Morgunblaðið - 21.03.1995, Side 7

Morgunblaðið - 21.03.1995, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 C 7 ARAMÓTIÐ í SUIMDI ÍÞRÓTTIR ) þrjú met Morgunblaðið/Sigfús Gunnar annaeyjum, en sunddrottningin frð Keflavík setti þrjú íslandsmet og lér fagnar Eydís fyrsta metlnu, í 100 metra baksundi. EfnÍlfttHISt Morgunblaðið/Sigfús Gunnar HALLDÓRA Bergvinsdóttlr úr Ægi og Örn Arnarsson úr Sundfé- lagi Hafnarfjarðar voru valln efnilegust á mótinu í Eyjum. maí. Lágmörkin fyrir Evrópumeist- aramótið eru nokkuð sterk og ég stefni á að taka þau á Smáþjóðaleik- unum, það þarf að ná þeim tímum í 50 metra braut og tímar mínir núna eru mjög nálægt lágmörkum, ég nota bara tímann vel sem ég hef og kíli á þetta. Mótið var mjög gott og krakk- arnir ánægðir þetta var vel saman- þjappaður hópur og liðin hvöttu hvert annað til að komast sem næst metum og bæta árangur, heildarmyndin var mjög góð,“ sagði Logi Jes. Arnar Freyr Ólafsson Þór var ekki langt frá því að setja íslandsmet í 400 metra skriðsundi karla þegar hann synti á 3.58,83 eða aðeins 4/100 úr sekúndu frá Islandsmetinu. Birkir Rúnar Gunnarsson setti þijú íslandsmet í flokki blindra, í 100 metra flugsundi, 200 metra fjórsundi og 200 bringusundi. Fyrir þetta var hann sér- staklega heiðraður með blómum á lokahófi á sunnudagskvöldið. Það voru veitt sérstök verðlaun fyrir samanlagð- an stigafjölda úr tveimur greinum. Verðlaunin hlutu þau Logi Jes Krist- 1 jánsson og Eydís Konráðsdóttir en þau fengu flest stig bæði fyrir 100 og 200 metra baksund. Verðlaunin sem Flug- leiðir gáfu voru flugferð á hvaða leið félagsins sem er utanlands. Efnilegust af sundfólkinu voru valin þau Halldóra Bergvinsdóttir Ægi og Örn Arnarsson úr Sundfélgai Hafnar- flarðar. „Ég er búin að æfa sund í fimm eða sex ár og þetta kom mér skemmti- lega á óvart. Ég hafði ekkert hugsað út í að ég gæti verið valin sú efnileg- asta en þetta hvetur mann áfram, ég sló eitt hnátumet þegar ég var lítíl í bringusundi , svo er bara stefnan tek- in á að komast lengra og bæta sig jafnt og þétt,“ sagði Halldóra. „Ég er búinn að æfa síðan ég var sex ára eða tæp sjö ár þannig að þetta kom mér ekki svo á óvart, mann hafði dreymt um þetta. Svo er stefnan tekin á drengjamet í 100 og 200 metra bak- sundi, sem er aðalsundið hjá mér, og halda svo áfram að bæta sig,“ sagði Örn. ■ Úrslit / CIO TENNIS / MEISTARAMOT Eriendu þjálfaramir börðust um sigurinn ERLENDU þjálfararnir hérá landi, Svfinn Göran Bergwall hjá Víkingi og Þrótti og landsl iðsþjálfarinn Raj Bonifacius frá Bandaríkjunum léku til úrsiita á Meistaramóti Tenn- issambandsins og Trópí sem fram fór ítennishöllinni um helgina. argir áhorfendur höfðu á orði að ekki hefði sést betri tenn- isleikur hér á landi en Bergwall hafði betur eftir að leikur þeirra hafði fanð í oddasett. Átta spilarar kepptu í karlaflokki þar af fimm íslendingar, tveir ís- lendingar náðu í undanúrslitin, þeir Einar Sigurgeirsson sem þurfti að játa sig sigraða fyrir Bonifacius og Atli Þorbjörnsson fyrir Bergw- all. Frosti Eiðsson skrifar „Þetta var góður leikur en ég veit að Raj getur spilað mun bet- ur. Hann slær mikið fastar en ég er ánægður hvað ég náði að svara mörgum uppgjöfum frá honum,“ sagði Göran Bergwall um viður- eignina í úrslitunum. Svíinn hafði frumkvæðið í byijun og tókst vel að svara föstum skellum landsliðs- þjálfarans. Hann náði sér á strik í annari lotunni 6:2 en Svíinn sigr- aði í öllum lotunum í oddasettinu. „Ég var orðinn þreyttur í lokin en Göran lék hratt og vel, sérstaklega í fyrsta settinu," sagði Bonifacius. Ekkert íslandsmót er haldið inn- anhúss í tennis, meistaramótið var boðsmót, sjö spilurum var boðið í karlaflokki og fjórir spilarar kepptu um áttunda sætið í keppnina. Morgunblaðið/Frosti ÞAU léku til úrslfta á Meistaramótinu í tennís um helglna. Frá vinstri eru danska stúlkan Jette Wilhelmsson sem sigr- aði í kvennaflokki, þá íslenski landsliðsþjálfarinn Raj Bon- ifacius sem þjálfað hefur hjá Fjölni síðustu tvö ár og tók við landsllðinu um síðustu áramót, Göran Bergwal sigurvegari mótslns sem þjálfað hefur hér á landl frá áramótum og þá Stefanía Stefánsdóttir sem hafnaði í öðru sæti. Öruggt hjá þeirri dönsku Danska stúlkan Jette Wilhelms- son sigraði nokkuð örugglega í kvennaflokki. Hún þurfti reyndar að gefa leikinn gegn Stefaníu Stef- ánsdóttir í riðlakeppninni á laugar- dag vegna flensu og hafnaði þar af leiðandi í öðru sæti í sínum riðli. Það kom ekki að sök, danska stúlk- an mætti sterk til leiks á sunnudeg- inum og sigraði Hrafnhildi Hannes- dóttur í undanúrslitunum 6:3 og 6:4 og tók síðan Stefaníu 6:0 og 7:5. „Ég var þreytt og bakkaði aðeins í síðari lotunni í stað þess að halda áfram að sækja. Mér fannst Stefan- ía spila vel og reikna með því að hún væri á meðal 15. - 20. bestu í Danmörku," sagði sú danska sem er 22 ára og hefur ferðast víða um heiminn síðustu átján mánuði til að spila tennis og er talin í 10. sæti í kvennaflokki í heimalandi sínu. „Ég er nokkuð svekkt með eigin frammistöðu og var alltof lengi í gang. Það er ekki hægt að neita því að hún er góð en ég ætlaði mér samt sigur í úrslitaleiknum," sagði Stefanía. „Þetta er í fyrsta sinn sem við fáum útlenska spilara og von- andi gerist það aftur því það hefur mikið að segja fyrir okkur.“ KORFUKNATTLEIKUR Blikar í úivalsdeildina Breiðablik tryggði sér sæti í úr- valsdeildinni í körfuknattleik næsta vetur með sigri á ÍS, 88:65, í íþróttahúsi Hagaskóla um helgina. Staðan i leikhléi var 38:33 fyrir Blika. Varnir beggja liða voru góðar í fyrri hálfleik og lítið skorað. Einnig ríkti greinilega nokkur taugaspenna í herbúðum beggja. Um miðjan hálf- leikinn náðu Blikar góðum tökum á leiknum og stjórnuðu hraðanum. Þeir höfðu svo augljóslega yfirstigið taugaspennuna þegar í seinni hálf- leik kom, voru fullir sjálfstrausts og sýndu mjög góðan leik. Var sigur þeirra mjög öruggur þegar upp var staðið, þó svo leikmenn IS hafí einn- ig sýnt góða takta á köflum. I liði Breiðabliks voru Bjarni Magnússon og Tony Carter bestir, en allt liðið lék mjög vel, allir fengu að spreyta sig og breiddin er greini- lega ágæt. Lárus Ámason var yfir- burðamaður í liði ÍS. Liðið mætir ÍA í aukaleik um sæti í úrvalsdeild- inni næsta vetur og ætti að eiga talsverða möguleika í þeirri viður- eign, ef marka má frammistöðuna gegn Breiðabliki. Morgunblaðið/Jón Svavarsson LIÐ Breiðabliks, sem komst í úrvalsdeildina. Aftari röð f.v.: Hannes Jónsson, stjórnarmaður, Rúnar Sævarsson, Einar Hannesson, Árni Þór Jónsson, Tony Carter, Högnl Friðríksson, ívar Asgrímsson, Hörður Pétursson, llðsstjórl, Jóhann Árnason, formaður körfuknattlelksdelldar og Haukur Hauksson, varaformaður. Fremri röð f.v.: Elnar Pétursson, formaður melstaraflokks- ráðs, Bjarni Magnússon, fyrirliði, Brynjar Slgurðsson, Sigurður Kjartansson, Guðmundur Björnsson, Pálmar Sigurðsson, þjálfari, Kjartan Haraldsson og Eggert Baldvinsson. Fyrlr fram- an eru „lukkutröllín" Aron Pálmarsson (Sigurðssonar) og Alex Oli ívarsson (Ásgrímssonar).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.