Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 C 3 \ ISLANDSMOTIÐ IJUDO Vernharð tvöfaldur meistari annað árið í röð FOLK ¦ EYSTEINN Þorvaldsson, fyrr- um formaður Júdósambandsins setti íslandsmótið á laugardag, en þetta var hið 25. í röðinni. ¦ ANTJE Muller sigraði í þeim tveimur flokkum sem hún keppti í og fékk afhent verðlaun fyrir — en forráðamenn Júdósambandsins fengu úr því skorið í gær Antje gæti ekki orðið íslandsmeistari, þar sem hún er þýskur ríkisborgari og hefur aðeins búið hér í tvö ár. Antje verður því að skila verðlaununum. ¦ KAREL Halldórsson var snöggur að afgreiða Jón Þór Þor- valdsson frá Akureyri í -78 kílóa flokki þegar hann skellti honum með ippon eftir 7 sekúndur. Það er ekki í fyrsta sinn sem Karel gerir þetta því 1987 skellti hann öðrum andstæðingi í gólfið ájafn mörgum sekúndum. „Ég kemst víst í blöðin á átta ára fresti en ætli ég horfí ekki bara á þegar ætti að koma að mér næst, árið 2003," sagði Karel kátur. ¦ MÓTIÐ átti að halda í íþrótta- húsinu við Austurberg en á laugar- dagsmorgni fengu judómenn að vita að húsið væri tvíbókað. Allt var skóla fékkst með skömmum fyrir- vara og nokkur tonn af júdódýnum voru í skyndi flutt á milli húsanna. ¦ HANDBOLTAMENN\\anás\\ð\ 21 árs og yngri urðu fórnarlömb þess að íslandsmótið í júdó var fært í íþróttahús Seljaskóla. Þeir áttu að æfa þar kl. 17 en hún var felld niður. ¦ ÞYNGSTI maður júdómótsins um helgina var 128,5 kíló en sá léttasti um 56,5 kíló. JÚDÓMENN héldu sitt 25. ís- landsmót í Seljaskóla og voru úrslit, serrí oft áður, flest eftir bókinni. Engu að síður mátti sjá skemmtilegar viðureignir enda mikil barátta íflestum þyngdarflokkum. Vernharð Þorleifsson frá KA varði titla í-95 kílóa og opnum flokki. í öðrum flokkum sigruðu ís- landsmeistarar f rá ífyrra aftur nema í -65 kílóa flokki þar sem Sævari Sigursteinssyni úr KA tókst að hreppa gullið af ís- landsmeistara síðustu tveggja ára, Vigni G. Stefánssyni úr . Ármanni. esta baráttan var að venju í opna flokknum hjá körlun- um. Þar áttust við 12 keppendur úr ýmsum þyngar- flokkum og þegar dró að lokum stóðu þyngstu mennirnir uppi. í Undanúrslit- um náði Akureyringurinn Vernharð Þorleifsson að leggja Gísla Jón Magnússon félaga sinn með fullnaðarsigri, ippon. Hinsvegar áttust Sigurður Bergmann frá Grindavík, sem sigraði í +95 kílóa flokki, og Bjarni Friðriksson, sem ákvað á síðustu stundu að hella sér út í slaginn. Sigurður byrjaði á að skora 3 stig en Bjarni svaraði með 7 stigum og liðu 5 mínúturnar án frekari stiga og Bjarni því kominn í úrslit. Stefán Stefánsson skrifar Úrslitaviðureign Bjarna og Vernharðs var spennandi. Bjarni sótti fyrstu mínúturnar og fékk stig en það var afturkallað af dóm- urum. Er leið að lokum lét Vern- harð einnig til sín taka og sótti til baka en án þess að ná sér í stig og þar sem jafnglimi varð að grípa til dómararúrskurðar. Þar veifuðu tveir dómarar rauðu flaggi á Vern- harð og þar með íslandsmeistarat- itli. í +95 kílóa flokki voru þrír kepp- endur. Grindvíkingurinn Sigurður Bergmann varði Islandsmeistara- titil sinn í þriðja sinn þegar hann sigraði Jón Jakobsson, KA, á fasta- taki og síðan Gísla Jón Magnússon, einnig að norðan, á ipponi eftir tvær og hálfa mínútu. I -95 kílóa flokki varði Vernharð einnig sinn titil með armlás á Sigurð Krist- mundsson og í -86 kílóa flokki varð Halldór Hafsteinsson einnig titil sinn með fastataki á Þorvaldi Blöndal, KA, 5 úrslitum. Freyr Gauti Sigmundsson, KA, hefur átt við meiðsli að stríða en virðlst hafa náð sér og sagðist ekki eins sterkur og áður en í góðri æfingu. Hann fór oft úr axlariið en var að lokum skorinn upp. Það kom ekki að sök því í -78 kílóa flokki sigraði hann Berg Pálsson, UMFS, á ipponi. í þessum flokki var búist við afrekum hjá Karel Halldórssyni, Ármanni, en það gekk ekki eftir og deildi hann þriðja sæti með Jóni Þorvaldssyni úr KA. Eiríkur Kristinnsson, Ármanni, lagði Bjarna Skúlason úr UMFS á ipponi í frábærri viðureign í úrslit- unum og varði þar titil sinn í -71 kflóa flokki. Vignir G. Stefánsson úr Ár- manni, íslandsmeistari í -65 kQóa flokki 1993 og 1994, og Sævar Sigursteinsson úr KA hafa lengi eldað grátt silfur saman enda efni- legustu júdómenn landinu. Enn var viðureign þeirra löng og ströng, Sævar byrjaði á að skora 5 stig á Vigni sem náði að svara með þrem- ur stigum. Sævar kaus því að verj- ast fimlega og láta Vigni sækja en 5 mínúturnar liðu án þess að fleiri yrðu stigin og Sævar hafði þar með varpað Vigni af stalli. í -60 kílóa flokki varði síðan Höskuldur Ein- arsson, Ármanni, titil sinn gegn Andra Júlíussyni félaga sínum. í kvennaflokki var Antje Muller, sem æfir með Ármanni, í sér- flokki. í -66 kílóa flokki keppti hún í úrslitum við Ármenninginn Gígju Gunnarsdóttur, sem skoraði þó á hana 5 fimm stig fyrst. Antje náði að koma þremur stigum að og síð- an 5 til viðbótar og stóð því upp sem sigurvegari. Berglind Ólafs- dóttir, úr sama félagi, vann -61 kílóa flokkinn en í opna flokknum átti Antje ekki í vandræðum með Gígju í jírslitum. Gígja telst hins vegar íslandsmeistari í báðum flokkum, þar sem Antje er þýskur ríkisborgari og hefur ekki búið hérlendis nógu lengi til að geta orðið sigurvegari á Islandsmóti. VERNHARÐ f sigurglímu slnnl í -95 kilóa flokki Morgunblaðið/Jón Svavarsson hefur náð ármlásl gegn Sigurði Kristmundssyni sem gat sig hvergi hreyft. Morgunblaðið/Jón VERNHARÐ bregður á lelk og hnykklar vöðvana eftir að melstaratitlarnlr tveir voru f höfn. Hann hefur látlð húðflúra „Mamma" á upp- handlegginn. Bjarni alltaf erf- iðastur Vernharð Þorieifsson frá KA á Akureyri telst sigurvegari ís- landsmótsins með sigri í tveimur flokkum. „Stefnan var að sjálfsögðu að halda mínum hlut og vinna allt, enda væri engin ástæða til að mæta á svona mót nema það væri á hreinu. Bjarni var erfiðastur, ekki endilega að hann sé sterkastur, heldur er þetta bara Bjarni — og baráttan ekki síst á sálrænu nótun- um. En ég er ánægður með að fá að glíma við hann," sagði Vernharð sem verið hefur við æfíngar á Spáni undanfama mánuði — hann er einn þeirra sjö íslensku íþróttamanna sem verið hafa á styrk frá Ólymp- íusamhjálpinni. „Ég fór út í janúar og kom heim núna í mars. Æfinga- búðirnar komu mér í gott form en ég hefði svo sem getað það hér heima. Til að byrja með voru sterk- ir menn þarna eir'síðan fóru þeir," bætti Vernharð við. Urslit / C10 Búinn að gleyma hve þetta er erf itt Bjarni Friðriksson, júdókappi — besti íslendingurinn í þessari íþróttagrein í fjöldamörg ár — var með á mótinu um helgina. Hann sagðist hafa ákveðið að skella sér í slaginn á síðustu stundu og tók þátt í opna flokknum, en síðasta Islandsmót sem hann tók þátt í var 1993. „Ég er hættur og hef ekki keppt nema þrisvar_ síðan eftir Íslands- mótið 1993. Ég var með á móti í Austurríki í febrúar síðastliðnum, þar á undan keppti ég í nóvember og þar á undan á Írlandi í haust á opna írska mótinu. En ég hef ekk- ert æft - hef bara aðeins verið að gutla með um leið ég hef verið að kenna," sagði Bjarni við Morgun- blaðið. „Ég ákvað þetta í bríaríi, að vera með núna, en var alveg búinn að- gleyma hvað þetta er erfitt. Að vísu var ég ekki sáttur við dómaraúr- skurðinn í lokin en ég ætla ekki að deila við dómarana og kenni þeim alls ekki um tapið. Vernharð er mjög efnilegur en auðvitað hefði ég viljað vinna hann," sagði Bjarni sem var ekki langt frá því að sigra í opna flokknum enn eitt árið. „Vandamálið hjá okkur í júdóinu er að það vantar fleiri hæfa dómara — en þau mál eru í athugun." SævarSigursteinsson KA-maður Var þreyttur en ákvað að þrauka BJARNI Frlðrlksson dró fram gallann og var með á íslandsmótinu um helgina. Eg var orðinn mjög þreyttur en ákvað að þrauka út tímann. Hann var líka orðinn kraftlaus en hafði meiru að tapa," sagði Sævar Sigursteinsson úr KA, íslandsmeist- ari i -65 kfloa flokki, við Morgunblað- ið um úrslitaviðureign sína gegn ís- landsmeistara síðustu tveggja ára, Vigni G. Stefánssyni úr Armanni. Þeir félagarnir eru taldir efnilegustu júdómenn landsins og viðureignar oftast verið spennandi, langar og strangar. Svo var einnig nú. „Ég tapaði fyrir honum 1993 en þann sama dag, hafði ég meiðst þeg- ar ég tók þátt í fullorðinsflokki. Nú er um að gera að halda þessum titli þar sem við erum að koma upp úr yngri flokkunum," bætti Sævar við, sigurreifur. Þeir félagar voru um þarsíðustu helgi í Hollandi þar sem þeir tóku þátt í Opna Hollenska meistaramót- inu, sem er A-mót. Þar, voru saman komnir allir sterkustu júdómennirnir sem stefna á Ólympíuleikana. „Við vildum sjá stöðu okkar og hverjir væru helstu veikleikarnir — það er styrkurinn sem okkur vantar," sagð Sævar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.