Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Stigaskor leikmanna Njarðvíkurliðsins í úrslitakeppninni 1995 Leikið ...... gegn Vollur Rondey Valur Teitur Friðrik Jóhannes Kristinn ísak Ástþór Jón Júl. KR Njarðvík 37 18 18 8 3 5 4 . 2 KR Celtj.nes 33 24 18 9 3 7 3 - 0 KR Njarðvík 33 11 11 6 4 7 15 - 2 Skallagr. Njarðvík 20 7 23 11 5 4 12 - 0 Skallagr. Borgarnes 18 5 20 7 9 11 5 - 5 Skallagr. Njarðvík 25 22 18 4 2 8 2 - 2 Grindavík Njarðvík 22 11 28 4 14 10 1 . 3 Grindavík Grindavík 20 15 21 6 10 8 8 4 0 Grindavík Njarðvík 18 17 27 2 17 12 9 0 5 Grindavík Grindavík 32 10 11 6 16 1 0 3 0 Grindavík Njarðvík 32 25 16 8 4 2 8 2 0 Grindavík Grindavík 27 16 20 4 14 4 6 0 2 SAMTALS 317 181 231 75 101 79 73 9 21 |NÍ Fj. leikja 12 12 12 12 12 12 12 5 12 MEÐALTAL 26,4 15,1 19,2 6,2 . 6,6 . 1,8 ■ DRAGOSLAV Stepanovic, þjálfari knattspyrnuliðsins Bayer Leverkusen í Þýskaiandi, sem ný- lega framlengdi samning sinn við félagið til þriggja ára, var rekinn á föstudag. Liðið hafði tapað fimm síðustu heimaleikjum í deildinni. ■ ERICH Ribbeck, sem þjálfaði Leverkusen frá 1985 til 1988, tók strax við af Júgóslavanum og Le- verkusen sigraði Gladbach 3:1 á laugardag á heimavelli. ■ MARTINA Navratilova, sigur- sælasta tenniskona sögunnar, sem níu sinnum sigraði í einliðaleik á Wimbledon mótinu, ætlar að keppa í tvíiiðaleik á mótinu í sumar — með Steffi Graf frá Þýskalandi, sem í gær komst aftur í efsta heims- listans. ■ NAVRATILOVA, sem er 38 ára, og lék til úrslita í einliðaleik á Wimbledon í fyrra, hætti keppni í einliðaleik eftir það. Graf og-hún mættust þrívegis í úrslitum einliða- leiks á Wimbledon á níunda ára- tugnum, 1987, 88 og 89. Navrat- ilova sigraði fyrsta árið en Graf í tvö seinni skiptin. ■ NAVRATILOVA, sem þessa dagana tekur þátt í keppnisferð ásamt öðrum „gömlum“ tenniskon- um, sigraði sjö sinnum í tvíliðaleik íftírnR FOLK á Wimbledon á sínum tíma. Fimm sinnum með Pam Shriver og einu sinni með Chris Evert og Billie Jean King. ■ OLIVER McCall hélt heims- meistaratitli WBC (World Boxing Council) sambandsins í þungvavigt hnefaleika eftir bardaga við gamla brýnið Larry Holmes í Las Vegas um helgina. McCall, sem er 29 ára, hafði taisverða yfirburði gegn hinum 45 ára gamla fyrrum heims- meistara, sem nú sagðist endanlega hættur. „Það er gott að enda svona. Þetta var síðasti bardagi minn,“ sagði hann strax á eftir. ■ MIKLAR líkur eru taldar á að Oliver McCall mæti fyrrum æf- ingafélaga sínum og fyrrum heirrts- meistara, Mike Tyson, sem nýlega var sleppt úr fangelsi eftir þriggja ára inniveru. McCalI vann á stigum — úrskurður dómaranna þriggja var: 114-113, 115-114 og 115-112. ■ ANUTA Catuna frá Rúmeníu sigraði í sjötta heimsbikarmótinu í maraþonhlaupi, á hinni einu sönnu maraþonleið — frá Maraþon til Aþenu — á sunnudag er hún hljóp á 2 klst., 31 mín. og 10 sek. Tími hennar er brautarmet. Lidia Simon frá Rúmeníu var önnur á 2.31,49. ■ DOUGLAS Wakiihuri frá Kenýa sigraði í karlaflokki á áður- nefndu heimsbikarmóti í maraþon- hlaupi. Hann fór þessa rúmlega 42 kílómetra á 2 klst., 12 mín. og 1 sek. Brautarmetið er u.þ.b. einni mín. betri, sett af Bretanum Bill Adcock fyrir 26 árum. ■ DAMON Hill frá Bretlandi sigraði á sunnudag í argentínska Formula 1 kappakstrinum á Will- iams bifreið sinni. Þetta var fyrsti sigur Hills á keppnistímabilinu og sá 10. á ferlinum. ■ MICHAEL Schumacher, heimsmeistari frá Þýskalandi, varð í þriðja sæti á Benetton en Frakk- inn Jean Alesi á Ferrari fagnaði öðru sætinu — kom í mark sex sek. á eftir Hill. Gerhard Berger er efstur í stigakeppninni um heims- meistaratitilinn með 11 stig, Alesi og Hill hafa báðir 10. NiARÐVÍK Njarðvíkingar vörðu íslands- meistaratitii sinn í körfu- knattleiknum um helgina, lögðu Grindvíkinga I sjötta úrslitaleikn- um og sigruðu þar með 4:2. Árangur hinna grænklæddu Njarðvíkinga hefur verið með ein- dæmum, ekki aðeins í vetur heldur allar götur frá árinu 1981, eða í 15 ár. Körfuknattleikslið stað- arins hefur á þessum árum níu sinnum hamp- að íslandsbikarnum og að auki orðið sex sinn- um bikarmeistari. Úrvalsdeildinni var komið á fót árið 1979 og Njarðvíkingar urðu íslandsmeistarar árið 1981, aftur 1982 og svo 1984, ’85, ’86 og ’87. Þvínæst varð liðið meistari 1991 og svo í fyrra og núna í ár. En þrátt fyrir að verða ekki meist- ari á árunum 1987 til 1991 vann félagið samt til viðurkenninga. Njarðvíkingar urðu nefnilega bik- armeistarar í fyrsta sinn árið 1988, eftir að hafa tapað fimm sinnum í úrslitaleik keppninnar. Bikarinn var áfram í Njarðvík næstu tvö árin, 1989 og 1990, íslandsmeistaratitill 1991, bikar 1992, en 1993 varð liðið ekki ís- landsmeistari og lék ekki til úr- slita í bikarnum. Síðustu tvö árin hefur liðið tapað í bikarúrslitum, fyrst fyrir Keflavík og svo Grinda- vík. Það segir auðvitað sína sögu um Njarðvíkurliðið að það tapaði aðeins einum leik í deildarkeppn- inni í vetur, sigraði I 31 leik. Árangur þess á heimavelli hefur að sjálfsögðu verið glæstur í vet- ur, þar hafði liðið ekki tapað leik frá því 4. mars í fyrra þar til á fimmtudaginn 6. apríl 1995, eða í rétt rúma þrettán mánuði. Njarðvíkingar hafa ekki einasta verið með góða einstaklinga innan sinna raða, þeir hafa verið einstak- lega heppnir með erlendan leik- mann þar sem Rondey Robinson er, en hann hefur nú leikið með Njarðvíkingum í fimm ár. Miðað við hvernig sum félög hafa lent í vandræðum með erlenda leikmenn hljóta Njarðvíkingar að teljast ljónheppnir. Annað atriði er vert að athuga í sambandi við lið Njarðvíkur og þetta á raunar einnig við um Keflavík. Á þessum bæjum heyrir það til tíðinda ef leikmenn frá öðrum félögum ganga til liðs við UMFN eða Keflavík, en víðast hvar annars staðar skipta menn nokkuð títt um félög. Mönnum hefur stundum orðið tíðrætt um að leikmenn Njarðvík- ur séu orðnir full gamlir og það hljóti að koma niður á liðinu, fyrr en seinna. Víst er það rétt að meðalaldur leikmanna íslands- meistaranna er hærri en hjá mörg- um liðum. Meðalaldur þeirra tíu leikmanna liðsins sem tóku þátt í úrslitakeppninni er 27 ár en til samanburðar má geta þess að meðalaldur liðs Grindvíkinga er 21,1 ár. Þetta segir auðvitað ekki alla söguna því á móti kemur að reynsla Njarðvíkinga er grlðarleg og það hefur skilað sér í vetur. Jóhannes KristbjÖrnsson, leik- maður UMFN, orðaði það svo í viðtali á Stöð 2 á dögunum að á meðan önnur lið næðu ekki að leggja Njarðvíkinga að velli væri engin ástæða til að hætta. Þetta er auðvitað alveg hárrétt, önnur lið verða að skáka Njarðvíkingum til að hægt sé að fara að tala um að lið þeirra sé of gamalt til að geta náð árangri. Njarðvíkingar hafa sýnt og sannað að þeir eru langt frá því að vera of gamlir. Skúli Unnar Sveinsson íslandsmeistararnir hafa nád einstökum árangri í körfubolta Er Njarðvíkingurinn ÍSAK TOMASSOM ákveðinn í að hætta í körfuboltanum? Þetta voru síðustu stigin ÍSAK Tómasson, bakvörður Islandmeistara Njarðvíkur í körfu- knattleik, tryggði liði sínu sigur í Grindavík á laugardaginn er hann skoraði af miklu öryggi úr tveimur vítaskotum er 17,4 sekúndur voru eftir af framlengingunni. ísak er Njarðvíkingur í húð og hár, fæddist þar í maí 1964 og verður því 31 árs eftir tæpan mánuð og hefur þrívegis klæðst íslenska landsliðsbún- ingnum. „Þetta voru mín síðustu stig, nú er ég hættur," sagði ísak eftir leikinn á laugardaginn. Unnusta ísaks er Helga Birna Rúnarsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni síðar á árinu. Ísak dró heldur í land hvað varð- ar að leggja skóna á hilluna frægu. „I dag hafa margir verið að spyrja mig hvort ég væri hættur. Ég ætlaði að hætta í fyrra en úr því Kiddi Einars kom aftur ákvað ég að spila eitt ár með honum. Ég reikna alveg með því að ég sé hættur, ég held að þetta hafí verið mín síðustu stig. Jú, ég er svona meira á því að hætta heldur en hitt.“ Þrátt fyrir að vera ekki nema þrítugur er Isak einn af „gömlu" mönnunum í liði íslandsmeistar- anna. Ástæðan fyrir því að vera orðinn „gamall“ I körfuknattleikn- um er sjálfsagt sú að hann byijaði ungur, eins og fleiri í liði meistar- anna, varð meistari í fyrsta sinn 1982, eða aðeins 18 ára gamall. „Ég byrjaði í meistaraflokki tíma- bilið 1981-1982 þannig að ég er búinn að vera með í öllum titlum Njarðvíkinga nema þeim fyrsta sem var tímabilið á undan auk þess sem við höfum unnið bikarinn íjórum sinnum k þessum árum. Við höfum orðið íslands- eða bikar- meistara þrettán sinnum á fjórtán árum.“ Er einhver skýring á því hvers vegna Njarðvíkingar hafa verið svona sterkir í körfunni? „Ætli það sé ekki bara að það hefur meira og minna verið sami mannskapurinn hjá okkur í gegn- um tíðina. I liðinu í dag er það bara ég og Teitur [Orlygsson] sem höfum leikið með liðinu allan tím- ann, frá 1983/84.“ Nú hefur verið talað um að þið Eftir Skúia Unnar Sveinsson Mynd/Páll Ketilsson ISAK Tómasson seglr það alltaf erflðara og erfiðara að vera í körfuknattleiknum, eftir því sem árunum fjölgar. séuð með nokkuð „gamait “ lið. Er framtíðin samt ekki björt? „Við vorum nú taldir gamlir í fyrra og lékum þá til úrslita í bik- arnum og urðum íslandsmeistarar. Sömu sögu er að segja frá þessu tímabili. Gamalt í körfubolta er afstætt held ég. Hvað er Jordan gamall?“ spyr ísak, en Michael Jordan, sem dró skóna fram á ný í vetur er tveimur árum eldri en ísak. „Framtíðin er björt hjá Njarð- vík. Það eru nokkrir ungir strákar sem eru að tínast inn svona einn og einn á ári.“ Hvers vegna fórst þú í körfu- boltann á sínum tíma? „Það var bara enginn áhugi hér í Njarðvík á fótbolta á þessum tíma, annars hefði ég örugglega valið fótboltann." Varstu liðtækur í honum? „Já, já, ég var ansi sprækur." Hafa orðið miklar breytingar á körfunni síðan þú byrjaðir? „Já, heilmiklar. Körfuboltinn er miklu mun betri núna en þegar ég byrjaði fyrst. Það er auðvitað framför í þessu eins og hjá öðrum íþróttagreinum. Það eru fleiri lið sem eru betri núna en áður.“ Tekur þetta orðið meira á? „Já, já, þetta verður alltaf erfíð- ara og erfiðara. Við lyftum mikið og það hefur hjálpað okkur mikið. Þegar við erum orðnir svona gaml- ir verðum við að styrkja okkur vel fyrir svona átök eins og voru í vetur, sérstaklega þegar leikið er svona þétt og leikirnir eru svona margir, í vetur voru leikirnir of margir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.