Morgunblaðið - 11.04.1995, Side 12

Morgunblaðið - 11.04.1995, Side 12
KNATTSPYRNA ÍÞR&mR ptotagmiHÍitfeife Everton burstaði Tottenham Man. United jafnaði ítvígang gegn Crystal Palace og liðin mætast á ný EVERTON burstaði Totten- ham, 4:1, á Elland Road í Leeds á sunnudaginn er liðin mættust í undanúrslitum bikarkeppn- innar ensku. í hinum undanúr- slitaleiknum var framlengt og náði Manchester United að jafna í tvígang gegn Crystal Palace (1:1 og 2:2) þannig að liðin mætast á nýjan leik á morgun á Villa Park. Flestir höfðu búist við að Totten- ham kæmist i úrslitaleikinn á Wembley 20. maí, en leikmenn Ever- ton voru greinilega á öðru máli, höfðu bæði gleymt því að þeir eru enn í fallhættu í deildinni og að lið- ið hefur ekki unnið á Elland Road í 43 ár. Það verður því ekkert af draumaúrslitaleik United og Totten- ham sem hafa bæði unnið bikarinn átta sinnum, oftast allra liða. Everton var mun betra liðið að þessu sinni og hefði hæglega getað gert miklu fleiri mörk, en Ian Wal- ker, markvörður Tottenham, varði meistaralega nokkrum sinnum, með- al annars í tvígang frá Svíanum Anders Limpar. Everton gerði vonir Mm FOLX ■ NORSKI knattspyrnumaðurinn Stig Inge Björnebye, leikmaður með Liverpool í Englandi, fótbrotn- aði í leiknum gegn Southampton í ensku 1. deildinni í síðustu viku og verður ekki meira með í vetur. ■ JOHAN Cruyff, þjálfari Barc- elona á Spáni, hefur áhuga á að kaupa Giga Popescu frá Totten- ham. Hann vill að rúmenski landsl- iðsmaðurinn fylli skarð hollenska varnarmannsins Ronalds Koemans, sem fer til Hollands eftir tímabilið. ■ CRUYFF skýrði frá því fyrir helgi að hann ætlaði að halda áfram sem þjálfari spænsku meistaranna í Barcelona, þar til í júní 1997, en orðrímur hafði verið uppi um að hann væri að hætta. Liðinu hefur gengið illa í ár, er dottið út úr bikarn- um á Spáni er ekki lengur í Evrópu- keppninni og er full langt á eftir Real Madrid í deildinni. ■ FRANSKA knattspyrnuliðið Marseille, sem varð Evrópumeistari árið 1993, var sett! greiðslustöðvun fyrir helgi; dómari úrskurðaði að félagið gæti ekki lengur greitt skuld- ir sínar, sem taldar eru nema um þremur og hálfum milljarði króna. Þjóðveijans Jiirgen Klinsmanns að engu, en hann vonaðist til að verða fyrsti Þjóðverjinn til að leika til úr- slita í enskri keppni á Wembley síð- an Bert Trautmann, markvörður Manchester City, gerði það fyrir 39 árum. Matthew Jackson og Graham Stu- art komu Everton í 2:0 en Klins- mann minnkaði muninn úr víta- spyrnu, en vonin um að jafna varð að engu þegar nígeríski leikmaður- inn Daniel Amokachi, sem kom inná sem varamaður, skoraði tvívegis á síðustu átta mínútum leiksins, og hann var nærri því að gera sitt þriðja mark á síðustu sekúndunni. Þetta var 23. undanúrslitaleikur Everton frá upphafi vega. Joe Royle, framkvæmdastjóri Everton, var ánægður með lið sitt. „Við lékum góða knattspyrnu og þeir náðu aldrei að komast inn í leik- inn. Mínir menn voru svo ákafir í að leika að jafnvel Amokachi kom inná sem varmaður. Paul Rideout meiddist en var kominn á fætur og vildi fá að halda áfram en Amokachi var svo snöggur að fara inná að við gátum ekki stöðvað hann. Svo gerði hann tvö mörk. Svona á þetta að vera,“ sagði hann. Óvænt á Villa Park Á Villa Park tókst bikarmeistur- um Manchester United að jafna í tvígang gegn Crystal Palace, fyrst um miðjan síðari hálfleik með marki frá Denis Irwin, glæsimark beint úr aukaspyrnu. Iain Dowie hafði komið Palace yfir í fyrri hálfleik. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Menn voru vart búnir að átta sig á að framlengingin væri hafin þegar Chris Armstrong hafði sent boltan í net United. Og menn voru vart búnir að átta sig á að Palace væri aftur komið yfir þegar Gary Pallist- er jafnaði, aðeins tveimur mínútum síðar — er þijár mínútur voru búnar af framlengingunni. Pallister skall- aði í netið eftir að Neville hafði tek- ið langt innkast. United þarf því aukaleik í undanúrslitunum alveg eins og í fyrra er liðið vann Oldham í öðrum leik liðanna. Svo gæti farið að Nigel Martyn, markvörður Palace, missi af leiknum á morgun því talið er að bein hafi sprungið í hendi hans á upphafsmín- útu leiksins á sunnudaginn. „Við getum aldrei tekið því rólega á móti Palace. Við reyndum að Ieika alvöru knattspyrnu allan tímann, vorum með mann á móti manni í vörninni þegar við vorum í sókn. Ég verð að viðurkenna að í undanúrslitum er þetta kannski ekki rétta uppskrift- in,“ sagði Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri United. Reuter Langþráð stund NlGERISKI landsliðsmaöurinn Daniel Amokachi, sem hefur átt erfitt uppdráttar hjá Everton, kom inn á sem varamaður gegn Tottenham í undanúrslitum bikarkeppnínnar og skoraðl tvívegis. Hér fagnar hann fyrra markinu með tllþrifum. ALAN Shearer. Reuter FOLX ■ ALAN Shearer, landsliðsmið- heiji hjá toppliði Blackburn, var kjörinn leikmaður ársins í Englandi af leikmönnum úrvalsdeildarinnar um helgina. Kenny Dalglish, stjóri Blackburn — sem sjálfur fékk nafn- bótina á árum áður — afhenti Shear- er viðurkenningargripinn í hófi á sunnudag. ■ MATTHEW Le Tissier hjá So- uthampton varð í öðru sæti í kjör- inu og þýski landsliðsmiðheijinn Jiirgen Klinsmann, sem leikur með Tottenham, varð þriðji. ■ SHEARER var kjörinn leikmað- ur ársins í fyrra af félagi knatt- spyrnublaðamanna, en Eric Can- tona, franski landsliðsmaðurinn hjá Man. Utd., var bestur að mati leik- manna. Shearer er talinn líklegur til að hljóta titil blaðamanna á ný nú í vor. ■ ROBBIE Fowler, framheijinn ungi hjá Liverpool, hlaut nafnbót- ina besti ungi leikmaður keppnis- tímabilsins, í hófi leikmanna á sunnudag. ■ ARNAR Gunnlaugsson fiskaði vítaspyrnu snemma í ieik Niirnberg gegn Hannover í þýsku 2. deildinni um helgina. Félagi hans klúðraði hins vegar vítinu og leikurinn var markalaus. ■ BJARKI Gunnlaugsson kom inná sem varamaður á 57. mín. leiks- ins. ■ HANS Pflugler, fyrrum leik- maður Bayern Miinchen, sem orð- inn er 35 ára og hefur leikið með varaliði félagsins undanfarið, kom inn í aðalliðið um helgina. Fjölmarg- ir leikmanna Bayern eru meiddir — aðeins níu úr aðalleikmannahópi fé- lagsins eru heilir. Pfliigler lék sem aftasti varnarmaður og stóð sig vel. ■ BAYERN hefur nú tilkynnt fyrr- um fyrirliða liðsins og núverandi aðstoðarþjálfara, Klaus Augenthal- er, til UEFA — þannig að hijái meiðsli leikmenn liðsins áfram er jafnvel rætt um að Augenthaler verði með í seinni Evrópuleiknum gegn Ajax! Torínó skellti Juventus Juventus mátti þola tap, 1:2, fyrir nágrannaliðinu Torínó. Ruggi- ero Rizzitelli skoraði bæði mörk Torínó — fyrra markið kom eftir að Juventus, hafði leikið í 715 mín. án þess að fá á sig mark. Paolo Sousa, miðvallarspilari Juventus, var rekinn af leikvelli og Vialli gat ekki leikið vegna meiðsla — verður frá keppni í mánuð. Þetta var fjórða tap Juventus á keppnistímabilinu — síðast tapaði liðið í janúar og þá einnig fyrir Torínó. Þá skoraði Pizz- itelli einnig tvö mörk, 3:2. Roberto Baggio skoraði mark Juventus. Parma, sem er í öðru sæti, mátti einnig þola tap — 2:3 fyrir AC Milan. Gianluigi Lentini, sem lenti í bif- reiðaslysi 1993, skoraði fyrsta mark AC Milan, eftir aðeins fjórar mín. og Marco Simone bætti við marki áður en Gianfranco Zola skoraði Reutcr PAUL Gascoigne lék á ný með Lazíó. Hér fagnar hann og Paolo Negro (t.v.) fyrra marki Lazíó. fyrir Parma úr vítaspyrnu á 41. mín, 2:1. Simone skoraði aftur í seinni hálfleik og það gerði Zola einnig — úr vítaspyrnu, sem var dæmd á Franco Baresi, sem handlék knöttinn. Paul Gascoigne lék á ný með Lazíó, eftir að hann fótbrotnaði fyr- ir tólf mánuðum. Lazíó vann Regg- iana, 2:0, með mörkum frá Roberto Rambaudi og Giuseppe Signori. Inter Milan hefur ekki tapað sjö leikjum í röð, lagði Genúa að velli, 2:0. Hollendingurinn Dennis Berg- kamp skoraði fyrra markið og Ur- uguay-maðurinn Reuben Sosa, sem lék á ný með eftir meiðsli, skoraði seinna markið eftir frábæran einleik — lék á ijóra varnarmcnn Genúa. Urslit / C11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.