Morgunblaðið - 07.04.1995, Page 5
4 E FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 E 5
Sterkja
'aftur komin
á svarta listann
ENN einu sinni hafa kennif-
eður heilsufæðunnar vent
kvæði sínu í kross. Núna stað-
hæfa þeir að fitusnautt og
kolefnaríkt fæði sé ekki endi-
lega væn-
leg leið til
að við-
halda
grönnum
líkams-
vexti. Nýj-
ar rann-
sóknir
gefa til
kynna að
sterkjurík Er pasta
fæða eins óhollt?
og pasta
og hvítt brauð stuðli að offitu.
Frá sjötta áratugnum hafa
næringarfræðingar reynt að
hræða fólk með óhollustu
sykurs, salts og fitu. Núna
beina þeir aftur spjótum sín-
um að sterkju, sem áður þótti
hinn mesti skaðvaldur, en
komst í náðina hjá sérfræð-
ingum á sjöunda og áttunda
áratugnum. Vandinn kann að
felast í insúlíni; hormóni sem
stjómar ýmsum þáttum lík-
amsstarfseminnar, t.d. efna-
skiptum kolvetna.
Að áliti sumra næringar-
fræðinga nýtist kolefnaríkur
megrunarkúr ekki þeim sem
eru of feitir eða ef líkaminn
framleiðir of mikið insúlín
eftir neyslu sykurs og sterkju,
en slíkt hijáir um 25% Banda-
ríkjamanna. Því meira insúlín
sem líkaminn framleiði þeim
mun meiri líkur séu á að hann
breyti kaloríum í líkamsfitu.
Til að sneiða hjá hættunni
ráðleggja sérfræðingar minni
neyslu einfaldra kolefna í
sterkjuríkum mat en benda
fólki á að snúa sér að fjöl-
breytilegum kolvetnum, sem
finnast í ávöxtum og
grænmeti. ■
IUNNUR EVA OG BENEPIKT
Vöfflur eða
annað heimabakað
meðlæti á borðum um helgar
naia- a ut
ími ekki
ir en
■ ÆFhJ h
Heimilisbíllinn er
Isuzu árg. 1991,
en hann er af-
rakstur vinnuárs-
ins 1993 og verö-
ur seldur ef f jár-
hagsáætlun heim-
ilisins stenst ekki.
SAMBÚÐ Unnar Evu Jónsdóttur,
22 ára nema á fyrsta ári í textíl-
deild KHÍ, og Benedikts Jónssonar,
24 ára nema á fyrra ári í Tölvuhá-
skóla VÍ, hófst fyrir fjórum árum
þegar Unnur flutti í herbergi kær-
astans í foreldrahúsum. Þar bjuggu
þau í góðu yfirlæti meðan Benedikt
var við nám í skóla Flugmála
stjórnar og Unnur lauk námi
í FG. Að rúmlega tveimur
árum liðnum fannst þeim
tímabært að leigja sér íbúð
og standa á eigin fótum,
enda bæði komin í vinnu.
Unnur Eva vann á
leikskóla og Benedikt á
innréttingaverkstæði
föður síns. Þau töldu að
árslaun beggja og ein-
stök fyrirhyggjusemi
ásamt sumarvinnu
myndu duga þeim til að
komast bærilega af er
þau hæfu nám að nýju.
Þann tíma sem þau
bjuggu undir verndar-
væng foreldra Bene-
dikts gafst þeim gott tækifæri til
að safna í búið og áttu því flestan
nauðsynlegan húsbúnað og búsá-
höld þegar þau hreiðruðu um sig í
lítilli leiguíbúð í Hafnarfirði.
Unnur Eva og Benedikt voru
ekki lengi ein í kotinu, því fljótlega
fæddist þeim dóttirin Sóley Ósk,
sem nú er níu mánaða. Þau viður-
kenna að þeim hafi brugðið svolítið
í brún þegar ljóst var að hún var á
leiðinni, enda ætluðu þau að ljúka
námi áður en bam kæmi til sögunn-
ar. Núna segjast þau varla geta
hugsað sér lífið án hennar og hún
raski í engu framtíðaráformum
þeirra.
Samtíningur úr ýmsum áttum
Fæðing Sóleyjar Óskar varð þó
til að þau ákváðu að flytja sig um
set til Reykjavíkur þar sem þau
fengu leigða litla þriggja herbergja
risíbúð við Sigtún fyrir 26 þús. kr.
á mánuði. Þaðan er stutt fyrir þau
að fara allra sinna ferða og töluvert
sparast í bensínkostnaði. Heimilis-
bíllinn er Isuzu árg. 1991, en hann
er afrakstur vinnuársins 1993 og
verður seldur ef fjárhagsáætlun
heimilisins stenst ekki. I henni fólst
að ein milljón króna auk fæðingar-
orlofsins skyldi duga til framfærslu
þar til í vor, en þá hefur Unnur Eva
von um vinnu á skrifstofu Eimskips
og Benedikt á Reykjavíkurflugvelli
eða í fyrirtæki föður síns. Reynsla
hans þar hefur komið að góðum
notum, því hann er liðtækur smið-
ur, smíðaði m.a. hjónarúmið, borð-
stofuborðið og skáp undir hljómtæk-
in. Þau fékk Unnur Eva frá ömmu
sinni þegar hún var tvítug, ísskáp-
inn keyptu þau notaðan, en annað
á heimilinu segja þau vera samtín-
ing úr ýmsum áttum, sem þau hafa
fengið lánað eða gefins.
Fyrir tveimur árum tók Benedikt
námslán og senn hefjast afborgan-
ir, sem eru um 30 þús. á mánuði.
Ýmis útgjöld við heimilishaldið
komu þeim á óvart og því sótti1
Unnur Eva um námslán og á von
á útborgun þess í vor. Þeim finnst
ekki fara ýkja mikið í matarkaup
kostnaður vegna rafmagns,
hita, síma, áskrifta að Morg-
unblaðinu og sjónvarps-
stöðvunum og margs sem
þau áður höfðu ókeypis not
af, léttir pyngjuna
ískyggilega mikið.
Eini munaðurinn sem
þau veita sér er áskrift
að Stöð 2. Þau fara lítið
út að skemmta sér, fóru
síðast í bíó fyrir jólin.
Félagamir í matar-
klúbbnum hittast annan
hvern mánuð, hver með
sinn rétt og gömlu vina-
tengslin hafa haldist.
Flestir vinimir eru í
sömu aðstöðu; ný-farnir að búa og
nýbúnir að eignast barn.
5 kg af hrísgrjónum
Þau segjast hafa þurft að draga
saman seglin síðustu mánuðina og
nú séu kók og heimsendar pizzur
ekki lengur til umræðu. Pasta og
hrísgijónaréttir eru oftast á borð-
um, enda gaf móðir Benedikts þeim
5 kg af úrvals hrísgijónum nýverið.
Sunnudagssteikina snæða þau oft-
ast í boði ættingja sinna, en Unni
Evu finnst tilhlýðilegt að bjóða upp
á vöfflur, snúða eða annað heima-
bakkelsi um helgar. Benedikt segir
myndarskap kærastu sinnar slíkan
að ætla mætti að hún væri af ann-
arri kynslóð. Ekki væri nóg með
að hún bakaði alla daga, heldur
væri hún sípijónandi og saumandi.
Unnur dregur svolítið úr þessum
yfirlýsingum, en segir að Benedikt
mætti vel vera lukkulegri með fram-
takið og hugsa meira um að næra
sig almennilega.
Yfirleitt sér Unnur Eva um mat-
reiðsluna, en Benedikt um viðhald
bílsins, íbúðarinnar og þess háttar.
Þau annast Sóleyju Ósk jöfnum
höndum og skiptast á um uppvask-
ið. Unnur Eva segir að Benedikt
hafi verið fordekraður í uppvextin-
um og sé gjarn á að leggjast upp
í sófa með tæmar upp í loft og
gleyma uppvaskinu þar til daginn
eftir. Þetta mál hyggst Unnur Eva
taka föstum tökum á næstunni.
Benedikt bjó alltaf í sama húsinu
í Garðabæ ásamt foreldrum og
tveimur bræðrum. Hann segir að
þar hafí ekkert skort og þeir bræð-
urnir ekki verið vanir að taka þátt
í heimilisstörfum. Unnur Eva á
DAGLEGT LÍF
DAGLEGT LÍF
endann á skuldabagganum
Heimilishaldið* Barneignir • Uppeldið • Námið • Vinnan
• Fjárhagurinn • Hjónabandið • Afþreyingin • Verkaskiptingin
INGA ROS OG HJORTUR
Út að borða
og í bíó fyrir þátttöku
í spurningaleikjum og getraunum
INGA Rós Antoníusdóttir, 16 ára, og
Hjörtur Smárason, 19 ára, fluttu inn
í þriggja herbergja kjallaraíbúð við
Skipasund í ágúst sl. Með u.þ.b. 70
þús. kr. ráðstöfunarfé á mánuði segj-
ast þau búa við allsnægtir og munað,
enda eigi þau góða að, sem geri þeim
kleift að búa leigulaust í íbúðinni þar
til bæði hafi lokið námi.
Sonurinn, Antoníus Smári, leit
dagsins ljós fyrir fjórum mánuðum
og þótt mörgum ættingjum hafi
brugðið í brún þegar uppvíst varð um
tilvist hans í móðurkviði, segir unga
parið að hann sé sólargeisli allra og
pössun sé ekkert vandamál.
Án hjálpar aðstandenda sinna segj-
ast þau hefðu orðið að hætta námi
og fara út á vinnumarkaðinn. Inga
Rós var í MS þegar hún varð ófrísk
og Hjörtur í þriðja bekk, í Kvennaskó-
lanum. Þótt barneignir hafi ekki ver-
ið á dagskrá þá, vora þau full eftir-
væntingar og hófu að skipuleggja
framtíðina með tilliti til breyttra að-
stæðna. Síðastliðið sumar unnu þau
myrkranna á milli; Hjörtur við fisk-
markaðinn á Patreksfirði og Inga Rós
dældi bensíni á bíla á bensínstöð í
Reykjavík. Upp úr krafsinu höfðu þau
laun, sem dugði þeim fram að jólum.
Núna segjast þau lifa af 58 þús. fæð-
ingarorlofi á mánuði og 10 þús. kr.
meðlagi frá föður Hjartar.
Þau eru alin upp við ólíkar aðstæð-
ur, Inga Rós, ásamt tveimur yngri
systkinum, hjá foreldrum í góðum
efnum, en Hjörtur við fremúr þröngan
kost hjá einstæðri móður. Inga Rós
viðurkennir að hafa verið svolítil dek-
urrófa, sem hafí þó snemma lært að
bjarga sér og aðlagast breyttum að-
stæðum þar sem fjölskyldan bjó fyrst
nokkur ár í Kúvæt og síðar í Þýska-
landi. Hjörtur var 15 ára þegar hann
kom suður í skóla og þurfti að standa
straum af námi og uppihaldi.
HELENA OG BJARKI
Mikil vinna
þar til sér fyrir
Morgunblaðið/Kristinn
BENEDIKT, Unnur Eva og Sóley Ósk.
yngri systur og foreldra, sem hafa
búið í Bandaríkjunum undanfarin
ár, en þar bjó hún líka frá 15-18
ára aldri. Hún á ekki eins fastar
rætur og Benedikt því í uppvextin-
um bjó hún m.a. á Selfossi, Eski-
firði og víðar.
Að námi loknu langar Benedikt
að starfa sem flugmaður. Hann er
svartsýnn á að sá draumur rætist,
en segir tölvunámið hagkvæmt og
tryggja góðar tekjur. Unnur Eva
býst við að starfa sem handavinnu-
kennari a.m.k. í hlutastarfi eftir því
sem heimilisástæður leyfa. Þau
langar til að byggja sér einbýlishús
í framtíðinni, finnst eitt barn nóg
í bili, en gætu hugsað sér tvö til
viðbótar þegar þau eru búin að
koma sér betur fyrir. Gifting er
ekki á næsta leiti en þegar þar að
kemur vilja þau gifta sig í kirkju
og halda veislu fyrir nánustu ætt-
ingjaogvini. ■
Morgunblaðið/Kristinn
BJARKI, Helena og Stefán Ingi
Enginn kotungsbragur
Það virðist þó enginn kotungsbrag-
ur á heimili þeirra. Ibúðin er glæsileg
og búin fáum en nýtískulegum hús-
gögnum. Einungis á eftir að smíða
stigann upp í risherbergið, en tvöföld
lofthæð er í íbúðinni, sem er 60 fm
að gólffleti. Hverfið er enn í byggingu
og Helena býst ekki við að geta spók-
að sig mikið með bamavagninn í sum-
ar. Þau segja að sumum vinum þeirra
finnist Grafarvogurinn vera á hjara
veraldar og því séu óvæntar heim-
sóknir fátíðar.
Bjarki viðurkennir að hann sé oft
þreyttur á aukavinnunni. Hann sættir
sig þó við ástandið, meðan þau eru
að komast yfir erfíðasta skuldabagg-
ann og gefur sér tíma til að æfa fót-
bolta tvisvar í viku. Skotveiðina hefur
hann að mestu lagt á hilluna, enda
er hún dýrt tómstundagaman. Þau
fara sjaldan í bíó og á skemmtistaði,
segjast hafa fengið sinn skammt á
árunum áður. Mest umgangast þau
þá vini sína sem eru í svipaðri aðstöðu
og þau, því þeir sem enn eru einir á
báti eru uppteknir í skemmtanalífínu.
Bjarki hefur minnkað reykingarnar
eftir að Stefán Ingi fæddist og reykir
nú ekki innan veggja heimilisins. Hann
er lítið fyrir að kaupa sér föt, en Hel-
ena segist kaupa sér eina flík á mán-
uði, en það vegi upp á móti peningum
sem fara í tóbaksfíkn Bjarka.
Þeim fínnst gaman að hafa góðan
mat á borðum. Steikur og annað góð-
gæti láta þau oft eftir sér en fylgjast
vel með verðlagi og kaupa þar sem
hagstæðustu kjörin bjóðast hveiju
sinni. Þar sem Helena er heimavinn-
andi sér hún að mestu um matseldina.
Hún kunni lítið fyrir sér í þeim efnum
áður en hún fór að búa en segir að
Bjarki hafí kennt sér undirstöðuatriðin.
í uppvextinum þurfti hann að bjarga
sér með léttar máltíðir á daginn því
foreldrar hans voru útivinnandi, en
hann segist hafa sloppið við önnur
heimilisstörf. Helena ólst aftur á móti
upp við að taka til hendinni á heimilinu
en var ekki hleypt nálægt pottunum.
Ef allt gengur að óskum ætla þau
að taka sér ærlegt frí, helst í Banda-
ríkjunum, áður en næsta lota hefst,
þ.e. stærri íbúð og nýr bíll. Þau lang-
ar ekki í einbýlishús, segja slíkt allt
of mikið umstang; endalaust viðhald
og garðvinna. Stór og rúmgóð íbúð í
blokk er þeim meira að skapi og nýjan
bíl fínnst þeim nauðsynlegt að eiga,
enda orðin langþreytt á gömlu drusl-
unni sinni.
Enn sem komið er hafa Helena og
Bjarki lítið rætt um hjónaband. Helena
segist þó vilja vera gift kona áður en
hún verður 27 ára og Bjarki segir
hjónabandið hluta af „prógramminu".
Brúðkaupið ætla þau halda með stæl,
en fínnst óviðeigandi að foreldrarnir
borgi brúsann. ■
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
HJÖRTUR, Inga Rós og Antoníus Smári.
Að minnsta kosti fimm börn
Inga Rós hætti í MS, en hóf nám
í þremur námsgreinum í öldungadeild
MH eftir áramótin. Hana langar til
að halda áfram í kvöldskóla, því þá
geti þau Hjörtur skipst á að passa
Antoníus Smára og jafnframt sparað
30 þús. kr. á mánuði. Með slíku fyrir-
komulagi hittast þau aðeins stuttan
tíma í senn meðan skólastarfið stend-
ur sem hæst. Eftir stúdentspróf
stefnir Inga Rós á Þroskaþjálfaskól-
ann, en helst vill hún að Hjörtur
mennti sig sem mest og best þannig
að hann fái vel launaða vinnu í fram-
tíðinni og hún geti verið heima og
alið upp börnin fimm, sem þau eru
ákveðin í að eignast.
Hjörtur lýkur stúdentsprófi í vor
og ætlar að reyna að komast á sjóinn
í sumar. Þannig telur hann sig geta
séð fyrir fjölskyldunni næsta vetur
samhliða námi í HI, en hugurinn
stefnir einkum á fjölmiðlafræði eða
mannfræði.
Húsbúnaður á heimili þeirra er úr
ýmsum áttum, flest fengu þau gef-
ins, t.d. sófasettið og hjónarúmið og
barnadótið fengu þau notað frá
tveggja ára hálfsystur Hjartar.
Þvottavél og ísskáp keyptu þau notað
en segjast lítið annað hafa þurft að
kaupa sér utan körfu fyrir
óhreina tauið og nokkrar
sleifar. Bæði áttu hljóm-
flutningstæki, en Inga Rós
komst að hagstæðu sam-
komulagi við bróður sinn
um að hún fengi 12“ sjón-
varpstæki sem hann átti og
hann í staðinn græjurnar ’
hennar. Bílakostur heim-
ilisins er Volvo árg. 1982,
sem þau segja alltof
mikla bensínhít og ætla
fljótlega að fá sér annan
sparneytnari.
Pasta og aftur pasta
Ekki segjast þau dug-
leg að færa heimilisbók-
hald, en þau nota reiðufé
eða debetkort og vita því
alltaf nákvæmlega hver
staðan er. Matarreikningurinn er
u.þ.b. 20 þús. kr. á mánuði, en lamba-
skrokkurinn sem Hjörtur vann sér inn
fyrir smölun í haust er drjúg búbót
og sömuleiðis fiskur, sem vinir og
vandamenn senda þeim að vestan.
Frystikistan sem Hjörtur keypti
ásamt vini sínum fyrir tveimur árum
kemur því að góðum notum. Annars
segjast þau lifa meira og minna af
pasta, sem þau kunna að matreiða á
ýmsan máta, enda hefðu þau fengið
13 matreiðslubækur í jólagjöf.
Eitt og annað segja þau að leggist
sér til. Matarheimboð til mömmu og
pabba, afa og ömmu komi með reglu-
legu millibili og um tíma lifði Hjörtur
á pizzum á kostnað nemendafélags
Kvennaskólans, er hann var á æfing-
um fyrir spurningakeppni framhalds-
skólanna.
Hjörtur segist í mesta lagi
hafa keypt sér eina flík á ári,
en nú sé tengda-mamma
^ oft að gauka að sér einni
og einni flík og einnig
passi hún upp á að
IpP^ dóttirin sé sómasam-
lega til fara.
Þótt Inga Rós og Hjörtur
séu ekki mikið út á lífinu
þessa dagana, rækta þau
áfram tengsl við vini og
kunningja, sem. koma í
heimsókn og taka í spil.
Helsti munaðurinn sem
þau veita sér er að fara
einstaka sinnum út að
borða eða í bíó. Þar eru
þau svolítið útsmoginn,
því hvenær sem færi
gefst taka þau þátt í hin-
um ýmsu spurningaleikj-
um og getraunum í útvarpi, sjónvarpi
og biöðum, en vinningarnir eru oft
matur á hinum og þessum veitinga-
húsum eða bíómiðar.
Á heimilinu er engin föst verka-
skipting, Hjörtur verður þó enn um
sinn að taka að sér allt umstang
kringum bílinn þar sem Inga Rós er
ekki komin með bílpróf. Þau hafa
engar áhyggjur af framtíðinni, gifting
bíður betri tíma.....þegar við höf-
um efni á fallegum brúðarkjól og
brúðkaupsferð," segir Inga Rós
dreymin á svip. Stórt einbýlishús er
ekki efst á óskalistanum, en íjárhags-
legt öryggi finnst þeim mikilvægt og
barnalán hin mesta gæfa. ■
Matarreikningur-
inn er u.þ.b. 20
þús. kr. á mánuði,
en lambaskrokk-
urinn sem Hjörtur
vann sér inn fyrir
smölun í haust er
drjúg búbót.
HELENA Birgisdóttir, 23 ára, og
Bjarki Guðmundsson, 24 ára rútubíl-
stjóri, voru reiðubúin að leggja tölu-
vert á sig til að eignast eigin íbúð. í
tvö ár bjuggu þau hjá foreldrum
Bjarka og söfnuðu í búið og fyrir
fyrstu útborgun. Innan um búsáhöld
og húsbúnað, sem nú prýðir heimili
þeirra í Flétturima í Grafarvogi, var
orðið harla þröngt um þau í gamla
herberginu hans Bjarka.
Frítt fæði og húsnæði þenn-
an tíma gerði þeim fært að
ráðast í íbúðarkaup fyrir
tveimur árum, en þá dugði
splunkunýr bíll, gamall
jeppi og skyldusparnaður
beggja fyrir útborgun upp
á eina milljón. íbúðin kost-
aði 6,1 milljón, afborganir
voru 140 þús. kr. á tveggja
mánaða fresti þar til nýver-
ið að þau skuldbreyttu
og dreifðu afborgunum á
lengri tíma. 3,7 millj. kr.
húsbréfalán fengu þau í
ársbyijun 1994, en af því
greiða þau 28 þús. kr. á
mánuði.
Til þess að eignast 3ja
herbergja íbúð í blokk
segjast þau hafa þurft
að vinna mikið og spara
hveija krónu. Helena
vann hjá Sýslumanns-
embættinu í Reykjavík
og Bjarki ók langferðabílum vítt og
breitt um Iandið, var barþjónn og
dyravörður á hinum ýmsu skemmti-
stöðum auk þess sem hann var einn
vetur í kvöldskóla í Iðnskólanum.
Þótt bæði stefni á frekara nám og
sjái fram á fjárþrengingar næstu árin,
fannst þeim engin ástæða til að bíða
með barneignir. Frumburðurinn, Stef-
án Ingi, fæddist í desember sl., hálfu
ári eftir að þau fluttu inn í íbúðina
sína. Helena og Bjarki búast við að
hagur þeirra taki að vænkast eftir
þijú ár og þá finnst þeim tímabært
að eignast næsta bam. Þijú eiga böm-
in að vera og helst ekki meira en þijú
ár á milli þeirra.
Með puttana í bílum
Ef kennaraverkfallið setur ekki
strik í reikninginn ætlar Helena í nám
á snyrtibraut í Fjölbrautaskóla Breið-
holts í haust. Þegar hún hefur iokið
námi hyggst Bjarki setjast aftur á
skólabekk í Iðnskólanum. Helst hefur
hann hug á húsasmíði eða bifvéla-
virkjun. Hann hefur verið með
puttana í bílum frá blautu
barnsbeini, enda faðir hans
bifvélavirki og eigandi bíla-
varahlutaverslunar. Hand-
lagni og þekking Bjarka
á bílum hefur sparað
þeim dijúgan skildinginn
því Coltinn þeirra er
kominn til ára sinna og
þá kemur í hlut Bjarka
að lappa upp á hann.
Varahlutina fá þau með
afslætti hjá foreldrum
Bjarka en að öðru leyti
segjast þau ekki njóta
ljárhagsaðstoðar.
Samanlagðar tekjur
þeirra eru um 170-190
þús. á mánuði. Þar inn í
er fæðingarorlof, daglaun
Bjarka fyrir akstur með
skólabörn í Grafarvogi og langferða-
keyrsla allar helgar. í kennaraverkfall-
inu fór Bjarki á loðnu í Sandgerði
þannig að launin héldust nánast
óbreytt og sömuleiðis lítil viðvera hans
á heimilinu. Þau segja ráðstöfunartekj-
ur sínar ekki miklar þegar búið er að
draga frá skatta, afborganir af íbúð-
inni og ýmis föst útgjöld. Til hagræð-
ingar hafa þau Iátið bankann sinn um
greiðsludreifingu og borga því alltaf
sömu upphæð á mánuði.
Steikur og annað
góðgæti láta þau
oft eftir sér en
fylgjast vel með
verðlagi og kaupa
þar sem hagstæð-
ustu kjörin bjóðast
hverju sinni.
Þótt margir hafi á orði að
Island sé barnfjandsamlegt þjóð-
félag og lítið sé gert til að létta
undir með ungum barnafjöl-
skyldum virðist landinn í eðli
sínu barnelskur. Mikil gleði ríkir
jafnan hjá fjölskyldum þegar
nýr afkomandi fæðist og flestir
kjósa að stofna fjölskyldu og
eignast börn.
Um þessar mundir virðast
frambjóðendur stjórnmálaflokk-
anna einkum bera hag ungra
barnafjölskyldna fyrir bijósti.
Þeir keppast við að lýsa yfir
hvernig þeir ætla að gera sitt
besta til að afkomu þeirra verði
borgið í framtíðinni. Trúlega
treystir margt ungt fólk fremur
á aðstoð og hjálpsemi foreldra
sinna og ættingja en loforð
stjórnmálamanna. Að minnsta
kosti virtust ungu kærustupörin,
sem Daglegt líf ræddi við njóta
aðstoðar foreldra sinna í ein-
hveiju formi við upphaf sambúð-
ar og voru allsendis ósmeyk við
framtíðina. ■
VIÐBRIGÐIN að flytja úr for-
eldrahúsum, hefja sambúð og
eignast barn eru meiri en marg-
an grunar. Ekki er alltaf hægt
að hlaupa til mömmu og pabba
ef eitthvað bjátar á. Ábyrgðin,
peningaáhyggjur og umönnun
ungbarns verður óft þungamiðja
tilverunnar.
HUGURINN starfar best
þegar líkaminn er vel
hvíldur og fullur af
náttúrulegri orku.
GINSANA G 115 styrkir
þessa þætti; eykur úthald
og eflir andlegt og líkamlegt
þrek sem gerir þér betur
kleift aö standast álag.
GINSANAG 115
inniheldur vísindalega
prófaö ginseng þykkni úr
völdum ginseng rótum.
Efldu huga og hold
með GINSANA G 115
fih,
leilsuhúsið
Skólavörðustíg & Kringlunni