Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 C 9 HESTAR GOLF / US MASTERS ÍÞRÓTTIR Keppt um Morgunblaðsskeifuna á Hvanneyri Sigurvegarinn komin fimm mánuði á leið ERFIÐUR foli og ólétta var engin fyrirstaða fyrir Brynju S. Birgis- dótturtil þátttöku íkeppninni um Morgunblaðsskeifuna á Hvanneyri á sunnudag. Brynja sem er frá Gufudal í Hveragerði gerði sér lítið fyrir og sigraði á folanum Ögra sem erfrá Stein- um, undan Kóp og Kötlu frá sama stað. Brynja hlaut 79 stig en sá er næstur kom, Jóhann Reynir Sveinbjörnsson frá Snorrastöðum, hlaut 76,5 stig. Hann tamdi og sýndi hryssu sína Nótt frá sama stað en hún er undan Fiðringi frá Ingveldarstöðum og Brúnku frá Snorra- stöðum. Næstur Jóhanni kom Óttar Bragi Þráinsson frá Miklaholti með 73 stig, einnig með heimafenginn hest, Glæsi frá Miklaholti sem er undan Goða frá Sauðárkróki og Von frá Bræðratungu. í fjórða sæti varð svo Karvel Lind- Valdimar Kristinsson skrifar berg Karvelsson á Sleipni frá Hunda- stapa sem er undan Kolfinni frá Kjarnholtum og Eldingu frá Hunda- stapa. Karvel hlaut 68,5 stig. í fimmta sæti með 68 stig varð Sæunn Þóra Þórarinsdóttir á Ölfu frá Viðvík undan Saflr og Þernu frá sama stað. Sæunn hlaut einnig Eiðfaxa-bikarinn fyrir besta hirðingu á hrossi sínu yfir veturinn. Brynja gerði gott betur en að vinna Morgunblaðsskeifuna því hún hlaut auk hennar ásetuverðlaun Félags tamningamanna og þótti vel að þessu komin. Ingimar Sveinsson kennari sem hefur umsjón með tamningum nemenda sagði að folinn sem Brynja tamdi hafí verið mjög erfiður, hálf- gerður villingur og hefðu þau rætt það á miðjum vetri hvort þorandi væri að hún héldi áfram með folann með tilliti til ástands hennar. Hann hefði þó ráðlagt henni að gefast ekki upp, taldi slíkt í lagi ef þess yrði þó vel gætt að tefla aldrei í tvísýnu. Brynja hafði aðeins riðið Ögra í frjálsri reið utan gerðis í þq'ár til ijórar vikur en greinilega með skjót- um og góðum árangri. Brynja var að vonum ánægð með árangurinn en hún er komin fimm mánuði á leið í meðgöngu. Öll voru trippin tamin í upphafi með tamningaaðferðinni „Af fijálsum vilja“ sem Ingimar hefur kennt á námskeiðum á Hvanneyri. Sagði Ingi- mar aðferðina hafa sannað ágæti sitt og benti á að folinn sem Óttar Þráins- son tamdi hefði vart verið taminn á þessum stutta tíma á annan máta. Magnús B. Jónsson skólastjóri hélt stutta tölu að lokinni verðlaunafhend- ingu og kom fram í máli hans að ekki stæði til að leggja niður kennslu í hestamennsku á Hvanneyri eins og þrálátur orðrómur hefði kveðið og sömuleiðis yrði haldið áfram með námskeið Ingimars. Hrossin á Hvann- eyri litu vel út að vanda og greinilegt að metnaður er lagður í fóðrun og hirðingu. Ingimar benti á að nú í fyrsta skipti, líklega í marga áratugi hafi ekki borið á múkki í hrossunum og vildi hann þakka því réttri fóðrun. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson BRYNJA S. Birgisdóttlr hafði ástæðu til að fagna góðum ár- angri, Ögri orðinn vel reiðfær, Morgunblaðsskelfan og ásetu- verðlaun F.T. í höfn og barn í vændum eftlr nokkra mánuðl. Norman var nálægt því að ná emi (2 undir pari) á fímmtándu holunni og fugli (1 undir) á þeirri sextándu en sigurvonir hans urðu að engu þegar honum mistókst hrapalega innáhögg með sandjárni á 17. hol- unni og varð síðan að sætta sig við að deila þriðja sætinu með Jay Haas. Love lék frábært golf, teighögg hans voru gífurlega löng og inná- höggin nákvæm á flestum holum. Hann lék síðasta hringinn á sex höggum undir pari sem var besta skorið á þurrum og hörðum vellinum lokadaginn, þrípútt á sextándu hol- unni var hins vegar dýrkeypt og þó hann næði fugli á þeirri sautjándu dugði það ekki til. Crenshaw bar kistu lærimeistara síns, Penicks, í jarðarför hans síðasta miðvikudag. Penick veitti Crenshaw fyrstu leiðsögn í golfi þegar hann FOLK ■ „TIGER" Woods hlaut sérstök verðlaun fyrir besta skor áhuga- manns á bandaríska meistaramótinu (US Masters). Woods sem er aðeins nitján ára gamall mátti ekki vera að því að bíða eftir verðlaunaafhend- ingunni heldur flaug til Kaliforníu strax eftir hringinn. Ástæðan var sú að hann þurfti að mæta í sögu- tíma í Stanford háskólanum í gær- morgun. ■ WOODS þakkaði mótstjórninni á Augustavellinum fyrir sig með bréfi þar sem hann þakkaði meðal annars fyrir tækifærið til að upplifa eina bestu viku ævinnar. „Hér sagði ég skilið við æskuna og varð að manni,“ sagði hann m.a. í bréfínu. ■ ERNIE Els frá Suður-Afríku og Nick Price frá Zimbabve voru þeir kýlfingar sem veðmangarar höfðu mesta trú á fyrir mótið. Hvor- ugur náði að sýna sitt besta og báð- ir féllu úr keppni eftir tvo daga. Els lék á þremur yfir pari og Price á flmm höggum yfir pari. ■ JAY HAAS náði besta hring á US Masters sem náðst hefur í fimm ár þegar hann spilaði holurnar átján á 64 höggum annan daginn. Haas færðist fram fyrir 23 kylfinga og í toppsætið fyrir þriðja hringinn. ■ BEN Crenshaw er þekktur sem einn snjallasti púttari í heimi. Hann hefur notast við sama pútterinn í aldarfjórðung, Wilson-pútter sem faðir hans gaf honum í afmælisgjöf þegar hann var átján ára. ■ JACK Nicklaus sem á sex græna jakka í fataskáp sínum fyrir sigur á US Masters bætti enn einu metinu í safnið þegar hann náði tvívegis að leika fimmtu holuna, sem er par 4, í tveimur höggum. Veittir eru kryst- allsbikarar fyrir þá sem fá „örn“ mótinu og á Nicklaus nú 21 slíkan. ■ FIMMTA holan er tæplega 400 metrar og er fjórða erfiðasta hola vallarins. Fyrsta keppnisdaginn, sló hann með fimm járni 160 metra ofan í holuna og hann lék sama leik- inn á laugardeginum. Þá notaði hann sjö járn í annað höggið sem einnig endaði ofan í holunni. Aðspurður af fréttamönnum hvort hann hefði séð þegar boltinn fór í holuna svaraði hann. „Ég sé ekki svo langt frá mér.“ Crenshaw í þann græna BANDARÍKJAMAÐURINN Ben Crenshaw sigraði á fyrsta stór- móti ársins í golfi, US Masters keppninni sem fór fram á Aug- usta National vellinum í Georg- furfki í Bandaríkjunum. Crens- haw lék hringina fjóra á 274 höggum, - fjórtán höggum undir pari og einu höggi færra en helsti keppinauturinn Davis Love III. Sigurvegarinn á Mast- ers hlýtur ætfð grænan jakka í verðlaun, auk peninga, og er þetta annar jakkinn sem Crens- haw eignast á Augusta vellinum. Hann sigraði einnig á mótinu 1984. Mikilli spennu var létt af Crens- haw eftir að hann setti niður lokapúttið. Hann huldi andlit sitt, hallaði sér fram og veitti tilfinning- unum útrás. Vikan hafði verið erfið og viðburðarrík, degi áður en mótið hófst var hann kistuberi á jarðarför lærimeistara síns í golfíþróttinni og vinar, Harvey Penick. Hann lýsti því yfír áður en hann hóf leik á mótinu að hann mundi tileinka hann Penick og svo virðist sem Crenshaw, sem hefur verið sem skugginn af sjálfum sér á fyrri mótum ársins, hafi fengið innblástur. „Ég lék með hjartanu en held að örlögin hafí ráðið sigri mínum í dag,“ sagði þessi 43 kylfingur eftir mótið. Marglr í baráttunni Keppnin hefur sjaldan verið eins jöfn og hún var fyrir lokahringinn, þremur höggum munaði ,á efstu mönnum, Crenshaw og Brian Henn- inger og þeim kylfingi sem var í tólfta sæti og sá höggafjöldi hefur aldrei þótt mikill fyrir lokahring á Augusta- vellinum, fjölmargar vatnaholur og viðsjárverðar flatir hafa gert mögu- leika margra að engu. Svo fór að kylfingarnir heltust úr lestinni einn af öðrum og þegar komið var á síð- ustu holurnar var ljóst að keppnin mundi fyrst og fremst standa á milli Crenshaws og Loves og Greg Nor- mans en þeir síðamefndu voru ræst- ir út saman í sjötta síðasta hópi. Annar jakki í safnið Reuter CRENSHAW brast í grát eftir að hafa tryggt sér sfgur. A efrl myndlnnl er hann ásamt Carl Jackson, kylfusveini sínum tll margra ðra og á þelrri neðri fer hann í græna jakkann sem fylgir sigrinum. Það er sigurvegari mótsins í fyrra, Spánverj- inn Jose Marla Olazabal, sem aðstoðar Crenshaw. var sex ára og Crenshaw tók síðustu leiðsögnina hjá hinum aldna meistara viku áður en hann lést. Þá var heilsu hins níræða Penicks farið að hraka. Penick var golfkennari hjá klúbbi í Austin í Texas og kenndi jafnframt tveimur af frægari kylfmgum Banda- ríkjanna, Crenshaw og Tom Kite. „Fyrir Ben [Crenshaw] er þetta er eins og að missa föður og sinn besta vin á sama tíma,“ sagði Davis Love um fráfall Penicks. „Það er ekki hægt að minnast hans á betri hátt en að Ben skyldi vinna Masters í sömu viku og hann lést,“ sagði Love sem náði sínum langbesta ár- angri á stórmóti. Penick er þó þekktastur fyrir hug- leiðingar sínar um golf sem hann færði inn í rauða bók. Bókin var síð- an gefin út undir sama heiti og seld- ist í milljónum eintaka og er enn vinsælasta bók sem komið hefur út um íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.