Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 E 11 ÓPERUI—IÁTÍÐIM í SAVONLINNA JORMA Hynninen og Cynlhia Makris sem Macbeth og Lady Macbelh i sýningu óperuhátidarinnar á Macbeth eftir Verdi. Aulis Sallinen ÚR SÝNINGU á Hollendingnum fljúgandi. Hin árlega óperuhá- tíó í Savonlinna í Finn- landi veróur haldin í júlí. Súsanna Svav arsdóttir kynnti sér efnisskrá hátíðarinnar þar sem fluttar veróa fimm óperur, haldin einsöngvarakeppni, og tónleikahald er mjög fjölbreytt í ár. OPERUHÁTÍÐIN í Savonlinna í Finnlandi stendur í sumar frá 8. júlí til 5. ágúst. Hátíðin þyk- ir með mikilvægustu óperuhátíðum heimsins í dag og benda sérfræð- ingar á hana sem raunhæfan val- kost á móti Salzburg-Bayeruth hátíðunum. í sumar verður hátíðin fjölbreytt eins og endranær. Auk uppfærslu á hefðbundnum óperum, verður frumflutt nýjasta ópera finnska tónskáldsins Aulis Sallinen The Palace eða Höllin. Gestir hátíðar- innar koma frá Marinsky leikhús- inu í Pétursborg og sýna Lady Macbeth of Mtsensk eftir Shos- takovich og Tosca eftir Puccini. Tvær aðrar óperur verða sýndar á hátíðinni; Macbeth eftir Verdi og Hollendingurinn fljúgandi eftir Wagner. Auk þess verður fjöldi tónleika á hátíðinni og ber þar hæst flutningur á Jóhannesarpass- íu Bachs, undir stjórn Peter Schrei- ers. Sem fyrr er óperusöngvarinn Jorma Hynninen listrænn stjórn- andi hátíðarinnar og framkvæmda- stjóri Paavo Suokko. Höll Sallinens Höil Sallinens er samin við texta þýsku höfundanna Hans Magnus Enzensberger og Irene Dische. Efniviður óperunnar kemur úr tveimur ólíkum áttum, sem þó tengjast á sérstæðan hátt. Nöfn söguhetjanna Constance og Valm- onte, Petruccio og Ossip virðast skyld Konstanze og Belmonte, Pedrillo og Osmin í Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart og hér og þar í óperu Sallinens má greina sömu einkenni og þær per- sónur hafa. Hin uppsprettan kemur frá skáldsögu pólska rithöfundar- ins Ryszard Kapuscinski og fjallar um fall síðasta keisara Eþíópíu, Haile Selassie. Hirðlíf með sínum hallærislegu seremóníum og sérkennilegu regl- um um tignarröð er tilvalið efni í satíru, en þannig lýsir Sallinen Höllinni. Hann segir tónlistina létt- ari og líflegri en í fyrri óperum sínum. En á bak við allt Spaugið gerast vofeiflegir atburðir. Höllin fjallar um vald og áhrif þess. Þeir sem lifa næst því hafa köfnunartilfinningu og verða að komast í burtu. En þegar þeir halda að þeir séu frjálsir komast þeir að því að þótt valdið færist á annarra hendur, hefur ekkert breyst. Til að búa undir verndar- væng valdsins verður fólk að temja sér „gróteska" undirgefni, eða þrælslund og að því er óspart gert grín í Höllinni. Óperan hefst á forleik, þar sem skósveinar keisararns, Petruccio og Ossip, velta því fyrir sér hvers vegna hann hefur ekki birst í þtjá daga. Lofsöngur hirðmanna hefur ekki einu sinni fengið hann til að láta sjá sig. Vangaveltur þeirra leiða síðan áhorfandann inn í 1. þátt þar sem dularfullur maður, Valmonte, hefur birst í kastalanum og komið sér í mjúkinn hjá sjálfri hátigninni. Seinna reynir hann að fá Constance drottningu til að flýja með sér út í hinn frjálsa heim utan hirðarinnar. Keisarinn kemst að áætlunum hans og til að fá nánari upplýsingar klæðist hann dular- gervi og blandar geði við hirð sína, en er handtekinn sem æsingamað- ur og hýddur. Á meðan hefur valdarán átt sér stað í höllinni og nýr harðstjóri tekið yfir. Hann er Valmonte. Verkið er satíra og satírur geta verið fyndnar, en undir niðri eru þungir straumar ... Frumsýningin verður 26. júlí og er óperan sungin á finnsku. Hljóm- sveitarstjóri er Okku Kamu og leik- stjóri Kalle Holmberg. Hollendingurinn fljúgandi Fyrsta sýning á Hollendingnum fljúgandi verður 15. júlí. Hljóm- sveitarstjóri er Gintaras Rinkevic- ius og leikstjóri Ilkka Báckman og er óperan sungin á finnsku. Hollendingurinn er undir álög- um. Honum hefur verið gert að sigla um heimsins höf um alla ei- lífð, nema honum verði bjargað af ást trygglyndrar konu. Einu sinni á ári fær hann að fara í land til að leita að þannig konu. Hann langar til að deyja. Norski skipstjórinn Daland er að koma til heimahafnar sinnar eftir langa sjóferð. Hann hittir Hollendinginn, sér að hann hefur mikil auðævi meðferðis og býður honum dóttur sína, Sentu, sem eig- inkonu. Senta 'þekkir goðsögnina um Hollendinginn og þegar Daland kemur með hann í heimsókn, þekk- ir Senta manninn sem örlögin hafa ætlað henni að bjarga og hún sver honum ævarandi ást sína. En Senta er þegar lofuð veiðimannin- um Erik, sem þrábiður hana að skipta um skoðun. Hollendingurinn heyrir örvæntingarfullt tiltal Eriks og er sannfærður um að Senta hafi svikið sig. Hann gefur skip- veijum sínum skipun um að sigla á brott. Senta, trú skyldum sínum, stekkur fram af hamri og deyr og bjargar þarmeð Hollendingnum frá álögunum. Macbeth Fyrsta sýning á Macbeth verður 19. júlí. Hljómsveitarstjóri er Leif Segerstam og leikstjóri Ralf Lángbacka. Á leið heim úr bardaga hitta Macbeth og Banquo nornir sem spá þvi að Macbeth verði konungur og að afkomendur Banquos verði kon- ungar. Macbeth sendir konu sinni skilaboð og segir henni frá spá- dóminum. Hún fréttir að konung- urinn, Duncan, ætli að heimsækja kastala þeirra. Á meðan konungurinn sefur, drepa þau hjónin hann. Macbeth lýsir sig konung Skotlands. Hann byijar að óttast spádóm nornanna um að afkomendur Banquos verði konungar og lætur drepa hann, en sonur Banquos kemst undan. Á mikilli hátíð sem haldin er í kastal- anum birtist vofa Banquos og ásækir Macbeth. Macbeth vill fá að vita nánar um örlög sín og leitar ráða hjá nornunum. Þær vara hann við Macduff, en segja Macbeth að eng- inn maður fæddur af konu geti drepið hann. En spurningum hans um hver taki við krúnunni að hon- um gengnum, geta þær ekki svar- að. Enskur her, undir stjórn Malc- olms, sonar hins myrta konungs, Duncans, binst samtökum við skoska útlaga sem hafa Macduff að leiðtoga. Þeir stefna að kastala Macbeths, sem snýst til varnar, áhyggjulaus vegna spádóms norn- anna. Macduff skorar á Macbeth í einvígi, þar sem Macbeth fellur og Macduff afhendir Malcolm krúnuna og hann er lýstur konung- ur. Marinsky leikhúsió meó tvær óperur Marinski leikhúsið (áður Kirov) frá Pétursborg sýnir Toscu og Lady Macbeth of Mtsensk á hátíð- inni. Fyrsta sýning á Toscu verður 8. júlí og á Lady Macbeth 10. júlí. I Lady Macbeth of Mtsensk er Katerina Ismailova, sem er leið á lífi sínu sem eiginkona hins auðuga kaupmanns Zinovy Ismailov. Henni er bjargað út úr leiðindunum af Sergei, nýjum aðstoðarmanni eiginmannsins, og hefja þau eld- heitt ástarsamband á meðan Zinovy er í burtu. Tengdafaðir hennar, Boris, kemst að sambandinu og lætur hýða Sergei, nærri til dauða, að Katerinu aðsjáandi. Katerina þolir ekki niðurlæginguna og drepur Boris með því að setja rottueitur í matinn hans. Þegar Zinovy kemst að sambandi Katerinu og Sergeis, drepa þau hann og fela líkið í kjallaranum. Þau gifta sig og í brúðkaupinu finnur drukkinn bóndi lík Zinovys og flýtir sér af stað til að láta lög- regluna vita. Katerina og Sergei eru send fótgangandi til Síberíu með hópi af afbrotamönnum. Ser- gei yfirgefur Katerinu og finnur sér huggun hjá hinni fögru Sny- etka. Katerina hrindir henni út í á og fleygir sjálfri sér út í á eftir. Afbrotamennirnir halda göngu sinni til Síberíu áfram. Tónleikar Hátíðin hefst á sýningu Marin- sky leikhússins á Toscu, 8. júlí. Þann 9. júlí verða síðan ljóðatón- leikar, þar sem Barbara Hendricks sópransöngkona syngur við undir- * leik Ralfs Gothónís. Aðrir ljóðatónleikar verða 16. júlí, þegar Jorma Silvasti tenór og Ilkka Paananen píanóleikari flytja Die Schöne Múllerin eftir Schubert. 17. júlí verða píanótónleikar. Risto Lauriala leikur verk eftir Bach, Beethoven, Schubert og Liszt. Trúarleg tónlist verður flutt á tónleikum í dómkirkjunni í Savonl- inna 20. júlí oæg 23. júlí verður Jóhannesarpassían flutt. Flytjend- ur eru Avanti! kammerhljómsveit- in, Peter Schreier kórinn og ein- söngvarar eru Peter Schreier, Sile Isokoski, Monica Groop, Jorma Silvasti, Walton Grönroos og Tom Krause. 25. júlí verða tónleikar þar sem flutt verður tónlist eftir ýmis finnsk tónskáld við ljóð eftir skáld- ið Eino Leino. Flytjendur eru Jorma Hynninen tenór og Vesa- Matti Loiri sópran, Ukka Paananen píanó og Peter Lerche gítar. 1 lok hátíðarinnar fer fram Mustakallio söngvarakeppnin og hefst hún á tónleikum þar sem fyrrum vinningshafar keppninnar koma fram. Að þessu sinni eru það sópransöngkonan Pia Freund og bassinn Sami Luttinen. Lokadagur keppninnar í ár er hins vegar 30. júlí og verða verðlaunin þá afhent. Hátíðinni lýkur 5. ágúst með sýningu á hinni nýju óperu Höllin eftir Aulis Sallinen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.