Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 8

Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKÍÐI Kóngur og drottning Reuter ÞAU stálu senunnl f helmsbikarnum í vetur; Vrenl Schneider og Alberto Tomba, sem unnu þrefalt. Scnelder vann helmsbikarinn í fjórða sinn en Tomba í fyrsta slnn. Tomba og Schneider enduðu með þrennu ÍTALINN Alberto Tomba og Vreni Schneider frá Sviss urðu þrefaldir heimsbikarmeistarar, en síðustu mót vetrarins fóru fram í Bormio á Ítalíu um helg- ina. Tomba endaði tímabilið með sigri í stórsvigi á laugar- dag en féll úr keppni í sviginu á sunnudag. Schneider sigraði í svigi á sunnudag og vann þar með 55. heimsbikarmótið á ferlinum. Tomba sigraði í stórsviginu á laugardaginn og þar með var það ljóst að þrennan var hans. Þetta var 11. heimsbikarsigur hans á tímabilinu og 44. á ferlinum. Giint- her Mader frá Austurríki varð ann- ar, 0,40 sek á eftir ítalanum. „Ég tileinka foreldrum mínum sigurinn en þau eru hér meðal áhorfenda. Þetta keppnistímabil hefur verið mér mjög hagstætt. Fyrir tímabilið var markmiðið að vinna heimsmeistaratitil, en ég end- aði sem þrefaldur meistari í heims- bikamum. Ég er orðinn mjög þreyttur eftir langt og strangt tíma- bil og það er gott að fá frí,“ sagði ítalska skíðastjarnan. í sviginu á sunnudag missti Tomba jafnvægið strax er hann kom út úr rásmarkinu í fyrri um- ferð og krækti fyrir stöng í öðru porti og vonbrigði ítalskra adáenda hans sem biðu hans í markinu urðu mikil. „Ég keppti í sviginu fyrst og fremst fyrir aðdáendur mína því sigurinn var þegar í höfn í saman- lagðri keppni og sviginu. En ég gat horft á síðari umferðina með þeim í markinu," sagði Tomba. Norðmaðurinn Olav Christian Furuseth sigraði í sviginu og var þetta fyrsti sigur hans í vetur. Thomas Stangassinger frá Austur- ríki varð annar og Yves Dimier, Frakklandi, þriðji. Spennandi hjá konunum Vreni Schneider vann stórsvig- stitilinn þó svo að hún hafnaði að- eins í níunda sæti á laugardaginn, en sigurvegari var Spela Pretnar frá Slóveníu. Helsti keppinautur hennar um titilinn, Heidi Zeller- Báhler, fór út úr brautinni í fyrri umferð. Til að sigra í heildarkeppn- inni þurfti Schneider að vera í fyrsta eða öðru sæti í sviginu á sunnudag- inn til að komast upp fyrir Katju Seizinger. Schneider brást ekki aðdáendum sínum og sigraði í svig- inu. Hún náði langbesta tímanum í síðari umferð eftir að hafa verið í fjórða sæti eftir fyrri umferð. Hún fékk því sex stigum meira en Seizin- ger í heildarstigakeppninni og er það minnsti munur í kvennakeppn- inni frá upphafi. Schneider, sem er 31s árs, segist ekki hafa gert það upp við sig hvort hún keppi í heimsbikarnum næsta vetur. „Nú ætla ég að táka mér frí frá skíðunum og gefa mér tíma til að hugsa málið," sagði svissneska skíðadrottningin sem hefur unnið 55 heimsbikarmót á ferlinum og fjórum sinnum í samanlögðu. Anna- emarie Moser-Pröll er sú eina sem hefur unnið fleiri heimsbikarmót, en hún vann 62 mót. HM I NORRÆNUM GREINUM Fyrsti HM-sigur Fauners Silvio Fauner frá Ítalíu varð heimsmeistari í 50 km göngu á HM í Thunder Bay í Kanada á sunnudaginn og vann þar með fyrsta heimsmeistaratitil sinn. Norðmaðurinn Bjöm Dæhlie hafði forystu í göngunni þar til þrír kíló- metrar voru eftir, en átti ekki svar við endaspretti Fauners sem var rúmlega einni mínútu á undan Dæhlie í mark. Vladimir Smirnov, sem hafði unnið allar þjár göngurn- ar fyrir keppnina á sunnudag, varð þriðji. „Ég byijaði af miklum krafti og reyndi að koma mér í þægilega stöðu fyrir lokasprettinn, ég keyrði mig þó ekki út því ég vildi eiga eitthvað inni í lokin. Ég hef alltaf trúað því að ég væri sterkari í styttri göngunum, en nú veit ég að lengri göngumar eiga líka vel við mig,“ sagði Fauner. „Við náðum að bijóta múrinn er við sigruðum í boðgöngunni á Ólympíuleikunum í Lillehammer í fyrra. Sú ganga gaf Fauner það sjálfstraust sem hann þurfti í þessa göngu. Hann vissi að hann gat unnið bæði Dæhlie og Smimov," sagði Alessandro Vanoi, landsliðs- þjálfari ítala. „Þegar ég fór upp síðustu brekk- una fann ég fyrir mikilli þreytu. Ég hafði ekki meira þrek, það var ekkert eftir. Ég fór of hratt í byij- un, en ég hafði svo sannarlega löng- un til að vinna gullið,“ sagði Dæhlie. Smimov, sem varð fyrstur til að vinna þrenn gullverðlaun á heims- meistaramóti, var ánægður með þriðja sætið. „Fyrir gönguna var ég þreyttur enda var það ekki auð- velt að vinna hinar göngurnar þijár. Þær tóku mikinn toll. Ég bjóst ekki við að vinna til verðlauna í dag og er því ánægður með bronsið," sagði Smirnov. Sjötti HM-titill Vaelbe Jelena Vaelbe frá Rússlandi vann sjötta HM-titil sinn á laugardaginn er hún sigraði í 30 km göngu kvenna. Hún hafði forystu í göngunni frá upphafi. „Ég gat ekki sofíð mikið í nótt. Ég hafði svo mikla löngun til að vinna gullið að ég gat ekki sofið,“ sagði Vaeibe. Manuela DiCenta, sem varð Ólympíumeistari í þessari vega- lengd í Lillehammer, varð önnur, 13 sekúndum á eftir Vaelbe. DiCenta datt í brekku í brautinni er 10 km voru eftir en hún stóð upp aftur og lauk göngunni með glæsibrag. „Eg var svo reið þegar ég datt að það gaf mér mikinn styrk. Ég var ákveðin í að ná í verðlaun," sagði DiCenta. Rússn- eska stúlkan Antonina Ordina, sem keppir nú fyrir Svíþjóð, varð þriðja. ____KMATTSPYRIMA_ Dortmund steinlá heima Dortmund mátti sætta sig við stóran skell, 0:3, gegn Bayer Leverkusen á heimavelli í þýsku 1. deildinni um helgina. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund, hrós- aði liði Leverkusen eftir leikinn. „Leverkusen lék mjög vel, en við náðum okkur ekki á strik — sóknar- leikur okkar var bitlaus." Vert er að geta þess að ungir og óreyndir leikmenn voru í fremstu víglínu Dortmund — Stephane Chapuisat og Karlheinz Riedle eru meiddir. Daninn Flemming Povlsen er hins vegar að verða góður eftir meiðsli, hefur spreytt sig með varaliðinu undanfarið og er von á honum í aðalliðið fljótlega. Hans Lehnhoff, Markus Muench og Andreas Thom skoruðu mörk Leverkusen. Gladbach meistari? Dortmund, sem tapaði þama í fyrsta sinn á heimavelli í vetur, hefur eins stigs forskot á Werder Bremen, sem tapaði einnig um helgina — 0:2, fyrir Borussia Mönc- hengladbach, sem er þremur stig- um á eftir Dortmund eins og Kais- erslautem. Þýskir fjölmiðlar em nú farnir að tala um Mönchengladbach sem líklega meistara, því liðið sem hefur sigrað í síðustu fjórum leikjum og leikur mjög vel um þessar mundir. Stefan Effenberg hefur verið fram- úrskarandi á góður á miðjunni; stjórnar leik liðsins eins og sannur herforingi. Berti Vogts, landsliðs- þjálfari, á heima rétt við völl félags- ins, en hefur ekki komið á leik þar í nokkra mánuði, og hafa fjölmiðlar haft orð á því undanfarið að hann mætti nú alveg fara að líta við. Effenberg, sem Vogts rak heim frá HM í Bandaríkjunum sl. sumar, segist vita að landsliðsþjálfarinn vilji sig ekki aftur í liðið og þurfi því ekki að mæta í þeim tilgangi að skoða sig, en hann mætti að ósekju kom á kíkja á aðra leikmenn Gladbach. Bayern Munchen gerði jafntefli 1:1 í Hamborg. Það var Jörg Al- bertz sem skoraði jöfnunarmark Hamburgar SV á síðustu mín. leiksins, en áður hafði Mehmet Scholl skorað fyrir Bayern úr víta- spyrnu. Bayem lék geysilega vel. „Þetta var besti leikur okkar á keppnistímabilinu,“ sagði Trappa- toni, hinn ítalski þjálfari liðsins, en heppnin var ekki með strákunum úr Svartaskógi. Helgi Sigurðsson var í byijunarl- iði VfB Stuttgart í Frankfurt, en var skipt út af á 67. mín. fyrir Brasilíumanninn Elber. Liðin gerðu jafntefli, 2:2. Niimberg sigraði Nurnberg vann annan sigurinn í röð, nú 1:0 í Chemnitz. Andre Golke gerði markið á 14. mín. Bjarki Gunnlaugsson kom inná fyr- ir Arnar tvíburabróður sinn á 90. mínútu. Vialli tryggði Juventus sex stiga forskot Gianluca Vialli skoraði sigurmark Juventus með hjólhesta- spyrnu, 1:0, gegn Cremonese í ít- ölsku 1. deildinni um helgina og hefur Juventus nú sex stiga forskot á Parma, sem varð að sætta sig við jafntefli, 2:2, gegn Reggiana. Þetta var tólfta mark Viallis, sem skoraði á 72. mín. eftir sendingu frá Ro- berto Baggio. Þegar yfir Iauk voru leikmenn Cremonese aðeins níu inni á vellinum, þar sem Stefano De Agostini og Corrado Verdelli fengu að sjá rauða spjaldið. Fyrir leikinn skrifaði Marcello Lippi, þjálfari Ju- ventus, undir nýjan samning til 1997, en undir hans stjórn er liðið með örugga forustu í 1. deildar- keppninni og komið í undanúrslit í UEFA-keppninni og ítölsku bikar- keppninni. Rússinn Igor Simutenkov gerði vonir Parma um sigur að engu, þeg- ar hann skoraði jöfnunarmarkið, 2:2, fyrir Reggina með skalla á 67. mín. Marco Simone skoraði sitt fimmta mark í þremur leikjum þegar AC Milan vann Sampdoría, 3:0. De- metrio Albertini skoraði hin mörkin — beint úr aukaspyrnu á 71. mín. og úr vítaspyrnu á síðustu mín. leiks- ins. Argentínumaðurinn Abel Balbo, sem hefur skorað fimmtán mörk, tryggði Roma sigur, 1:0, úr víta- spyrnu á 18. mín., gegn Cagliari, sem tapaði sínum fyrsta heimaleik í vetur. Parísariiðið óstöðvandi Brasilíumaðurinn Ricardo, sem hefur lítið getað leikið með franska meistaraliðinu París St. Germain í vetur vegna meiðsla, hélt upp á endurkomu sína með því að skora bæði mörk liðsins, sem tryggði sér rétt með að leika í undanúrslitum frönsku bikar- keppninnar með því að leggja 2. deildarliðið Nancy að velli, 2:0. Ricardo skoraði bæði mörkin með skalla. París St. Germain, sem tefldi fram varaliði sínu, er komið í undanúrslit á þremur vígstöðvum — einnig í frönsku deildarbikar- keppninni og Evrópukeppni meist- araliða. Hin liðin í undanúrslitum bikarkeppninnar í Frakklandi eru Marseille, Strasbourg og Metz. Metz vann 2. deildarliðið Mulho- use 2:0. Strasbourg vann Borde- aux, 2:0, í leik þar sem þrír leik- menn Bordeaux fengu að sjá rauða spjaldið. Marseille er komið í und- anúrslit í sjöunda skiptið á tíu árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.