Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 B 27 Gott tímburhús viú Lágholtsveg TIL sölu er nú timburhúsið að Lágholtsvegi 3 í Reykjavík. Eigendur þess eru Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson leikari. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Karl að hús þetta hefði verið reist árið 1936 og stóð það þá að Lauga- vegi 89. Það var byggingameistari nokkur sem reisti þetta hús sem íbúð- arhús fyrir sjálfan sig.„Það vill svo til að mér er kunnugt um að lærling- ar þessa byggingameistara bjuggu hjá honum og fjölskyldu hans í þessu húsi, þannig að þar var oft býsna fjölmennt," sagði Karl. Húsið er að grunnfleti 68 fermetrar og skiptist í kjallara, hæð og ris. Sérinngangur er nú í kjallarann. Timburhúsið var flutt af bygging- arstað sínum árið 1981 en Karl keypti það tveimur árum seinna. „Frá þeim tíma hefur staðið yflr sífelld endumýj- un á húsinu. í því eru nýjar pípulagn- ir og nýjar raflagnir, nýjar klæðning- ar að innan og á því er nýtt jám að utan. Einnig hefur einangrun verið endurnýjuð og nýtt tvöfalt gler verið sett. Öll innri fög í gluggum em ný,“ sagði Karl ennfremur. Hann kvað öllu hafa verið haldið í upprunalegri mynd, en húsið segir hann reist í hin- um séríslenska timburhúsastíl og klætt með bárujámi. Þar sem húsið stóð áður hafði verið byggt fyrir það svo fara þurfti með það gegnum mjótt húsasund þegar það var flutt. Sá vandi var leystur með því að saga húsið í tvennt og skeyta því svo sáman aftur á Bráðræðisholtinu. Söluverð hússins er áætlað sextán og hálf miiljón krón- ur. Lóð við húsið er lítil en vel frá gengin, og við húsið eru tveir sólpall- ar úr timbri. TIMBURHUSIÐ stendur við Lágholtsveg 3. Það er ny'ög mikið endurnýjað. Þessi húseign er til sölu hjá fasteignasölunni Hóli og á hana eru settar 16,5 miHj. kr. Lelgulistliin tekur upp nýja leiguþjónustu LEIGULISTINN, sem hefur að- setur að Skipholti 50B, hefur komið á fót sérstakri leiguþjónustu fyrir leiguíbúðir. Að sögn Guðlaugs Arnar Þorsteinssonar hjá Leigulistin- um, verður þessi þjónusta mjög hrað- virk og markviss og á að gefa þeim, sem leita þangað forskot á aðra, sem eru að leita sér að leiguíbúð. — Leigusalar skrá eignir sínar hjá okkur í gegnum síma og við tök- un niður leiguverð, stærð og lýsingu auk nafns og símanúmers þeim að kostnaðarlausu, sagði Guðlaugur Örn. — Leigjendur geta svo keypt aðgang að þessari leiguþjónustu í einn mánuð og felst hann í því, að þeir fá í hendur lista yfir þær eign- ir, sem eru til leigu. Fyrir þetta greiða þeir 1.950 kr. fyrir einn mánuð. Þeir geta fengið þennan lista flokkaðan eftir hverfum og stærð svo að eitthvað sé nefnt. Síðan hafa þeir beint samband við leigusalana og leigjandinn og leigusalinn ganga síð- an frá samningum sínum sjálflr. Þeir geta einnig leitað til okkar, en þurfa þá að greiða fyrir þá þjónustu sérstaklega. Guðlaugur sagði, að einungis skammur tími væri liðinn, síðan þessi leiguþjónusta hófst og því lítil reynsla komin á þessa starfsemi enn, en við- brögðin hefðu verið góð. Hnsbréfalierfið HÚSBRÉFAKERFIÐ hefur ekki þótt koma nægilega á móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð. Hafa öðru hveiju verið uppi raddir um að sveigja mætti hús- bréfakerfið meira til að mæta óskum og greiðslugetu þeirra sem ætla að kaupa sína fyrstu íbúð. Þeir sem lengst vilja ganga vilja auka lánshlutfallið í allt að 85% og leggja niður félagslega íbúðarkerfið og niðurgreiða vexti til þeirra er kaupa sína fyrstu íbúð. Hámark húsbréfaláns Eins og flestir þekkja er hámark húsbréfaláns 65% af kaupverði eða brunabótaverði eignar eftir því hvort er lægra. Kaupandi þarf því að leggja fram sjálfur 35% af kaup- verði eignarinnar. Þetta er þrep sem mörgum reynist erfítt að stíga sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Önnur hindrun sem ungt fólk í dag verður að yfirstíga er að fá greiðslumat fyrir kaupverði við- komandi íbúðar sem það ætlar að festa kaup á. Sú hugmynd hefur verið uppi að slaka beri á kröfum í þessu efni þegar fólk kaupir sína fyrstu íbúð og leyfa húsbréfalán fyrir allt að 75-80% af kaupverði eða bruna- bótaverði íbúðar enda hafi viðkom- andi kaupandi greiðslugetu til að greiða af slíkum lánum. Reyndar er gert ráð fyrir því í reglugerð að lánahlutfallið geti verið 75%. Sumir telja að svo há lánamörk geti leitt til stórskaða fyrir íslenska ríkið þar sem ljóst er að eignir seljast yfírleitt undir markaðsverði fari eign á nauðungarsölu. Ríkið verði í slíkum tilvikum að borga mismun milli áhvílandi lána og nauðungarsöluverðs reynist það lægra þar sem húsbréfin eru ríkis- tryggð. Ríkið tekur nú þegar í formi afskrifta 0,35% af höfuðstól allra fasteignaveðbréfa til að mæta hugsanlegum töpum vegna fjár- mögnunar húsbréfakerfisins. Mætti hugsa sér að tekin væru hærri gjöld til að leggja inn á af- skriftarreikning til að mæta hugs- anlegum töpum ef lánahlutfallið yrði hækkað. En hvort er eðlilegt að kaupandi eða seljandi greiði slíkar afskriftir? Er ekki rétt að kaupandi greiði slíkar auknar afskriftir þar sem það er beinlínis hans vegna að til þeirra er stofnað ef hann stendur ekki í skilum með afborganir af láninu? Eða er eðlilegt að seljandi greiði slíkar auknar afskriftir þar sem þetta ætti að koma öllum selj- endum til góða vegna aukinnar eftirspurnar á fasteignamarkaði? Hagsmuni ríkisins mætti einnig tryggja með öðrum hætti t.d. með því að óska eftir bakveði fyrir öllum þeim lánum sem fara fram úr 65% sem stæði þangað til höfuðstóll lánsins er kominn niður fyrir 65% mörkin. Kaup eða leiga Ungt fólk sem vildi festa kaup á lítilli íbúð á verðbilinu 4-6 millj- ónir, og hefði sparað innan við milljón, fengi ekki greiðslumat þar sem eigið fé þeirra er svo lágt. Þeirra valkostur er að leigja fyrir ca 30.000. á mánuði eða festa sér íbúð í félagslega kerfinu. Eignar- hald á íbúð í félagslega kerfinu verður að standa í 30 ár og öll lán hennar uppgerð þar til hægt er að selja hana á frjálsum markaði. Við breytt húsbréfakerfí hefði þetta unga fólk ef til vill hagað sér öðru vísi. Ef lánað er 80% af kaup- verði þá hefði það getað fest kaup á íbúð sem kostar íjórar milljónir og greitt af húsbréfaláni sem væri þijár milljónir. Greiðslubyrðin af húsbréfaláninu væri innan við átján þúsund á mánuði sem er nokkuð lægra en þau hefðu að öllu jöfnu greitt í leigu á leigumarkaði í dag. Sumir vilja ganga svo langt að hækka lánshlutfallið í áföngum í allt að 85% og leggja niður félags- lega íbúðarkerfíð. Benda þeir á að ríkið sé að niðurgreiða vexti til þeirra er fá lán í félagslega kerf- inu. Vildu þeir fremur sjá slíka niðurgreiðslu fara til allra þeirra sem festa kaup á sinni fyrstu íbúð óháð félagslegri stöðu enda oft og tíðum mjög erfitt að draga marka- línur í því efni. Ljóst er að húsnæðiskerfið verð- ur seint þannig úr garði gert að öllum líki. Flestir eru hins vegar sammála því að þegar ráðist er í breytingar þá verði þær að gerást í skrefum til að raska ekki stöðug- leika á fasteignamarkaði. Með kaupum á íbúð leggur fólk oft hornstein að framtíð sinni. Rík- isvaldið á að mínu mati að leggja sitt af mörkum til að hvetja til þess að einstaklingar fjárfesti í fasteign og stuðla með því að fjár- hagslegu sjálfstæði þeirra. Höfundur er lögfræðingur. % \. , HiímguH meö vislvæna byggiiigarþjónustu FRÆIN spíra illa. Efnaiðnaðurinn notar um 15.000 tegundir kemiskra efna og lítill hluti þeirra er rannsakaður í heilsufræðilegu tilliti. FRÆIN spíra vel. Viðarlakk, sem framleitt er af L/vos-fyrirtækinu er eingöngu úr vel þekkt- um skaðlausum náttúrefnum. HRÍMGULL sf. að Vitastíg 10 í Reykjavík hefur stofnað byggingarþjónustuna Visthús og hefur hún verið í undirbúningi síð- astliðin 2 ár. — Nú er fyrir hendi sú þekking og reynsla sem þarf ■ til meðferðar vistvænna efna og » náttúrulegs byggingarmáta, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Visthús munu eingöngu nota efni sem skaða örugglega ekki heilsu eða umhverfi, þ.e. skaðlaus nátt- úruefni. Visthús mun teikna og reisa nýbyggingar og verður þar m. a. j boðið upp á forna þekkingu sem | tilgreinir hvernig húsið skuli snúa og hvernig herbergjaskipan og önnur hlutföll hússins eigi að vera. Ennfremur mun umhverfið verða skipulagt ásamt því að endurnýja eldra húsnæði. Hægt verður að fá húsnæði metið með tilliti til heil- næmis og fá ráðleggingar til úr- bóta. Leitast verður við að endurvekja þjóðlega byggingarhætti og vinnu- aðferðir eins og t.d. hleðslur úr Etorfi og gijóti. Rík áhersla verður lögð á að skapa náttúrulegt, fal- legt og friðsælt umhverfi sem dregur úr streitu og spennu. Telja forráðamenn Visthúsa að slíkt umhverfi sé nauðsynlegur hluti barnauppeldis. Talið er fullvíst að þétt byggð, mengun ásamt köldu og lífiausu umhverfi sem er of algengt í hefðbundnu skipulagi, auki vanlíðan, glæpahneigð, óró- leika og tíðni sjúkdóma meðal íbú- anna. Visthús leggur áherslu á að skammtíma peningasjónarmið verði ekki sett ofar langtíma heilsu, uppeldis og umhverfissjón- armiðum í byggingariðnaði og skipulagsmálum. Talið er að rekja megi fjölgun ýmissa sjúkdóma, eins og t.d. astma og ofnæmis, að miklu leyti til notkunar kemískra efna í bygg- ingariðnaði svo og óheilsusam- legra byggingaraðferða. Þessir sjúkdómar kosta þjóðfélagið mikla fjármuni eða 2-4 milljarða á ári ef miðað er við sambærilegan kostnað í Noregi. Af þeim aragrúa kemískra efna sem eru notuð í byggingariðnaði er aðeins búið að rannsaka um 11% þeirra með til- liti til heilsu og stöðugt koma ný efni á markað. Allt of algengt -er að iðnaðar- menn þurfi að hverfa til annarra starfa jafnvel á besta aldri vegna atvinnusjúkdóma eða verði jafnvel öryrkjar. Þessari þróun má snúa við með því að nota byggingarað- ferðir Visthúsa svo og þær for- varnaraðferðir sem fyrirtækið hyggst bjóða starfsmönnum sín- um. Visthús er í samvinnu við þýskan arkitekt sem hefur sér- hæft sig í náttúrulegum bygging- araðferðum svo og íslenskan arki- tekt ásamt norskum sérfræðingi í vistvænum efnum. Benedikt Krist- jánsson byggingameistari mun hafa umsjón með starfsemi Vist- húsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.