað á bug að starfsemin eigi þátt í því að raska samkeppnisstöðunni á tölvu- markaðnum. „Tölvudeild ríkisspít- ala sér um innkaup og þróun tölvu- kerfa stofnunarinnar ásamt þjón- ustu við notendur," segir Gunnar Ingimundarson, yfírverkfræðing- ur. „Þjónustan er umfangsmesti þátturinn í starfseminni en ríkis- spítalar kaupa einnig talsverðan hluta hugbúnaðar og þjónustu frá öðrum fyrirtækjum. Virðisauka- skattur af sérfræðiþjónustu á þessu sviði er endurgreiddur þann- ig að þar er jöfnuður milli hugbúnaðarfyrir- tækja annarsvegar og starfsemi innan veggja stofnana hins vegar. Þarfir ríkisspítala fyrir tölvukerfi eru oft mjög sérhæfðar og oft ekki fáanlegar lausnir á almennum markaði. Af þeirri ástæðu hefur fyöldi kerfa verið þróaður á tölvu- deildinni. Þessi kerfi eru eingöngu hönnuð miðað við innanhúsþarfir og hingað til hafa þau ekki verið seld eða látin í té öðrum spítölum. Styrkleiki deildarinnar felst fyrst og fremst í nálægð hennar við notendur og þekkingu á þörfum þeirra. Þessi þekking hefur verið byggð upp á þeim 15 árum sem deildin hefur starfað. Ég tel hags- munum notenda og hugbúnaðar- fyrirtæka best borgið með form- legu samstarfi milli tölvudeilda sjúkrahúsanna og hugbúnaðarfyr- irtækja, þar sem sérhæfðar lausn- ir eru þróaðar, jafnvel með útflutn- ing í huga.“ Getur átt við aðra þjónustu Þegar kemur að vöruflutningum þá höfum við heiminn í hendi okkar !-'■■■ ..... Við bjóðum:-.. 1 • Flugsendingar • Heimakstur á vörum • Hraðsendingar til og frá íslandi • Útflutningsskjalagerð • Tollskýrslugerð • Transit og endursendingar ZIMSEN FLUTNINGSMIÐLUN ^_________Við erum að Héðinsgötu 1-3, þar sem flugfraktin er, Sfmi 88 01 60, fax 88 01 80_^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.