Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 10
10 E LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SIRKUSINN GUÐDÓMLEGI TÓNLIST Borgarlcikhúsið NORSKA ÓPERAN Ópera eftir Per Nargárd um ævi Adolfs Wöifli í uppfærslu Norsku óperunnar. Fimmtudagur 9. mars 1995. ÞAÐ eru ekki ýkja langt síðan að mönnum þótti minnkun að veikl- un á geði og að slíkt fólk var vand- lega falið og oft viðfangsefni stríðni af hálfu þeirra, er töldu sig heila á geðsmunum. Það er og kímilegt til að vita, að sagan hefur betur hald- ið til haga ýmsu því sem undarlegt þótti í háttum manna en gleymt nær öllu sem eðlilegt var talið. Hver man þá er sátu yfir hlut Sölva Helgasonar, er nefndi sig Sólon Is- landus eða samtímamenn Æra- Tobba og til að bæta gráu ofan á svart, má geta þess, að lengi vel var Ingimundur fiðla frægastur tón- listarmanna á íslandi. Svona mætti lengi telja. Nú hafa menn það fyrir satt, að fáir séu alvitfirrtir, ekki frekar en alvondir og að enginn sé heldur alheilbrigður né heldur að allar athafnir þeirra sem heilvita teljast séu hafnar yfir gagnrýni. Mannshugurinn er undarlegur bú- staður fáránleikans, þar sem mann- eskjan getur öðlast frelsi undan boðum og bönnum hversdagsins, og búið sér til eigin heim og bætt við líf sitt, því sem annars var flarri í raunveruleikanum. Hvað merkir raunveruleiki? Er „draumurinn" ekki raunverulegur, eins konar raunsæisskáldskapur, sem sóttur er í undirdjúp sálarinnar, launhelg- ar, þar sem öll tákngildi eru ókunn en undursamleg. Adolf Wölfli bjó á mörkum laun- helganna og hann afhjúpaði meira en þeir sem gættu hans og nú ef- ast menn um, hvort mat þeirra hafi verið rétt. Óperan Sirkusinn guðdómlegi, eftir Per Norgárd, ljallar um hugarsýnir Wölflis, um þann heim er hann skóp sér og persónur, sem ýmist voru myndgerð hans sjálfs eða það fólk, sem hann valdi sér til samfylgdar í draumum sínum. Norgárd nær að skapa sannfær- andi hljóðumhverfi með slagverks- hljómsveit, og einni „mannsrödd", rödd hins einmana manns, sem leik- in er á selló. Sellóið skapar þá and- stæðu, sem Wölfli er, í óvinveittum heimi. Forleikurinn er samfelldur slagverkseinleikur, frábærlega vel saminn og var aldeilis glæsilega fluttur. Adolf Wölfli var sunginn og leikinn af Ole-Hermod Henrik- sen og var persónusköpun hans sannfærandi og aldrei ofgerð. Norgárd velur að láta Wölfli oftlega fylgjast með, gerir hann að áhorf- anda eigin hugmynda. Stundum dregst hann inn í atburðarásina og þarf þá oft að bægja frá sér þessum hugsýnum, er þær gerast of að- gangsharðar. Ein sjálfsmynd Wölflis er Doufi og Orfeus, sem var mjög vel sung- inn af Nils Harald Sodal. Helena Jarlsrud fór með fjögur hlutverk, æskuástina Bjönku, hina dramb- sömu Lidíu, gyðjuna Serenu og Maríu mey, sem í raun eru allar ein og sama manneskjan og var bæði söngur hennar og leikur glæsi- lega útfærður. Anne Felberg fór einnig með fjögur samsett hlutverk, sem eru tvær móðurmyndir, Matt- hildur og Katrín Spánardrottning og gerði það með ágætum. Heilagur Adolf var tvískiptur og söng Bjom Morch-Olsen Adolf I og hlutverk læknis en Arve Ramsey Adolf II og Alfons Spánarkonung. Þessi hlutverk eru á köflum gamansöm og voru útfærð af kunnáttu og list- fengi. Sex riðlar, sem riðluðust um sviðið sköpuðu sérkennilega óró í sýninguna. Sviðsmyndin, samskipan hljóm- sveitar og leiksviðs, var skemmti- lega útfærð af Chinelle Markovitc og sömuleiðis búningar, sem unnir voru af Kiss Markovitc. Danshöf- undur var Alejandro Meza og undir leikstjórn Per Einar Fossen, var sýningin svo vel samstæð að hvergi hattaði fyrir í samvinnu Iistamann- anna. Stjómandi tónlistar var Tore Dingstad en glæsilegur leikur hljómsveitarinnar féll einkar vel að leikmyndinni. Sérstaklega ber að geta trommueinleiksins í forleikn- um, sem líklega var framin af Kjell Samkopf, þó þess sé ekki getið í efnisskrá. Það er með ólíkindum hversu vel Per Norgárd notar slagverkshljóð- færin og samstillir blæbrigði hljóð- færanna við sönginn og leikinn og nær auk þess að fella inn í þessa hljóðmynd einfalt tónferli á sellóið. Niðurlag óperannar er sérlega áhrifamikið og minnir á óperana Matthías málara eftir Hindemith, sem endar á einföldu sönglagi og lýkur verkinu með friðsamlegri sátt, þar sem Wölfli faðmar og kveður draummyndir sínar. Jón Ásgeirsson. Burtfararprófstónleik- ar i Norræna húsinu ELÍN Huld Ámadóttir sópransöngkona heldur tónleika í Norræna húsinu í Reykjavík sunnudaginn 12. mars nk. kl. 20.00 og era tónleikarnir síðasti hluti burtfararprófs henn- ar frá Söngskólanum í Reykjavík. Á efnisskránni era aríur og sönglög eftir Haydn, Mozart, Fauré, Richard Strauss, Roger Quilter og Jón Ásgeirsson. Meðleikari Eh'nar Huldar á tónleik- unum er Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari, en hann er jafnframt kennari hennar við Söngskólann. Elín Huld er uppalin í Reykjavík. Hún hóf nám við Söngskólann í Reykjavík haustið 1986 hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, síðar naut hún leið- sagnar Kristins Sigmundssonar og Snæbjargar Snæbjarnar, og undan- farin þrjú ár hefur Dóra Reyndal verið hennar aðalkennari, en jafnframt námi sínu við Söhgskólann hefur hún sótt söngnámskeið hjá E. Ratti, Valerie Davis og Dr. Oren Brown. Hún stundar nú nám við söngkennara- deild Söngskólans í Reykjavík og Kennarahá- skóla íslands með tónlist sem sérgrein og stefnir að útskrift vorið 1996. Elín Huld hefur sungið með Kór íslensku óperunnar og Þjóðleikhúskómum og er félagi í Kór Bústaðakirkju, þar sem hún hefur einnig komið fram sem ein- söngvari, nú síðast í Dominikusar- messu Mozarts. Hún söng hlutverk Dolcinu í uppfærslu Óperasmiðj- unnar á Sour Ángelica eftir Puccini 1990, og hefur tvfvegis verið þátt- takandi í Nemendaóperu Söngskól- ans. Elín Huld Ámadóttir Hádegiserindi um Guóríói Simonardóttur STEINUNN Jóhannesdóttir rithöf- undur flytur erindi í Hallgríms- kirkju kl. 12.30 á morgun, sunnu- dag, 12. mars, sem nún nefnir: Hver var Guðríður Símonardóttir? Erindið er flutt á vegum Listvinafé- lags Hallgrimskirkju og gefst sam- komugestum kostur á léttum há- degisverði. I kynningu segir: „Guðríður Sím- onardóttir var sjómannskona í Vest- mannaeyjum, ambátt í Afríku og eiginkona sálmaskáldsins. Hún lifði skelfilegasta atburð aldar sinnar, sautjándu aldarinnar, á íslandi, lenti í löngu og ófyrirséðu ferðalagi og snéri heim aftur í fátækt og barnamissi á Suðurnesjum. Síðar varð hún virt prestsmaddama á Hvalfjarðarströnd. Hún var búin einhverjum þeim eiginleikum sem fleyttu henni yfir bárur og boða og færðu henni ótrúlegt langlífi á öld fátæktar og sjúkdóma." Lífsferill Guðríðar hefur orðið mörgum umhugsunarefni og vekur spumingar af ýmsum toga sem verða viðfangsefni Steinunnar Jó- hannesdóttur á sunnudagshádegi í Hallgrímskirkju að lokinni messu. MENNINGARVIKA BISN 1995 DAGANA 11.-18. mars verður haldin fimmta menningarvika Bandalags íslenskra sérskólanema (BÍSN). Tilgangurinn með að halda slíka viku er að efla samkennd meðal nemenda í sérskólunum, draga fram menningu hvers skóla og kynna fyrir almenningi hvað er að gerast í skólunum. Þeir skólar sem eru innan vé- banda BÍSN era: Fóstúrskóli Is- lands, Garðyrkjuskóli ríkisins, Iþróttakennaraskóli íslands, Kenn- araháskóli íslands, Leiklistarskóli íslands, Myndlista- og handíðaskóli íslands, Samvinnuháskólinn á Bif- röst, Stýrimannaskólinn í Reykja- vík, Söngskólinn í Reykjavík, Tón- listarskólinn í Reykjavík, Tækni- skóli íslands, Tölvuháskólj Verslun- arskóla íslands, Vélskóli íslands og Þroskaþjálfaskóli íslands. Dagskrá vikunnar er eftirfarandi: Laugardagxir 11. mars kl. 14.00: Opnunarhátíð Menningarviku BÍSN í Tækniskóla íslands. Sýning á verkum nemenda í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Afrakstur ljósmyndamaraþons sérskólanema sýndur og verðlaun afhent. Nem- endur úr Söngskólanum í Reykjavík og samkór Kennaraháskóla íslands og Fósturskóla íslands sjá um tón- listarflutning. Ljóðaupplestur úr nýútkomnu Ljóða- og smásagna- kveri BÍSN. Nemendur úr íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni sýna léttar leikfímiæfingar. Léttar veitingar verða á boðstólum. Sunnudagur 12. mars: Kynn- ingardagur sérskólanna og Háskóla íslands. Skólarnir kynna starfsemi sína, ýmist einir sér eða fleiri sam- an á einum stað. KI. 13.00: Skrúfudagur Vélskóla íslands. Nemendur kynna tæki og búnað skólans. Einnig verður kynn- ing á tækjum og starfsemi sem tengist námi og starfi vélstjóra. Mánudagur 13. mars kl. 11.15: Ljóðasýning í Þroskaþjálfaskóla ís- Iands. Sýnd verða ljóð eftir nemend- ur og kennara skólans ásamt ljóðum eftir fatlaða. Einnig er sýning á myndverkum nemenda úr áfangan- um Skapandi starf. Sýningin stend- ur yfír til loka menningarviku. Kl. 20.00: Málþing í Kennarahá- skóla Islands, um gæðastjórnun í skólum. Þriðjudagur 14. mars kl. 21.00: Kaffíhúsakvöld á Jazzbarnum í Lækjargötu. Hljómsveit úr Tónlist- arskólanum í Reykjavík, „Hljóðfær- ingar frú Kapulettu", leikur og ljóðaupplestur og fleiri atriði verða á milli laga. Karl Sigurðsson syngur gömul lög. Miðvikudagur 15. mars kl. 17.00: Kvikmyndasýning í Regn- boganum. BÍSN-félagar fá frítt á sýningarnar gegn framvísun ISIC- skírteina. I A-sal verður sýnd mynd- in Henry, portrait of a serial killer. í öðrum sal verður sýnd myndin Bagdad café. Fimmtudagur 16. mars kl. 20.00: Skemmtikvöld Tækniskóla íslands. Nemendur skólans sjá um gleðina. BÍSN-félagar eru hvattir til að mæta. Föstudagur 17. mars: Dansleik- ur í Þjóðleikhúskjallaranum. Frítt inn fyrir BÍSN-félaga gegn fram- vísun ISIC-skírteina. Radíus-bræð- ur skemmta kl. 23.00. Húsið opnar kl. 22.00. Laugardagur 18. mars kl. 12.00 frá Höfða: Vettvangsferð til Vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ferðin endar í Bláa lóninu. Sæta- framboð er takmarkað og því er betra að tilkynna þátttöku á skrif- stofu BISN á föstudag 17. mars. Rútuferðin er ókeypis og afsláttur í Bláa lónið. Sinfóníuhljómsveit óhuga- manna í Fella- og Hólakirkju Frumflutn- ingur ú nýju islensku tónverki SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhuga- manna heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 12. mars kl. 17.30. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jónasson og einleikari á selló er Gunnar Kvaran. Á efnisskránni eru konsert í- e moll fyrir selló og strengjasveit eftir Vivaldi, Melodia e conseguenza fyrir selló og strengja- sveit eftir Jónas Tómasson og átt- unda sinfónía Dvoráks. Verk Jónasar Tómassonar verður frumflutt á þess- um tónleikum. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð 1990 og heldur nú tónleika í ellefta sinn. Hún er skipuð fólki sem stundar hljóð- færaleik í frístundum, auk nokkurra tónlistarkennara og nemenda. Ingvar Jónasson hefur verið aðalstjórnandi hennar frá upphafí. Aðgangseyrir að tónleikunum er 800 krónur, frítt -—^ fyrir böcn og eidri borgara. Tónlistarskóli Hafnarfjaróar Strengjakvart- ett á tónleikum i nýja saf naó- arheimilinu TÓNLEIKAR á vegum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða í dag, laugardag, kl. 17 í nýju safnaðarheimili Hafnar- fjarðarkirkju, „Ljósbroti". Þetta eru tónleikar í tónleikaröð skólans þar sem kennarar við skólann og stundum gestaspilarar koma fram. Þetta eru styrktartónleikar fýrir efnilega nem- endur skólans, en Hafnarfjarðarbær hefur veitt sérstakan styrk vegna þessa framtaks. Á tónleikunum í dag kemur fram strengjakvartett skipað- ur þeim Ágústu Jónsdóttur, Kathryn Harrison, Olöfu Sesselju Óskarsdótt- ur og Martin Frewer. Á efnisskránni er strengjakvartett eftir Juan Cri- sotmomo de Arriaga, Tango eftir Albeniz, La Paloma eftir S. Yradier og Jealousy eftir J. Gade. Aðgangur er ókeypis. Bókmenntakynn- ing i Deiglunni GILFÉLAGIÐ ásamt Máli og menn- ingu stendur fyrir bókmenntakynn- ingu í dag, laugardag, í Deiglunni á Akureyri. Handhafi Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs, Einar Már Guðmundsson, les úr verkum sínum bæði gömlum og nýjum. Kristján Kristjánsson flytur inngangsorð, Kristján Pétur Sigurðsson, Haraldur Davíðsson og Þórarinn Hjartarson syngja og spila. Dagskráin hefst kl. 16 og er aðgangur ókeypis. Leiklistarfélag Fjölbrauta- skólans í Breiðholti Ys og þys ef lir Shakespeare LEIKLISTARFÉLAG Fjölbrauta- skólans í Breiðholti frumsýndi í gær leikritið Ys og þys út af engu eftir Shakespeare í leikstjóm Bryndísar Loftsdóttur. Sýnt er í hátíðarsal skól- ans og verða næstu sýningar sunnu- daginn 12. mars kl. 20, 13. mars kl. 20, 14. mars kl. 20, 15. mars kl. 20, 16. mars kl. 23 og 17. mars kl. 20 og 23. Miðar eru seldir í anddyri. Sýning á past- elmyndum SÝNING á pastelkrítarmyndum, unnum í bæn og hugleiðslu, hefst í dag, laugardag, í salarkynnum Pýr- amídans, Dugguvogi 2, 2. hæð. I kynningu segir: „Ásthildur Sig- urgeirsdóttir myndlistarkona, sem helgar sig eingöngu vinnu við mynd- verk í bænarhug og hugleiðslu, vinn- ur öll verkin. Þetta er sölusýning og eru verkin 22.“ Sýningin er opin alla virka daga á milli kl. 14 og 18 og yfir opnunarhelgina 11. og 12. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.