Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samstarfsverkefni fjögurra fyrirtækja um hönnun, smíði og sölu Kvartett-innréttinga verðlaunað Mætum erlendri samkeppni Viðtal Birgir Þórarinsson, forstjórí Egils Ámason- ar, ákvað að leita eftir samstarfí við Tré- smiðjunna Borg á Sauðárkróki um smíði Kvartett-innréttinga eftir að hafa kannað framboð innréttinga í Þýskalandi KVARTETT-innréttingarnar eru einkum ætlar fólki í sérbýli sem gerir miklar kröfur um hönnun og gæði. A myndinni er Birgir Þórarinsson, forstjóri Egils Árnasonar hf. í innréttingadeildinni. AÐ er óhætt að segja að samstarf Egils Árnason- ar hf., Trésmiðjunnar Borgar hf. á Sauðár- króki, Formax hf. og arkitektanna Guðbjargar Magnúsdóttur og Sig- urðar Hallgrímssonar hafi borið góðan ávöxt. Þessi fyrirtæki eru aðstandendur Kvartett-innrétting- anna sem hlutu á dögunum hönnun- arverðlaun Samtaka iðnaðarins fyr- ir góða hönnun og vandaða fram- leiðslu. Hér er einkum um að ræða eldhús-, baðinnréttingar og skápa. Framleiðslan hefur einnig hlotið lof arkitekta og er stefnt að því að selja um 70 innréttingar á þessu ári eða tvöfalt fleiri en í fyrra. Hugmyndin að framleiðslu Kvartett innréttinganna kviknaði hjá Bjrgi Þórarinssyni, forstjóra Egils Ámasonar fyrir þremur árum. Áður hafði hann þó beint sjónum sínum út fyrir landssteinana og kannað möguleika á innflutningi innréttinga. „Ég fór bæði í heim- sóknir til fyrirtækja í Þýskalandi og sótti þangað sérstakar vörusýn- ingar. í framhaldi af því flutti ég inn nokkrar þýskar innréttingar til reynslu og gerði auk þess nokkrar markaðskannanir. Ég reyndi að átta mig á því hvar væri best að vera á markaðnum og hveijir væru mínir viðskiptavinir í gólfefnum. Niðurstaðan varð sú að þeir byggju flestir í sérbýli og því þyrfti að finna einhveija línu sem hentaði þeim. Verðið á innfluttum innréttingum reyndist hins vegar alltof hátt og þá vaknaði sú hugmynd að hefja framleiðslu á innréttingum hér inn- anlands." Meiri fyrirgreiðsla á landsbyggðinni Birgir aflaði tilboða frá arkitekt- um um hönnun og ákvað að því búnu að hefja samstarf við Guð- björgu Magnúsdóttur og Sigurð Hallgrímsson. Um þetta leyti birtist auglýsing í Morgunblaðinu frá átaksverkefni á Sauðárkróki þar sem óskað var eftir samstarfsaðil- um um eflingu atvinnulífs þar í bænum. „Ég hafði kynnt mér nokk- uð vel hvaða trésmiðjur stæðu vel að vígi á landsbyggðinni því árið á undan hafði ég átt í viðræðum við Brúnás á Egilsstöðum um að taka að mér sölu á þeirra innréttingum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafði ég komist að raun um það að fyrir- tækí í iðnaði á landsbyggðinni áttu kost á meiri fyrirgreiðslu en fyrir- tæki í Reykjavík. Ég setti mig í samband við Átak og óskaði eftir viðræðum um hugsanlegt samstarf við Trésmiðjuna Borg. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri trésmiðjunnar, var tilbúinn að líta á þessar hugmyndir sem síðan urðu að veruleika. í kjölfarið náðust samningar við Formax hf. í Reykja- vík um að annast framleiðslu á höldum. Ári eftir að hönnun innrétt- inganna hófst var innréttingadeild- in hér opnuð.“ Framleiðsla innréttinganna hef- ur aukið stöðugleika í framleiðslu Trésmiðjunnar Borgar hf. „Það tók langan tíma að koma þessu af stað og við fengum litla fyrirgreiðslu frá opinberum aðilum. Hins vegar hef- ur þetta orðið ákveðinn kjarni í Markaðskönnun leiðir í ljós mjög góða markaðsstöðu IKEA hér á landi miðað við önnur lönd Markaðsstaða ikea á íslandi er afar sterk í samanburði við stöðu fyrirtækisins í mörgum öðrum löndum, samkvæmt niður- stöðum nýlegrar markaðskönnunar sem unnin hefur verið fyrir höfuð- stöðvar IKEA í Svíþjóð. Könnunin náði til allra landa þar sem IKEA hefur haslað sér völl. Hér á landi var hún framkvæmd af Gallup á íslandi. Könnunin var tvískipt og náði annarsvegar til 300 manna úrtaks sem valið var af handahófi úr þjóðskrá og hins vegar 300 manna úrtaks meðal viðskiptavina. Finnur Thorlacius, markaðsstjóri IKEA, segir að móðurfyrirtæki IKEA sé með þessu að kanna hvort dótturfyrirtækin og umboðsaðilar standi undir kröfum þess. Fyrir eig- endur IKEA á íslandi veiti niður- stöðumar miklar upplýsingar um stöðu fýrirtækisins og varpi Ijósi á hvernig hægt sé að bæta þjónustu við viðskiptavini. Könnunin leiðir í ljós að IKEA og hugmyndafræði fyrirtækisins eru íslendingum vel kunn og fyrir- tækið nýtur meiri hylli hér á landi en víðast hvar annarstaðar. Þá virð- ist fyrirtækið standa mjög vel að vígi gagnvart helstu keppinautum sínum hér á landi hvað ímynd snert- ir. Það gildir þó ekki um alla vöru- flokka. 81% íslendinga með jákvætt viðhorf Samkvæmt könnuninni hafa um 81% íslendinga jákvætt viðhorf gagnvart IKEA og er hlutfallið hvergi hærra nema í Svíþjóð af þeim 10 löndum sem borin hafa verið saman við ísland. íslendingar skara sömuleiðis fram úr saman- Sterk markaðsstaða IKEA hér á landi Jákvætt viöhorf Gæðaímynd Verð Á vörulistann heima Viðhorf almennings til IKEA í nokkrum löndum / ’ # J / / » /V m / ’ / / / 71% 81% 75% 85% 77% 76% 56% 58% 67% 62% 69% 67% 570 400 493 451 603 627 680 573 669 597 607 627 597 685 615 750 320 509 493 499 555 584 365 605 54% 68% 51% 88% 20% 37% 20% 31% 56% 43% 22% 56% . 65% 93% 67% 81% 51% 61% 48% 51% 64% 56% 54% 61% 75% 92% 74% 93% 72% 77% 57% 54% 75% 59% 65% 74% burðarlöndunum að Svíum undan- skildum hvað snertir viðhorfið til verðlags í versluninni. Þetta er mælt með sérstakri vísitölu og eru íslendingar með 685 stig en Svíar eru hærri með 750 stig. Töldu um 68% þátttakenda í könnuninni að lágt verð skipti þá mestu í viðskipt- um sínum við IKEA. 100 þúsund manns á sex dögum Þessi niðurstaða er athyglisverð í ljósi þess að verðlag í IKEA hér er nokkru hærra en t.d. í eigin versl- unum fyrirtækisins á hinum Norð- urlöndunum. Finnur segir með flutningi verslunarinnar inn í Holta- garða hafi unnist ákveðinn áfanga- sigur í þessu efni því þá hafi tekist að semja um 6% lækkun á inn- kaupsverði frá IKEA. Þá sé álagn- ing hérlendis heldur lægri en hjá öðrum IKEA-fyrirtækjum. Engu að síður sé of mikið bil á milli verðlags hjá umboðsfyrirtækjum eins og IKEA á íslandi og verðlags í eigin verslunum IKEA. Þá var í könnuninni spurt hvort viðkomandi hefði heimsótt verslun IKEA undanfarna 12 mánuði og komu niðurstöður þar mjög á óvart. Reyndust 93% aðspurðra hafa kom- ið í verslunina á þessu tímabili. Finnur segir umsjónarmenn könn- unarinnar í Svíþjóð ekki hafa trúað þessari tölu og álitið í fyrstu að um einhver mistök hafi verið að ræða. í þessu sambandi verði hins vegar að hafa í huga að verslunin við Holtagarða opnaði skömmu áður en könnunin var gerð. Viðtökur hafi orðið framar öllum björtustu vonum því um 100 þúsund manns hafi lagt leið sína í verslunina á sex dögum. Hann segir að í fyrstu áætlunum hafi verið gert ráð fyrir um 30% veltuaukningu vegna flutn- ings verslunarinnar en miklu hærri tölur hafi litið dagsins ljós á fyrstu mánuðum þessa árs því veltan hafi verið um 50% meiri á þessu tíma- bili en á sama tíma í fyrra. Barnahúsgögn álitlegust Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk virðist helst reiðubúið að versla húsgögn í IKEA fyrir barna- og unglingaherbergi en fyrirtækið á aftur á móti undir högg að sækja í stofuhúsgögnum. Sömuleiðis er gæðaímynd IKEA ekki jafngóð og í samanburðarlöndunum. Þannig er gæðavísitalan fyrir ísland 400 með- an önnur ríki eru flest með vísitölu á bilinu 500-700. Finnur segist telja að þetta stafí af því að fyrirtækið hafi í auglýsingum sínum lagt höf- uðáherslu á lágt verð en síður góða hönnun eða gæði vörunnar. Það verkefni sé því framundan hjá fyrir- tækinu að bæta gæðaímyndina og koma því til skila að húsgögn og innréttingar hafi almennt hlotið gæðastimpil frá óháðri stofnun í Svíþjóð. En íslendingar virðast á hinn bóginn fastheldnir á bækling IKEA því hann er varðveittur á um 92% heimila sem er nánast sama hlut- fall og í Svíþjóð. Aðrar þjóðir eru þar langt að baki með 50-70% hlut- fall. Sömuleiðis virðast Islendingar sækja sér hugmyndir til IKEA því sérstök vísitala þar um er töluvert hærri en í samanburðarlöndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.