Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 1
Nám framtíó LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 BLAÐ c NÁMSKYNNING skólanna, Leitið og þið munuð finna, verður haldin á þremur stöðum á morgun og stendur frá kl. 13 til 18. Kynntar eru um 130 námsgreinar frá hátt í 40 skólum í átta kjörnum, auk þjónustuaðila. Kynningin fer fram í fjórum byggingum Háskóla íslands og í hús- næði Iðnskólans í Reykjavík og listaskólanna í Laugarnesi. Skólarnir hafa verið með sameigínlega námskynningu í nokkur ár. Fyrir ári var uppbyggingunni breytt þannig að lögð var áhersla á kynningu námsgreina í kjörnum og segir Ásta Kr. Ragnarsdóttir, forstöðumaður Námsráð- gjafar Háskóla íslands, að vel hafi tekisttil með fyrirkomu- lagið. Talið er að milli átta og tíu þúsund manns hafi sótt kynninguna, nemendur framhaldsskóla og grunn- skóla, aðstandendur þeirra og fleiri. „Hugmyndin með þessari uppbyggingu er ekki síst sú að beina athygli nemenda að sem flestum námsmöguleik- um íslenska skólakerfisins," segir Ásta. „Okkur finnst að of rík tilhneiging sé til þess að líta svo á að eini möguleik- inn til náms eftir framhaldsskóla sé Háskóli íslands. Það nám sem hér er í boði hentar alls ekki öllum, einstakling- arnir eru með svo mismunandi áhugasvið." „Ef fólk á betur heima í öðru námi en Háskólinn hefur upp á að bjóða er betra að fólk uppgötvi það fyrr en seinna. Þess vegna hefur hin hefðbundna skólakynning verið leyst upp á Námskynningu, athyglinni er beint frá skólunum sjálfum yfir á hið efnislega innihald námsins og raunveruleg viðfangsefni þegar fólk kemur út í störf að loknu námi," segir Ásta Kr. Ragnarsdóttir. ¦ Dagskrá Námskynningar/C6-7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.