Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Auglýsingafólk ræðir um breytingar á auglýsingakeppni ímarks Samstarf eða samkeppni? íslenski markaðsklúbburinn, ímark, hefur haldið keppni um Athyglisverðustu auglýs- ingamar árlega síðastliðin níu ár. Meðal auglýsingafólks er nú mikill vilji fyrir því að breyta keppninni. Hanna Katrín Friðriksen kynnti sér málið. AÐ vakti athygli við verð- launaafhendingu á At- hyglisverðustu auglýs- ingu ársins 1995 að af þeim sjö auglýsingastofum sem unnu til verðlauna voru fimm að fá sín fyrstu verðlaun í keppni sem íslenski markaðsklúbburinn, ímark, hefur haldið undanfarin níu ár. Það er ennfremur athyglisvert að stofurnar fimm eru allar í minni kantinum í hópi auglýsingastofa, og engin þeirra er meðlimur í Sam- bandi íslenskra auglýsingastofa, SIA, en þær stofur hafa verið áber- andi meðal verðlaunahafa undanf- arinna ára. Því kviknar sú spurning hvort úrslitin marki ákveðin tíma- mót í auglýsingagerð hér á landi. Tvénn félagasamtök eru til í auglýsingageiranum hér á landi. Annars vegar Samband íslenska auglýsingastofa, SÍA, sem var stofnað árið 1977 og hins vegar Félag íslenskra teiknara, FÍT, sem er öllu eldra, stofnað árið 1943. Hjá SÍA er um að ræða félagaað- ild ákveðinna auglýsingastofa, en hjá FÍT er einstaklingsaðild. Varðandi úrslitin í síðustu ímark keppni segir Hallur A. Baldursson, framkvæmdastjóri Yddu hf., sem er formaður SIA að þar hafí trú- lega verið um tilviljun að ræða. „Hins vegar voru innsendingar SIA-stofa öllu færri í ár en oft áður. Hjá einstaka stofum nam fækkunin allt að 50%,“ segir hann. Hilmar Sigurðsson, hjá Grafít hf. er formaður FÍT. Hann segir úrslit keppninnar tákn nýrra tíma. „Þetta er tvímælalaust eðlilegt framhald af þeirri þróun þar sem minni auglýs- ingastofum með áherslu á hinn skapandi þátt hef- ur fjölgað." Breytt fyrirkomulag? ímark hefur staðið fyrir vali á Athyglisverðustu auglýsingu árs- ins undanfarin níu ár. Keppt er í átta flokkum auk þess sem óvenju- legasta auglýsingin er valin. Hjá auglýsingafólki hefur borið á vilja til þess að breyta forsendum keppninnar og eru ýmsar leiðir nefndar til, allt frá náinni sam- vinnu við ímark til þess að koma annarri keppni á fót. „Þessi keppni er meingölluð eins og hún er nú,“ segir Hilmar Sig- urðsson. „Stærsti gallinn er hve forsendurnar eru óljósar. Það er keppt um athyglisverðustu auglýs- ingarnar, en niðurstöðurnar endur- spegla það ekki endilega. Einhvern veginn hefur mér þótt sem hlutir sem eru óvenjulegir og aðeins á undan samtíðinni hafi ekki átt uppá pallborðið og þar kenni ég um skorti á skilgreiningu. Við hjá Grafít höfum, eins og margir aðr- ir, prófað að senda auglýsingar í keppnir erlendis. Þijú ár í röð höf- um við fengið birtingar í svokall- aðri Epica bók þar sem birtar eru auglýsingar sem komast í úrslit í samnefndri virtri keppni. Þessar auglýsingar hafa ekki komist áfram hér heima og það er í raun athyglisvert." Viðræður um breytta keppni Hallur A. Baldursson segir að fyrir síðustu keppni hafi SIA farið fram á fulla aðild að auglýsinga- keppninni. Því hafí verið_ hafnað af hálfu ímarks. „Innan SÍA og FÍT er stefnt að viðræðum við Imark um þessi mál, enda er mikill áhugi fyrir því að þróa þessa keppni frek- ar, t.d. með tilliti til mats á mark- aðsárangri auglýsinga.“ Hilmar sagði að jafnhliða því að taka inn markaðsárangursþáttinn þyrfti að fjölga þeim flokkum sem keppt væri í. Þar vantaði t.d. flesta þætti grafískrar hönnunar. Innan SÍA og FÍT mun vera ákveðinn vilji fyrir því að ný keppni verði skipulögð og Imarki jafnvel boðið að taka þátt í henni. Á ein- staka má heyra að fjárhagsleg sjón- armið ráði ríkjum þar sem menn sjái peninga í keppninni, en hjá ímark segja menn að keppnin sjálf geri ekki mikið meira en að standa undir sér. Allra helst vilja menn þó að samstaða náist meðal þessara þriggja aðila um áframhaldandi þróun á ímark keppninni sem allir geti sætt sig við, enda sé sú keppni búin að vinna sér ákveðinn sess í hugum manna. Bogi Siguroddsson er formaður stjómar ímarks. Hann segir að þar hafí menn heyrt af einhveijum vangaveltum annarra aðila um breytingar á keppninni, jafnvel möguleikum á að efna til annarrar keppni. „Við lítum svo á að við séum þegar í samstarfí við SÍA og FÍT, enda eiga þessir aðilar fulltrúa í dómnefnd keppninnar. Það er hins vegar fyrirhugað að fara í viðræður við þá um frekari þróun á keppn- inni,“ segir Bogi. Bogi segir ennfremur að þó Imark sé tilbúið í viðræður um þró- un á fyrirkomulagi keppninnar, sé framkvæmdahliðin annað mál. „Við höfum haldið keppnina frá upphafí og það hefur engin gagnrýni komið fram á framkvæmdina. Okkur þyk- ir óeðlilegt ef þessir aðilar ætla sér að halda keppni sjálfír enda teljum við framkvæmdinni best borgið hjá ímark, hjá óháðu fagfólki." Best að fá samstarf ímark, SÍA og FÍT Morgunblaðið/Sverrir GRAFIT er ein af „litlu" auglýsingastofunum sem verðlaunaðar voru í fyrsta skipti í síðustu Imark keppni um Athyglistverð- ustu auglýsingu ársins. Á myndinni eru standandi frá vinstri Finnur Malmquist, Magnús Arason, Halla Helgadóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir og Anna Svava Sverrisdóttir. Sitjandi er Hilmar Sigurðsson. Morgunblaðið/Sverrir YDDA er ein af auglýsingastofunuin innan Sambands íslenskra auglýsingastofa. Á myndinni má sjá Hall A. Baldursson, fram- kvæmdastjóra stofunnar og formann SÍA, lengst til vinstri ásamt starfsfólki Yddu Fækkun hjá SÍA Frá þeim tíma sem liðinn er frá stofnun SÍA hefur fjöldi auglýs- ingastofa innan sambandsins verið breytilegur. Flestar hafa stofurnar verið 18, en eru nú 7. Hallur segir fækkun auglýsingastofa innan samtakanna fullkomlega eðlilega. Stærri auglýsingastofur sem veita svokallaða alhliða þjónustu eigi lít- ið sameiginlegt með minni stofum þar sem áhersla er lögð á ákveðna einangraða þætti. „Fækkunin endurspeglar einnig hagræðingu meðal aug- _________ lýsingastofanna, en þar hefur átt sér stað tölu- verð sameining sem leið- ir til þess að stofum fækkar, en þær stækka jafnframt. Það má í raun ” segja að það séu ákveðin tímamót hjá samtökunum þar sem ’áður voru innan þeirra fyrirtæki sem voru misjöfn að gerð, en nú er þetta orðin einsleitur hópur sem býður upp á alhliða þjónustu," seg- ir Hallur. Mismunandi áherslur Meðlimum FÍT hefur fjölgað mjög á undanfömum árum og eru nú um 180 talsins. „Það hefur verið mikil breyting hjá þessari atvinnúgrein, þ.e. auglýsingagerð, síðastliðin ár,“ segir Hilmar. „Sú efnahagslega lægð sem íslending- ar hafa gengið í gegnum hefur sagt til sín. Aður voru um 60-65% félaga í FÍT starfsfólk auglýsinga- stofa, en síðustu þijú árin hefur innan við þriðjungur FÍT-meðlima Framkvæmd inni best borgið hjá ímark verið inni á stofum. Einyrkjar og sjálfstætt starfandi teiknarar eru komnir í yfirgnæfandi meirihluta í félaginu." „Sumir segja að það sé ekki hægt að tala um auglýsingastofu nema þar sé boðin alhliða þjón- usta. Ég er á þeirri skoðun að það séu til mismunandi stofur með mismunandi áherslur. Það er hægt að taka ákveðinn hluta þjón- ustunnar í gegnum aðra aðila, nákvæmlega eins og við hjá Grafít gerum. Það er alþekkt erlendis. Þar eru auglýsingastofur t.d. með litlar skapandi deildir og sækja síðan þjónustu þar að lútandi út fyrir sínar raðir þegar þörf er á. Stofur geta ““““ t.d. verið með eigin textahöfunda en keypt alla eigin- lega hönnunarvinnu utan að,“ seg- ir Hilmar. Kostir og gallar Morgunblaðið ræddi við aðila sem hafa reynslu af því að skipta við stórar auglýsingastofur jafnt sem litlar. „Maður treystir kannski stóru stofunum betur þegar um er að ræða stærri verkefni þó það sé ekki algilt. Þar er meira svigrúm fyrir hendi og meiri reynsla. Á móti kemur að fólk er almennt metnaðarfyllra og fijórra á smærri stofunum," sagði einn. Viðmæl- endur blaðsins voru þó á einu máli um að það sem helst skipti máli væri sá einstaklingur innan viðkomandi stofu sem sæi um fyr- irtækið. Þar skipti engu hvort stof- an væri stór eða lítil. 500 sjón- varps- rásir í Evrópu? STAFRÆN sjónvarpsbylting er á næstu grösum í Evrópu. Eftir tvö ár eða svo mun fólk eiga kost á fleiri sjónvarpsrás- um en nokkurn hefði getað órað fyrir. Fjarskiptahnettir, sem eru ýmist komnir á loft eða í smíðum, munu endur- varpa meira en 500 rásum út yfir álfuna. Unnt er að fá nokkra nasa- sjón af framtíðinni með því að skoða það, sem gerst hefur í Bandaríkjunum en á síðasta ári byijaði DIRECTV að endur- varpa 150 rásum til móttöku- skerma, sem eru ekki stærri en venjulegur matardiskur. Búist er við, að um mitt þetta ár verði búið að koma upp einni milljón slíkra diska vestra. Dagskráin er af ýmsu tagi, til dæmis Commercial Choice, 24-rása kerfi, sem einkum er ætlað krám og veitingahúsum, ótal íþróttarásir og margt fleira. Allar helstu áskriftarstöðv- arnar í Evrópu, Canal Plus, Nethold og British Sky svo nokkrar séu nefndar, telja staf- ræna gervihnattasjónvarpið vera framtíðina og ætla að veija tugum milljarða kr. í þeirri vissu, að dijúgur hluti sjónvarpsáhorfenda sé tilbúinn til að greiða fyrir meira úrval. Áhorfendur verða þá einnig að fjárfesta í nýjum afruglara. SES, fyrirtæki í Luxemborg, sem rekur Astra-gervihnatta- sjónvarpið, ætlar að koma á loft þremur stafrænum fjar- skiptahnöttum á næstu tveimur árum og þeim fyrsta í septem- ber. í stafrænu fjarskiptahnött- unum getur hver miðlari ann- ast allt að tíu rásum en það fer nokkuð eftir myndgæðunum, sem krafist er hveiju sinni. Það sýnir vel hve áhuginn á stafræna sjónvarpinu er mikill, að búið er að semja um afnot af meira en 90% af afkastagetu Astra-hnattanna. Euteisat, sem er samsteypa helstu áskriftarstöðvanna í Evrópu, ætlar einnig að koma á braut þremur fjarskiptahnött- um og er sá fyrsti raunar þeg- ar kominn á sinn stað. Verða þeir búnir 56 miðlurum, sem taka á móti og endurvarpa sendingunum eða rásunum en nú er hún aðeins ein. Bjóða þeir jafnt upp á venjulega tækni og stafræna. Eitthvað skemmtilegt? Hvað skyldi svo verða að sjá á meira en 500 rásum? Inni í þessu verða að sjálfsögðu rása- pakkar, sem eru sérstaklega ætlaðir ákveðnum málsvæðum, til dæmis því enska, þýska, franska og ítalska, en BSkyB í Bretlandi hyggst bjóða upp á 120 rásir eða fleiri. Það sem m.a. hefur ýtt und- ir þessa þróun er hugmyndin um kvikmyndir svo til eftir pöntun. Þá yrðu 50 til 60 rásir notaðar til að sýna 10 vinsæl- ustu kvikmyndirnar hveiju sinni og hver mynd sýnd á fimm eða sex rásum. Yrði sýningar- tímanum dreift til að enginn þyrfti að bíða lengur en í 20 mínútur eftir byijuninni og hugsanlegt gjald fyrir sýning- una yrði 500 kr. Lítill sendingarkostnaður í stafræna kerfinu býður ekki aðeins upp á miklu fleiri rásir, heldur auðveldar líka útsend- ingu á mjög sérhæfðu efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.