Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 12
(H ‘IJ í>.v: UTVJÍ !’I flforgutiMitfrift VIÐSKIPTIAIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 Fólk fyrir: ARSHATIÐINA? Hjá RV færð þú öll áhöld til veislunnar s.s. diska, diskamottur, glös, glasamottur, hnífapör, servéttur, partívörur, dúka o.m.fl. Líttu við og skoðaðu úrvalið! Með allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 Að halda í vidskiptin ÞAÐ hefur löngum verið sagt að eitt af þjóðareinkennum íslendinga sé skortur á þjónustulund. Það er slæmt ef satt er því í verslun og viðskiptum er sífellt lögð meiri áhersla á þjónustuþáttinn. Bandaríkjamaðurinn Dr. Paul R. Timm, var staddur hér á landi í síðustu viku þar sem hann var m.a. með námsstefnu á vegum Stjórnunarfélags íslands. Það kynnti hann aðferðir til þess að bæta þjónustu og halda í við- skiptavini. Timm fjallaði meðal annars um niðurstöðu könnunar sem sýndi að aðeins tæplega þriðjungur við- skiptavina yfirgefa fyrirtæki sem þeir hafa skipt við vegna óánægju með viðkomandi vöru eða verð- lagningu. Rúmlega tveir þriðju við- skiptavina stinga af vegna þess að þeir eru óánægðir með þá þjón- ustu sem þeir hafa fengið hjá við- komandi fyrirtæki. Bylgjuáhrif Það eru gömul sannindi að óánægður viðskiptavinur segir öðrum frá, þeir segja enn öðrum og þannig koll af kolli. M.ö.o. svo- kölluð bylgjuáhrif fara af stað. En þó heilbrigð skynsemi segi manni að þannig virki þetta, er full þörf á að hnykkja á bylgjuáhrifunum við og við. Það gerði Dr. Timm. Hann sagði rannsóknir sýna að óánægð- ur viðskiptavinur segði að meðal- tali ellefu manns frá neikvæðri reynslu sinni. Sömu rannsóknir sýndu að þessir ellefu segðu að meðaltali fimm öðrum söguna. Hér eru komnir samtals 67 manns sem þekkja söguna af slæma fyrirtækinu og enn aðrar rannsóknir sýna að það sé óhætt að ganga út frá því að a.m.k. fjórð- ungur fylgi frumkvæði hins óánægða viðskiptavinar og hætti (Viðskiptum við viðkomandi fyrir- tæki. Það er því dýrt spaug að hrinda burt einum viðskiptavini með lélegri þjónustu. Fórna þeim sem fyrir eru Stjórnendur fyrirtækja brenna sig of oft á því að leggja alla aðal- áherslu á að afla nýrra viðskipta- vina á kostnað þeirra sem fyrir eru. Hver kannast til dæmis ekki við að hafa gerst viðskiptavinur hjá nýju fyrirtæki og alla tíð greitt fullt verð fyrir einhverja áskrift, svo dæmi sé tekið. Síðan gerir viðkom- andi fyrirtæki átak í því skyni að laða að nýja viðskiptavini og býður þeim ýmis hlunnindi í formi afslátt- ar eða annars. Það er gott og blessað, en fyrirtækið „gleymir" að bjóða fyrri viðskiptavinum að njóta sömu kjara eða einhverra annarra hlunninda eða uppbótar. [ umhverfi þar sem góð þjón- usta er sífellt meira metin og léleg þjónusta veldur því að viðskipta- vinirnir láta sig hverfa getur þetta verið dýrkeypt. Rannsóknir á þjón- ustu við viðskiptavini sýna að það kostar um sex sinnum meira að afla nýrra viðskiptavina en að halda þeim sem fyrir eru. í fyrra tilfellinu felst kostnaðurinn aðal- lega í auglýsingum og kynningum, en í því síðara í afsláttarkjörum, prufum og skilaþjónustu. Það er sem sagt langt frá því að vera skynsamlegt að hætta á að „fórna" eldri viðskiptavinum í kapphlaup- inu um nýja. HKF Ólafur Helgi Ólafur Helgi til Samtaka iðnaðarins ■ ÓLAFUR Helgi Árnason lögfræðingur var nýlega ráðinn til starfa hjá Samtökum iðnaðarins þar sem hann mun sinna al- mennri lög- fræðiþjónustu fyrir félags- menn. Ólafur Helgi er fæddur árið 1962. Hann lauk embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla ís- lands vorið 1988 og hefur síðan starfað hjá bæjarfógetanum í Kópavogi og Lífeyrissjóði Verk- fræðingafélags Islands. Jafn- framt hefur Olafur Helgi sinnt stundakennslu við verkfræðideild Háskóla íslands undanfarin tvö ár. Hann fékk leyfi til málflutnings í héraði árið 1993. Hallgrímur Thorsteins- son með Ask ■ HALLGRÍMUR Thorsteins- son hóf um síðustu áramót störf sem framkvæmdastjóri Asks, gagnvirka upplýsingakerfisins sem rekið er af Skýrr. Hallgrím- ur, sem er 39 ára gamall, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við TTjörnina árið 1976, BA prófí í fjölmiðlun frá Lewis og Stóllinn Vikivaki er afsprengi samvinnu aðila á Akureyri og Reykjavík Húsgagnaframleiðslu Clark College í Portland í Oreg- on og hlaut síðan MA gráðu frá New York háskóla árið 1991. Hallgrímur var blaðamaður á Vestfirska fréttablaðinu árið 1978, starf- aði á fréttastofu Ríkisútvarps- ins 1979-1983, Helgarpóstin- um 1983-1985, Hallgrimur yið framleiðslu sjónvarpsefnis á eigin vegum 1985-1986 og síðan fram á nýliðið ár hjá Bylgjunni sem fréttastjóri, dagskrárstjóri og stjómandi út- varpsþátta. Hann var markaðs- stjóri hjá Miðheimum hf. nokkra síðustu mánuði 1994. Eiginkona Hallgríms er Ragnheiður Ósk- arsdóttir, förðunarmeistari og eiga þau 4-börn. Árni Jón solusijon hja Háskólabíó Arni Jón Eggertsson hefur ný- lega tekið við starfí sölustjóra Myndbandadeildar Háskóla- —r—\ bíós. Hann lauk stúdentsprófí frá Verslunarskó- lanum 1990 og lauk BS-prófí í hagfræði frá Há- skóla íslands í febrúar 1995. Árni Jón hefur ... áður starfað hjá ArmJon Rolf Johansen & Co og Globus hf. Sambýliskona Árna er Hulda Ólafsdóttir nemi. Tilbúinn til framleiðslu á laggimar Vikivaki er nú tilbúinn til framleiðslu, en stóllinn var ný- lega á hönnunarsýningu í sam- bandi við Islenska hönnunar- daga. Að sögn Þórhalls vakti frumgerðin töluverða athygli á alþjóðlegri sýningu í Kaup- mannahöfn í ágúst á síðasta ári. Eftir það var ákveðið að mynda fyrirtækjanet um framleiðsluna og er þessa dagana verið að ganga formlega frá stofnun þess. í samstarfinu taka þátt, auk hönnuðarins, Sigurjóns Pálsson- komið J ÁRN GRIND ARSTJÓLLINN Vikivaki er afsprengi samstarfs fyrirtækja á Akureyri og Reykja- vík sem tóku höndum saman til að kanna grundvöll þess að koma húsgagnaframleiðslu á laggirn- ar. Eftir töluverða undirbúnings- vinnu er stóllinn nú tilbúinn til framleiðslu, en hönnuður er Sig- urjón Pálsson. „Það er um ár síðan að nokkr- ir aðilar ákváðu í sameiningu að skoða alvarlega hver grundvöll- urinn væri fyrir framleiðslu ís- lenskra húsgagna," segir Þór- hallur Bjarnason hjá ráðgjafar- fyrirtækinu Útrás á Akureyri, sem annast tæknilega ráðgjöf og verkefnisstjórn vegna fram- leiðslu Vikivaka. „Það var síðan ákveðið að láta reyna á það hvort við gætum komið framleiðslunni á laggirnar í samvinnu við Siguijón Pálsson húsgagnahönnuð," segir Þórhall- ur. „Hann hefur verið að hasla sér völl á þessu sviði sl. ár. M.a. í Þýskalandi þar sem nú eru í framleiðslu stóll og sófi eftir hann. Það styrkir okkur í trúnni að hönnun Sigurjóns er gjald- geng á erlendum mörkuðum." Morgunblaðið/Ámi Sæberg VIKTVAKI stóllinn í húsgagnaversluninni Epal sem sér um markaðssetninguna. Á myndinni er Eyjólfur Pálsson í Epal. ar, og Útrásar, húsgagnaverslun- stálgrindina og húsgagnasmiður- in Epal i Reykjavík, sem annast inn Nanna Þórhallsdóttir á markaðssetninguna, járnsmiðjan Kambsstöðum i Ljósavatns- Kreppa á Akureyri sem smíðar hreppi, sem smíðar tréverkið. Torgið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.