Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 10
10 C FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjómar Sjónarhorn Allar efnahagsráðstafanir i-tj nýrrar ríkisstjómar, skrifar Bolli Héðinsson, verða að standast kröfur opins mark- aðshagkerfis og -hagstjóm- ar. Ella geta afleiðingamar orðið ófyrirséðar fyrir þann stöðugleika sem náðst hefur SÚ ríkisstjórn sem taka mun við stjórnartaumum hér á landi í kjölfar kosninganna í vor, hvernig svo sem sú ríkisstjórn mun verða saman sett, mun taka við við allt aðrar aðstæð- ur og möguleika til hagstjórnar heldur en aðrar ríkisstjórnir sem tekið hafa við hér á landi á umliðn- um árum. Varðar þar mestu að horft af sjónarhomi hagstjórnar, þá er ísland ekki lengur „eyland" þar sem ríkisstjórnir geta farið sínu fram, og talið sér trú um að ráðstaf- anir sem þær grípa til lúti eigin lögmálum, en ekki þeim sem gilda í hagkerfunum í kringum okkur. Hvarfli það að nokkrum stjórnmála- manni að fara að vinna að hag- stjórn á annan máta hér á landi heldur en í nágrannalöndunum, þá verður þess ekki lengi að bíða að stöðugleikinn hverfí og að það komi niður á atvinnuvegunum og afkomu þjóðarinnar. Þróun þessara aðstæðna í hag- kerfmu á sér langan aðdraganda með þeim samfélagsbreytingum sem hér hafa orðið síðustu áratugi. Hröðust hefur þróunin orðið á síð- ustu 5-7 árum, eftir að séð var hvert stefndi með aðild að EES og þeim breyttu lögum og reglugerðum sem settar voru í tíð síðustu ríkis- stjórnar um tilhögun opnunar ís- lenska fjármagnsmarkaðarins gagnvart útlöndum. Núverandi rík- isstjórn hefur tekist að viðhalda þeim góða árangri sem síðasta ríkis- stjórn náði í glímunni við verðbólg- una, sem breytt hefur öllum for- sendum í rekstri og hagstjórn. Helstu hagstjórnartækjum verð- ur því aðeins beitt, að samræmis sé gætt í notkun þeirra. Á fáum sviðum þjóðfélagsmála munu rang- ar ákvarðanir á einum vettvangi jafn augljóslega leiða til ófara á öðrum. Opið hagkerfi líkt og hið íslenska, leyfír einfaldlega ekki van- hugsuð inngrip í gang efnahags- mála. Slíkt gæti haft ófyrirséðar afleiðingar svo allar þær fórnir sem almenningur í landinu hefur fært til að ná þeim stöðugleika, sem við nú búum við, hefðu verið færðar til einskis. Peningamál Innlendur atvinnurekstur er í miskunnarlausri samkeppni við út- lenda framleiðslu og þrátt fyrir að svo hafi verið lengi þá hefur ríkis- valdið lengst af beitt aðgerðum í þágu innlends atvinnulífs, sem hef- ur hagrætt samkeppnisstöðu inn- lendra fyrirtækja gagnvart útlend- um. Oftast hefur þetta verið gert með stýringu vaxta- og gengismála. Arðsemi og framleiðni atvinnuveg- anna skipti til skamms tíma ekki máli í innlendum atvinnugreinum, enda tilgangur margra fyrirtækja miklu fremur sá að skapa eigendum og venslamönnum þeirra vel launuð störf, heldur en að skila rekstraraf- gangi og eðlilegum arði af starf- seminni. Af einstökum þáttum hagkerfis- ins eru peningamálin einna næmust fyrir opinberum aðgerðum. Yfirleitt líður skammur tími frá aðgerðum á því sviði þar til áhrifin í hagkerf- inu koma fram. Gengi Ríkisstjóm sem byrjaði starfsfer- il sinn á að fella gengi íslensku krónunnar, við þær aðstæður sem nú ríkja, myndi valda verulegu tjóni á hagkerfinu og tiltrú manna á varanlegan stöðugleika, sem fyrst nú er um það bil að festast í sessi. Þannig mundu ein áhrif gengisfell- ingar þýða að því yrði varlega trúað að til frambúðar væri óhætt að varðveita fjármuni sína í innlendum gjaldmiðli í stað erlends. Til skamms tíma var almennt álitið að hið skráða gengi krónunn- ar skyldi ætíð vera sú afgangsstærð sem eðlilegt væri að hagræða á endanum, þegar útflutnings- og samkeppnisatvinnuvegirnir höfðu skapað sér kostnað umfram það sem framleiðnistig þeirra 'poldí. Þetta hefur breyst og almennt er nú viðurkennt að tiltölulega stöðugt gengi er áhrifaríkasta leiðin til stöð- ugleika í verðlagi. Viðvarandi stöð- ugleiki er aftur forsenda þess að hægt verði að hverfa frá vísitölu- tengingu fjárskuldbindinga. Athyglisvert er að heyra að stjórnmálamenn vestur í Ámeríku leyfa sér að segja opinberlega að óæskilegt sé að búa til langframa við lágt gengi dollara, líkt og nú er, því hið lága gengi leiði til „væru- kærðar“ hjá ráðamönnum fyrir- tækja, sem draga þá að spara og hagræða í því skyni að auka fram- leiðni í rekstri! Umræðan hér á landi hefur ekki enn náð svo langt og viðbúið að hér yrði henni öfugt farið. Óeðlileg inngrip ríkisvaldsins til að hafa áhrif á gengi, jafn við- kvæmur og peningamarkaðurinn á íslandi er eftir hinar stöðugu geng- isfellingar fyrri ára, gæti valdið verulegum óróa og gert að engu þá tiltrú sem þó er orðin á krón- unni og stöðugleika hennar. Vextir Eftir að hömlum var létt af fjár- magnsmarkaði og vextir ráðast mikið til af framboði og eftirspurn fjármagns, auk þess sem viðskipta- bönkunum sjálfum hefur verið falið að skrá gengi íslensku krónunnar, þá er samband gengis og vaxta í hagkerfinu orðið mun augljósara. Þannig er t.d. ljóst að ef halda á vaxtastigi hér á landi lægra heldur en gerist í öðrum löndum, þá veldur það einfaldlega auknu útstreymi erlends gjaldeyris sem leitar hag- stæðari ávöxtunar annarsstaðar. Á endanum ættu lögmál framboðs og eftirspurnar síðan að leiða til þess að innlent vaxtastig yrði sambæri- legt erlendu að teknu tilliti til geng- isáhættu. Áður hefðu það þótt mjög slæm tíðindi ef gjaldeyrisforði þjóðarinnar í Seðlabankanum hefði dregist sam- an, en nú er í sjálfu sér ekki ástæða til að óttast það í sama mæli. Nú hefur öðrum einfaldlega verið falið að varðveita gjaldeyrisforðann, þ.e. þeim sem kjósa að ljárfesta erlend- is fremur en innanlands, t.d. lífeyr- issjóðum. Fyrir aðeins fáeinum árum hefði þetta verið merki um að íslendingar hefðu rokið til og keypt sér bíla, heimilistæki o.þ.h. eingöngu til að fjárfesta, fjárfest- íngannnar vegna. Með auknum heimildum íslend- inga til fjárfestingar erlendis hefur fjármagnsmarkaðurinn þróast á þann veg að t.d. lífeyrissjóðir íjár- festa í erlendum skuldabréfum (lána útlendingum peninga), sem munu aftur skila sér síðar inn í þjóðar- búið, þegar þeirra verður þörf. Vinnumarkaður Náist ekki að byggja upp á ís- landi efnahagslíf, sem skapar lífs- kjör á borð við þau sem bjóðast í nágrannalöndum okkar, þá munu íslendingar einfaldlega leita at- vinnu annarsstaðar á hinum sam- evrópska vinnumarkaði. Þetta þekkjum við vel frá atvinnuleysisár- unum fyrir 1970 þegar verkafólk flúði atvinnuleysið hér á landi til Svíþjóðar. Munurinn nú og frá fyrri atvinnu- leysisárum er sá að atvinnuleysi í Evrópu er það mikið að verkafólk hefur ekki atvinnu þangað að sækja. Aftur á móti er sívaxandi þörf um allan heim fyrir vel mennt- að og hæft vinnuafl á ýmsum svið- um þjónustu og þjónustuiðnaðar. Verði lífskjör og íslenskt samfélag ekki með þeim hætti að jafna megi til þess sem gerist annarsstaðar í Evrópu þá hefst hér atgervisflótti sem e.t.v. sér þegar stað í því að fjöldi íslenskra námsmanna fær ekki vinnu hér á landi að loknu námi og ílendist því erlendis. . Breyttar aðstæður í íslensku efnahagslífi eru niðurstaða ára- langrar þróunar, sem m.a. þátttak- an í Evrópska efnahagssvæðinu og sú opnun hagkerfisins sem henni fylgdi, hafa verið lokaáfangi að. Telja verður að breytingarnar séu í alla staði jákvæðar þar sem þær takmarka nú mjög svigrúm stjórn- valda og leyfa ekki að íslenskar rík- isstjórnir breyti með öðrum hætti, eða noti aðrar aðferðir við hag- stjórn, en ríkisstjórnir í helstu ná- granna- og viðskiptalöndum okkar. - Hér hefur aðeins verið drepið á fáein atriði á nokkrúm mikilvæg- um sviðum hagkerfisins en breyt- inganna gætir víðar og mikilvægt að tryggja að þær 'skili sér að fullu til allra sviða efnahagslífsins. Höfundur er hagfræðingur og gegndi starfi efnahagsráðgjafa í tíð síðustu ríkisstjórnar. Ávöxtun bestskömmu eftir aðalfund 1994 Síðasta Útreiknað Dags. þegar Fjöldi Dags. verð fyrir verð eftir verð náði mánaða aðalfundar aðalfund aðalfund verði f. aðalf. sera leið Eiinakip 10. mars 4,25 3,77 9. mai 2,0 íslandsbanki 25. april 0.80 0,76 27. apríl 0,1 Fluglciðir 17. mars 1,06 1,06 25. april 1,8 Olíufélaglð 24. mars 5,40 4,82 9. mal 1,5 Sam. Verkt. 24. febr. 7,18 6,46 náðist ekki — & árinu Skeljungur 15. mars 4,28 3,80 20. júní 3,2 ÚA 20. apríl 3,10 2,73 náðist ekki — á árinu OLÍS 18. mars 2,16 2,06 4. ág. 4,6 Grandi 29. april 2,00 1,75 9. raaí 0,3 1993 Síðasta Útreiknað Dags. þegar Fjöldi Dags. verð fyrir vcrð eflir verð náði mánaða aðalfundar aðalfund aðalfund vcrði f. aðalf. sera leið Eimskip 4. mars 4,15 3,68 25. okt. 7,8 íslandsbanki 29. mars 1,10 1,08 náðist ekki á árinu Flugleiðir 18. mars 1,29 1,22 náðist ekki — á árinu Ollufélojfið 26. mars 4,82 4,25 15. sept. 5,8 Sam. Verkt. 28. apríl 7,1 6,38 29. des. 8,2 Skeliunsrur 12. mars 4,25 3,73 4. júni 2,8 ÚA 30. apríl 3,45 3,39 24. név. 6,9 OLÍS 27. mars 2,02 1,92 1. des. 8,3 Grandi 30. apríl 1,8 1,75 4. júnf 1,2 NÚ ER sá tími árs að aðal- fundir eru hjá flestum íslenskum hlutafélög- um. Sérstaklega áhuga- vert er að fylgjast með verði hluta- bréfa félaganna í kringum fundina. Töluverður spenningur er á mark- aði eftir fréttum af afkomu félag- anna og vangaveltur um áhrif þeirra frétta á verð hlutabréfanna. Verðbréfaþing stöðvar viðskipti með hlutabréf félaganna og spum- ing er hvort þeir sem fyrir tilviljun áttu síðustu viðskipti fýrir stöðvun hafi vitað af fréttunum. Þetta eru allt merki um áhuga fyrir markað- inum og vitnisburður um að hann sé lifandi og heilbrigður. Það er hins vegar eitt atriði sem undirritaður telur að markaðurinn hafi ekki veitt athygli, a.m.k. eru áhrif þessa ekki sýnileg í verði hlutabréfanna. Þetta eru verðáhrif útgáfu jöfnunarhlutabréfa og út- grejðsla arðs. Á aðalfundum flestra hlutafélaga er tekin ákvörðun um jöfnun og arð og er yfirleitt vitað með góðum fyrir- vara hver tillaga stjómar einstakra félaga verður í þessum efnum. Fréttir um arðgreiðslur Ekki er óeðlilegt að álykta að ætla mætti að verð hlutabréfanna breytist á markaði um leið og það fréttist að arðgreiðslur verði með öðrum hætti en markaðurinn hafði vænst. Af þessum sökum stefna fyrir- tæki að því að hafa arðgreiðslur íslenskir fjárfestar hafa ekki veitt nægilega at- hygli þau áhrif sem arð- greiðslur og útgáfa jöfnunarhlutabréfa hafa á verð hlutabréfa, segir —J------------------------- Ottar Guðjónsson hag- fræðingur Landsbréfa. sínar sem jafnastar. Ennfremur geta reglur um skattlagningu arð- greiðsina hjá einstaklingum haft veruleg áhrif þar á. Merki um að fréttir af arðgreiðslum hlutafélaga hafi haft áhrif á verð hlutabréfa hér á landi eru fá eða engin.Það þarf þó ekki að þýða að neitt sé að, heldur getur einfaldlega verið að væntingar fjárfesta um arð- greiðslur hafi í stærstu dráttum ræst og því eðlilegt að verð breytist ekki. Eðlilegt er hins vegar að verð hlutabréfa lækki á markaði um leið og rétturinn til arðsins fellur af bréfunum. Engin almenn regla gildir um þetta hér á landi en hjá Eimskip og Flugleiðum er þetta á þeirri mínútu þegar aðalfundur hefur ver- ið boðaður. Verð eftir arðgreiðslu ætti því að vera það sama og verð fyrir arðgreiðslu að frádreginni arð- greiðslunni. Sé arðgreiðsla til dæm- is 10% ætti verð hlutabréfana að lækka um 0,1. Fréttir af útgáfu jöfnunarhlutabréfa Hins vegar er ekki rökrétt að fréttir af útgáfu jöfnunarhlutabréfa hafi áhrif á verð hlutabréfanna því hún hefur engar raunverulegar breytingar í för með sér. Það eina sem gerist er að heildarnafnverð útgefinna hlutabréfa vex um ákveð- ið hlutfall. Þetta á ekki að breyta neinu um skoðun markaðarins á raunverulegu verðmæti hlutafé- lagsins og því á verð hlutabréfanna einungis að lækka hlutfallslega sem nemur útgáfu jöfnunarhlutabréf- anna um leið g eigendur fyrri bréfa verða eigendur jöfnunarbréfanna, þannig að heildarverðmæti úti- standandi hlutabréfa félagsins haldist óbreytt. Sé hlutabréfamarkaður virkur koma útgáfa jöfnunarhlutabréfa og útgreiðsla arðs fram í verði bréf- anna á markaði strax að loknum aðalfundi. í meðfylgjandi töflum er sýnt verð hlutabréfa fyrir þau 9 hlutafé- lög á hlutafélagamarkaði sem voru í lok árs 1993 með meira en millj- arð króna í eigin fé. Þar er sýnt fyrir árin 1994 og 1993 verð hluta- bréfa stærstu hlutafélaganna í síð- ustu viðskiptum fyrir aðalfund, út- reiknað verð strax að gefnum ákvörðunum aðalfundanna um arð og jöfnun, dagsetningu sem verð bréfanna varð aftur það sama og það var í síðustu viðskiptum fyrir aðalfund og fjölda mánaða sem leið þar á milli. Útreikningur á verði hlutabréfa eftir arð og jöfnun fer þannig fram að verð er lækkað tölulega sem nemur arðgreiðslunni og síðan er deilt í þá tölu með einum að við- bættri jöfnun. Dæmi um þetta er að eftir arð og jöfnun nú ætti verð hlutabréfa Eimskips að vera u.þ.b. (5,16-0,1)/(1,2)=4,22. Af töflunum sést að á síðasta ári leið mjög skammur tími frá aðal- fundi þar til verð hlutabréfa var komið í sama horf og það var áður en fundurinn var haldinn. Þrátt fyr- ir þetta er ekki víst að spákaupmenn sjái tækifæri til að hagnast á þessu eftir að þeir hafa tekið tillit til kostn- aðar og áhættu sem væri því samf- ara. Þrátt fýrir alla þá óvissu sem ávallt ríkir um þróun hlutabréfa- verðs í framtíðinni getur verið rök- rétt fyrir fjárfesta sem fjárfesta til langs tíma að líta til þess að tíma- setja hlutabréfakaup sín með tilliti til ofangreindra atriða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.