Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 E 3 RANNVEIG Fríða Bragadóttir, mezzósópran, heldur sína sjöttu og síðustu tónleika á íslandi að sinni. Undirleikari á tónleikun- um, sem eru í Digraneskirkju og heijast klukkan 17, er Jónas Ing- mundarson og flytja þau lög úr ýmsum áttum. Rannveig Fríða hefur nú verið við nám og störf í Austurríki í tólf ár og heldur þang- að að þessum tónleikum loknum. Hún er myrk í máli þegar aðstæð- ur íslenskra söngvara ber á góma en svo lifnar yfir henni þegar tón- listin sjálf er til umræðu. Rannveig Fríða kveðst ekki ætla að flytja heim á næstunni, en segir að sér þyki gott að geta skipt tíma sínum niður á milli ólíkra staða. „Eg hef búið í Aust- urríki í 12 ár og það er stór hluti ævi minnar. í Vínarborg hef ég komið mér vel fyrir með austur- rískum eiginmanni og börnum okkar. Og þar fyrir utan gæti ég ekki búið á íslandi, aðstæður ís- lenskra söngvara eru mjög slæmar og tækifærin of fá. Margt af okk- ar betra fólki virðist þurfa að flýja land.“ Rannveig segir að þrátt fyrir slæmar aðstæður séu miklar kröf- ur gerðar til íslenskra söngvara. „Fólki er hjálpað út í nám, að læra hjá bestu kennurum, en síðan er lítið sem ekkert gert til að við- halda því sem menn hafa lært og þroskað með sér í námi, en kröf- urnar um gæði og árangur eru alltaf jafn miklar, og við þessar aðstæður treysti ég mér ekki til að búa.“ -En þú kemur alltaf heim af og til. „Já, það er sannarlega ekki óverðugra verkefni að syngja hér heima en annars staðar. En ef ég fæ tilboð sem hafa mikil áhrif á frama minn erlendis þá gefur maður þeim meiri þunga. Margt ÞAÐER NAUTN AÐ SYNGJA af því sem ég geri héma heima heyrist ekki út fyrir landsteinana og hjálpar mér ekki á erlendri grund, en gefur mér reynslu og ánægju." - Þú hefur verið fastráðin við Ríkisóperuna í Vín en hefur verið í lausamennsku á þriðja ár, hvern- ig gengur það? „Það hefur bæði sína kosti og galla. Annars vegar gefur það manni frelsi að vera lausráðin en peningalega bý ég hins vegar við mikið óöryggi, og það er staðreynd að kvensöngvarar fá verr borgað en karlsöngvarar, hvernig sem á því stendur. En verkefnin hafa komið eitt af öðru og á það verð ég að treysta og vinna vel að þeim er þau koma, meira getur maður ekki gert. Staða mín breyttist líka töluvert eftir að ég eignaðist börn- in mín og ég get ómögulega hent þeim út um gluggann þegar mig langar til að syngja!“ Schubert er tær, einfaldur en erfióur Rannveig segir að mörgu þurfi að hyggja að þegar verk séu valin til flutnings „eins og hlustendum, og því hvað hentar minni rödd. I dag flytjum við m.a. verk eftir Schubert. Fyrir mér er hann það tærasta, einfaldasta en um leið Rcinnveig Friða Bragadóttir syngurí Digra- neskirkju í dag það al-erfiðasta sem ég kemst í tæri við. Bamsleg fegurð hans er óendanleg og tæknilega séð gerir tónlistin hans gífurlegar kröfur.“ Hún segir að viðfangsefnið verði að klæða flytjandann og höfða til hans á marg-an hátt, „þannig er það ekki öllum gefið að geta bæði flutt ljóð og óperur. Hvorki tækni- lega né raddlega séð.“ Hvernig söngvarar nálgast við- fangsefni sín er misjafnt. Mennt- un, tækni og stíltegundir setja þeim ramma. „En nálægðin við hlustandann verður að vera og ég trúi því að hún sé í gegnum það manneskjulega, tilfinningamar, þær gefa flutningnum líf.“ - Hvað gerist þegar þú stígur á svið? „Maður á þá í baráttu við sjálf- an sig, líkamann, taugarnar. Og svo eru það áhorfendur og gagn- rýnendur. Eftir því sem ég get betur útilokað umhverfið og hugs- að um tónlistina, samspilið„ og horfið meira inn í sjálfa mig, því betur finnst mér ganga. En áhorf- endur hafa oft mjög örvandi áhrif á mig. Ég hef lent í því að lög sem ég hef átt í erfiðleikum með á æfingatímabili og ekki ráðið alveg við, hafa allt í einu, þegar ég stend á sviðinu, öðlast líf.“ Berskjölduó ó svióinu Rannveig Fríða hefur tekið þátt í meira en hundrað óperuuppfærsl- um og segir að þegar hún syngi þá fínnist henni sem hún sé alveg berskjölduð, „það er eins og maður snúi sjálfum sér við og leyfí fólki að líta á hvað þar býr. Að standa á sviði og syngja er nautn en að tónleikum loknum myndast oft óhugnanlegt tóm inni í mér, jafn- vel þótt vel gangi.“ - En hvernig upplifir þú við- brögð gagnrýnenda og áhorfenda? „Ætli þögnin sé ekki verst. Þá spyr maður sig óneitanlega af hverju maður sé að þessu. Auðvit- að rembist ég ekki eins og ijúpan við staurinn og þoli að fá aldrei neina umbun eða athygli, það geta mjög fáir. Þannig eru viðbrögð áheyrenda mjög mikilvæg og þau segja mér, að einhveiju leyti, hvort það sem ég er að gera er rétt eða rangt.“ - En til hvers ætlastu af hlust- endum, til dæmis þegar flutt eru mjög erfíð verk, sem sjaldan hey- rast? „Það eru átök fyrir hlustandann að hlýða á tónverk sem hann hef- ur ekki heyrt áður, rétt eins og það kostar mig átök að skilja og flytja ný verk. Og þegar hlustað er á tónverk þá er ekki nauðsyn- legt að þekkja alla tónlistarsög- una, heldur á fólk bara að slaka á og leyfa sér að skynja hlutina og sjá hvort þetta hafi ekki eitt- hvað að segja því hvort sem það hefur tónlistarmenntun eða ekki. Oft held ég að hræðsla og fordóm- ar standi í vegi fyrir því að fólk geti notið tónlistar. En ef tónlist nær marki þá trúi ég að hún leiði eitthvað jákvætt af sér.“ - Hvað tekur svo við hjá þér þegar út er komið? „Það er ýmislegt í deiglunni. Ég er bæði að fara að syngja á tónleikum í Barcelona í júni, sem eru liður í norrænu tónlistarhátíð- inni, og á páskatónleikum í Vínar- borg. Ég held bara áfram að syngja." A tónleikum Rannveigar Fríðu og Jónasar í Digraneskirkju í Kópavogi í dag verða á efnis- skránni tíu sönglög eftir Franz Schubert, lagaflokkur eftir Pál P. Pálsson og lög eftir Victor Ur- bancic, Emil Thoroddsen, Svein- bjöm Sveinbjömsson og Sigvalda Kaldalóns. Þ.J. ISLENSKUR KONTRATENÓR HRÍFUR RÚMENA ALÞJÓÐLEG nýtón- listarhátíð var haldin í Bacau í Rúmeníu í fyrra. Kammersveit Hafnarfjarðar undir stjóm Arnar Óskars- sonar lék á tónleikun- um og söngvari var Sverrir Guðjónsson kontratenór. Öll verk- in voru samin fyrir hátíðina. Flutt vom tvö ný verk sem sérstaklega voru samin með radd- svið Sverris í huga, Þulur eftir Pál Pampichler Pálsson við texta Theodóra Thoroddsen og Legg- ur og skel, svíta úr samnefndri óperu eftir Finn Torfa Stefánsson við texta Sveinbjörns I. Baldvins- sonar. Tvö verk til viðbótar vora á efnisskránni, Poem eftir Guð- rúnu Ingimundardóttur og Flight of 14 Vowels eftir Atla Ingólfsson. Þjóðlegar rætur í gagnrýni sem Morgunblaðinu hefur borist má kynnast hrifningu Rúmena sem lofa verkin og söng Sverris Guðjónssonar. Gagnrýnendur segja verk þeirra Páls og Finns Torfa afar ljóðræn með rætur í íslenskum þjóðararfí og finna líka þjóðleg einkenni í verki Atla, en Guðrún er sögð tvinna saman heiltóna- og hálf- tónaskala í Poem. Gagnrýnandi blaðsins Cultura, Simona L., segir Sverri Guðjóns- son „einn af fremstu kontratenór- um heimsins", hann sé einn af þeim tíu bestu sem starfandi séu: „Rödd Sverris er mjög tær og hljóm- mikil. Raddsviðið spannar tónsvið frá kontraalt til mezzo- sopran, og nær að seiða fram andrúms- loft sem er bæði dular- fullt og yfirnáttúru- legt.“ I sama streng tekur Ruxandra Arzoiu, gagnrýnandi Romania Libera, sem kallar Sverri stjörnu tónleik- anna, hinn stórkost- lega íslenska * kontr- atenór og segir að hljómmikil og áhrifarík rödd hans hafi „náttúru- legan hljóm og er laus við tilgerð eða tilbúning". Um Kammersveit Hafnarfjarð- ar segir sami gagnrýnandi að efnisskrá hennar hafi verið sérlega eftirtektarverð, Ijölbreytt og skemmtileg: „Flutningur Kamm- ersveitar Hafnarfjarðar var með miklum ágætum. Rúmenskir áheyrendur fundu sig greinilega vel í þessum verkum, og fögnuðu hjartanlega.“ íslenski fáninn hvarf Simona L. segir frá því í gagn- rýni sinni að meðan áheyrendur „fögnuðu innilega Kammersveit Hafnarfjarðar og hinni einstöku rödd Sverrir Guðjónssonar, hvarf íslenski fáninn á dularfullan hátt og hefur ekkert til hans spurst". Sverrir Guðjónsson SKUGGAMYND AFVITUND eftlr llnar örn Gvnnaruon Vísland nefnist nýútkomin bók eftir Bjarna Bjamason, en hún hefur að geyma ljóð smásög- ur, skáldsögu, leiktexta, ritgerðir og blandað form. Greinarhöfundur mælti sér mót við Bjarna og forvitnaðist um verk- ið. „Ég segi fólki að þetta sé skuggamynd af vitund, það er lýst á vitundina á læknastofu og á tjald- ið fellur gylltur hringur og ef hann er stækkaður reynist hann fullur af iðandi orðum sem sífellt breyt- ast og raða sér upp á, nýjan hátt,“ segir Bjarni. „Það sem ég hef verið að gera undanfarin ár er kannski að leita fyrirmyndarríkisins og ósjálfrátt hef ég leitað í hinum ýmsu hug- formum, hef skoðað hvert form sem hugsanlegt óland eða staðleysu. í fyrsta hluta bókarinnar, sem ég nefni „Upphafíð" og er blandað form, verður vitundin til, síðan skoðar hún sig í ýmsum bók- menntaformum en í „Endanum", sem er síðasti hlutinn og einnig er blandað form, hverfur vitundin aft- ur. Innan þess hrings er verund mín á ákveðnum tíma og ákveðinn tími er innan hennar. I ritgerðunum skoða ég hugann, kynnist draum- vitundinni sem kynnir sig með nafni, spái í undarleg orð hennar og setningar, skoða tengsl hugans við eðlið, skoða líkingu við hana í tæki sem mig dreýmdi og mynd er af í bókinni, reyni að finna hlut- verk hans. Eitthvað hratt manni út í heiminn í leit að fyrirmyndar- ríki og eins og í góðum reifara reynist það vera það sem var ólíklegast til að fremja verknaðinn sem framdi hann. Mað- ur handjárnar sig þeg- ar maður lokar hring eigin vitundar í þeirri vissu að hún hratt sér sjálf út í heiminn og er heimurinn. Vitundin sem eflist við leitina að fyrirmyndarríkinu reynist sjálf vera eina hugsanlega fyrirmynd- arríkið, plataði mann til að leita að sjálfri sér til að eflast og rísa úr sæ vanans og svefnsins nýtt land: Vísland. Þar fyir utan vona ég að bókin sé aðeins saklaus skemmtun. Vísland er fyrsta bókin sem gef- in er út af Andblæ en forlagið hef- ur síðan gefið út ljóðabókina Dögun eftir Þórarin Torfason og bók- menntatímarit sem nefnist And- blær. Rætur Andblæs má rekja til skáldakvölda sem haldin hafa verið vikulega í heimahúsi í um það bil eitt ár og rúmlega 40 skáld hafa komið fram á. Aðeins einn höfund- ur kynnir sig hveiju sinni og hefur til þess rúman tíma, þannig að hann getur kynnt eldri verk ásamt nýjum sagt frá sjálfum sér og svar- að spumingum áheyrenda. Þetta eru kannski kvöldvökurnar gömlu vaktar upp af værum blundi. Bók- menntatímaritið Andblær leitast við að birta frumsamið íslenskt efni en heldur í lágmarki þýðingum, greinum og viðtölum. Undirtitill tímaritsins er „Bókmenntir og draumbókmenntir". Vitanlega má túlka hugtakið draumbókmenntir á ýmsa vegu t.d. má segja að þær séu bók- menntir sem maður les með lokuð augun en skilgreining okkar hjá Andblæ er: „Bók- menntir skrifaðar eftir draumum.“ Mér finnst stundum brenna við þegar menn ætla að skrifa draumkenndan eða of- urraunsæjan texta að þá byrji þeir á því að kynna sér af bókum hvað draumár eru og lesa draumkenndar bækur. Fæstir hafa fyrir því að leggja sig einfaldlega og skoða eigin drauma. Draumbók- menntir eru því samkvæmt okkar skilningi ekki bókmenntir skrifaðar út frá hugmyndum sem maður myndar sér í vöku um drauma held- ur texti sem byggður er á því sem maður skrifar á milli svefns og vöku, nývaknaður upp af draumi. Ef hinn venjulegi maður skoðar drauma sína tekur hann líklega eftir því að það er mun minna af klámi og ofbeldi í þeim en til dæm- is kvikmyndum samtímans. Draumar eru yfirleitt vitrænir á einhvem hátt. Það er ekki þar með sagt að við hjá Andblæ birtum all- ar draumlýsingar sem við fáum sendar. Ef við ímyndum okkur tvo menn sem dreymir sama drauminn og skrifa hann báðir niður, en ann- ar er ágætur sögumaður og stílisti en hinn ekki, þá myndum við vilja birta draumlýsingu fyrri mannsins en ekki þess síðari. Sá fyrri getur með einhveiju móti breytt venju- legri draumlýsingu í bókmenntir." Bjarni Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.