Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 B 11 VIÐSKIPTI/ATVINWPLÍF DAGBÓK Internet í viðskiptum MINTERNET í viðskiptum er yfirskrifl námsstefnu sem verð- ur haldin í Tækniskóla íslands þriðjudaginn 11. apríl nk. Fyrir- lestur verður haldinn í hátíðar- sal skólans að Höfðabakka 9 kl. 15. Nemendur í útflutnings- markaðsfræði við skólann sjá um kynningu á Internetinu. Farið verður í grunnatriði, möguleika netsins sem kynning- armiðils og tæki til bættra boð- skipta. Einnig verður farið yfir uppsetningarkostnað og aðra notkunarmöguleika. Að fyrir- lestrinum loknum verður gest- um boðið upp á að skoða Inter- netið í tölvum skólans undir leið- sögn nemenda. Nánari upplýs- ingar og skráning fer fram í síma 567-3612 6., 7. og 10. apríl kl. 13-16 og á heimasíðu kynningarinnar: http://ta- ekn.is/reksd/kynning.html. Einnig má tilkynna þátttöku í faxi 587-3936. Endur- menntun ■HÓPAR með frelsi til frum- kvæðis er nafn á námskeiði sem haldið verður á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla íslands 10. og 11. apríl nk. kl. 8.30-12.30. Leiðbeinandi verður Höskuldur Frímannsson, lekt- or við Háskóla íslands. ■FRAMLEIÐSLUSTJÓRN- UN er nafn á námskeiði sem haldið verður á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla íslands 12., 18. og 21. apríl nk. kl. 8.30-12.30. Leiðbeinandi verður Páll Jensson, prófessor við Háskóla íslands. Meðferð trún- aðargagna IINNGANGUR að skjala- stjórnun er yfirskrift námskeiðs sem haldið er dagana 24. og 25. apríl kl. 13.00-16.00 í litla sal Hótels Lindar Rauðarárstíg 18. Námskeiðið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á skjala- stjórnun og vilja auka þekkingu sína á þessu sviði. Kynnt verður undirstöðuatriði skjalastjórnun- ar og lífshlaup skjals. Helstu hugtök skjalastjórnunar verða skýrð; upplýsingaúttekt, skjala- áætlun, skjalalykill o.fl. Rætt verður um skjalastjórnun sem altækt átak við að taka á skjala- vanda fyrirtækis eða stofnunar. Fylgt verður hugmyndinni um lífshlaup skjals við að útskýra hvernig koma megi á alhliða skjalastjórnun á vinnustað. Sér- staklega verður farið í meðferð trúnaðargagna og einnig tölvur og skjalastjórnun. Skipulag og skjöl standa fyrir námskeiðinu í samvinnu við Félag um skjala- stjórn. Fyrirlesarar verða þau Alfa Kristjánsdóttir, bóka- safnsfræðingur, og Sigmar Þormar, félagsfræðingur. Námskeiðsgjald er kr. 11.000, en félagsmenn Félags um skjalastjórn fá 10% afslátt. Námskeiðsgögn ásamt kaffi og meðlæti báða dagana eru innif- alin í námskeiðinu. Skráning á námskeiðið fer fram í síma 564-4688 (fax 564-4689) í síð- asta lagi fyrir kl. 12 föstudaginn 21. apríl. Aðalfundur MAÐALFUNDUR Útgerðar- félags Akureyringa verður haldinn í matsal UA mánudag- inn 24. apríl nk. og hefst kl. 16.00. VIÐSKIPTI Eru sveitarfélög traustír skuldarar? Sjónarhorn Skuldasöfnun sveitarfélaga hefur verið veru- leg og aukist verulega á síðustu misserum. Róbert B. Agnarsson veltir fyrir sér hversu traustir skuldarar þau eru. UNDANFARIÐ hafa farið fram miklar umræður um skuldasöfnun sveit- arfélaga, en skuldir þeirra hafa aukist verulega á síð- ustu misserum. Skv. upplýsingum frá Seðlabanka íslands námu útboð sveitarfélaga á almennum verð- bréfamarkaði um 6 milljörðum króna árið 1994, skuldir sveitarfélaga við innlánsstofnanir jukust um 1,4 millj- arða króna og ríflega 300 mkr. aukning varð á skuldum þeirra við Lánasjóð sveitarfé- laga. Ekki er óvarlegt að áætla að skuldir sveitarfélaga hafi auk- ist um 25% á kosn- ingaárinu 1994, en árið 1993 jukust þær um 20%. Með öðrum orðum þýðir þetta að skuldir sveitarfélaga hafi á tveimur árum aukist um 45 þúsund krónur á hvert manns- barn i landinu. í ljósi mikillar skuldaaukningar sveitarfélaga hafa augu fjárfesta og lánastofn- ana í auknum mæli beinst að láns- hæfi sveitarfélaga, þ.e. mati á gæðum einstakra sveitarfélaga sem skuldara. Aukin sókn á verðbréfamarkað Sveitarfélög hafa undanfarin misseri í auknum mæli leitað til verðbréfafyrirtækja með útgáfu skuldabréfa og víxla, vegna þeirra hagkvæmu kjara sem sveitarfélög- um hafa boðist á almennum verð- bréfamarkaði. Þegar um stærri upphæðir hefur verið að ræða hafa sveitarfélög efnt til útboða með þátttöku verðbréfafyrirtækja, sem þá hafa þurft að meta vaxtakjör með tilliti til framboðs/eftirspurnar á verðbréfamarkaði, fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og annarra þeirra þátta sem taldir eru hafa áhrif á lánshæfi. Ekkert samræmt mat hefur verið til á lánshæfi sveitarfé- laga og eflaust notaðar mismun- andi aðferðir við mat á því hvaða vaxtakjör eru við hæfi fyrir einstök sveitarfélög. Ófullnægjandi upplýsingar Helsta heimild um rekstrar- og efnahagsstöðu sveitarfélaga er Ár- bók sveitarfélaga, gefin út af Sam- bandi ísl. sveitarfélaga. Þar má finna ýmsar ágætar upplýsingar, sem gjarnan hafa verið notaðar við mat á lánshæfi sveitarfélaga. Tveir megingallar eru á því að nota Ár- bókina í þessu skyni. 1 fyrsta lagi eru upplýsingarnar 10 mánaða gamlar þegar bókin kemur út í nóvember ár hvert og 22 mánaða gamlar þegar ný bók kemur út. í öðru lagi eru í Árbókinni einungis upplýsingar um rekstur og fjár- hagsstöðu sveitarsjóða, en engar tölulegar upplýsingar um fyrir- tæki, sjóði og aðrar stofnanir sveit- arfélaga. Þegar meta á fjárhagsstöðu sveitarfélaga er nauð- synlegt að skoða ætíð nýjustu, fáanlegu upp- lýsingar, því í pólitík- inni skipast skjótt veð- ur í lofti og staðan oft fljót að breytast. Níð- urstaða reksturs- og efnahagsreikninga sveitarfélaga liggur að öllu jöfnu fyrir strax eftir áramót og endur- skoðaðir reikningar nokkrum vikum síðar. í upphafi hvers árs eru einnig afgreiddar fjár- hagsáætlanir ársins og hjá sumum sveitarfé- lögum þriggja ára áætlanir. Þetta er hluti þeirra upplýsinga sem nota þarf við mat á lánshæfi sveitarfélaga. Aðrar nauðsynlegar upplýsingar Ýmsar lykiltölur úr ársreikningi sveitarfélaga eru vísbending um fjárhagsstöðuna, en fleira þarf að skoða en skuldir, peningalega stöðu og rekstrarútgjöld til að meta láns- hæfí sveitarfélaga. Hér á eftir verða nefndir nokkrir mikilvægir þættir: Stærð, staðsetning og fjölbreytt atvinnulíf. Eftir að aðstöðugjald á atvinnufyrirtæki var lagt niður er meginþorri tekna sveitarfélaga beinir skattar og gjöld á íbúa. Af- koma sveitarfélags ræðst því fyrst og síðast af afkomu íbúanna og þróun íbúafjölda. Þannig er aug- ljóslega minni áhætta tekin með því að lána sveitarfélagi sem hefur innan sinna vébanda fjölbreytt og sterk atvinnufyrirtæki, heldur en sveitarfélagi- þar sem atvinnurekst- ur er einhæfari. Fjölbreyttni at- vinnulífs tengist oft stærð og stað- setningu sveitarfélags, því stór markaður er eðlilega undirstaða fyrir fjölþætta starfsemi. Fyrirtæki og stofnanir. Opinber samanburður á stöðu sveitarfélaga hefur gjarnan einskorðast við stöðu sveitarsjóða. Þetta hefur m.a. liaft það í för með sér að sum sveitarfé- Iög hafa kosið að skilja einstaka þætti frá rekstri sveitarsjóðs og setja á laggirnar sérstaka stofnun í eigu sveitarfélagsins. Með því eru skuldir, sem áður voru hluti af skuldum sveitarsjóðs, orðnar skuld- ir sjálfstæðra sjóða eða stofnana, sem ekki er tekið tillit til í upp- Róbert B. Agnarsson (•) Ráðstefnuskrifstofa Islands SÍMII 626070 - FAX 626073 gjöri sveitarsjóðs. Staða fyrirtækja í éigu sveitarfélaga er síðan æði misjöfn. Það er því nauðsynlegt að skoða samstæðureikninga sveitar- félagsins, stofnana þess og fyrir- tækja til þess að fá heildarmynd af fjárhagsstöðunni. Framkvæmdastaða. Ástæður mikillar skuldsetningar sveitarfé- laga eru oftast auknar fram- kvæmdir, en aðrar ástæður geta t.d. verið þátttaka sveitarfélaga í atvinnurekstri eða mikil'rekstrarút- gjöld. Skuldsett sveitarfélag sem hefur lokið flestum stærri fram- kvæmdum getur verið betri skuld- ari en það sem er minna skuldsett, en á jafnframt mörgum verkefnum ólokið. Ábyrgðir. Mörg sveitarfélög hafa gengist í ábyrgðir fyrir ýmsa aðila og stundum er um umtals- verðar upphæðir að ræða sem myndu hafa veruleg áhrif á fjárhagsstöðu, féllu þær á sveitarfélagið. Ábyrgðir koma að öðru jöfnu aðeins fram í skýr- ingum með ársreikningi en ekki í fjárhagsuppgjöri og hafa því ekki áhrif á lykiltölur. Tekjumöguleikar. Sveitarfélög hafa gengið mislangt í að fullnýta tekjustofna sína. Svigrúm þeirra til þess að afla sér aukinna tekna til þess að mæta rekstarútgjöldum, nýjum fjárfestingum eða afborgun- um skulda er þ.a.l. mismunandi. Framtíðaráform. Skv. sveitar- stjórnarlögum skulu sveitarfélög á fyrsta ári hvers kjörtímabils gera þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfé- laganna, sem endurskoða skal ár- lega. Slíkar áætlanir hafa að geyma mikilvægar upplýsingar um fram- tíðaráform sveitarfélaga, en nokk- ur misbrestur hefur verið á því að sveitarfélögin uppfylli þetta ákvæði. Vanskil. Stærri fjárfestar á ís- lenskum verðbréfamarkaði leggja mikið upp úr því að lántakendur greiði skuldir sínar á gjalddaga. Sveitarfélög standa misjafnlega að skuldastýringu og ekki þarf að vera beint samband á milli mikillar skuldsetningar og vanskila. Þannig getur skuldsett sveitarfélag sem hefur góða yfirsýn og stjórn á skuldum sínum verið góður kostur fyrir fjárfesta. Af þessari upptalningu má ljóst vera að raunhæft mat á lánshæfi sveitarfélaga er flókið ferli, sem krefst bæði mikillar upplýsingaöfl- unar og úrvinnslu gagna. Engin ríkisábyrgð Sveitarfélög hafa almennt reynst traustir skuldarar. Það hefur hins vegar verið landlægur misskilning- ur að ríkisábyrgð sé á skuldbind- ingum sveitarfélaga. Komist sveit- arfélag í þá stöðu að greiðslubyrði sveitarfélags sé umfram greiðslu- getu kunna hagsmunir íbúa og lánardrottna sveitarfélagsins að lenda í uppnámi. Við slíkar aðstæð- ur er sveitarfélagi m.a. heimilt að auka álögur á íbúa um 25%, auk þess sem lánardrottnar eiga það á hættu að tapa hluta skulda sinna í nauðasamningum eða að veruleg- ur dráttur verði á greiðslu skuldar- innar. Heimild er fyrir því að skipa sérstaka, utanaðkomandi fjár- haldsstjórn fyrir sveitar- Skuldir jukust félaK þeKar fjármál hafa um fjórðung á r--a kosningaári farið úr böndum. Það er því mikilvægt fyrir fjár- festa að fá sem allra gleggstar upplýsingar um stöðu sveitarfélagsins áður en ákvörðun er tekin um að lána fé. Nauðsyn á hlutlausu mati Erlendis eru óháð fyrirtæki (Standard & Poor, Moodys) sem taka að sér að meta fyrirtæki, stofnanir, ríkissjóði o.s.frv. og nota til þess skilgreint kerfi, þar sem tekið er tillit til ýmissa þátta sem taldir eru skipta máli við mat á lánshæfi. Ríkissjóður íslands er eini aðilinn á íslandi sem hefur verið metinn á þennan hátt og hefur einkunina A, en efsti flokkurinn er AAA. Það er mikið hagsmunamál fyrir aðila á verðbréfamarkaði að mark- aðurinn sé vel upplýstur, þannig að sambandið milli áhættu og ávöxtun- ar verði ætíð sem skýrast. Það er verðugt umhugsunarefni fyrir hags- munaaðila á verðbréfamarkaði hvort ekki væri ástæða til þess að koma á fót fyrirtæki sem hefði það hlutverk að leggja mat á lánshæfi fyrirtækja, sveitarfélaga og annarra aðila eftir skilgreindu kerfí. Eigna- ■ raðilar gætu verið stærstu hags- munaaðilar, s.s. bankar, verðbréfa- fyrirtæki og lífeyrissjóðir. Höfundur er forstöðumaður hjá Kaupþingi hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.