Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Risar á brauð- fótum Fréttaskýring Deutsche Telekom og France Télécom ráða yfír þriðja og fjórða stærsta símamarkaði í heimi en óvíst er að þau lifí af samkeppnina þegar hún verður gefín frjáls 1998 AUGLÝSING frá France Telecom sem á að sýna umfang fjarskiptanets fyrirtækisins í Evrópu. TLA mætti, að það væri engum vand- kvæðum bundið að einkavæða Deutsc- he Telekom og France Télécom. Um er að ræða tvö stærstu fjar- skiptafyrirtækin í ríkiseigu í heimi og þau ráða yfir þriðja og fjórða stærsta símamarkaðinum á eftir Bandaríkjunum og Japan. Árstekj- ur þeirra eru samtals rúmlega 60 milljarðar dollara. Franska sím- kerfið er eitt hið fullkomnasta í heimi og Telekom í Þýskalandi ^ rekur að auki umfangsmikið kapal- sjónvarp og farsímafyrirtæki. Ættu að vera gullnámur Þessi tvö fyrirtæki ættu að vera hreinasta gullnáma ef marka má reynsluna af einkavæðingu BT, British Telecommunications, 1984 og skiptingu bandaríska fjarskipt- arisans AT&T á sama ári. AT&T og landshlutafyrirtækin sjö, sem það rak áður, eru nú margfalt meira virði en gamla Bell-fyrirtæk- ið og hagnaður BT hefur aukist gífurlega. Það hefur aðeins tapað 10% markaðarins, meðal annars vegna þess, að það hefur lengst af aðeins átt sér einn keppinaut, Mercury. Ekki er víst, að gangurinn hjá hinu þýska Telekom, sem á að bjóða út á næsta ári, og Télécom í Frakklandi verði jafn rífandi, að mati breska tímaritsins The Ec- onomist. Fyrir það fyrsta munu þau verða að glíma við miklu meiri samkeppni en BT á sínum tíma. Samkeppnin á upplýsinga- og far- símamarkaðinum hefur nú þegar verið gefin frjáls og búist er við, að Evrópusambandið muni opna símamarkaðinn einnig 1998. Er því spáð, að Telekom og Télécom muni tapa 25% markaðshlutdeildar sinnar á fyrstu tíu árunum á eftir. Miklar skuldir í Þýskalandi bíða mörg fyrirtæki eftir því að taka þátt í samkeppn- inni, þar á meðal AT&T, BT og nokkur þýsk orkufyrirtæki. Tele- kom skuldar um 73 milljarða doll- ara og Télécom um þriðjunginn af því og aðeins vextir af þessum skuldum, stjórnunarkostnaður og gjöld til ríkisins gleypa fjórðung teknanna. Það er þó óvissan um skipan mála í framtíðinni, sem veldur væntanlegum fjárfestum mestum áhyggjum. Til dæmis hvaða verð Telekom og Télécom geta sett upp fyrir afnot keppinautanna af sím- kerfinu. Frá því verður líklega ekki gengið fyrr en 1997 og í sum- um mikilvægum atriðum ekki fyrr en síðar. Þá er einnig efast um, að sumar einkavæddar deildir Telekoms muni standast sam- keppnina á fijálsum markaði og enginn veit hvað fæst fyrir fyrir- tækið í heild. Er giskað á, að verð- mætið liggi einhvers staðar á bilinu 50 til 120 milljarðar þýskra marka. Einkavæðingarlög í byrjun næsta árs Wolfgang Bötsch, póst- og síma- málaráðherra Þýskalands, ætlar að skýra frá meginreglum einka- væðingarinnar síðar í þessum mán- uði en stefnt er að því, að lögin sjálf verði tilbúin snemma næsta árs. Margir óttast þó, að þar verði aðeins um að ræða rammalöggjöf, sem skriffinnarnir í ráðuneytinu muni síðan útfæra og venju sam- kvæmt muni það taka þá langan tíma. Ríkisstarfsmenn Annað áhyggjuefni væntanlegra fjárfesta er hvernig Telekom muni 4 1 < I i 4 i i i i i i i c i í stórfyrirtæki í sömu grein, Mood- y’s, skipar bréfum einnig í lægri flokk, Ba eða Ca, ef þau þykja einkum hæfa spákaupmönnum. í fróðlegri grein um þetta efni*) bendir Martin S. Fridson, fram- g kvæmdastjóri einnar af rannsókn- " ardeildum Merril Lynch verðbréfa- fyrirtækisins í New York, á að oft megi greina mótsögn í því hvernig spákaupmennska er skilgreind. Fridson tekur sem dæmi við- skipti með ríkisskuldabréf, sem hljóta jafnan að vera traustustu verðbréf sem völ er á. Segjum sem svo að tveir bræður fari út í banka á morgun og kaupi ríkisskuldabréf til tíu ára. Annar ætlar að halda ( bréfínu þar til það fellur í gjald- daga, hinn er viss um að vextir eigi eftir að lækka innan fárra mánaða og býst því við að geta selt bréfið með hagnaði seinna á árinu. Sama verðbréf getur aug- ljóslega gegnt ólíkum hlutverkum. Annað dæmi eru - tvær systur sem kaupa hvor sitt ríkisskulda- bréfið, önnur til að standa straum | af framhaldsnámi sonar síns á næstu öld, hin í von um að græða á vaxtalækkunum seinna á árinu. Þegar bréfin falla loks í gjalddaga gæti sú fyrrnefnda hafa tekið umtalsverða áhættu, þótt hún hafi haldið fast í bréfið. Þeir sem spá í þróun markaða hafa heldur ekki alltaf hug á að taka áhættu: Fjár- festir sem telur hættu á skamm- vinnri vaxtasveiflu gæti keypt rík- isskuldabréf til þess eins að tryggja ( jafnar vaxtagreiðslur meðan óvissa | ríkir á markaðnum. Þeir sem fjárfesta í einhverjum mæli á verðbréfa- og hlutabréfa- markaði leitast jafnan við að dreifa eignasafni og finna jafnvægi milli áhættu og ávöxtunar. Til þess að dreifa áhættu verður fjárfestir að leita að eignum sem sveiflast ekki hvor í takt við aðra, þannig að ef ( eitt verðbréf verðfellur séu líkur á að annað hækki í verði. Jafnvel stórir lífeyrissjóðir sem ( reknir eru af ítrustu íhaldssemi Gróðavon og sálfræði kaupmennska hiiisvegar ekki að- eins athöfn, heldur einnig andlagi - verðbréfum sem keypt eru með spákaupmennsku í huga, á ensku „speculative securities". Þau fyrirtæki sem meta áhættu og gæði verðbréfa draga skýra markalínu milli verðbréfa sem talin eru eiga heima í eignasafni spá- kaupmanna og verðbréfa sem upp- fylla skilyrði um lægri áhættu. Standard & Poor’s gefur verðbréf- um sem bera einkunnina BB, B, CCC, CC eða C heitið „specula- tive“, en stundum eru þau nefnd ,junk bonds“ eða ruslbréf. Annað Hagsjáin Hugtakið spákaupmennska skýtur sífellt upp kollinum í umræðu um fjármál og viðskipti. Engu að síður hafa hagfræðingar ekki sæst á eina skilgreiningu á þessu orði. I yfírliti Benedikts Stefánssonar kemur fram að þegar nánar er að gáð eru líklega flestir fjárfestar spákaupmenn. TUNGUMALIÐ mótar hugsunina og hugsunin tungumálið. Eitt af þeim orðum sem gjarnan ber á góma í umræðu um fjármál og viðskipti er „spákaupmennska". Hugtakið hefur gjarnan neikvæða merkingu, ekki síst eftir þá um- ræðu sem fram fór í lok níunda áratugarins um verðbréfamarkaði og ijárgræðgi. En því fer fjarri að finna megi eina skilgreiningu á iorðinu í kennslubókum eða upp- flettiritum. Þegar nánar er að gætt er hægur leikur að finfla ótal mismunandi skilgreiningar á orð- inu, jafnvel í beinni mótsögn hver við aðra. í þekktasta riti sem skrifað hef- ur verið um þjóðhagfræði, Al- mennu kenningunni um atvinnu, vexti og peningamál, segir John Maynard Keynes að spákaupmað- ur leitist við að vera betri en aðrir á markaði að spá í framtíðina. Þessi skilgreining skýtur víða upp kollinum í fræðigreinum og kennslubókum, þar sem leiðarstef- ið er að undir spákaupmennsku falli viðskipti með eignir til þess eins að hagnast á væntum verð- breytingum. Sumir fræðimenn spyrða áhættu við þessa hagnaðar- von. Samkvæmt því tekur spá- kaupmaður aukna áhættu í von um meiri hagnað en fengist með varkárri viðskiptum á markaði. Vandinn við að beita þessum skilgreiningum í heimi fjármála er að þau miðast einvörðungu við hegðun ijárfesta og hvata að við- skiptum. í fjármálaheimi lýsir spá-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.