Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
BÓK UM
ÍSLENSK
BÖRN OG
LUNDA
Flórída. Morgunblaðið.
ÚT er komin í Bandaríkjunum bók
einkum ætluð börnum enda fjallar
hún um börn og lunda á Heimaey.
„Nætur lundapysjanna" er heiti
hennar. Höfundur er Bruce
McMillan en útgefandi Houghton
Miffin Company í Boston. Fyrsta
upplag bókarinnar er 40 þúsund
eintök og þegar hafa yfir 5000
bókasöfn og þúsundir skóla pantað
eintök.
í kynningu segir: „Spennuþráð-
ur sögunnar er barátta barnanna
við að bjarga lundapysjum, sem
ekki ná til sjávar í fyrstu flugtil-
raun sinni úr Stórhöfða. En bókin
er einnig góð lýsing á háttalagi
lundans.
Ævintýrið um börnin og lund-
ann er stutt í orðum en sterkast
tala 43 gullfallegar litmyndir, og
má með sanni segja að þar flytji
hver mynd boðskap sem vart yrði
sagður með þúsund orðum.“
Höfundur bókarinnar er búsett-
ur í Maine í Bandaríkjunum og
þaðan fór hann til íslands til að
afla myndefnis í 32. barnabók
sína, en þær þykja allar frábærar
bæði sem vísinda- og náttúrurit.
McMillan er líffræðingur frá Uni-
versity of Maine. Bækur hans hafa
hlotið ótal verðlaun.
Höfundur tileinkar bókina vini
sínum, Kristjáni Egilssyni for-
stjóra sædýrasafnsins í Vest-
mannaeyjum og telur hann í hópi
fólks sem hafí gert honum kleift
að semja þessa bók.
TVÆR SYN-
INGAR EFT-
IRHJÁ
SÖGU-
SVUNTUNNI
FYRIR skömmu frumsýndi
brúðuleikhúsið Sögusvuntan
nýtt leikrit fyrir börn: í húfu
Guðs eftir Hallveigu Thorlac-
ius. Leikstjóri sýningarinnar
er Asa Hlín Svavarsdóttir.
Hallveig Thorlacius gerði leik-
mynd og brúður og leikur öll
hlutverkin. Sigurður Guð-
mundsson annast lýsingu. Nú
eru aðeins tvær sýningar eftir,
sunnudaginn 12. mars kl. 15
og sunnudaginn 19. mars kl.
Í5.
í kynningu segir: „Söguhetj-
urnar í þessu leikriti, sem
skrifað er fyrir börn á aldrin-
um 3 ára og uppúr, eru sóttar
í íslensku þjóðsögurnar. Þarna
eru tröll og álfar og hinn
skelfilegi Skuggabaldur sem
hefur svo grimmilegt augna-
ráð að enginn þolir að horfast
í augu við hann, ekki einu sinni
hann sjálfur. Áhorfendur fá
ekki að sitja aðgerðarlausir í
þessu leikhúsi, því þeir þurfa
að leggja sig alla fram ef
tröllastrákurinn hennar Skelli-
nefju á að komast klakklaust
í heiminn."
Sögusvuntan er ferðaleik-
hús og sýnir venjulega aðeins
í skólum og leikskólum, en í
tilefni af frumsýningunni
verða örfáar sýningar til að
gefa öllum sem þess óska kost
á að sjá sýninguna.
Sýningarnar eru að Frí-
kirkjuvegi 11 og er miðasalan
þar frá kl. 14. Sýningin tekur
eina klukkustund.
LAUGARDAGURll. MARZ 1995 E 9
KÓR LANGHOLTSKIRKJU SVIDSETUR
JÓHANNESARPASSÍUNA EFTIR BACH
KÓR Langholtskirkju undirbýr nú
flutning Jóhannesarpassíunnar eftir
J.S. Bach um bænadagana, þ.e.
13., 14. og 15. apríl nk.
í kynningu segir: „Efni passíunn-
ar er píslarsaga frelsarans sam-
kvæmt frásögn Jóhannesar guð-
spjallamanns. Form verksins er
vissulega óratoríuform, en það form
kemst næst óperuforminu. I með-
förum meistara Bach á efninu er
frásögnin svo leikræn að verkið
gefur ekkert eftir mörgum óperum.
Persónur eins og Jesús, Pílatus og
Pétur, ásamt hópum sem saman-
standa af t.d. hermönnum, æðstu-
prestunum -og æstum lýðnum sem
hrópar „krossfesstu hann“, verða
ljóslifandi. Það hefur lengi verið
draumur okkar að sviðsetja þetta
verk og nú á að láta verða af því.
Búið er að fá David Greenall dansa-
höfund til að sjá um leikstjórn, en
lögð verður áhersla á að undirstrika
söguþráðinn fremur með hreyfing-
um og uppstillingum en beinum
leik.“
Hulda Kristín Magnúsdóttir mun
sjá um búninga og sviðsmynd og
Arni Baldvinsson um lýsingu. Svið-
setning krefst fleiri einsöngvara en
konsertuppfærsla, þar sem einn
söngvari getur ekki sungið mörg
hlutverk. Olöf Kolbrún Harðardóttir
syngur sópranaríur, Sverrir Guð-
jónsson altaríur, Kolbeinn Ketilsson
tenóraríur og Loftur Erlingsson
syngur bassaaríur. Michael Gold-
thorpe fer með hlutverk guðspjalla-
mannsins. Með hlutverk Jesú fer
Sigurður Skagfjörð Steingrímsson
og Eiríkur Hreinn Helgason syngur
Pílatus. Með smærri hlutverk fara
kórfélagar.
Verkið verður flutt á skírdag, 13.
apríl, föstudaginn langa, 14. apríl,
og laugardaginn 15. apríl, alla dag-
ana kl. 21.00.
Tímasetningin er ákveðin eftir
sólsetri, en sólsetur á skírdag er
kl. 20.54. Þannig verður rökkrið
hluti af lýsingunni, en sagan hefst
á skírdagskvöld eftir að Jesús hefur
neytt síðustu kvöldmáltíðarinnar
með lærisveinum sínum og þeir
halda út í grasgarðinn þar sem
hann er tekinn höndum og hún
endar þegar Jesús hefur verið lagð-
ur í gröfina,“ segir ennfremur í
kynningu.
NELL KYNNIST
SAMTÍMANUM
Nóttúrubarnió Nell (Jodie Foster) ásamt leerimeisturum sin-
um, Lovell (Liam Neeson) og Olson (Natasha Richardson).
KVIKMYNÐIR
Iláskólabíó
Nell k 'k'lh
Leikstjóri Michael Apted. Handrit
William Nicholson og Mai'k Handley,
byggt á leikritinu Idioglossia eftir
Mark Handley. Kvikmyndatökustjóri
Dante Spinotti. Tónlist Mark Isham.
Aðalieikendur Jodie Foster, Liam
Neeson, Natasha Richardson, Ric-
hard Libertini, Nick Searcy, Robin
Mullins. Bandarisk. 20th Century
Fox/Polygram Film Intemational
1994.
Nell (Jodie Foster) er ung kona
sem alist hefur upp hjá móður sinni
í fögru fásinni Blue Ridge Mounta-
ins í Norður-Karólínufylki. Móðir
hennar er málhölt og hefur haldið
dóttur sinni í algjörri einangrun.
Nell talar því sitt eigið hrognamál
og er nánast villt og ótamin er
læknirinn Lovell (Liam Neeson)
finnur hana af tilviljun eftir að
móðirin hefur fallið frá. Nú hefst
mikil togstreita meðal vísinda-
manna hvað eigi að gera við þetta
undur náttúrunnar á atómöld. Lo-
vell vill leyfa henni að vera í friði
og lærir mál hennar, sálfræðingur-
inn Paula Olsen (Natasha Richard-
son) vill aftur á móti loka hana
inni og verja fyrir umheiminum en
þau snúa síðan bökum saman þeg-
ar umheimurinn vill fá allt að vita
um stúlkuna og framtíð hennar er
í uppnámi.
Oneitanlega frumlegt og athygl-
isvert efni sem byggt er á leikriti
sem heillaði svo stórleikkonuna
Jodie Foster að hún framleiddi
myndina sjálf. Hún fer einnig með
brothætt aðalhlutverkið~ og er til-
nefnd í ár til Óskarsverðlaunanna
fyrir árangurinn. Nell er hlutverk
sem býður uppá tilnefningar en
tæpast verðlaun. Það er erfítt að
kortleggja slíkar persónur, þær eru
hreinn og klár spuni og Foster
farnast ekkert of vel til að byija
með (og minnir þá lengst af óþægi-
lega á Brad Dourif) en nær því
betri tökum á hinni smámsaman-
tamdari Nell og það er reisn og
hlýja yfir frábærum lokakaflanum
þar sem leikstjóranum góðkunna,
Michael Apted, og handrritshöf-
undunum tekst ásamt Foster að
ljúka þessu ótrúlega verki af metn-
aði og trúverðugheitum. Án ódýrra
niðurstaðna og þar liggur megin-
styrkur myndarinnar ásamt hlýjum
og mannlegum þáttum einsog sam-
bandi Lovells og Nell, og dulúðin
í kringum tvíburasambandið gefur
Nell annað og meira gildi.
Hinsvegar fer heldur lítið fyrir
þeim ferskleika sem ætti að ein-
kenna slíkt „náttúrubarn", hið
framandi og óskerta er talsvert
hollívúddlegt, vel kembt og þvegið
með sitt kolgeitbros á hreinu. Sam-
dráttur þeirra vísindamannanna,
Lovells og Olson, er heldur aldrei
trúverðugur (þó svo að þau séu
gift í raunveruleikanum, Neeson
og Richardson!). Nell er engu að
síður óvenjulegt blóm í kvikmynda-
flórunni sem á sína góðu kafla,
einkum hvað snertir leikstjórnina
og kvikmyndatakan og tónlistin
eru i hæsta gæðaflokki. Þetta er
metnaðarfull mynd en fullnægir
því miður ekki í heild þeim kröfum
sem maður gerir til hennar.
Sæbjörn Valdimarsson
MENNING/LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Myndir Jóhannesar Kjarvals ór eigu safiis-1
ins. Kristín Jónsd. sýnir vefnað og teikning-1
John Lennons eru sýndar til 28. aprD.
Ásmundarsafn
Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss. I
og Jóhannesar S. Kjarval til 14. maí.
Safn Ásgríms Jónssonar
Vatnslitam. Ásgríms til marsloka.
Gerðuberg
Jessie Kleemann sýnir til 19. mars.
Listasafn Siguijóns
Norræn höggmyndasýn.: Frá primitiv-
isma til póstmódernisma til 20. mars.
Norræna húsið
Verk Antti Nurmesniemi til 2. apríl.
Gallerí Borg
Vignir Jóhannsson sýnir til 26. mars.
Galleri Umbra
Margrét Birgisdóttir sýnir til 29. mars.
Hafnarborg
Norræn höggmyndasýn.: Frá prímitív-
isma til póstmódernisma til 20. mars.
Listhús 39
Sveinn Björnsson sýnir til 13. mars.
Listhúsið Laugardal
Hlífar M. Snæbjömsson sýnir til 11. mars.|
Gallerí Sævars Karls
Margrét Adolfsd. sýnir til 15. mars.
Gallerí Sólon íslandus
Leo Santos sýnir textílverk til 15. mars.
II hæð, Laugavegi 37
Verk Josefs Albers.
Nýlistasafnið
Helgi Þorgils Friðjónsson til 26. mars. |
Við Hamarinn
Samsýn. 12 ungra myndlistarmanna.
Mokka
Bjami Sigurbjömss. sýnir til 19. mars.
Gerðarsafn
Sýn. „Wollemi furan“ til 19. mars.
Gallerí Birgis Andréssonar
Fél. úr Myndlista- og handíðask. ásamt|
Birgi Andréssyni til 26. mars.
Gallerí Stöðlakot
Heiðrún Þorgeirsd. sýnir til 26. mars.
Gallerí Greip
Þórdís Rögnvaldsd. sýnir til 19. mars.
Listasafn íslands
Verk Olle Bærtlings til 2. apríl.
Listasafnið Akureyri
Anders Boqvist, Ann Kr. Lislegaard, Peter|
Hagdahl og Maria Lindberg sýna.
Kirkjuhvoll Akranesi
Auður Vésteinsdóttir sýnir til 19. mars.
TONLIST
Laugardagur 11. mars.
Karlakórinn Lóuþrælar í Fella- og Hóla-
kirkju kl. 17. Stórsveit Reykjavíkur i|
Ráðhúsinu kl. 17. Lúðrasveitatónleikar |
Perlunni kl. 15. Tónieikar í Digranes-
kirkju; Rannveig Fríða Bragadóttir kl. I
17. Lúðrasveit Seltjarnamess í Seltjarn-
arneskirkju kl. 17.
Sunnudagur 12. mars
Klassík fyrir börn. Tónsmiðurinn Her-|
mes kl. 15. Tónl. Sinfóníuhlj. áhuga-
manna í Fella- og Hólakirkju kl. 17.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
West Side Story lau. 11. mars., fös., lau.
Taktu lagið, Lóa! lau. 11. mars., fim.,
fös., lau.
Fávitinn sun. 12. mars., fim., lau.
Snædrottningin sun. 12. mars kl. 14., sun. |
Gauragangur þri. 14. mars., mið.
Oleanna sun. 12. mars.
Lofthræddi Örninn hann Örvar frums.
sun. 12. mars kl. 15.
Borgarleikhúsið
Söngieikurinn Kabarett lau. 11. mars., lau.|
Leynimelur 13 fös. 17. mars.
Ófælna stúlkan þri. 14. mars.
Framtíðardraugar lau. 11. mars, sun.,
mið, fim., lau.
Dökku fiðrildin sun. 12. mars., fim.
islenska óperan
La Traviata lau. 11. mars, fös., lau.
Sólstafir; Kammersv. Reykjav. sun. 12. |
mare kl. 17.
Frú Emiiía
Kirsubeijagarðurinn sun. 12. mars., mán.
Kaffileikhúsið
Leggur og skel sun. 12. mars.
Alheimsferðir Erna, lau. 11. mars., fös. ]
Sápa tvö frums. fim. 16. mars.
Skilaboð til Dimmu sun. 12. mars
N emendaleikhúsið
Tangó, lau. 11. mars., sun.
Leikfélag Kópavogs
Á gægjum lau. 11. mars.
Leikfélag Mosfellssveitar
Mjallhvít og dvergarnir sjö lau. 11. |
mars. kl. 15, sun. kl. 15.
Snúður og Snælda
Reimleikar í Risinu sýn. alla þrid., fim. ]
og lau. kl. 16., sun. kl. 18.
Tjarnarbíó
Baal lau. 11. mars.
LISTAKLUBBUR
LeikhúskjaUarinn
„Ur ríki samviskunnar" Amnesty Int-
emational mán. 13. mars kl. 20.30.
KVIKMYNDIR
MIR
„900 dagar sem ekki gleymast*1 sun. kl. 16. |
Norræna húsið
Ronja ræningjadóttir sun. kl. 14.