Morgunblaðið - 11.04.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 11.04.1995, Qupperneq 7
6 C ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 C 7 SKIÐAMOT ISLANDS SKIÐAMOT ISLANDS Amór Gunnarsson sterkur á heimavelli ARNÓR Gunnarsson var sigur- sæll á heimavelli sínum á Skíðamóti íslands á ísafirði. Hann sigraði í svigi á laugar- daginn og um leið í alpatví- keppni því hann varð þriðji í stórsviginu á föstudag. Hann bætti síðan öðrum sigri í safnið er hann varð fyrstur í alþjóð- lega svigmótinu á sunnudaginn og síðan bronsverðlaunum fyr- ir samhliðasvig sem var síð- asta keppnisgrein landsmóts- ins. „Það hefur alltaf verið draumurinn að verða íslands- meistari á heimavelli og nú er sá draumur orðinn að veru- leika," sagði Arnór. Jóhann Haukur Hafstein, sem er á sextánda ári, kom mjög á óvart með því að lenda í öðru sæti og sama má segja um Val Traustason frá Dalvík, sem varð þriðji. Arnór var með lang besta tímann eftir fyrri umferð svigsins, 1,41 sekúndu á undan Vilhel Þor- steinssyni, sem varð ValurB. annar °g rúmlega Jónatanssor þremur sekúndum á skrítar undan Gunnlaugi Magnússyni sem var með þriðja tímann. Kristinn Björns- son, sem fyrirfram var talinn sigur- stanglegastur, datt í fyrri umferð- inni: „Eg fór á efra skíðið og yfir- kantaði. Það var voðalega erfitt færi í brautinni og hentað mér alls ekki,“ sagði Kristinn. Haukur Arn- órsson keyrði einnig útúr í fyrri ferð. Vilhelm fór næstur á undan Arn- óri niður í síðari umferð og keyrði mög greitt og náði frábærum tíma. Arnór kom á eftir og var með tveim- ur sekúndum lakari tíma en Vilhelm. Síðar kom í Ijós að Vilhelm hafði tekið stöng í klofið og þvf sleppt hliði og það sama gerði Gunnlaugur Magnússon. Jóhann Haukur Haf- stein átti mjög góða síðari umferð og náði þá næst besta tíma íslend- inganna, 0,82 sekúndum á eftir Arn- óri. „Þetta var rosalega erfitt. Ég er svo kvefaður að ég átti erfitt með öndun. En ég er í sjöunda himni með silfurpeninginn,“ sagði Jóhann Haukur. Mótið var jafnframt eitt af sex í Icelandair Cup mótaröðinni sem fram fer hér á landi þessa vikuna. Mikið fall var í sviginu og voru að- eins 14 keppendur af 36 sem kom- ust niður báðar umferðirnar. Brautin var krefjandi og eins var færið í brautinni nokkuð erfitt. Rosalega gaman „Þetta var rosalega gaman að vinna hér á heimavelli og þetta gekk betur en ég þorði að vona. Ég var búinn að segja að ég ætlaði mér að ná í gull hér og stóð við það,“ sagði Islandsmeistarinn eftir sigurinn í sviginu. „Ég náði mér vel á strik í fyrri umferðinni enda var brautin þá fryst. í síðari umferðinni reyndi ég einnig að keyra en náði því ekki alveg, en það dugði samt. Það var leiðinlegt að Vilhelm var dæmdur úr leik, en svona er þetta nú einu sinni og rétt skal vera rétt. Það hefði verið enn skemmtilegra ef Kristinn og Vilhelm hefðu klárað bæði svigin.“ Arnór segist hafa tekið miklum framförum í svigi í vetur. „Ég er nú kominn með 28 punkta í svigi, en stórsvigið er ekki alveg nægilega gott hjá mér og þar þarf ég að bæta mig því ég er aðeins með 44 punkta. Eg er ákveðinn í að halda áfram að æfa næsta vetur. Við höfð- um mjög gott af dvölinni í Austur- ríki í vetur, en það má alltaf gera enn betur. Ef við ætlum að bæta okkur verðum við að vera erlendis," sagði Arnór. Skammvinn gleði hjá Vilhelm SVIGIÐ á laugardag var nokkuð sögulegt. Akureyringurinn Vilhelm Þorsteinsson var með besta timann eftir báðar umferð- ir og fagnaði vel „sigri“ er hann kom í markið. En sú gleði var skammvinn því hann var dæmdur úr leik fyrir að sleppa porti. Vilhelm var ekki alveg sáttur við það. „Ég sleppti ekki, ég trúi því ekki,“ sagði hann og lagði inn kæru. Eftir klukkustundar rekistefnu dómnefndar þar sem m.a. myndband Sjónvarpsins var notað. Það var erfið bið hjá þeim Vilhelm og Arnóri meðan dómnefnd fundaði, enda mikið I húfi því sigur í sviginu gaf einnig sigur i alpatvíkeppninni og alþjóðamótinu Icelandair Cup. Síðan kom niðurstaðan; „kæran er ekki tekin til greina“ og þá gekk Vilhelm niðurlútur í burtu en Arnór fagnaði. „Ég gat bara ekki trúað því þegar ég kom niður að ég hefði sleppt — mér fannst það ekki. En eftir að ég sá atvikið endursýnt í sjónvarpinu var það rétt ákvörðun að dæma mig úr leik,“ sagði Vilhelm daginn eftir. ' __ if/// jsr£ Égerfarinað þekkja þessa t'rtla - sagði Ásta S. Halldórsdóttir sem varð fjórfaldur meistari ÁSTA S. Halldórsdóttir frá ísafirði stal senunni á Skíða- móti íslands að þessu sinni eins og reyndar mörg undan- farin ár. Hún hafði mikla yfir- burði og sigraði í öllum grein- unum; svigi, stórsvigi, alpatví- keppni og samhliðasvigi. „Ég er farin að þekkja þessa titla ágætlega. Ég er mjög ánægð. Það gekk allt upp hjá mér,“ sagði Ásta sem hefur unnið alls 20 íslandsmeistaratitla síðan 1987. Asta var rúmlega sex sekúndum á undan næsta keppanda í svigfinu á laugardaginn og það segir allt um yfirburði hennar. Sigríður Þorláksdóttir varð önnur og Hallfríð- ur Hilmarsdóttir þriðja, en þær keppa báðar fyrir Akureyri. Aðeins sex stúlkur komust í gegnum svigið báð- ar ferðir, enda brautin mjög erfið og krefjandi. „Ég reyni auðvitað að standa mig í þessum fáu mótum sem ég keppi í hér á íslandi," sagði Ásta. En er ekki of mikill tímamunur á henni og hinum stúlkunum? „Ég held að mun- urinn á mér og hinum hafi hvorki aukist né minnkað síðan í fyrra. Þannig að ég hugsa að okkur hafi öllum farið fram. Ég hef bætt mig mjög mikið í stórsvigi í vetur og það er gaman að sjá að þær hafa einnig bætt sig verulega þar. Það verður líka að segjast að ég er búin að vera í þessu mun lengur en þær,“ sagði Ásta sem er 24 ára. „Mótið heppnaðist mjög vel. Það var gaman að þetta tókst svona vel því það áttu fáir von á því að ísfirð- ingar gætu haldið mótið í ár. Færið var reyndar ekki upp á það allra besta. Það má alltaf búast við svona mjúkum snjó hér á íslandi, en móts- Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Arnór á sigurbraut ARNÓR Gunnarsson var sigursæll á heimavelli sínum á ísafirði. Hann varð tvöfaldur íslandsmeistari og sigraði auk þess í tveimur alþjóAlegum svigmótum. Hér er hann ð fullri ferA í sviginu á sunnudag. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÁSTA var sigursælust allra keppenda á SkíAamóti íslands. Hér er hún í góðum félagsskap norsku helmsblkarkvenn- anna, Trude Glmle og Trlne Bakke, sem voru mjög ánægðar með skíðabrekkurnar á ísafirðl. A útopnu VILHELM Þorsteinsson mættl Kristni Björnssyni í úrslitum í samhllðasviglnu og hafði betur. Þetta var annar sigur hans í samhlið- asvlgi á landsmóti. Vilhelm hreppti gullið í síðustu grein VILHELM Þorsteinsson frá Akureyri <?g Ásta S. Halldórs- dóttir frá ísafirði urðu íslands- meistarar í samhliðasvigi, sem var síðasta grein 54. Skíðamóts íslands sem lauk á ísafirði á sunnudaginn. Vilhelm mætti Kristni Bjöms- syni frá Ólafsfirði í úrslitum. Þeir fóru aðeins eina ferð því Kristinn krækti fyrir stöng og hætti og þar með var Vilhelm meistari. „Ég vissi ekki fyrr en Kristinn kom æðandi framúr mér í brunstöðu og þá vissi ég að eitt- hvað hafði komið fyrir hjá hon- um.“ sagði Vilhelm. í undanúrslitum mættust frændurnir Vilhelm og Arnór Gunnarsson frá ísafirði. í fyrri umferðinni voru þeir alveg hníf- jafnir og í síðari umferðinni var Vilhelm aðeins 0,02 sekúndum á undan og komst í úrslit. Kristinn mætti Agli Birgissyni í undanúr- slitum og vann báðar ferðir. Arnór vann síðan Egil í keppninni um bronsið. „Ég er sérstaklega ánægður með að hafa náð að slá bæði Krist- in og Arnór út. Það má því segja að ég hafi fengið uppreisn æru eftir það sem á undan var gengið. Þegar vel gengur gleymir maður því sem illa gekk. Ég get heldur ekki verið annað en ánægður með stórsvigið. Ég sýndi í seinni ferð- inni að ég get þetta vel. Ég fer því nokkuð ánægður frá ísafirði, með ein gullverðlaun og ein silfur- verðlaun í farangrinum,“ sagð Vilhelm sem vann einnig þessa grein á landsmóti 1992. Létt hjá Ástu Ásta S. Halldórsdóttir sigraði í samhliðasviginu og var þetta fjórði sigur hennar í samhliðasvigi á landsmóti, vann fyrst 1987. Hún mætti Sigríði Þoriáksdóttur frá Akureyri í úrslitum og vann nokk- uð létt í báðum umferðum. Ásta vann Hallfríði Hilmars- dóttur fyrst og síðan mætti hún Hrefnu Oladóttur í undanúrslitum. Ásta vann allar ferðirnir. Hrefna hafnaði í þriðja sæti eftir að Eva Björk Bragadóttir gaf því hún meiddist á hné í ferðinni á undan og treysti sér ekki til að keppa um bronsið. Skíðafærid er vandamálið á íslandi LANDLIÐSÞJÁLFARINN Zbigniew Kaminski var á ísafirði og fylgdist með lands- mótinu. Hann sagði að mótið hafi tekist nokkuð vel en var ekki ánægður með skíðafærið fbrautunum. „Það er mikil- vægt að brekkurnar séu vel undirbúnar og það háði bestu skfðamönnunum nokkuðog þá sérstaklega Kristni," sagði Kaminski. Kaminski sagði að brekkurnar væru í sjálfum sér ekkert vandamál, heldur væri það snjór- inn. „Þegar ég kem hingað til íslands spyija allir um veðrið. Ég tel að veðrið sé ekkert vandamál heldur er það snjórinn í brautun- um sem er númer eitt tvö og þrjú. Þegar snjórinn er svona mjúkur eins og hann var hér geta kepp- endur ekki notfært sér þá tækni sem þeir hafa verið að tileinka sér í allan vetur. Þetta er eins og ef handboltalið væri að æfa í fal- legri íþróttahöll, en gólfið væri úr grasi eða sandi — það yrði ekki sama íþrótt,“ sagði þjálfar- inn. „Vandamálið hér á íslandi er að færið er yfirleitt svo mjúkt og þá er ekki hægt á æfa þá tækni sem þarf til að ná árangri erlend- is. í Áusturríki þar sem við höfum verið með landsliðið í vetur, slepp- um við að fara á skíði ef færið er ekki eins og við viljum hafa það. Þá er betra að gera eitthvað annað. Það er mikilvægt að halda áfram með landsliðið í Austurríki ef bæta á árangurinn. Landsliðs- strákamir hafa sýnt miklar fram- farir í vetur og er það fyrst og fremst vegna aðstöðunnar sem þeir hafa umfram aðra sem æfa hér á íslandi." - Verður þú áfram með landslið- ið næsta vetur? „Ég veit það ekki. Ég hef áhuga á að vera áfram, en ég verð ekki áfram ef ég á að vera einn með liðið. Það gengur einfaldlega ekki upp, ég er alveg búinn eftir þenn- an vetur því þetta hefur verið mjög erfitt og krefjandi starf. Það eru ekki bara æfingarnar heldur allt annað í kringum liðið, sem tekur mikinn tíma. Við erum til dæmis búnir að keyra yfir 40 þúsund kílómetra í mót í vetur. En þetta kostar allt mikla peninga og Skíðasambandið verður að leggja línurnar fyrir næsta vetur.“ - Krístinn hefur veríð að gera góða hiuti í vetur, sérstaklega í risasvigi. Hveriir eru möguleikar Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson KAMINSKI seglst ekkl treysta sér tll að vera ðfram elnn með lands- IIAIA. „Ef ég fæ annan þjáifara meA mér er ég tilbúlnn annars mun ég lelta mér aA öðru starfi,“ sagðl hann. Hér rœðlr hann vlð Vllhelm Þorstelnsson, sem bíður hér eftlr niAurstöðu dómnefndar í svlginu. hans á að bæta sig enn meira? „Hann á vissulega mikla mögu- leika, en hann verður líka að fá að æfa við bestu aðstæður. Hann er kominn það langt á undan hin- um í liðinu að hann á varla sam- leið með þeim næsta vetur. Hann þyrfti helst einkaþjálfara og það kostar að sjálfsögðu mikla pen- inga og það er jú vandamálið.“ - Hefur þú trú á því að Kristinn nái árangri í heimsbikarnum og þá sérstaklega í risasvigi? „Það veltur á ýmsu. Hann hef- ur þegar náð góðum árangri í vetur og er góð auglýsing fyrir Island. Það er mikill munur á Evrógubikarnum og heimsbikarn- um. Ég held að það sé best fyrir hann að einbeita sér að Evrópu- bikarnum næsta vetur og ef það gengur vel er alltaf hægt að fara í eitt og eitt heimsbikarmót." Hann sagði að auðvitað væri erfitt fyrir strákana að vera svona lengi frá fjölskyldum sínum. „Það tekur oft á taugarnar að vera svona lengi fjarri heimilum sínum. Þeir hafa haft mjög gott að þvi andlega að koma heim á lands- mótið og hitta fjölskyldur sínar, þó svo að ég hefði kosið að þeir tækju þátt í sterkari mótum er- lendis á sama tíma.“ haldarar reyndu að gera það sem þeir gátu. Ég get ekki sett út á neitt, brautimar vom allar mjög góðar þegar ég fór niður. Góður skíðamað- ur á að geta skíðað í öllu færi,“ sagði skíðadrottningin. Norskur sigur Norsku stúlkurnar, Trude Gimle og Trine Bakke, skiptu með sér gullverðlaununum í alþjóðlegu svigmótunum Icelandair Cup sem fór fram samhliða Skíðamóti ís- lands á laugardag og sunnudag. Gimle sigraði á laugardag og var þá rúmlega sekúndu á undan Ástu Halldórsdóttur, sem varð önnur. Bakke varð í þriðja sæti og Sigríður Þorláksdóttir frá Akureyri fjórða. í sviginu á sunnudag sigraði hins vegar Trine Bakke með yfirburðum. Hún var rúmlega sex sekúndum á undan Sigríði Þorláksdóttur og Hallfríður Hilmarsdóttir varð þriðja. Bæði Tmde Gimle og Ásta keyrðu út úr í síðari umferð eftir að hafa haft tvo bestu brautar- tímana eftir fyrri umferð. Arnór Gunnarsson sigraði í báð_- um alþjóðlegu svigmótunum. Á laugardag var hann fjóram sekúnd- um á undan Matjaz Stare frá Slóv- eníu sem varð annar. Jóhann Hauk- ur Hafstein varð þriðji, rúmlega sex sekúndum á eftir Amóri. Á sunnudaginn var Arnór aftur í fyrsta sæti, Haukur Amórsson úr Reykjavík í öðru, en hann hafði besta tímann í fyrri umferð. Matjaz Stare frá Slóveníu varð þriðji. Alþjóðamótaröðin heldur áfram á Akureyri í dag og á morgun og verður keppt í svigi karla og kvenna. Gott mót á nýju svæði Björn Helgason, mótstjóri Skíðamóts íslands, var ánægður með framkvæmd móts- ins. „Ég get ekki verið annað en ánægður með mótahaldið miðað við það að við eram á nýju svæði í Tungudal. Ég held að það sé einn- ig samdóma álit keppenda. Við erum með gott starfsfólk sem kann til verka og eins lék veðrið við okkur. Það eina sem er hugsan- lega hægt að setja út á er að brekkurnar voru ekki nægilega vel undirbúnar — ekki nógu harðar. Við fengum ekki nýja snjótroðar- ann fyrr en nokkram dögum fýrir mót og eins var ekki búið að skíða mikið í keppnisbrekkunum. Við reyndum að gera okkar besta, meðal annars að frysta brautimar. Það vora allir mjög ánægðir með brekkurnar og ég er viss um að aðalkeppnissvæði okkar ísfirðinga verður í Tungudal í framtíðinni." Björn sagði að göngugreinarnar hafi tekist mjög vel, en göngu- svæðið er á fallegu svæði í Tugu- skóginum og gefur mikla mögu- leika. „Ef á heildina er litið getum við borið höfuðið hátt. Við höfum sýnt og sannað að hér hefur heimavinnan verið unnin,“ sagði Bjöm. íntinm Ef þú smellir á íHám færðu allt sem skrifað er um íþróttir í Morgunblaðinu í dag. Prófaðu! r http://www.strengur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.