Morgunblaðið - 21.03.1995, Síða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKIMATTLEIKUR
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
Þrumufleygur
JÓN Kristjánsson, stórskytta Vals, var erfiður fyrrum félögum sínum í KA síðari hálfleik. Hann
gerði þá flmm glæsileg mörk með þrumuskotum.
Valdimar Grímsson átti stórleik
Viðhöfum
ekkisagt
okkar síðasta
Geir Sveinsson, fyrirliði Vals,
sagðist ánægður með sigurinn
en ekki leikinn í heild. „Það er mjög
fátt sem ég er sáttur við í þessum
leik nema sigurinn. Við duttum nið-
ur á þeirra hraða stóran hluta af
fyrri hálfleik og vorum ekki að spila
okkar bolta. Það jákvæða í þessum
leik er góð innkoma Axels í mark-
inu. Ég held að það hafí líka háð
okkur að það eru níu dagar síðan
við spiluðum síðast og því vantaði
okkur tempóið í þessum leik.“
- Hvað þarf helst að bæta hjá
ykkur fyrir leikinn á Akureyri (í
kvöld)?
„Það er flest allt. Sóknar- og
varnarleikur. í þessum leik voru
lykilmenn að bregðast og þar á
meðal ég. Það er varla hægt að
verða Islandsmeistari með svona
spilamennsku. Leikurinn í KA-heim-
ilinu verður mjög erfiður en við
ætlum okkur að vinna þann leik.“
Forsmekkurinn aö því
sem koma skal
„Ég held að þessi leikur sé for-
smekkurinn að því sem koma skal
í næstu leikjum. Þetta verða allt
hörkuleikir eins og þessi,“ sagði
Valdimar Grímsson, KA-maður og
fyrrum Valsmaður. „Bæði liðin
leggja mikið upp úr varnarleiknum
og markvörslu. Valsmenn sigruðu í
þessum leik en við komum til með
að læra mikið af leiknum og mætum
tvíefldir til næsta leiks. Ég er klár
á því að við jöfnum þetta á Akur-
eyri.“
- Breiddin í Valsiiðinu er meiri og
þið eruð að keyra á sömu leikmönn-
unum nær allan leikinn. Skiptir
þetta ekki máli er upp verður stað-
að?
„Jú, það getur vel verið. Allir eru
sammála því að Valur er með mestu
breiddina í deildinni en staðreyndin
er sú að það eru bara sjö leikmenn
sem spila inná í einu. Við erum með
sterkan „karakter" í liðinu og með
gamla refí innan um sem kunna
ýmislegt fyrir sér. Ég held að við
förum langt á því að bíta á jaxlinn
og gefa aðeins meira í. Við erum
búnir að sýna það og sanna í vetur
að seiglan er gífurleg í liðinu. Þetta
er bara rétt að byija og við höfum
ekki sagt okkar síðasta," sagði
Valdimar.
Akureyringamir í Valslið-
inu KA-mönnum erfiðir
AKUREYRINGARNIR íValslið-
inu, Axel Stefánsson og Jón
Kristjánsson, lögðu grunninn
að sigri liðsins, 23:21, gegn
KA í fyrstu viðureign liðanna
um íslandsmeistaratitilinn, að
Hliðarenda á laugardaginn.
Leikurinn var jafn og spenn-
andi og réðust úrslit ekki fyrr
en á síðustu sekúndunum.
Liðin leika annan leik sinn á
Akureyri í kvöld. Það lið sem
fyrr vinnur þrjá leiki hampar
íslandsbikarnum.
Leikurinn var spennandi eins og
við mátti búast milli þessarra
öflugu liða. Varnarleikurinn var í
hávegum hafður hjá
báðum liðum og vel
Jónatansson ^ið á, án þess þó
skrifar að menn væru með
ljót brot. Sóknar-
leikurinn var að sama skapi ekki
mikið fyrir augað.
Leikurinn var í járnum allan
fyrri hálfleikinn eða allt þar til
staðan var 6:6. Þá gerði Valdimar
Grímsson fjögur mörk gegn einu
marki Vals og fímm mínútur til
leikhlés. Valsmenn sýndu mikinn
„karakter“ og gerðu fjögur síðustu
mörk háifleiksins og komust yfír,
11:10.
Valdimar gerði þrjú fyrstu mörk
síðari hálfleiks úrvítum, 11:13. Jón
Kristjánsson, fyrrum KA-maður,
svaraði með tveimur þrumufleyg-
um og staðan jöfn 13:13. Axel
Stefánsson, hinn „KA-maðurinn,‘
í Valsliðinu, varði vel á næstu mín-
útum og Valur náði undirtökunum
og þegar rúmar fimm mínútur
voru eftir var staðan 20:16 fyrir
Val og allt útlit fyrir öruggan sig-
ur. KA-menn náðu með ótrúlegri
baráttu að minnka muninn í eitt
mark 21:20 þegar ein mínútu var
eftir. Ólafur Stefánsson kom Val
í tveggja marka forskot 22:20, en
Alfreð svaraði aðeins tíu sekúndum
síðar eða þegar 14 sekúndur voru
eftir. Sveinn Sigfinnsson nýtti síð-
ustu sókn Vals — fór innúr hominu
og gulltryggði sigurinn á síðust
sekúndu leiksins.
Valsmenn byijuðu frekar illa en
óx ásmegin eftir því sem á leikinn
leið. Þorbjöm Jensson, þjálfari, gat
leyft sér að skipta mönnum inná
eftir vild enda hefur hann yfir mik-
illi breidd að ráða á meðan KA var
að keyra nánast á sömu leikmönn-
unum allan tímann. KA-menn
máttu illa við því er Patrekur var
tekinn úr umferð. Ógnunin varð
minni því í 90% tilfeila er það hann
eða Valdimar sem ljúka sóknunum.
Jón Kristjánsson var mjög góður
í síðari hálfleik hjá Val, gerði þá
fimm glæsileg mörk. Axel stóð sig
vel í markinu eftir að hann fékk
tækifærið undir lok fyrri hálfleiks.
Það var eins og KA-menn hafi
vanmetið hann því um leið og hann
kom inná fóru þeir að ljúka
sóknunum á mun skemmri tíma
en áður. Ólafur Stefánsson var
góður og vex með hveijum ieik og
eins skilaði Sveinn Sigfinnsson
sínu vel.
Hjá KA var Valdimar allt í öllu.
Hann sýndi ótrúlegt öryggi í víta-
köstunum. Sigmar Þröstur stóð
einnig vel fyrir sínu í markinu. Leó
og Erlingur voru ótrúlega duglegir
við að físka vítaköst. Patrekur
byijaði vel en eftir að Valsmenn
fóru að hafa sérstakar gætur á
honum sást hann varla. Alfreð var
lítið með í sókninni en var öflugur
í vörninni að vanda.
Fyrir leikinn á Akureyri í kvöld
eru Valsmenn með vænlega stöðu
og hafa stigið einu skrefi nær titil-
vörninni. KA-menn verða að vinna
í kvöld ætli þeir sér að eiga mögu-
leika á að vinna tvöfalt í ár.
Ég skal í gegn!
LEÓ Örn Þorleifsson reynir hér að troða sér í gegnum varn-
armúr Vals, en Finnur Jóhannsson, sem er eigandi hægri
handarlnnar vinstra megin á myndinnl og Dagur Sigurðsson
eru ekki á þvl að hleypa honum í gegn. Leó Örn náði að fiska
fjögur vítaköst í leiknum að Hlíðarenda.
SOKNARNYTING
Fyrsti leikur
liðanna í úrslitum
(slandsmótsins,
laugardaginn
18. mars 1995.
Urslitakeppnin f
handknattleik 1995
Valur
Mörk Sóknir %
KA
Mörk Sóknir %
11 21 52 F.h 10 21 48
12 23 52 S.h 11 24 46
23 44 52 Alls 21 45 47
9 Langskot 4
0 Gegnumbrot 4
3 Hraðaupphlaup 1
2 Horn 3
4 Lína 0
5 Vlti 9
Þannig vörðu
þeir
Guðmundur Hrafnkelsson,
Val 4 (þar af 1 til móthéija).
1 langskot, 2 (1) úr horni og
1 gegnumbrot. •
Axel Stefánsson, Val 10 (þar
af 4 til mótheija). 7 (3) lang-
skot, 2 (1) af línuj og 1 hrað-
aupphlaup.
Sigmar Þröstur Óskarsson,
KA 17/1 (þar af 3 til mót-
heija). 10 (2) langskot, 3 (1)
af línu, 2 úr horni, 1 hraðaupp-
hlaup og 1 víti.
Ætlum að
anda að okk-
ur norðlensku
lofti
ÞORBJÖRN Jensson og læri-
sveinar hans hjá Val, eiga
möguleika á að verða íslands-
meistarar þriðja árið í röð. Þeir
leika annan leik sinn í úrslita-
keppninni gegn KA á Akureyri
í kvöld. Þorbjörn er ekki ókunn-
ugur norðan heiða — hann lék
þar með Þór áður en hann gerð-
ist leikmaður með Val. Vals-
menn fara með hádegisvélinni
til Akureyrar. „Við ætlum að
fara með fyrri skipunum til að
anda að okkur norðlensku lofti
fyrir átökin,“ sagði Þorbjörn.
Hvernig hefur Valsmönnum
gegngið gegn KA á Akureyri?
„Lengi vel áttum við í erfiðleik-
um á Akureyri, en tvö síðastlið-
in keppnistímabil höfum við
fagnað þar sigri í deildarkeppn-
inni — og að sjálfsögðu stefnum
við að því að vinna þriðja leik-
inn í röð. Til þess að ná því
verðum við að leika betur en á
laugardaginn. Við reynum að
klára dæmið í þremur leikjum,
en þess má geta að hingað til
hefur ekkert lið fagnað sigri
eftir þijá leiki.“