Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 1
AUCLÝSINCAR Samstaða eöa samkeppni /4 FYRIRTÆKI Grand Hótel tekur til starfa/6 HLUTABRÉF Hinn þögli meirihluti /8 VTOSKOPn/AIVINNUÚF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 6. APRIL 1995 BLAÐ B VÍS cfh—ij í tilefni fimm ára afmælis Vá- tryggingafélags íslands í fyrra, hefur stjórn félagsins ákveðið að greiða öllu fastráðnu starfsfólki VÍS uppbót á laun sem samtals nemur tiu milljónum króna. Upp- bótin skiptist jafnt á starfsfólkið miðað við starfshlutfall. Víxlar Með útboði á 3ja, 6 og 12 mánaða rikisvíxlum sem lauk í gær, skuldbatt ríkissjóður sig til að taka tilboðum á bilinu 300 - 3.500 miUjónir króna. 26 gild tilboð . bárust að fjárhæð 1.795 milljón- ir. Heildarfjárhæð tekinna til- boða var 416 milljónir. Meðal- ávöxtun samþykktra tilboða í 3ja mánaða víxla er 7,05%. Ekki náð- isttilskilin lágmarksfjárhæð samkeppnistilboða í útboði 6 og 12 mánaða víxla. IVIýtt naf n HP Vélsmiðju Orms og Víglundar boðin aðstaða til skipasmíða Flotkvígætí kotnið tíl Hafnar- fjarðar í sumar Ákveðið hefur verið að breyta nafni HP á íslandi hf. í Opin kerfi hf. Þessi ákvörðun er tekin vegna fjárfestinga í fyrirtækjum sem selja vörur frá öðrum en HP. Engar breytingar verða á rekstri fyrirtækisins. HAFNARSTJÓRN Hafnarfjarðar- bæjar samþykkti í gær að veita Vélsmiðju Orms og Víglundar (VOOV) aðstöðu til að setja upp flotkví utan Suðurgarðs sunnan hafnarinnar í bænum. Bæjarráð Hafnarfjarðar fjallar um málið í dag, en ef hugmyndin fær grænt ljós þar gæti flotkvíin verið komin til Hafnarfjarðar í sumar, en hún gæti skapað allt að 100 störf í bænum, að sögn Guðmundar Víg- lundssonar, tæknifræðings hjá VOOV. Valgerður Sigurðardóttir, for- maður hafnarstjórnar, sagði að ákvörðunin væri tekin að vel at- huguðu máli, bærinn liti mjög já- kvæðum augum á þetta framtak og það skipti miklu máli að fá kvína til Hafnarfjarðar. Lyftigeta 5-6.000 tonn Bærinn legði til aðstöðuna, en rekstur kvíarinnar væri í höndum einkaaðila; Vélsmiðja Orms og Víglundar myndi kaupa kvína og sjá um að draga hana til landsins. Valgerður sagði að engin kostnað- aráætlun lægi fyrir enn, en í sam- þykkt hafnarstjórnar segir að tæknivinnu við gerð aðstöðunnar verði hraðað efns og kostur er og verkið síðan boðið út reynist kostn- aðaráætlun ásættanleg. Guðmundur Vlglundsson sagði að flotkvíin myndi hafa um 5-6.000 tonna lyftigetu, væri 120 metra löng og gæti tekið 8 metra djúprist skip. Þetta þýddi að hún gæti tekið stóru togarana íslensku og meðalstór fraktskip í viðgerð. Til dæmis hefði togarinn Venus frá Hafnarfirði farið í viðgerð til Póllands eftir að hann brann, meðal annars^ af því að engin að- staða var á íslandi til að lengja skipið. Það yrði hins vegar hægt í flotkvínni. Gætu tekið að sér erlend verkefni Guðmundur sagði að kvíin gæti fengið til sín bæði íslensk skipa- smíðaverkefni, sem nú færu að stórum hluta til útlanda og eins gæti hún tekið upp erlend skip. Hér væri mikil þekking og færni til staðar og mikil umferð skipa' yfir Atlantshafið þannig að ekkert væri því til fyrirstöðu að íslending- ar flyttu inn skipasmíðaverkefni. Hann sagði að kvíin gæti skap- að um 50 störf fyrir iðnaðarmenn - járnsmiði, trésmiði og rafvirkja - og ef til vill önnur 50 tengd störf við ýmis konar þjónustu. Nú er engin flotkví fyrir skipa- smíðar á íslandi, en von er á flotkví frá Litháen til Akureyrar nú í vor og kaup á flotkví er einn af þrem- ur kostum sem rætt hefur verið um við endurnýjun á skipasmíða- aðstöðu á ísafirði. GJAFABREF GOÐ FRAMTIÐARGJOF A FERMINGARDAGINN ^ ^ HSHS8 Kosrir Sjóðsbréfa 5 eru: • Örugg eignasamsetning í ríkisverðbréfiim. • Stöðugleuíi í ávöxtun til langs tíma litið. • Uttekt heimil hvenær sem er, án nokkurs kostnaðar. • Ókeypis varsla bréfenna. • Yfirlit tvisvar á ári. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um Sjóðsbréf 5 í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 560-8900. Jafnframt er hægt að kaupa Sjóðsbréf 5 í úribúum íslandsbanka um land allt. Verið-velkomin í VÍB. FORYSTA I FJARMALUM! VÍB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. , • Aðili að Veröbréf aþingi íslands • Armúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.