Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Kaup Þróunarfélagsins á Draupnissjóðnum í augsýn Beðið eftirgagntilboði frá sjóðum iðnaðarins FYRIR liggur að Iðnþróunarsjóður og Iðnlánasjóður muni á næstunni gera Þróunarfélagi íslands gagntil- boð um að selja félaginu hlutabréf sín í Draupnissjóðnum. Áður hafði Þróunarfélagið gert sjóðunum til- boð um kaup á bréfunum en því var hafnað fyrir skemmstu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru töluverðar líkur á því að niðurstaðan verði sú að Þró- unarfélagið kaupi Draupnissjóðinn. Ljóst er að stjórn Iðnþróunarsjóðs mun þar ráða ferðinni enda er sjóð- urinn með um 54% hlut í félaginu. Iðnlánasjóður á 20% hlut en annað hlutafé er í eigu lífeyrissjóða o.fl. sem flestir eru jafnframt hluthafar í Þróunarfélaginu. Það verður verk- efni nýrrar stjórnar Iðnþróunar- sjóðs, sem skipuð er þeim Jóhann- esi Nordal, Olafi Davíðssyni og Þorkeli Helgasyni, að taka ákvörð- un um söluna. Hér er um að ræða töluverða fjármuni því eigið fé Draupnissjóðsins var bókfært á 726,8 milljónir í árslok. Mismunandi sjónarmið hafa þó verið uppi í þessu máli meðal hlut- hafa Draupnissjóðsins. Því er m.a. Deildar mein- ingar hjá hlut- höfum Draupn- issjóðsins haldið fram að Þróunarfélagið hafi verið stofnað með það að markmiði að fjárfesta i áhætturekstri. Draupnissjóðurinn hafi aftur á móti haft þann megintilgang að fjárfesta í skráðum hlutabréfum eða bréfum sem séu á leið á markað. Er á það bent að starfsemi félaganna geti ekki átt samleið heldur sé eðlilegt að stækka Draupnissjóðinn í hina áttina t.d. með sameiningu við Hlutabréfasjóðinn hf. Á hinn bóginn þykir öðrum það fullkomlega eðlilegt að sjóðirnir selji sín bréf í Draupnissjóðnutn til Þróunarfélagins. Iðnþróunarsjóður hafi ýtt starfsemi Draupnissjóðsins úr vör á sínum tíma og ekkert sé endilega víst að sjóðurinn sé best fallinn til þess að reka félagið áfram. Það sé einungis af hinu góða ef einhver sýni því áhuga að halda starfseminni áfram. Þróunarfélagið þarf að stækka „Við teljum að Þróunarfélagið þyrfti að vera stærra félag til að bera þann lágmarkskostnað sem er í svona félagi," sagði Þorgeir Eyj- ólfsson, stjórnarformaður Þróunar- félagsins. „Með því að reka saman eða jafnveí sameina Þróunarfélagið og Draupnissjóðinn búum við til mun hagkvæmari rekstrareiningu. í annan stað eru eignirnar í Þróun- arfélaginu verðbréf og eignarhlutir í óskráðum félögum. Við vildum gjarnan hafa hlutabréf í félögum sem skráð eru á markaði í okkar eignum til að ná betri og hagkvæm- ari eignadreifingu. Það myndi verða að veruleika ef þetta gengi fram.“ Þorgeir segist telja að starfsemi Draupnissjóðsins og Þróunarfélags- ins geti farið mjög vel saman. „Draupnissjóðurinn hefur gegnt þýðingarmiklu hlutverki á hluta- bréfamarkaðnum við að halda lífi í markaðnum. Öllu því yrði framhald- ið hjá Þróunarfélaginu.“ 15 stærstu hluthafar Tæknivals hfj Heildarhlutafé 100.000.000 kr. Hluthafar 22. mars 1995 Eignarhaldsfél. Alþýðub. H.P. á íslandi hf. Rúnar Sigurðsson Þróunarfélag íslands hf. Ómar Örn Ólafsson Bjarni Bjarnason Auðlind hf. Gísli V. Einarsson Þvottahúsið Grýta Friðsteinn Stefánsson Björk Kristjánsdóttir Silfurþing hf. Sigþór Hilmisson Kristján Óskarsson Kjartan Sigurðsson Hlutafjáreign, 22.03.95, kr. Eignarhluti 22.03.95 17.625.352 17.501.721 15.662 815 19.000.000 8.611.615 6.201.606 3.015.850 2.413.355 1.594.049 1.350.401 1.070.401 1.063.303 875.293 855.361 850.4Q1 17,65% 17,50% 15,66% 9,00% 8,61% 6,20% 3,02% 2,41% 1,59% 1,35% 1,07% 1,06% 0,88% 0,86% 0,85% Verulegur umsnúningur hefur orðið hjá Tæknivali hf. eftir að Eignarhaldsfélag Alþýðubankans og Þróunarfélagið keyptu nýtt hlutafé í fyrirtækinu á síðasta ári, auk þess sem HP á íslandi breytti víkjandi láni sínu í hlutafé. Afkoma félagsins batnaði til muna í kjölfarið og var hagnaður þess um 40 milljónir á síðasta ári. Sjá nánar C6.____________________________________________________ Afkomubati hjá Urval-Utsýn Hagnaður Hlutabréfa- sjóðsins 61,6 milljónir AFKOMA ferðaskrifstofunnar Úr- val-Útsýn batnaði mikið á síðasta ári. Hagnaður af starfsemi fyrir- tækisins nam 35 milljónum króna, en árið 1993 var 13 milljóna tap af rekstri þess. Erlendum ferðamönnum fjölgaði Rekstrartekjur Úrvals-Útsýnar árið 1994 námu 1.644 milljónum, sem var 9,5% hækkun frá 1993 þegar tekjumar námu 1.501 milljón. Bætta afkomu Úrvals-Útsýnar í fyrra má rekja til tveggja þátta, að því að segir í frétt frá ferða- skrifstofunni. Annars vegar var mun betri nýting í leiguflugi fé- lagsins til Mallorca, Portúgal, Kanaríeyja og Edinborgar, en far- þegar þangað voru um 9.000 á árinu. Hins vegar var mikil aukn- ing í komum erlendra ferðamanna á vegum félagsins á árinu 1994, þegar þeir voru 14.827. Árið 1993 voru þeir 9.472 talsins, þannig að aukningin á milli ára var 57%. íslendingar sem fóru erlendis á vegum Úrvals-Útsýnar 1994 voru 27.387 talsins, þannig að alls var farþegafjöldi félagsins til og frá landinu 42.214. HAGNAÐUR varð af rekstri Hlutabréfasjóðsins hf. á síðastliðnu ári og nam hann 61,6 milljónum króna eftir skatta. Ársreikningur Hlutabréfasjóðsins hf. endurspegl- ar þau umskipti sem urðu á hluta- bréfamarkaðnum á árinu 1994. Markaðsgengi hlutabréfa hækkaði í flestum skráðum félögum. Þing- vísitala, sem mælir almennar verð- breytingar hlutabréfa, hækkaði á árinu um 24%, samanborið við 17% lækkun á árinu 1993, segir í frétt frá Hlutabréfasjóðnum. Þá kemur fram að ávöxtun hlutabréfa Hiutabréfasjóðsins hf. megi skoða með tvennum hætti, annars vegar með því að líta til þróunar á gengi hlutabréfa í félag- inu á markaðnum, hins vegar með því að skoða raunverulega ávöxtun eigna félagsins samkvæmt árs- reikningi. Markaðsgengi hluta- bréfa í félaginu hækkaði um 45% á árinu sem leið. Gengi hlutabréfa í félaginu, sem hafði verið 0,95 í ársbyijun var 1,38 í árslok. Sam- kvæmt ársreikningi nam ávöxtun eigna félagsins 15%. Félagið átti í árslok hlutabréf í 15 félögum og eru þau metin á 336 milljónir króna. Þar af nam bókfærð hlutafjáreign í Eimskip 88 milljónum. Hlutafé félagsins var í árslok 356 milljónir króna. Eigið fé var í ársbyijun 500 milljónir, en í árslok 547 milljónir þegar færðar hafa verið til skuldir 28,5 milljónir vegna arðs til hluthafa. Eignaauki nemur því 75,5 milljónum króna. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. voru í árslok 1.894 að tölu, en höfðu verið 1.962 í,ársbyijun. Aðalfundur félagsins verður haldinn nk. fimmtudag og gerir stjórn félagsins tillögu um að greiddur verði 8% arður til hlut- hafa. Morgunblaðið/Sverrir MARGRÉT S. Björnsdóttir aðstoðarmaður viðskiptaráðherra (í miðju) afhendir sigurvegurum í stjórnunarkeppninni verðlaunin. Eimskip sigraði Hlutabréfasjóðir Auðlind hf. með betri afkomu á síðari árshelmingi Frjálsi lífeyrissjóðurinn 2,3 millj- arða eign HREIN eign Fijálsa lífeyris- sjóðsins var 2,3 milljarðar króna í árslok 1994. Sjóðsfé- lagar voru þá 2.680 talsins og raunávöxtun til þeirra var 5% á árinu 1994. Árið 1994 var sautjánda starfsár Fijálsa lífeyrissjóðs- ins, en sjóðsfélagafundur var haldinn í síðustu viku. Fram kom að samsetning skulda- bréfaeignar sjóðsins var þannig í árslok 1994 að skuldabréf á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga voru 67,6%, á ábyrgð banka og sparisjóða 12,7% og önnur bréf 19,7%. Stjórn Ftjálsa lífeyrissjóðs- ins skipa Sigurður R. Helga- son, stjórnarformaður, Bjarn- ar Ingimarsson, Haraldur Sveinsson, Jón Halldórsson og Kristján Þorsteinsson. SVEIT Eimskipafélags íslands vann íslenska hlutann í Samnor- rænu stjórnunarkeppninni nýver- ið. í öðru sæti var sveit Olíufélags íslands og því þriðja sveit fjár- málaráðuneytisins. Það verða því sveitir Eimskips og OIís sem mæta munu tveimur efstu sveitum Dana, Finna, Norð- manna og Svía í Norðurlandaúr- slitum, sem verða hér á landi 8. apríl. Alls munu um 80 manns koma hingað til iands á keppnina, en alls tóku þátt í henni rúm 700 fyrirtæki. Sigurvegari Norður- landakeppninnar mun síðan fara til Dóminíkanska lýðveldisins í Karabíska hafinu. Það lið sigrar sem tekst að hámarka hagnað. í sigurliði Eimskips voru þau Bragi Rúnar Jónsson, Bragi Þór Marinósson, Guðný Sigurðardótt- ir, Hildur R. Kristjánsdóttir og Sævar Bjarnason. AFKOMA Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. var mun betri á síð- ari árshelmingi 1994 en þeim fyrri. Hagnaður sjóðsins síðustu sex mánuði ársins 1994 var 9,6 millj- ónir króna, en hagnaður síðasta árs í heild var 1,8 milljónir. í frétt frá Kaupþingi kemur fram að betri afkoma sjóðsins stafi einkum af gengishækkun hluta- bréfa á tímabilinu. Ennfremur segir að Auðlind hafi á undanföm- um misserum lagt mikla áherslu á að auka hlutfall hlutabréfa í eignum félagsins. Unnið hafi verið markvisst að því allt frá því að sérfræðingar Kaupþings hf., sem hefur umsjón með sjóðnum, sáu fram á verulega hækkun á gengi íslenskra hlutabréfa vegna góðrar afkomu íslenskra fyrirtækja á ár- inu 1994. 2.200 hluthafar Hlutafiáreign Auðlindar er nú 53% af heildareignum sjóðsins, en stefna stjómar félagsins er að hlutfall hlutabréfa verði 70% þegar til langs tíma er litið. Þá er stefn- an að 20% af eignum sjóðsins verði í innlendum skuldabréfum og 10% í erlendum verðbréfum. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum Auðlind er um 2.200 talsins og fjölgaði um rúmlega 400 á síðasta ári. Stjórn Auðlindar breytti nýverið fjárfestingarstefnu sjóðsins á þann hátt að vægi framleiðslu- og þjón- ustufyrirtækja var aukið á kostnað fyrirtækja í olíudreifingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.