Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KORFUKNATTLEIKUR Ótrúlegir drengir! Níundi Islandsmeistaratitill Njarðvíkinga á fjórtán árum Úrslitakeppnin íkörfuknattleik1995 Skúli Unnar Sveinsson skrifar Sjötti leikur liðanna I úrslitunum, leikinn í Grindavik 8. apríl 199S GRINDAVÍK NJARÐVÍK NJARÐVÍK varð á laugardaginn íslandsmeistari í körfuknattleik í níunda sinn á f jórtán árum. Njarðvíkingar unnu Grindvíkinga 86:93 íframlengdum leik í Grindavík og unnu þar með ífjórum leikjum af sex. Leikurinn var æsispennandi og fjörugur og alveg nákvæmlega eins og úrslitaleikir eiga að vera. Dramatík í lokin þar sem dómarar úrskurðuðu körfu, sem Grindvíkingar gerðu á síðasta sekúndubrotinu, ógilda ogþvívarð að framlengja. Þar voru gestirnir sterkari og fögnuðu Islandsmeistaratitlinum öðru sinni á jafn mörgum árum, í sama íþróttahúsi og ífyrra en þá léku þessi lið einnig til úrslita. Leikurinn var glæsilegur endir á skemmtilegu móti, endir eins og þeir eiga að vera, en það hefði óneitanlega verið skemmtilegra að þessi endir hefði verið í kvöld. Þá hefðu áhorfendur fengið að sjá enn einn leikinn, en hinir grænklæddu Njarðvíkingar eru örugglega sáttir við að haf a tryggt sértitilinn á kosningadaginn. Lokamínútan var æsispennandi. Grindvíkingar komust 76:72 yfír þegar 2 mín voru eftir. Marel Guðlaugssyni, sem leikið hafði vel í sókninni, mistókst að skora úr nokkrum þriggja stiga skotum auk þess sem hann hitti ekki úr up- plögðu færi þar sem hann var kom- inn undir körfuna. Þegar 42 sek. voru eftir minnkaði Valur Ingimund- arson muninn með þriggja stiga körfu, 76:75, Marc Mitchell kom heimamönnum aftur þremur stigum yfir með tveimur vítaskotum er 32 sek. voru eftir, 78:75. Þegar 12 sek. voru eftir jafnaði Teitur með þriggja stiga körfu utan af kanti. Teitur og fráköstin Aðdragandinn að þessari körfu Teits var merkilegur. Njarðvíkingar voru þremur stigum undir og urðu því að gera þriggja stiga körfu. Fyrst skaut Jóhannes en hitti ekki. Hann gerði sér þó lítið fyrir og tók sjálfur frákastið. Sóknarfrákast númer 1! Valur fékk boltann fyrir utan þriggja stiga línu, skaut en hitti ekki en Rondey tók frákastið. Sóknarfrákast númer 2! Rondey fór út í horn og reyndi þriggja stiga skot. Hann hitti ekki og það sá Teitur með nokkrum fyrirvara, kom sér vel fyrir undir körfunni og tók frákastið. Sóknarfr- ákast númer 3! Þetta vegur auðvitað gríðarlega þungt. Grindvíkingar áttu auðvitað ekki að láta Njarðvíkinga taka þrjú sóknarfráköst í einni og sömu sókninni. 86 Stig 93 17/22 Víti 11/16 3/18 3ja stiga 4/14 33 Fráköst 38 22 (varnar) 24 11 (sóknar) 14 13 Bolta náð 9 16 Bolta tapað 22 13 Stoðsendingar 17 20 Villur 23 FOLK ¦ JONKr. Gíslason þjálfari Kefl- víkinga spáði því fyrir Morgunblað- ið fyrir úrslitaleikina að Njarðvík myndi sigra í sex leikjum, 4:2, eins og síðar kom á daginn. ¦ ÁRANGUR liðs Njarðvíkur í vetur er með ólíkindum. Liðið tap- aði aðeins einum leik í deildar- keppninni, en þar lék liðið 32 leiki. í úrslitakeppninni lék liðið 12 leiki, tapaði þremur og sigraði í níu. Ef deildin er tekin í heild lék liðið 44 leiki, sigraði í 40 og tapaði fjórum, 91% vinningshlutfall. ¦ ÞEIR leikmenn UMFN sem voru ekki í byrjunarliðinu á laugar- daginn komu mikið við sögu í leikn- um. „Bekkurinn" berði 34 stig fyrir Njarðvík, en „bekkurinn" hjá Grindavík gerði aðeins 3 stig. ¦ GiZÆTV/liturinn yirðist vera vin- sæll þessa vordaga. íslandsmeistar- ar Njarðvíkur klæðast grænum búningum eins og íslandsmeistarar kvenna, Breiðablik og á laugar- daginn fögnuðu framsóknarmenn góðum árangri í alþingiskosningun- um,en litur þeirra er einmitt grænn. ¦ ÍSAK Tómasson gerði tvö stig úr vítaskotum fyrir Njarðvík rétt fyrir leikslok og gerði endanlega út~um vonir Grindvíkinga um að jafna leikinn. Þetta voru síðustu stig hans með liðinu: „Já, nú er ég hættur. Þetta er búið að vera gam- an; ég er að vinna áttunda íslands- meistaratitilinn á ferlinum og ég hef unnið fjóra bikarmeistaratitla þannig að þetta er ágætt. Mér líður vel eftir erfiðan leik þar sem tauga- spennan var fram á síðustu mínútu en við höfðum þetta," sagði Isak. Morgunblaðið/Bjarni FÉLAGARNIR Teltur Örlygssoh og Ástþór Ingason höfðu ærna ástæðu til að fagna þegar meistaratltllllnn var í höfn. Teitur hefði hæglega getað lagt boltann í körfuna og minnkað mun- inn í eitt stig. Nei, hann lét það ekki nægja, heldur fór út í horn með bolt- ann, þóttist ætla að skjóta, hætti við en fór svo upp og skaut án þess að Guðjón Skúlason næði að trufla hann nægilega. Skotið fór beinustu leið í körfuna og þar með orðið jafnt, 78:78. Grindvíkingar fóru í sókn og þegar um 2 sekúndur voru eftir skaut Pét- ur Guðmundsson en hitti ekki. Marel tók frákastið alveg undir körfunni og skaut, Rondey Robinson reyndi að verja skotið en niður fór boltinn. Nú tók við nokkur rekistefna þar sem Kristinn Albertsson, aðaldómari leiksins, þurfti að gera upp hug sinn. Var tíminn búinn áður en Marel sleppti knettinum eða var karfan lög- leg? Kristinn sagði körfuna ekki „góða" og því þurfti að framlengja. Njarðvíkingar sterkari Eftir eina mínútu í framlenging- unni hafði hvort lið gert tvö stig og Jóhannes Kristbjörnsson fékk fimmtu villu sína. Guðmundur Bragason skoraði síðan úr einu víta- skoti, 81:80, og Rondey kom Njarð- vík í 81:82. Pétur kemur heimamönn- um einu stigi yfir með óvæntu lang- skoti, 83:82 og framlengingin ná- kvæmlega hálfnuð. Rondey skoraði úr einu víti og Teitur bætti við þriggja stiga körfu, 83:86 og 1,40 mín eftir. Mitchell reyndi þriggja stiga skot sem mis- fórst, Teitur brunaði fram, fékk langa sendingu og Mitchell braut á honum og fékk þar með sína fimmtu villu. Allt þetta gerðist á tíu sekúnd- um og Teitur skoraði úr öðru skot- inu, 83:87 og 1,30 mín eftir. Guðjón gerði tvö stig, Rondey svaraði hinum megin og Pétur hitti síðan úr öðru vítaskoti sínu, staðan 86:89 þegar 27,7 sek. voru eftir. ísak tryggði sigurinn Brotið var á ísaki Tómassyni þeg- ar 17,4 sek. voru eftir og honum brást ekki bogalistin, setti bæði skot- in niður og tryggði þar með Njarðvík- ingum íslandsmeistaratitilinn. Rond- ey átti síðan síðasta orðið, fékk bolt- ann fram og tróð með stæl og fagn- aði ógurlega. Langri og strangri úr- slitakeppni var lokið og stórkostleg frammistaða Njarðvíkinga í allan vetur hafði skilað liðinu íslands- meistaratitli. Grindvíkingar leiddu lengstum í fyrri hálfieik, eða allt þar til þrjár mínútur voru eftir og staðan 40:35. "Njarðvíkingar gerðu síðustu 14 stig fyrri hálfleiks og leiddu því 40:49 er leikmenn tóku sér hlé. Þetta hefur örugglega komið illa við heimamenn. Þeir tóku leikhlé á þessum kafla en svar Njarðvíkinga var að skora tíu næstu stig. Grindvíkingar náðu að þjappa sér saman í leikhléinu og minnkuðu muninn í 50:51 því Njarðvíkingar gerðu aðeins tvö stig í 5,47 mínútur. Eftir þetta þurftu heimamenn ávallt að sækja að Njarðvíkingum, náðu reyndar að komast yfír og héldu naumri forystu allt þar til Teitur j afn- aði eins og áður er lýst. Marc Mitchell var sterkur í liði Grindvíkinga eins og í flestum leikj- um úrslitakeppninnar. Marel átti einnig mjög góðan dag, Guðmundur lék ágæta vörn lengst af en átti nokkur mjög ótímabær skot og eins og venjulega barðist Pétur af hreint ótrúlegum krafti. Ómetanlegur fyrir liðið. Hjá íslandsmeisturunum áttu þeir Rondey, Teitur og Valur allir mjög góðan leik og Jóhannes var einnig traustur og barðist af mikilli grimmd. íslandsmeistararnir Morgunblaðið/Bj arni ÍSLANDSMEISTARAR Njarðvikur, aftari röð frá vinstri: J6n Benediktsson, læknir, Rúnar Árnason, Júlíus Valgelrsson, liðs- stjóri, Jóhannes Kristbjörnsson, Krlstinn Elnarsson, Páll Krlstinsson, Valur Inglmundarson, þjálfarl, Rondey Robinson, Æglr Gunnarsson, Sævar Garðarsson, Sigurður Elnarsson í búnlngi lukkudýrs UMFN og Ólafur Eyjðlfsson, formaður körfuknattleiks- deildar UMFN. Fremri röð frá vlnstri: Teltur Örlygsson, Frlðrlk Ragnarsson, Jón Júlíus Árnason, Ástþór Ingason, fyrirllðl, og ísak Tómasson með fánann fyrir tltllinn 199S sem var tilbúinn, en leikmenn vlssu ekki stjórnin hafðl látið gera fánann. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.