Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 1
fltanrgttnMsifrlfr MENMNG LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 BLAÐjJj •ftir Laufeyju Helgadóttur ISLENDINGAR í Parísarborg eru ver staddir en þeir sem búa í Lundúnum að því leyti að þeir geta hvorki stært sig af menning- arfulltrúa né menningarmiðstöð. Mörgum þykir þetta miður, þar sem vitað er að á fáum stöðum er menningarlíf jafn fjölskrúðugt og einmitt í París, enda hafa allar stærstu menningarþjóðir heims haft vit á því að koma sér þar upp menningarmiðstöð. Bandaríkja- menn eru t.d. nýbúnir að opna stórglæsilega miðstöð í Bercy- hverfínu, sem er hönnuð af einum af stjörnu-arkitektum þeirra í dag, — Frank Gehry. Danir opnuðu „La Maison du Danmark" við Champs Elysée-breiðgötuna fyrir íjörutíu árum, en þeir ætla að halda upp á afmælið m.a. með því að sýha málverk og skissur af 11 vegg- teppum eftir Björn Norgaard, sem danska þjóðin gaf Margréti drottn- ingu í tilefni fimmtíu ára afmælis- ins. Svíar opnuðu menningarmið- stöð fyrir rúmlega 20 árum í Mýr- inni á hægri bakkanum og Finnar opnuðu sína fyrir rúmlega fjórum árum í Rue des Écoles í Latínu- hverfínu. Þannig að núna ætti röð- in að vera komin að Noregi eða íslandi ... Eitt af því sem íslenskir lista- menn og listmiðlarar kvarta sem mest yfír er hve íslenski markaður- inn sé takmarkaður og hve nauð- synlegt það sé að ná til stærri hóps listunnenda, en þeir vitajafn- framt að það er ekki auðvelt eða einfalt mál að koma sér á fram- færi erlendis. Það er ekki nóg að hæfileikarnir séu fyrir hendi held- ur þarf líka traust og góð sambönd við rétta aðila, sem síðan þarf að fylgja eftir með þrautseigju og alúð til að raunverulegur árangur náist. Það er einmitt hluti af starf- semi menningarmiðstöðvanna að ÍSLENSKIR LISTVIDBURDIR Í PARÍS mynda slík sambönd, fylgja þeim eftir og greiða þannig götur lista- mannanna í þessum frumskógi, sem erlendi listaheimurinn oft og tíðum er. Það er kannski ekki hægt að krefjast þess að fámenn þjóð eins og íslendingar opni menningarmiðstöð í París, en þeir ættu að minnsta kosti að geta ráðið þangað menningarfulltrúa. íslenskum listamönnum sem koma fram í Frakklandi íjölgar stöðugt og sem dæmi má nefna nokkra menningarviðburði sem hafa verið hér á boðstólum undanfarið. í janúar lauk sýningu Rögnu Róbertsdóttur — HEKLA — í nú- tímalistastöðinni, La Basei, sem er við borgarjaðarinn í Levallois. Á sýningunni var aðeins eitt in- situ-verk, stór dökkur rétthyming- ur úr hraunmolum og hvíldi á gólfínu. Það voru hraunmolarnir sem komu úr Heklugosum sem réttlættu titilinn - HEKLA - sem var skrifaður með stóru landakort- sletri á hvítan vegginn og mynd- aði í senn andsvar og samstöðu við rétthyrninginn á gólfínu. Þetta er eitt af þeim örnefnum sem Frakkar þekkja best frá íslandi svo það var vel til fundið að koma þama með nýja og óvænta sýn á þetta þekkta fyrirbæri. Þó að Kees Visser sé fæddur og uppalinn í Hollandi hefur hann verið búsettur á íslandi meira eða minna síðan á áttunda áratugnum og sýnt reglulega í Nýlistasafninu og víðar. Listamiðstöðin Credac í Ivry hélt fyrir stuttu sýningu með verkum eftir Kees sem hann kallar The Ivry Colour Line. Verk- in em unnin á síðastliðnu ári í Ivry eins og nafnið bendir til, en þar hefur Kees dvalið sem gestalista- maður í boði listamiðstöðv- arinnar síðan í lok ársins 1993. Á sýningunni er 21 eintóna verk, sem er raðað á mjög nákvæman og næman hátt í tvær línur sem era í beinni augnlínu áhorfandans, þegar hann gengur inn í sýningar- salinn. Verkin era unnin með rým- ið í huga þannig að tengsl verk- anna við rýmið era algjör, en um leið er hvert verk sjálfstæður myndheimur. Kees Visser hélt fyr- irlestur í tengslum við sýninguna sem hann kallaði: Frá Islandi til Parísar, Ups and downs. Þar fjall- aði hann á mjög ftjálsan hátt um sögu og sérkenni Nýlistasafnsins. Sýningunni lýkur 12. mars. Sigurður Árni Sigurðsson opn- aði sýningu á splunkunýjum verk- um í Galerie Domi Nostrae í Lyon í janúar, en hann mun opna aðra í Galerie Aline Vidal í París 22. apríl næstkomandi. Þar verða bæði ný málverk og nýtt módel af garði i svipuðum dúr og þau sem hann sýndi í Lista- safninu á Akureyri og Kjarvalsstöðum síðastliðið sumar. Það hlýtur að teljast við- burður, þegar verk eftir íslenskt tónskáld er flutt í tónlistarsölum Ircam sem tilheyra Pompidou-sfn- inu, en þar var verkið Envoi (Send- ing), eftir Atla Ingólfsson flutt 23. og 24. janúar síðastliðinn. Verkið var pöntun frá Ircam og var flutt ásamt verkum eftir ítalska tón- skáldið Stefano Gervasoni og þýska tónskáldið Hans Werner Henze. Stjómandi á tónleikunum var þýski tónlistarstjórinn Markus Stenz. Envoi, var mjög vel tekið af áheyrendum, enda verkið af- skaplega fallegt, kristaltært og ljóðrænt og hvemig Atli lék sér með lýsinguna í takt við hljóðfæra- leikinn hreif marga. Eina athuga- semdin sem ég heyrði var, að verk- ið hefði mátt vera lengra, en það tók aðeins 13 mínútur í flutningi. Atli vakti fyrst athygli í Frakk- landi, þegar hann vann fyrstu verðlaun í Jolivet-samkeppninni árið 1991. Hann hefur að mestu verið búsettur á Ítalíu síðastliðin ár, þar sem hann hefur einnig stundað nám, nema árið 1992 sótti hann tíma í Ircam, og hefur nú Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.