Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 F 3 IMÁTTÚRUVERNDARÁR EVRÓPU Hreinsum landið Ekki verður séð að mengunar gæti á fiskimiðum hér við land af völdum þungmálma. Sömu sögu er að segja um áhrif skolplosunar við Faxaflóa á magn næringar- salta í flóanum. Hins vegar mælast hér við land, þó í mjög litlum mæli sé, lífræn þrávirk efni bæði í seti og lífver- um. Ljóst er að verulegur hluti þessarar mengunar er langt að kominn, m.a. frá iðnaðarsvæðum Evrópu- og N-Ameríku. Þetta er alvarleg þróun sem nauðsynlegt er að bregðast við að svo miklu leyti sem það er í höndum íslend- inga. Þá er einnig ljóst af þeim mæl- ingum sem gerðar voru á geisla- virkni að áhrifa gætir hér við land frá losun geislavirkra efna í sjó frá endurvinnslustöðinni í Sellafi- eld á Norður-Englandi þó í mjög litlum mæli sé. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda Aðgerðir íslenskra stjómvalda á undanförnum árum hafa verið tvenns konar, annars vegar að efla mengunarvamir innanlands og hins vegar að hvetja til alþjóð- legra aðgerða gegn mengun hafs- ins. Meðal verkefna heirna fyrir hef- ur verið lögð áhersla á að styrkja eftirlit og framkvæmd starfsleyfa fyrir allan mengandi atvinnurekst- ur og að hætt verði allri losun þungmálma, lífrænna þrávirkra efna svo og annarra spilliefna í fráveitur. Notkun tiltekinna eitur- efna hefur verið bönnuð í þessu sambandi. Víða um land er nú komin upp fullnægjandi móttöku- aðstaða fyrir spilliefni og unnið er að því að koma á meira hvetj- andi söfnunarkerfi en nú er. Lögð hefur verið áhersla á að sveitarfé- lög hraði framkvæmdum í frá- veitumálum og vom á síðasta þingi samþykkt lög um stuðning ríkis- sjóðs við slíkar framkvæmdir sem lokið yrði við fyrir árið 2005. Síð- ast en ekki síst má nefna að nú er verið að leggja lokahönd á við- búnað um allt land vegna hugsan- legra mengunaróhappa í íslenskri lögsögu. Á alþjóðavettvangi hafa íslensk stjórnvöld lagt höfuðáherslu á al- þjóðlegar aðgerðir gegn mengun sjávar frá landi. Engir bindandi alheimssamningar taka til meng- unarvarna frá landsstöðvum, þrátt fyrir að um 80% af mengun hafs- ins eigi rætur sínar að rekja þang- að. Hins vegar eru í gildi fjölmarg- ir samningar sem taka til starf- semi á sjó, svo sem siglinga. Aug- ljóst er að brýnasta viðfangsefnið er að koma í veg fyrir losun líf- rænna þrávirkra efna auk geisla- virkra efna frá kjarnorkuiðnaði. íslensk stjórnvöld hafa um nokkurt skeið beitt sér fyrir því að haldin yrði ríkjaráðstefna til þess að ákveða aðgerðir gegn mengun frá landsstöðvum og var það samþykkt á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um umhverfi og þró- un í Ríó de Janeiro 1992. Þessi ráðstefna verður haldin í Washing- ton í október 1995 og er síðasta undirbúningsfundi ráðstefnunnar nýlokið í Reykjavík. Þau markverðu tíðindi gerðust á fundinum í Reykjavík að sam- staða náðist um að gera alþjóðleg- an bindandi samning um bann við losun lífrænna þrávirkra efna út í umhverfið. Næstu misseri eiga eftir að leiða í ljós hvernig til mun takast, enda er hér um frekar flók- ið mál að ræða, ekki aðeins gagn- vart iðnríkjunum, heldur einnig gagnvart þróunarríkjunum, sem nota orðið mun meira af sumum þessara efna en iðnríkin. Hvernig sem fer er ljóst að ákvörðun fund- arins í Reykjavík er afar mikil- vægt skref í þeirri viðleitni að reyna að bjarga heimshöfunum undan alvarlegri mengun og draga úr þeirri mengun sjávar sem segja má að við núverandi aðstæður verði að teljast helsta áhyggjuefni íslendinga. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjórí í Umhverfisráðuneytinu. SAMKVÆMT samningi þeim sem íslendingar hafa gert við EES, er gengist við því að minnka magn þess úrgangs sem til fellur á íslandi um allt að 50% fyrir árið 2000. Til þess að svo megi verða þarf að koma til sameiginlegt átak stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnu- rekstrarins og einstaklinga í land- inu. Gera þarf einstaklingum og fyrirtækjum kleift að sundurgreina hinn svokallaða „úrgang“ sem í raun er að stórum hluta hráefni til endurvinnslu. Sundurgreina þarf gler, gúmmí, pappír, plast, timbur og málma og koma því í hendur endurvinnslufyrirtækja sem sinna vinnslu þessara efna. Það er fyrst nokkru eftir seinni heimsstyijöldina, um 1950, að skipulögð söfnun járns og málma hefst á íslandi, þ.e. endurvinnsla málma. Á ýmsu hefur gengið til að koma þessum rekstri í þann farveg sem okkur hentar, og er það fyrst nú á hinum seinni árum, að opinberir aðilar, atvinnurekstur- inn og einstaklingar hafa gert sér fulla grein fyrir hve þarft mál um er að ræða. Umhverfisyfirvöld, samtök atvinnuveganna, sveitarfé- lög, fyrirtæki og einstaklingar hafa komið til samstarfs um lausn á söfnun brotajárns og málma af landinu öllu, en í stijálbýlu landi er þetta alltaf nokkurt vandamál. Hringrás hf. - endurvinnsla starfar á grunni þess rekstrar er komið var á fót árið 1950 af Ein- ari Ásmundssyni og sonum hans, og hefur fyrirtækið einbeitt sér að söfnun og vinnslu brotajáms og málma. Vinnslustöð Hringrásar er við stærstu höfn landsins í Sunda- höfn, og hefur fyrirtækið frá upp- hafi haft aðstöðu á hafnarsvæði Reykjavíkur og notið skilnings hafnaryfirvalda. Hringrás hefur þróað aðferðir sínar við söfnun á þann veg, að það vinnur með verk- tökum frá hinum ýmsu landshlut- um, og leggur oft til tæki og ráð- gjöf um hvernig leysa megi ákveð- in verkefni. Stór hluti kostnaðar við með- höndlun brotamálma er flutningur. Hringrás gerði á síðasta ári samn- ing við Eimskip um að gámar væru tiltækir til lestunar á brota- málmum á öllum viðkomustöðum sínum á landinu, sem síðan eru fluttir í vinnslustöð Hringrásar sem er við athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Þessi samningur hef- ur sýnt hagkvæmni sína, þ.e. að einfalda vinnsluferlið og halda kostnaði í lágmarki, á þann veg að flutningskostnaður sveitarfé- laga frá heimahöfn á athafnasvæði Hringrásar er lægri en urðunar- kostnaður fyrir hvert tonn. Ánægjulegt er að sjá í verki hveiju samstarf Hringrásar, Eim- skips og sveitarfélaga hefur skilað nú þegar. Kannski er hér komin sú framtíðarlausn sem leitað er að og rædd hefur verið í nefndum og ráðum en ekki náðst samstaða um. Munum - það eyðist sem af er tekið! Leggjum því kapp á, í um- gengni okkar við jörðina, að nýta betur - endurnýta og endurvinna þau efni jarðar sem við notum daglega. Ásgeir Einarsson framkvæmdastjóri. Taktu þátt í átaki sem skilar árangri til framtíðar GRÆÐUM LANDIÐMEÐ 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.