Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ NAMSVAL LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 C 5 Vildi fara aft- ur í skóla „EGVARhrædd við stærðfræðina en ákvað að láta hana ekki aftra mér. Og þetta hefur gengið vel,“ segir Signý Jóna Hreinsdóttir sem iauk iðnrekstrarfræði við Tækniskóla íslands um áramótin og hóf þá nám Signý Jóna í útflutningsmarkaðs- Hreinsdóttir fræði við skólann. Signý Jóna fór í þýsku í Háskóla íslands eftir að hún lauk stúdentsprófi en hætti eftir ár. Eftir það vann hún skrifstofu- og verslunarstörf í tvö ár. En hún hafði áhuga á að fara aftur í skóla. Hún fór til námsráðgjafa í Háskólanum og komst þá að þeirri niðurstöðu að annað hvort ætti hún að fara í hönn- un eða viðskiptalífið. Hún segir að aðstoð námsráð- gjafans hafi hjálpað sér mikið við að taka ákvörð- un. „Það hefði verið gaman að læra hönnun en mér fannst notagildi þeirrar menntunar ekki nógu gott miðað við aðstæður á íslandi. Ég valdi iðnrekstrar- fræði því hún er stutt nám og tengt við markaðs- fræði sem ég hafði einnig áhuga á. Eins og að vera aftur í menntaskóla Hún segist kunna mjög vel við sig í Tækniskólan- um, þar sé allt öðruvísi andrúmsloft en í Háskólan- um, persónulegra og líkt því að vera aftur kominn í menntaskóla. Þegar iðnrekstrarfræðinni Iauk um áramótin fór hún í útflutningsmarkaðsfræði. Það er þriggja anna nám sem lýkur með BS-prófi. Kennslan miðar að því að undirbúa nemendur fyrir störf við að markaðssetja íslenska framleiðslu og þjónustu erlendis og einnig hér á landi. Nemendur fá raunveruleg verkefni til að vinna að sem loka- verkefni í náminu og segir hún að það sé mjög áhugavert. Signý Jóna sér ýmis tækifæri á þessu sviði og telur að framtíðin sé björt. AHavega vonast hún til að losna við að fara aftur í almenn skrifstofustörf. Mest að spáí vélasölu „ÉG ER mest að spá í sölumennsku. Það vant- ar sölumenn sem hafa góða innsýn í vélar og verkfæri," segir Stein- dór Eiríksson vélvirki sem er í frumgreinadeild Tækniskóla Islands. Steindór er úr Hruna- Steindór mannahreppi, lærði vél- Eiríksson virkjun og hefur unnið í nokkur ár við nýsmíði á vélum hjá stálsmiðju á Flúðum. Hann segist ekki átta sig á því hvað nákvæmlega hafi ráðið því að hann fór að læra vélvirkjun. Telur helst að áhug- inn hafi kviknað við fikt við vélar í uppeldinu. „Mér finnst ég hafa hitt á réttu línuna. Þetta á vel við mig, sérstaklega nýsmíði þar sem sköpunar- gáfan fær að ráða,“ segir hann. Fjölbreytt starfssvið Hann vildi bæta við þekkinguna og ákvað að fara í Tækniskólann. Lá beinast við að fara í frum- greinadeild. Hún er undirbúningur fyrir frekara nám í Tækniskólanum. Menn geta einnig lokið þar raungreinaprófi eftir fjórarannir og gildir það inn í flestar deildir Háskóla íslands. Steindór seg- ist ætla að ljúka tveimur önnum og fara síðan í véliðnfræði. Það er þriggja anna nám og telur Steindór að það opni honum fjölbreytt starfssvið. Þá segir hann möguleika á að bæta við sig einni önn í iðnrekstrarfræði. Segist Steindór mest vera að hugsa um að kom- ast í sölumennsku, einnig geti hann nýtt þessa viðbótarmenntun i vélsmiðinni, hefði þá möguleika á fjölbreyttara starfssviði þar. Varðandi sölu- mennskuna segir hann að þörf sé á góðum sölu- mönnum í vélasölu, mönnum sem hafi verkmennt- un og innsýn í störfin. Nefnir hann að Danir hafi Iagt mikla áherslu á þetta nám og þeir næðu góð- um árangri í sölumennsku. Morgunblaðið/Kristinn „Verklegt nám“ MORGUM finnst of mikil áhersla lögð á bóklegt nám og því er ekki ráð nema í tíma sé tekið. ff l/v<? O/fo fóJjWyh. fójjt cMMjCaX 6 tcÁ^x/Whx (UXrb*. ^JbtwiÁsWh, félcfýwh. MJ, {UáJUó. ótíwbh.. “ Síðastliðin 5 ár hafa mörg hundruð íslensk ungmenni farið sem ati pair á okkar vegum til Bandaríkjanna. Og ekki að ástæðulausu þar sem engin önnur samtök bjóða eins góða, örugga og ódýra þjónustu. Allar ferðlr fríar, ekki aðeins til og frá Bandaríkjunum heldur einnig innan þeirra. Ef þú er á aldrinum 18-25 ára og langar að fara sem au pair, hefur þú samband og við veitum allar nánari upplýsingar. AuPAIR VISTASKIPTI & NÁM ÞÓRSGATA 26 101 REYKJAVÍK SÍMI562 2362 FAX 562 9662 SAMSTARFSFYRIRTÆKI MENNINGA RSKIPTA SA M TA KANNA WORLD LEARNING INC. / AuPAIR HOMESTAY SEM STOFNUD VORU ÁRID 1932. SAMTÖKIN ERU EKKI REKIN I HAGNADARSKYNI OG STARFA MED LEYFI BANDARlSKRA STJÓRNVALDA. hAskóunn AaKUBEVPI IÍASKOLINN AAKUREYRI Háskólinn á Akureyri kynnir námsframboð sitt á sameiginlegum kynningardegi í Reykjavík 12. mars 1995. Heilbrigðisdeild: Kennaradeild: Rekstrardeild: Sjávarútvegsdeild: Hjúkrunarfræði. Kennaranám. Rekstrarfræði, iðnrekstrarfræði, gæðastjórnun. Sjávarútvegsfræði. Umsóknarfrestur um skólavist er til 1. júní 1995. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af próf- skírteinum .Ef prófum er ekki lokið'skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir. Skilyrði fyrir inntöku er stúdentspróf eða annað nám sem stjórn skólans metur jafngilt. í gæðastjórnunarbraut rekstrardeildar gilda þó sérstök inntökuskilyrði um tveggja ára rekstrarnám eða annað nám sem stjórn skólans metur jafngilt. Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1995. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans, Þingvallastræti 23, 600 Akureyri, sími 96-30900, frá kl. 9.00-12.00. Háskólinn á Akureyri. Stýrimannaskólinn í Reykjavík anÖPD Orðsending til nemenda: Stýrimannaskólinn í Reykjavík sendir öllum nemendum skólans bestu kveðjur. Enn um sinn höldum við sjó, en lesum! Þegar verkfalli lýkur, sem við vonum að verði sem fyrst, brettum við upp ermar og Ijúkum tilskildu námi og öllum prófum til skipstjórnarréttinda í vor. Kveðjur! Til nýliða: Innritun alla virka daga á skrifstofu Stýrimannaskólans frá kl. 8.00-14.00. Sími 91-551-3194 Fax 91-562-2750 Póstfang: Pósthólf 8473,128 Reykjavík. Til allra íslendinga: Verið hjartanlega velkomin á kynningu Stýrimannaskólans í húsnæði Iðnskólans í Reykjavík. „Það er nauðsyn að róa og sigla“ Áfram ísland! Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.