Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ NÁMSVAL Alltaf talinn bókaormur „EINS og hjá flestum er það ást mín á bókmennt- un og almennur bókmenntaáhugi sem réð mestu um að ég fór í þetta nám,“ segir Gunnar Melsteð um þá ákvörðun sína að íæra bókmenntafræði í Háskólanum. Hann lýkur almennri bókmennta- fræði í vor. „Frá því ég var lítill hef ég verið talinn bókaorm- ur og heima var gantast með að ég hefði lesið allar bækurnar í bókasafninu í Kópavogi. Ég komst síðar að raun um að svo var auðvitað ekki,“ segir Gunnar. Brennandi áhugi Hann segist hafa verið með það á hreinu í hvað hann færi þegar hann byijaði í Menntaskólanum í Kópavogi. Eina skiptið sem efinn komst að var þegar hann kom heim eftir ársdvöl sem skiptinemi í Bandaríkjunum og var þá mest að hugsa um fjöl- miðlafræði. En það datt fljótlega upp fyrir og hann hélt sig við bókmenntafræðina. Gunnar seg- ist ekki sækja hugmyndir eða fyrirmyndir í fjöl- skyldu sína, þó mikið sé lesið á heimilinu. Hann þurfti ekki að leita sér upplýsinga um greinina, hvorki þjá námsráðgjafa í menntaskólanum né öðrum, áhuginn var svo brennandi. Eina kynningin var heimsókn á háskólalóðina á siðasta ári í menntaskóla þar sem kennarinn sýndi krökkunum Gunnar Melsteð helstu byggingar Háskólans og hvar hinar ýmsu greinar eru kenndar og hvatti þá til að leita sér upplýsinga um námið. „Tvímælalaust,“ segir Gunnar þegar hann er spurður að því hvort hann hafi valið rétt. Hann telur að fólk sé almennt ánægt í bókmenntafræð- inni, tiltölulega lítið sé um að fólk hverfi frá námi. „Mér hefur virst að erfiðleikarnir séu frekar í deildum sem bjóða upp á starfstengt nám. Fólk fer þá í nám sem býður upp á trygga vinnu en kemst svo að raun um að námið er erfiðara en það hélt eða það finnur sig engan veginn í því og fer þá til námsráðgjafa til að skoða málið," segir Gunnar. Hafði áhuga á að aðstoða böm ATLI Freyr Magnússon, sem er á þriðja ári í sálar- fræði, segist hafa haft ómótaðar hugmyndir um framtíðina þegar hann var í framhaldsskóla. Eftir stúdentspróf hafi hann unnið eitt ár á geðdeild og þá fengið áhuga á þessu sviði. „Ég hafði einkum áhuga á að aðstoða börn og unglinga og ætlaði í Kennaraháskóla íslands. Eg komst ekki þangað inn og ákvað að fara í sálfræði í einn vetur. Hér likaði mér hins vegar það vel að ég hætti við að skipta yfír,“ segir Atli Freyr. Margir með ranghugmyndir Hann segir að fólk fari í sálarfræði af mismun- andi hvötum. Þangað leiti fólk sem hafi ríka þörf fyrir að hjálpa öðrum á einhvem hátt. Sumir hafi ákveðnar hugmyndir um framhaldsnám eða störf, til dæmis hafi aukist mjög áhugi á iðnaðar- og auglýsingasálfræði og heilsusálfræði, en margir hefji nám af einskærri forvitni. Hann segir að margir hafi ranghugmyndir um sálfræðina þegar þeir hefja nám, haldi að þar finni þeir töfrabrögð sem nota megi til að leysa öll vandamál í samskipt- um fólks. Um fyrstu jólin séu erfið próf og marg- ir hætti eftir þau. Atli Freyr Magnússon Atli Freyr segir að þeir sem haldi út fyrstu önnina sé flestir hólpnir, þeir ljúki námi. Efasemd- ir læðist reyndar að mörgum þegar líður á annan veturinn sem fari allur í að gagnrýna kenningar en það lagist aftur á þriðju önn þegar allt sé byggt upp á nýjan leik. Að mati Atla Freys hefur aðstoð við nemendur í námshugleiðingum batnað mjög á seinni árum, bæði í framhaldsskólum og grunnskólum, en betur þurfi að gera. getur stundað með starfi. Mikil ásókn er í rekstrar- og viðskipta- nám, að sögn Guðrúnar, og er ell- efti hópuinn nú að. 100 sóttu um að komast í námið að þessu sinni en aðeins er mögulegt að taka 30 inn í einu. „Námið virðist skila sér vel út í atvinnulífíð því stærri fyrir- tæki sem sent hafa starfsfólk á námskeið vilja stöðugt koma fleirum að,“ segir hún. í haust hófst nám í sjávarútvegsfræðum og fyrir er nám í heilsuhagfræði og íjölskyldu- meðferð. Hugað að fjarkennslu Eins og áður segir getur Endur- menntunarstofnun ekki annað eftir- spuminni vegna húsnæðisskorts. Því segir Guðrún að verið sé að athuga hvernig hægt sé að nýta tæknina betur. Innan Háskólans er verið að þróa aðferðir til fjarkennslu sem Guðrún telur að nýtast muni stofnuninni þegar fram líða stundir. Endurmenntunarstofnun tekur þátt í námskynningu um helgina, reyndar á nokkuð öðrum forsendum en aðrar stofnanir Háskóla íslands, þar sem námið er ekki sniðið fyrir grunn- og framhaldsskólanemend- ur. Guðrún segir að þótt námskeið stofnunarinnar séu einkum valin með þarfír háskólafólks í huga séu þau opin öllum, meðal annars fram- haldsskólanemendum. Og töluvert sé um ungt fólk á sumum námskeið- anna, til dæmis í tölvum og hugbún- aði. Fólk verði síðan sjálft að meta það hvort það telur sig geta haft gagn af námskeiði og vilji eyða tíma og peningum í það. FULLORÐINSFRÆÐSLA Öldungadeild Grunnskólastig: ígildi 8., 9. og 10. bekkjar. Upprifjun og undirbúningur fyrir framhaldsskóla. Framhaldsskólastig: Sjúkraliða- og viðskiptabraut. Fjölbreytt tungumálanám m.a. íslenska fyrir útlendinga, Norðurlandamál, enska, franska, þýska, hollenska, spænska, ítalska, arabíska, japanska, rússneska, gríska og portúgalska. Verklegar greinar og myndlistarnámkskeið teikning, vatnslita- og olíumálun, módelteikning, bókband, fatasaumur, skrautskrift, postulínsmálun, glerskurður og margt fleira. Starfsnám fyrir ófaglært fólk í atvinnulífinu (umönnunarstörf). Námskeið fyrir atvinnulausa. Námsaðstoð fyrir skólafólk í stærðfræði, stafsetningu og fleiri fögum eftir þörfum. Kennsla fyrir börn í norsku, dönsku, sænsku og þýsku. Sérkennsla í lestri og skrift. Hópar fólks sem sækja fræðslu um tiltekið efni sem ekki er á námsskrá geta snúið sér til okkar og við reynum að koma til móts við óskir þess. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Gerðubergi. Upplýsingar eru veittar í símum 12992 og 14106. LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 C 9 Enskunám í Bretlandi fyrir börn, fullorðna, fjölskyldur eða kennara VITUND HF. hefur nú umboð fyrir The Bell Language Schools í Bretlandi sem bjóða upp á hágæða enskunám- skeið, með vel menntuöum og reyndum kennurum í frábæru kennslu- og sjálfsþjálfunarumhverfi. Gestgjafafjöl- skyldur eru umhyggjusamlega valdar og bjóða þær upp á þægilegan íverustað á meðan á dvöl stendur. Boðið er upp á breytilega félágslega og menningarlega dagskrá. Námskeiöin eru m.a. fyrir fullorðna, Premier courses” fyrir fólk 24 ár aog eldra og Breakaway courses" fyrir 50 ára og eldri í 2 vikur í Bath hvoru tveggja, fyrir börn 8-17 ára sem búa hjá fjölskyldum. Hægt er að velja á milli nokkurra staða. Einnig er boðið upp á viðskipta- og fagensku, ensku fyrir háskólanám, ensku fyrir kennara. Námskeiðin eru haldin á sumrin, um jól og um páska. Upplýsingar hjá \ /1 “TI I hv I 1 síma 562-0086 eöa VI I U IN U fax 561-4800. Iðnskólinn í Hafnarfirði Reykjavíkurvegi 74 220 Hafnarflörður Sími 5551490 Fax 5651494 NÁMSBRAUTIR ERU: Nám fyrir samningsbundna iðnnema. Grunndeildir: háriðna málmiðna rafiðna tréiðna Hönnunarbraut Fomám Framhaldsdeildir: háriðna málmiðna rafiðna tréiðna Tækniteiknun Meistaraskóli Námskeiðahald í:. Trefjaplasttækni Tölvuteikningu AutoCAD Allar nánari upplýsingar og ráðgjöf eru veittar á skiifstofu skólans. ÖLDUN GADEILD MENNTASKÓLANS VIÐ HAMRAHLÍÐ Frumkvöðull í fullorðinsfrœðslu Öldungadeild MH hefur verið starfrækt síðan 1972. Þar er kennt til stúdentsprófs á nýmálabraut, félagsfræðabraut, náttúrufræðabraut, eðlisfræðibraut og tónlistarbraut (í samvinnu við tónlistarskóla). Vakin er athygli á að hægt er að stunda nám í einstökum greinum án þess að stefna að lokaprófi. Eins er algengt að stúdentar bæti við sig einstökum námsáföngum. Viltu auka tungumálakunnáttuna? I öldungadeild MH er í boði kennsla í dönsku, ensku, frönsku, þýsku, spænsku, ítölsku og rússnesku. Viltu kynnast móðurmálinu betur? Boðnir eru áfangar í fornum og nýjum íslenskum bókmenntum og málfræði. Viltu læra á tölvu? í öldungadeild MH eru tvær tölvustofur búnar nýlegum PC-tölvum opnar nemendum til náms og vinnu. Þarftu að bæta þig í stærðfræði eða raungreinum? Þér stendur til boða kennsla í stærðfræði, líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Viltu kynnast sögu eða félagsvísindum? Þér bjóðast áfangar í Islandssögu, mannkynssögu, listasögu, sálfræði, félagsfræði, hagfræði, stjórnmálafræði og lögfræði. Viltu fegra umhverfi þitt? Þá stendur þér til boða nám í myndlist Kennsla fer fram á kvöldin frá kl. 17.30 til 22.00. Er þetta eitthvað fyrir þig? í aðalbyggingu Háskóla Islands fer fram sameiginleg námskynning skólanna sunnudaginn 12. mars kl. 13.00-18.00. Þar verða fulltrúar öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð og veita upplýsingar um námið. Rektor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.