Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 5

Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 C 5 IÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR Herdís stjórnaði vel Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson HERDIS Sigurbergsdóttir stjórnaöi lelk Stjörnunnar gegn Fram með glæslbrag þegar llö henn- ar vann fyrsta lelk úrslltakeppnlnnar. Hér er Herdís komin framhjá Þórunnl GarAarsdóttur. Öruggur sigur Stjörnunnar í fyrsta úrslitaleiknum Vantaði græðgi, frekju og grimmd „EG VARÐ fyrir miklum von- brigðum, okkur vantaði alla græðgi, frekju og grimmd. Við brutum of lítið á þeim í sókn- inni og kláruðum aldrei brotin. Annars eru mestu erfiðleikar mfnir að ná baráttu upp í liðinu. Við erum búnar að ná lengra en við ætluðum og það er eins og stelpurnar telji þetta bara orðið fínt í bili," sagði Guðríður Guðjónsdóttir þjálfari og leik- maður Fram eftir 26:20 tap gegn Stjörnunni í Garðabænum á sunnudaginn, ífyrsta leik lið- anna um íslandsmeistaratitil- inn. Sigurinn var sfst of stór. Ibyrjun var varla hægt að greina mikilvægi leiksins á frammi- stöðu leikmanna, varnir slakar og mikið af mörkum. Stefán Stjörnustúlkur byij- Stefánsson uðu Þó betur með skrífar fjölbreyttum sókn- ÞYSKALAND arleik á meðan Framstúlkum voru ákaflega mislagðar hendur. Garðbæingum tókst að rétta sig af og með þremur mörkum í lok fyrri hálfleiks og fimm gegn einu strax eftir hlé, sem setti stöðuna i 20:11, var björninn unninn. Varnir komust í lag og Fram náði í smátíma bar- áttu í vörninni en úrslitin voru ráðin. „Ég bjóst ekki við svona léttum leik en þetta er ekki í fyrsta sinn sem við vinnum fyrsta leikinn í úrslitakeppninni og alltaf höfum við fyllst bjartsýni," sagði Herdís Sig- urbergsdóttir, sem átti góðan leik fyrir Stjörnuna en lið hennar hefur leikið til úrslita fjögur síðastliðin ár og alltaf unnið fyrsta leikinn en tapað þegar upp er staðið. „Við erum rosalega ákveðnar núna því töp í úrslitakeppninni síðustu ár, og höggið eftir tapið í bikarnum, hefur legið á okkur eins og mara. Nú á að stíga skrefið til fulls, taka einn leik í einu og spara stóru orð- Kiel varð meistari Júlíus gerði níu mörklyrírGummersbach KIEL varð þýskur meistari í handknattleik um helgina, þrátt fyrir að hafa tapað í ná- grannaslagnum gegn Flensborg Handewitt, 21:23, því lærisveinar Kristjáns Arasonar í Dormagen sigruðu Niederwúrsbach 25:23, en það var eina liðið sem gat ógnað Kiel. Júlíus Jónasson átti stórleik þeg- ar Gummersbach gerði jafntefli, 23:23, á heimavelli gegn Essen. Hann var lang markahæstur, gerði níu mörk, þar af þijú úr vítum. Hefur staðið sig mjög vel í síðustu leikjum og fengið afbragðs dóma í fjölmiðlum. Júlíus og félagar voru óheppnir að sigra ekki í leiknum því Essen jafnaði fjórum sek. fyrir leikslok. Fjárhagsstaðan hjá Gum- mersbach hefur verið afar slæm undanfarið og var jafnvel óttast að atvinnumennsku yrði hætt hjá fé- laginu. Nú hefur málunum hins vegar verið bjargað og búið að kaupa fjóra nýja leikmenn fyrir næsta keppnistímabil. Meðal þeirra eru landsliðsmaðurinn Holger Löhr frá Leutershausen, og Ralf Heck- man frá Wallau Massenheim. Héðinn Gilsson gerði tvö mörk fyrir Diisseldorf sigraði Massen- heim 19:18 á heimavelli. Önnur úrslit urðu þau að Hameln sigraði Schwartau 32:22, Lemgo vann Magdeburg 25:20, Grosswalstadtt vann Eitra 27:21 og Nettelstedt sigraði Leutershausen 25:21. I Kicker í gær kemur fram að Nettelstedt sé á eftir pólska landsliðsmanninum Bogdan Wenta, sem leikur nú með Barcelona á Spáni, en áður hafði komið að meistarar Kiel hafi augastað á honum. in,“ bætti Herdís við. Stjörnustúlkur sýndu mun meira hugmyndaauðgi í sóknarleik sínum og komu greini- lega mun betur undirbúnar í leik- inn. Þegar vörnin small saman eftir hlé lokaðist leiðin að markinu enda tók það Fram 16 mínútur að gera tvö mörk. Guðný Gunnsteinsdóttir var frábær á línunni þangað sem hún fékk margar góðar sendingar og reif sig lausa. Laufey Sigvalda- dóttir og Ragnheiður Stephensen áttu góðar syrpur. Bikarmeistarar Fram verða held- ur betur að herða róðurinn ef þær ætla ekki að tapa næstu tveimur leikjum. Baráttan var lítil og vörnin götótt sem Stjaman nýtti sér ræki- lega. Um miðjan síðari hálfleik tóku þær þó viðbragð og þá vegna þess að Guðríður þjálfari lét leikmenn sína heyra það. Zelka Tosic var þeirra best en Þórunn Garðarsdótt- ir, Kristín Hjaltested og Guðríður voru ágætar. HM’95 BLAK Þróttur varð deildar- meistari karia Guðmundur Helgi Þorsteinsson skrifar REYKJAVÍKUR-Þróttarar tryggðu sér endanlega deild- armeistaratitilinn eftir að hafa skellt Stúdentum í fimm hrinu leik í íþróttahúsi Haga- skólans á laugar- daginn, en enn er ein umferð eftir af deildarkeppn- inni. Það blés ekki byrlega fyrir Þrótt- ara í byijun því Stúdentar náðu að vinna fýrstu hrinuna 17:15. Leik- menn Þróttar náðu hins vegar að rétta úr kútnum í framhaldinu en þar fór fremstur í flokki Valur Guðjón Valsson uppspilari sem náði hvað eftir annað að lauma listilega á Stúdenta. Stúdentar tóku hins vegar öll völd í fjórðu hrinunni og sterkri hávöm var fýrst og fremst að þakka að þeir tryggðu sér úr- slitahrinu. Úrslitáhrinan varð æsispennandi og bæði liðin áttu möguleika á að gera út um hlutina í lokin, jafnt var 14:14 og 15:15 en leikmenn Þróttar fengu tvö síðustu stigin ódýrt, fyrst eftir að Stúdentum hafði mistekist uppgjöf og síðan var smassað út. Hjá Stúdentum lék Ólafur Viggósson sinn besta leik í vetur og Arnar Halldórsson uppspil- ari átti ágæta spretti en hjá ný- krýndum deildarmeisturum var Valur Guðjón bestur en leikur liðs- ins virkaði ekki sannfærandi. HK átti að mæta KA í Digranesi en KA menn komust ekki til leiks- ins og hann var flautaður af sem og kvennaleikur sömu liða 3:0. For- ráðamenn KA em hins vegar langt í frá að vera ánægðir með þá niður- stöðu og telja að Blaksambandið hafi ekki staðið sig í stykkinu. Víkingsstúlkur grimmar Nýkrýndir deildarmeistarar Vík- ings léku eins og meisturum sæmdi þegar þær skelltu Stúdínum sann- færandi í íþróttahúsi Hagaskólans á laugardaginn. Björg Erlingsdóttir uppspilari Víkingsstúlkna var í fínu formi og dreif sitt lið áfram. Vík- ingsstúlkur unnu fyrstu tvær hrin- umar, 17:15 og 15:12 en Stúdínur þá þriðju 15:13 en síðan var eins og eitthvað gæfi sig hjá Stúdínum þegar Víkingsstúlkur kafsigldu þær 15:4. KNATTSPYRNA / TYRKLAND Besiktas með fimm stiga forystu Félagið vill kaupa Eyjólf Sverrisson EYJÓLFUR Sverrisson og sam- heijar í Besiktas em með fimm stiga forystu á Trapzonspor í tyrk- nesku deildinni en átta umferðir eru eftir. Fenerbache vann Galatasaray 3:0 og em bæði liðin átta stigum á eftir Besiktas. Besiktas fékk Petrolofisi frá Ankara í heimsókn og vann 3:1 en Eyjólfur lék ekki með vegna meiðsla. „Ég meiddist á æfingu fyrir leik, sparkað var í fótinn á mér og trampað ofan á ristina með þeim afleiðingum að litla táin fór úr liði,“ sagði Eyjólfur við Morgun- blaðið í gær eftir að hafa farið í rannsókn og röntgenmyndatöku. „Ég er ekki brotinn en böndin eru vel teigð,“ sagði hann og vonaðist Morgunblaðið/Kristinn til að geta leikið með gegn Altay í Izmir um næstu helgi. Eins og greint hefur verið frá leigði Besiktas Eyjólf frá Stuttgart í Þýskalandi með forkaupsrétti og sagði hann að félagið vildi kaupa sig. Hins vegar væri ekki tímabært að taka ákvörðun í því efni vegna þess að ýmislegt kæmi til greina „en þetta skýrist á næstu vikum.“ Christoph Daum, þjálfari, hefur verið orðaður við nokkur lið, m.a. í Þýskalandi og Belgíu, en er óráð- inn og sagðist Eyjólfur ætla að hafa samráð við þjálfarann um framhaldið. Aðspurður um hvort hann myndi fylgja Daum ef hann færi sagði Eyjólfur að ekkert hefði verið rætt um það. Coca Cola styrkir HM ’95 COCA Cola verður opinber styrktaraðili HM ’95 á íslandi. Samningur þess efnis var undir- ritaður í húsakynnum Vífilfells hf. sl. föstudag. Hlutverk Coca Cola er „að styðja við bakið á HM með því að kappkosta að öll um- gjörð og aðstaða verði óaðfinnan- leg og lslandi og íslendingum til sóma,“ eins og segir í tilkynningu frá Vífilfelli. Fyrirtækið hefur m.a. látið sérhanna merki í tilefni HM og verður það prentað á ýmsan varning s.s boli, blöðrur, flögg, glös og límmiða svo dæmi séu tekin. Heildar framlag fyrir- tækisins til þessa verkefnis er áætlað á þriðja tug milljóna. A myndinni sýna þau Hákon Gunn- arsson, framkvæmdastjóri HM ’95 og Sara Lind Þorsteinsdóttir, auglýsingastjóri Vífilfells, bol með HM-áletrun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.