Morgunblaðið - 11.04.1995, Qupperneq 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995
SKÍÐAMÓT ÍSLANDS
Daníel sýndi
læríföður
sínum í tvo
heimana
DANÍEL Jakpbsson, sem
keppir fyrir Ólafsfjörð, sýndi
læriföður sínum, Einari Ólafs-
syni, í tvo heimana í 30 km
göngunni á sunnudaginn.
Hann var rúmlega tveimur
mínútum á undan Einari. „Ég
hefði aldrei getað sætt mig
við að tapa fyrir Einari," sagði
Daníel sem varð jafnframt
sigurvegari f göngutvíkeppni.
Hann fagnaði því þremur titl-
um á þessu móti því hann var
einnig í sigursveit Ólafsfirð-
inga í boðgöngu.
Danfle sagði að það hafi verið
svolítið erfitt að halda damp-
inum í göngunni. „Það var létt
að gefast upp en ég var ákveðinn
í að selja mig dýrt ég hefði ekki
getað látið það spurjast að tapa
fyrir læriföðumum. Eg var búinn
að taka hálfa mínútu af honum í
fyrsta hring (5 km) en síðan var
hann farinn að síga ansi mikið á
mig í öðrum hring. Þá var ég að
hugsa um að hætta, en ákvað að
reyna að gefa aðeins í og gefast
ekki upp og það tókst. Einar gekk
mjög vel og má segja að hann
hafi verið hálfr.r sigurvegari í
dag. Það er mjög gott hjá honum
að vera ekki nema einni og hálfri
mínútu á eftir mér í svona langri
göngu þegar hann er búinn að
æfa aðeins í þrjá mánuði,“ sagði
Daníel.
„Þetta er búið að vera mjög
skemmtilegt mót. Þó ég hafi tapað
fyrir Gísla í 15 kílómetra
göngunni held ég að það sé bara
gott fyrir skíðaíþróttina. Það gef-
ur Gísla aukið sjálfstraust, hann
verður betri og hvetur hann enn
frekar til dáða. Það er líka gott
að ég fæ þá meiri samkeppni og
það er af hinu góða. Ég er því
mjög sáttur við árangurinn,“ sagði
göngukappinn.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
AUÐUR Ebenezerdóttir vann tvenn gullverðlaun á Skíðamóti
íslands. Hún hefur unnlð fleirl íslandsmeistaratitla f göngu
en nokkur önnur skfðakona.
Tvöfalt hjá
ísfirðingum
ÍSFIRÐINGAR unnu tvöfalt í
15 km göngu pilta 17-19 ára
með hefðbundinni aðferð á
sunnudaginn. Hlynur Guð-
mundsson varð fyrstur, tæpri
mínútu á undan félaga sínum,
Arnari Pálssyni. Gísli Harðar-
son, sigurvegari í 10 km
göngunni á fimmtudag, varð
þriðji og um fimm mínútum á
eftir Hlyni, sem varð jafnframt
sigurvegari í göngutvíkeppni,
þ.e.a.s. samanlögðum árangri
úr göngunum tveimur.
Veður var hreint frábært á
f safirði á sunnudaginn eins og
reyndar alla mótsdagana. Svo
gott var veðrið að starfsmenn
gengu um á stuttbuxu.
Einar bik-
armeistari
EINAR Ólafsson frá ísafirði
varð bikarmeistari SKÍ 1995 í
göngu karla, en það er sameig-
inlegur árangur úr bikarmótum
vetrarins. Hann hlaut samtals
85 stig, en 25 stig eru gefin
fyrir sigur í hverju móti. Hauk-
ur Eiríksson, Akureyri, varð
annar með 80 stig og Kristján
Hauksson, Ólafsfirði, þriðji með
73 stig.
Arnar Pálsson, ísafirði, varð
bikarmeistari SKÍ í flokki pilta
17-19 ára. Hann hlaut 70 stig,
eða jafn mörg og Hlynur Guð-
mundsson, en þar sem Arnar
var ofar í fleiri mótum telst
hann bikarmeistari. Akur-
eyringurinn Gísli Harðarson
varð þriðji.
Helga Margrét Malmquist frá
Akureyri varð bikarmeistari í
göngu kvenna.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Daníel þrefaldur
íslandsmeistari
DANÍEL Jakobsson frá Ól-
afsflröl varö slgursælastur
allra í göngu á Skíðamóti
íslands. Hann varö þrefald-
ur melstarl; í 30 km göngu,
tvíkeppni og boögöngu. Hér
gengur hann tll slgurs í 30
km göngunnl. Á minnl mynd-
Inni óskar Einar Ólafsson
lærlsveinl sfnum tll ham-
ingju með sigurlnn.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Auður lofaði skóla
stjóranum gulli
Auður Ebenezerdóttir, göngu-
kona frá ísafírði, var að
vonum ánægð með sigurinn í
göngu kvennna á landsmótinu á
sunnudag. „Ég varð að sigra því
annars hefði ég fengið skammir
frá skólastjóranum og skólafélög-
unum,“ sagði Auður eftir sigurinn
í 7,5 km göngu með hefðbundinni
aðferð. Hún er í Iþróttakennara-
skól- anum á Laugarvatni og átti
erfitt með að fá frí úr skólanum
til að keppa á landsmótinu og því
lofaði hún skólastjóranum gulli
ef hún fengi að fara og stóð við
það. Gullin urðu reyndar tvö því
hún vann líka í göngutvíkeppni,
það er samanlagður árangur úr
göngunum tveimur, 5 km og 7,5
km.
Auður, sem er sigursælust ís-
lenskra kvenna í göngu frá upp-
hafi, sagði að það hafí verið mjög
gott að ganga, bæði veðrið og
færið eins og best verður á kosið.
Svava Jónsdóttir frá Ólafsfírði,
sem sigraði í 5 km göngunni,
byijaði gönguna mjög vel og var
komin 20 sekúndum á undan
Auði eftir þrjá kílómetra. Auður
ákvað þá að taka á öllu sínu og
náði að hrista Svövu af sér og kom
tveimur og hálfri mínútu á undan
henni í mark.
„Ég held að Svava hafí sprengt
sig og því var þetta ekki eins erf-
itt og ég bjóst við — ég fékk auka-
kraft er ég frétti að ég væri að
saxa á forskot hennar. Eg passaði
mig á því að stífna ekki upp eins
og í fyrri göngunni. Ég er mjög
sátt við þennan árangur á mótinu,
þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði
•Auður sem útskrifast úr Iþrótta-
kennaraskólanum í vor.