Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR1LAPRÍL1995 C 7 SKIÐAMOT ISLANDS Eg er farin að þekkja þessa titla - sagði Ásta S. Halldórsdóttir sem varð fjórfaldur meistari </*' ASTA S. Halldórsdóttir frá ísafirði stal senunni á Skíða- móti íslands að þessu sinni eins og reyndar mörg undan- farin ár. Hún hafði mikla yfir- burði og sigraði íöllum grein- unum; svigi, stórsvigi, alpatví- keppni og samhliðasvigi. „Ég er farin að þekkja þessa titla ágætlega. Ég er mjög ánægð. Það gekk allt upp hjá mér," sagði Ásta sem hefur unnið alls 20 íslandsmeistaratitla síðan 1987. Asta var rúmlega sex sekúndum á undan næsta keppanda í sviginu á laugardaginn og það segir allt um yfirburði hennar. Sigríður Þorláksdóttir varð önnur og Hallfríð- ur Hilmarsdóttir þriðja, en þær keppa báðar fyrir Akureyri. Aðeins sex stúlkur komust í gegnum svigið báð- ar ferðir, enda brautin mjög erfið og krefjandi. „Ég reyni auðvitað að standa mig í þessum fáu mótum sem ég keppi í hér á íslandi," sagði Ásta. En er ekki of mikill tímamunur á henni og hinum stúlkunum? „Ég held að mun- urinn á mér og hinum hafi hvorki aukist né minnkað síðan 5 fyrra. Þannig að ég hugsa að okkur hafí öllum farið fram. Ég hef bætt mig mjög mikið í stórsvigi í vetur og það er gaman að sjá að þær hafa einnig bætt sig verulega þar. Það verður líka að segjast að ég er búin að vera í þessu mun lengur en þær," sagði Ásta sem er 24 ára. „Mótið heppnaðist mjög vel. Það var gaman að þetta tókst svona vel því það áttu fáir von á því að ísfirð- ingar gætu haldið mótið í ár. Færið var reyndar ekki upp á það allra besta. Það má alltaf búast við svona mjúkum snjó hér á íslandi, en móts- Arnór á sigurbraut Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson I á helmavelli sínum á ísafirðl. Hann varð tvöfaidur Islandsmelstari jóðlegum svlgmótum. Hér er hann á fullrl ferð í svlginu á sunnudag. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÁSTA var sigursælust allra keppenda á Skíðamóti íslands. Hér er hún í góðum félagsskap norsku helmsblkarkvenn- anna, Trude Gimle og Trlne Bakke, sem voru mjög ánægoar með skíðabrekkurnar á ísafirðl. haldarar reyndu að gera það sem þeir gátu. Ég get ekki sett út á neitt, brautirnar voru allar mjög góðar þegar ég fór niður. Góður skíðamað- ur á að geta skíðað í öllu færi," sagði skíðadrottningin. (Morskur sigur Norsku stúlkurnar, Trude Gimle og Trine Bakke, skiptu með sér gullverðlaununum í alþjóðlegu svigmótunum Icelandair Cup sem fór fram samhliða Skíðamóti ís- lands á laugardag og sunnudag. Gimle sigraði á laugardag og var þá rúmlega sekúndu á undan Ástu Halldórsdóttur, sem varð önnur. Bakke varð í þriðja sæti og Sigríður Þoriáksdóttir frá Akureyri fjórða. í sviginu á sunnudag sigraði hins vegar Trine Bakke með yfirburðum. Hún var rúmlega sex sekúndum á undan Sigríði Þorláksdóttur og Hallfríður Hilmarsdóttir yarð þriðja. Bæði Trude Gimle og Ásta keyrðu út úr í síðari umferð eftir að hafa haft tvo bestu brautar- tímana eftir fyrri umferð. Arnór Gunnarsson sigraði í báð- um alþjóðlegu svigmótunum. Á laugardag var hann fjórum sekúnd- um á undan Matjaz Stare frá Slóv- eníu sem varð annar. Jóhann Hauk- ur Hafstein varð þriðji, rúmlega sex sekúndum á eftir Arnóri. Á sunnudaginn var Arnór aftur í fyrsta sæti, Haukur Arnórsson úr Reykjavík í öðru, en hann hafði besta tímann í fyrri umferð. Matjaz Stare frá Slóveníu varð þriðji. Alþjóðamótaröðin heldur áfram á Akureyri í dag og á morgun og verður keppt í svigi karla og kvenna. vandamálið á Islandi Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson KAMIIMSKI seglst ekkl treysta sér tll að vera áfram elnn með lands- llðlð. „Ef ég fæ annan þjálfara með mér er ég tllbúlnn annars mun íg lelta mór að öðru starfl," sagðl hann. Hér ræðlr hann við Vllhelm Þorsteinsson, sem bfður hér eftlr niðurstöðu dómnefndar í svlginu. hans á að bæta sig enn meira? „Hann á vissulega mikla mögu- leika, en hann verður líka að fá að æfa við bestu aðstæður. Hann er kominn það langt á undan hin- um í liðinu að hann á varla sam- leið með þeim næsta vetur. Hann þyrfti helst einkaþjálfara og það kostar að sjálfsögðu mikla pen- inga og það er jú vandamálið." - Hefur þú trú á því að Kristinn nái árangri í heimsbikarnum og þá sérstaklega í risasvigi? „Það veltur á ýmsu. Hann hef- ur þegar náð góðum árangri í vetur og er góð auglýsing fyrir ísland. Það er mikill munur á Evrónubikarnum og heimsbikarn- um. Eg held að það sé best fyrir hann að einbeita sér að Evrópu- bikarnum næsta vetur og ef það gengur vel er alltaf hægt að fara í eitt og eitt heimsbikarmót." Hann sagði að auðvitað væri erfitt fyrir strákana að vera svona lengi frá fjölskyldum sínum. „Það tekur oft á taugarnar að vera svona lengi fjarri heimilum sínum. Þeir hafa haft mjög gott að því andlega að koma heim á lands- mótið og hitta fjölskyldur sínar, þó svo að ég hefði kosið að þeir tækju þátt í sterkari mótum er- lendis á sama tíma." Gott mót á nýju svæði Björn Helgason, mótstjóri Skíðamóts íslands, var ánægður með framkvæmd móts- ins. „Ég get ekki verið annað en ánægður með mótahaldið miðað við það að við erum á nýju svæði í Tungudal. Ég held að það sé einn- ig samdóma álit keppenda. Við erum með gott starfsfólk sem kann til verka og eins lék veðrið við okkur. Það eina sem er hugsan- lega hægt að setja út á er að brekkurnar voru ekki nægilega vel undirbúnar — ekki nógu harðar. Við fengum ekki nýja snjótroðar- ann fyrr en nokkrum dögum fyrir mót og eins var ekki búið að skíða mikið í keppnisbrekkunum. Við reyndum að gera okkar besta, meðal annars að frysta brautirnar. Það voru allir mjög ánægðir með brekkurnar og ég er viss um að aðalkeppnissvæði okkar ísfirðinga verður í Tungudal í framtíðinni." Björn sagði að göngugreinarnar hafi tekist mjög vel, en göngu- svæðið er á fallegu svæði í Tugu- skóginum og gefur mikla mögu- leika. „Ef á heildina er litið getum við borið höfuðið hátt. Við höfum sýnt og sannað að hér hefur heimavinnan verið unnin," sagði Björn. ÍÞRÓHTiR Ef þú smellir á íHénnR færðu allt sem skrifað er um íþróttir í Morgunblaðinu í dag. Prófaðu! t Á INTERNETI http://www.strengur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.