Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 C LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 IMAMSVAL Ýmis utanaðkomandi áhrif trafla unglinga við að ákveða rétta námsbraut Áhugi unglinganna raði Umræða um atvinnumöguleika að námi loknu truflar nemendur við að velja sér nám á sínu áhugasviði. Guðrún Sederholm námsráðgjafí í Menntaskólanum við Sund hvetur fólk til að láta sitt eigið áhugasvið ráða. Foreldrar hafa töluverð áhríf á ákvarð- anir um námsval bama sinna og segir Guð- rún að þeir verði að axla þá ábyrgð að kynna sér hvað í boði er og virða óskir bamanna en halda ekki uppi fordómum gagnvart námi og einstaka skólum. Morgunblaðið/RAX GUÐRÚN H. Sederholm, námsráðgjafi í Menntaskólanum við Sund, með syni sínum, Erni Jónssyni. NÁMSRÁÐGJÖF skiptist í aðalat- riðum í tvennt, að sögn Guðrúnar H. Sederholm, námsráðgjafa í Menntaskólanum við Sund og for- manns Félags námsráðgjafa. Ann- ars vegar er það sem hún nefnir hefðbundna námsráðgjöf. Eins og í orðinu felst snýst hún um að aðstoða nemendur við skipulagn- ingu náms og val á námsleiðum. Hins vegar er persónuleg ráðgjöf vegna einstaklingsbundinna erfið- leika í námi og einkalífí sem oft tengist. Þarf að byija í grunnskóla Guðrún segir að námsráðgjöf þurfi að byija í grunnskóla, styðja þurfí unglingana upp úr 10. bekk. Þau þurfí einkum að velja á milli tveggja tegunda skóla, annars vegar menntaskóla sem aðallega sé ætlað að búa nemendur undir háskólanám og hins vegar fjöl- brautaskóla sem gefí nemendum meira svigrúm í námi og val um aðrar námsleiðir en hefðbundna háskólagöngu. í MS er þjónusta námsráðgjaf- arinnar kynnt að hausti fyrir öllum nemendum sem hefja nám í skól- anum og einnig fyrir foreldrum í opnu húsi. í fyrsta bekk er umsjón- arkerfí sem Guðrún stjómar. Hún útbýr gögn fyrir umsjónarkennar- ana þar sem gerð er grein fyrir markmiðum og leiðum. Gert er ráð fyrir að fram fari markviss um- ræða til að búa nemendur undir að velja sér deild en leiðir skilja eftir fyrsta veturinn. Nemendur em hvattir til að fara í áhugasviðs- próf áður en þeir velja deild. Telur hún að þegar unglingar séu orðnir sextán ára sé hægt að átta sig á áhugasviði þeirra, þó þeir geri sér kannski ekki grein fyrir því sjálfír. Þá gefíst einnig tækifæri til að ræða vinnuskilyrði. Unglingar á þessum aldri fylgist oft illa með opinberri umræðu og hafí ekki tækifæri til að kynna sér starf sem þeir þó segist stefna að og hafí stundum gefíð sér rangar forsendur. Áhugasviðsprófíð fer þannig fram að áhugi nemandans er borinn saman við áhugasvið 300 einstaklinga í 400 störfum sem hafa verið ánægðir í starfi í 3-5 ár eða lengur. Hún segir að prófíð sé einnig hálfgerður aðgöngumiði nemendans að ráðgjafanum. Oft komi í ljós að raunveruleg ástæða heimsóknarinnar sé önnur en að fara í prófíð. Hvað vil ég verða? „Við hefjum umræðuna. Bein- um henni að áhugasviði nemand- ans en ekki einstökum störfum. Ég bendi nemandanum á mjög góða starfslýsingabók Gerðar G. Oskarsdóttur sem fjallar um sér- fræði- og tæknistörf. Einnig hvet ég hann til að kynna sér starfsvett- vang, fara í námskynningar og fylgjast með umræðum á sínu áhugasviði," segir Guðrún. Hún segir að nemendur láti umræðu um atvinnumöguleika trufla sig dálítið. „Ég vil draga sem mest úr þeirri áherslu. Það sýnir sig að þeir sem eru áhuga- samir og vinna vel geta oftast skapað sér atvinnumöguleika. Ef þeir fara í annað nám vegna væn- legri atvinnumöguleika er hætt við að þeir verði óánægðir og flosni frá námi,“ segir Guðrún. Hún vill láta ungmennin stjórnast af eigin áhuga og að þau spyrji sig spurn- ingarinnar: Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Guðrún segir mikilvægt að fólk velti þessu máli vel fyrir sér. Það ráði svo miklu um líf þess að vel takist til. Bendir á að fólk geti Margir óákveðnir um framtíðina Morgunblaðið/RAX ÞAU eru ákveðin. Birta stefnir að námi i auglýsingateiknun og Þór Bæring á fjölmiðlanám. Æfí meira þessa dag- ana en venjulega Sauðárkróki. Morgunblaðið. „NEI, ég er ekkert orðinn leiður, jú annars ég er að verða svolítið leiður áþessu verkfalli," segir Gísli Ólafsson nemandi í 10. bekk Gagnfræðaskólans á Sauðár- króki, „en hins vegar æfi ég mig meira þessa dagana, og svo passa ég litla bróður minn og læri svo- lítið.“ Gísli er aftur á móti alveg viss um hvað hann ætlar sér að loknu námi í 10. bekk í vor „Þáfer ég í Fjölbrautaskólann hérna og á tónlistarbraut. “ Mest gaman að semja „Gísli er nemandi í Tónlistar- skólanum á Sauðárkróki og er þar að læra á klassískan gítar og orgel, hefur lengst af verið með gítarinn en er nýbyrjaður meðorgelið. „Ég er núna að búa mig undir þriðja stigið á gítarinn, en hef orgelið svona með, þv! að ég fæ námið í Tónlistarskólanum metið inn í námið í fjölbraut." En hvert stefnir Gísli í sínu tónlistarnámi, er stofnun hljóm- sveitar á döfinni eins og hjá mörgum ungum tónlistarmönn- um? „Já ef til vill, en þó ekkert endilega, ég hef gaman af því að spila þá poppmúsík sem er núna I gangi og ég þekki marga stráka sem er alveg hægt að fá í hljómsveit, en hvort af því verð- ur veit ég ekki. Ég hef mest gaman af þvað semja lög, og hef gert dálítið af því, en ég býst ekki við að maður geti lifað ein- GÍSLl Ólafsson æfir sig. göngu af því og þess vegna ætla ég mér að halda áfram og ná mér í réttindi sem tónlistarkenn- ari, því að þá veit ég að ég get alltaf unnið við það sem mér - finnst skemmtilegast. Draumurinn er að gefa út plötu með mínum eigin lögum, og eins og ég sagði áðan þá hef ég samið nokkur lög, en þau hafa nú breyst dálitið mikið frá því að ég bytjaði og þangað til núna,“ segir Gísli og hlær, „en ég held að ég geti þetta ef ég lýk við skólann hérna en stefni svo á frekara nám, annaðhvort á Akureyri eða þá fyrir sunnan og þá væntanlega í tónsmíðadeild." Ekkert annað kemur til greina En kemur ekkert annað nám eða starf til greina að loknu námi? „Það held ég ekki, þetta er það sem mig langar til að gera, og ég sé að ef ég held þessu striki þá er þetta vel hægt, nei það kemur ekkert annað til greina en tónlistin,“ segir Gísli að lok- um. STÓR hluti framhaldsskólanema er óákveðinn um framtíðina, jafnvel í stúdentsprófi. Þetta á að minnsta kosti við flesta félaga Þórs Bærings Ólafssonar og Birtu Flókadóttur sem útskrifast I vor, hann af félagsfræði- og fjölmiðlabraut í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ, hún af náttúru- fræðibraut í Kvennaskólanum í Reykjavík. Þór og Birta eru þó ráðin í þvi hvað þau ætla að taka sér fyrir hendur. Þór Bæring segist ætla að vinna í eitt ár til að safna pening- um fyrir frekara námi. „Mig langar að fara í fjölmiðlana og stefni ákveðið að því,“ segir hann. Stefnir hann að fjölmiðla- námi í Bretlandi og Bandarikjun- um. Hjálpaði kennurunum Hann segist hafa fengið áhuga á fjölmiðlum strax í grunnskóla. Hann hafi kynnst þessu fagi í gegn um bróður sinn semþá var að vinna á útvarpsstöð. „Eg fór að fikta við þetta líka og hef verið viðloðandi útvarp síðan. Núna vinn ég á FM með skólan- um. Þetta er spennandi svið og ég vil kynnast því nánar.“ Þessi áhugi varð til þess að hann fór á fjölmiðlabraut í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Spurður að því hvort hann teldi það góðan undirbúning segir Þór að ekki sé mikið lagt í fjölmiðla- brautina. Kennararnir taki kennsluna þar að sér út úr neyð þó auðvitað reyni þeir sitt besta. „Ég tók nýlega útvarpsáfanga og það var frekar að ég gæti hjálpað kennaranum en hann mér.“ Áhuginn breyttist Birta er úr Kópavogi og lá beinast við hjá henni að fara í Menntaskólann í Kópavogi. Hún segist hafa viljað leita lengra og farið í Kvennaskólann í Reykja- vík. Hafði hún áhuga á stærð- fræði og skyldum fögum og fór á náttúrufræðibraut. „Ég er eig- inlega búin að ákveða hvað ég fer í og það er þveröfugt við það sem ég hafði hugsað mér þegar ég valdi námsbraut. Ég ætla í auglýsingateiknun." Segist hún hafa tekið áfanga í auglýsingasálfræði og áhuginn á þessu fagi vaknað eftir heim- sókn á auglýsingastofu í tengsl- um við námið. Þá hafi hún verið í myndlistarskóla og þetta falli vel að því. Birta segist vera að huga að því hvemig best sé að standa að framhaldinu. Hún geti lært auglýsingateiknun í Mynd- lista- og handíðaskólanum en segist einnig vera að afla sér upplýsinga um skóla erlendis. Hvorugt lætur umræðu um atvinnutækifæri tmfla sig. Birta telur að auglýsingateiknun hljóti að vera vaxandi atvinnu- grein. Auglýsingar séu ríkur þáttur í samfélaginu og telur hún að hlutur þeirra vaxi fremur en hitt. „Hef trú á sjálfum mér og áhugann" „Ég tel mig eiga mikla mögu- leika á vinnu við fjölmiðla. Ég hef trú á sjálfum mér og mikinn áhuga og tel að með því móti komist ég þangað sem ég vil,“ segir Þór. Þór og Birta segja að flestir félagar þeirra séu óákveðnir um framtiðina. Þeir séu ekki búnir að finna það sem þeir leita að. Telja þau að nemendur leiti of lítið til námsráðgjafa enda sé ekki lögð nógu mikil áhersla á að kynna störf þeirra. „Ég held að krakkar leiti aðallega til námsráðgjafa vegna námsörðug- leika en ekki vegna framtíðar- innar. Það mætti breytast," segir Birta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.