Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 18
18 F FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ IMÁTTÚRUVERNDARÁR EVRÓPU SKIPU- LAG GRÓÐUR- SETN- INGAR Reitur 168 Flatarmál (ha) 0,88 Gróðurhverfi B Gróðurþekja 2 Halli 1 Hallaátt SA Jarðvegsdýpt 1 Grjót á yfirborði M Undirlag G Birki N Nýgræðsla N Núverandi ástand lands Ræktunaráætlun Reitur 168 Svæðaskipting S 4 Flatarmál (ha) 0,88 Gróðurhverfi B Gróðurþekja 2 Nýgræðsla N Athugasemdir Blanda mold Gróðursetning með skít Tegund 1 Nafn Hlutfall 50% Fjöldi 1.103 Tegund 2 Nafn BF/SF Hlutfall 50% Fjöldi 1.103 Fjöldi á hektara 2.500 Athugasemdir Pl E/B-SF/BF Bergfura ogelri 100" 3 m Stafafura Stafafura og birki Sitkagreni og birki - ekkert skjól mót SA-átt annars sæmilegt skjól Skipulagstillaga Skipulag skógræktar hér á landi S 'TO C ■D C <0 (O ~~ C *D •Í2 S ■Q *= ^ ® is. 0><N 'O . V) . S co <0 4 Áhrif skógræktar V á stærð skóglendis á íslandi Nýskógar til ársins 2050, 500 ferkm. G Nýskógar frá aldamótum, , - 75 ferkm. Birkiskógaleyfar \ Flatarmál landsins, 103,1 þús. ferkílómetri d ° Fer- kílómetrar Hlutfall af landinu Hlutfall af landnáms- skógum Hlutfall af skógar- leyfum Stærð landsins 103.125 100,00% Skóglendi við landnám 28.000 27,15% 100,00% Birkiskógaleyfar 1.300 1,26% 4,64% 100,00% Nýskógar frá aldamótum 75 0,07% 0,27% 5,77% Nýskógar til ársins 2050 500 0,48% 1,79% 38,46% Samtals skóglendi 1994 1.375 1,33% 4,91% 105,77% Samtals skóglendi 2050 1.875 1,82% 6,70% 144,23% Eru skógræktarmenn að skemma landið? Mörgum fínnst skógrækt hér á landi vera stunduð af of miklu kappi en minni forsjá og hafa sumir af því áhyggjur að innan tíðar kafni Island í skógi, útsýni spillist og sérkenni landslagsins fari forgörð- um. Þeir sem ekki taka jafn djúpt í árinni 1 gagnrýni sinni á skógrækt halda því fram að skógrækt sé stunduð skipulagslaust og ekkert tillit sé tekið til annarra sjónarmiða eins og vemdunar náttúruminja, þjóðminja og varðveislu sérstæðs landslags svo dæmi séu tekin. Klifað hefur verið á dæmum þessu til sönnunar og er helst að nefna barrtrén á Þingvöllum sem hafa verið þymir í augum sumra. Þessi gagnrýni beinist ætíð að skógarteigum sem stofnað var til fyrir áratugum á tímum þegar hug- takið náttúravemd var nánast óþekkt eða hafði aðra merkingu en það hefur í dag. Því miður er umræða um þessi mál oftast borin uppi af tilfinning- um og smekk manna frekar en fag- legum sjónarmiðum og snýst frekar um hvað mönnum finnst ljótt og óviðeigandi eða fallegt og við hæfí. Stærð skóglenda á íslandi í sögnlegu samhengi Núverandi skógarleifar þekja aðeins 1,25% af flatarmáli landsins eða um 1.300 km2. Talið er að skóg- ur hafí þakið um 28.000 km2 við landnám þannig að 95% skóglendis- ins hafa eyðst á 1100 áram byggð- ar í landinu. Frá því að skógrækt hófst upp úr aldamótum hafa verið gróður- settar um 60 milljónir plantna. Fyrstu áratugina var aðallega gróð- ursett í náttúrulegt skóglendi en upp úr 1970 fara skógræktarmenn að gróðursetja í mun meiri mæli í skóglaust land. Nú fer nánast öll gróðursetning fram á skóglausu landi. Af 60 milljónum plantna má lauslega áætla að um 2/a hafi verið plantað í skóglaust land og aukið þannig við skóglendið sem því nem- ur. Flatarmál nýskóga gæti þá ver- ið um 75 km2 sé miðað við að gróð- ursettar hafí verið 4.000 plöntur á ha að meðaltali og 3A plantnanna hafi náð fótfestu. Skóglendið hefur því aukist um tæp 6% og þekur um 1,33% af flatarmáli landsins. Skógrækt hefur aukist jafnt og þétt á síðustu áratugum en um 1990 varð veraleg aukning á út- plöntun. Arið 1989 vora gróðursett- ar um 2 milljónir plantna en árið 1992 jókst gróðursetning verulega og náði um 5 milljónum plantna. Fjöldinn hefur síðan staðið í stað síðastliðin tvö ár. Sé gengið út frá því að haldið verði áfram með svipaða gróðursetn- ingu fram á miðja næstu öld munu bætast við skóglendi landsins um 500 km2. Hlutfall skóglendis af flat- armáli landsins mun því vaxa úr 1,33% I 1,82% eða um hálft pró- sent. Hér er ekki tekið með í reikn- inginn viðhald á núverandi skóglendi en áætlað að það haldist óskert. Það er því ljóst af ofangreindu að íslensku landslagi stafar engin hætta af skógræktarstarfí elju- samra íslendinga, vel að merkja ef skynsamlega verður staðið að öllum undirbúningi og framkvæmd þess. Ef vel ætti að vera þyrfti að herða róðurinn og stefna að því að endurheimta a.m.k. 25-50% af upphaflegum skógum landsins fyrir lok næstu aldar. Hver er staðan í skipulagningu skógræktar? Á síðustu áram hefur skipulag skógræktar verið tekið föstum tök- um. í dag hafa a.m.k. fjórir sér- fræðingar á sviði skógræktar það að aðalstarfi að skipuleggja núver- andi og verðandi skóga landsins. Frá 1986 þegar markvisst starf á þessu sviði hófst hafa um 15.000 ha verið skipulagðir sérstaklega með skógrækt í huga. En betur má ef duga skal. Enn er verið að hefja skógrækt á nýjum löndum án þess að fyrir liggi skóg- ræktarskipulag. Menn hafa sett fyrir sig skort á fjármagni til að greiða fyrir slíka vinnu þrátt fyrir að kostnaður við hana sé aðeins 1-3% af stofnkostnaði. Skipulags- yfírvöld hafa gefíð þessu starfí allt of lítinn gaum og hafa Skógrækt ríkisins, skógræktarfélög og sveit- arfélög borið allan kostnað af þess- ari vinnu. Að mínu mati ættu skipu- lagsyfírvöld að styrkja kaupendur slíkra verkefna því að það er öllum í hag að hér verði vgl að verki staðið. Hvernig er skipulagsvinnu við skógrækt háttað? Skipulagning skógræktar fer þannig fram að það land sem taka á til skógræktar er kortlagt eftir sérstöku kerfí á loftmynd í mæli- kvarða 1:5000. Landinu er skipt upp í misstórar einingar eða reiti. Hver reitur getur verið frá broti úr hektara upp í 10 til 20 hektara þeir allra stærstu. Fer stærðin eftir því hvort gróðurfar og landslag er ljölbreytilegt eða fábreytt. Hver reitur fær sína kennitölu og era jafnframt skráðar staðlaðar upplýs- ingar sem lýsa gróðurfari, legu, jarðvegi og tijágróðri þar sem hann er fyrir hendi. Þá skráir sá sem kortleggur ýmsar aðrar upplýsingar um reitinn s.s. hvort þama sé skjól, hætta sé á næturfrosti, hvaða teg- undir tijáa og ræktunaraðferð henti best. I sumum tilvikum mælir hann ekki með gróðursetningu. Margar ástæður geta legið að baki slíku mati, t.d. sérstæð náttúra, þjóð- minjar, beijaland eða þá að skóg- ræktarskilyrði séu að hans mati það léleg að ekki beri að planta í reitinn af þeim sökum. Mörg önnur atriði era skráð á loftmyndina, s.s. klettar, lækir, veg- ir, raflínur, mannvirki, rústir og önnur kennileiti sem gera kortið fjöl- breyttara og auðveldara í notkun. Einnig era sýndar tillögur að vega- og girðingastæðum ef þess er þörf. Ur þessum gögnum er síðan unn- ið. Teiknað er kort og tekin saman skrá yfir þær upplýsingar sem var safnað. Að lokum er gerð ræktun- aráætlun og er hún birt bæði í formi korts og töflu sem sýnir hvaða tijá- tegundum kemur til greina að planta og áætlaðan fjölda þeirra í hveijum reit. Einnig er lýst undir- búningi og aðferðum við gróður- setningu sem helst henta á hinum ýmsu reitum. Hveijir aðrir koma að skipulagi skógræktar? Þótt vinnubrögð við gerð skóg- ræktarskipulags séu í föstu formi er mismunandi hveijir aðrir en skipuleggjendurnir koma að slíku verki. Það fer eftir því hvar á land- inu er verið að vinna og hverskonar skógrækt er verið að skipuleggja. A Fljótsdalshéraði þar sem skóg- rækt er stunduð á löndum bænda af miklum krafti hefur frá upphafi verið kappkostað að standa vel að skipulagsmálum. Skógræktar- skipulag fyrir hveija jörð er að sjálf- sögðu unnið í samráði við landeig- anda. Að auki hafa Héraðsskógar sem hafa yfíramsjón með verkinu látið gera sérstaka úttekt á nátt- úra- og þjóðminjum þar sem landi hefur verið skipt upp í flokka eftir vemdargildi. í hveijum flokki er lýst hvort æskilegt sé að stunda skógrækt og þá hvemig á þeim svæðum sem falla þar undir. Það hefur færst í vöxt, sérstak- lega þar sem verið er að skipu- leggja skógrækt í nánasta um- hverfí þéttbýlis að skógræktar- skipulag sé unnið í samráði og sam- starfí við landslagsarkitekta. Þetta á ekki síst við þar sem landslags- arkitektum hefur verið falið að skipuleggja landsvæði til útivistar. Þeir hafa viðað að sér gögnum um náttúru og sögu staðarins og leggja fram tillögur um hvernig og hvað beri að varðveita. Þeir svara einnig fyrir hvaða landslagsmyndir beri að varðveita og hvernig þær breyt- ast við skógræktina. Þeir taka einn- ig virkan þátt í að forma ytri mörk og samsetningu skógarins. Hverjir skipuleggja og fyrir hveija? Þáttur Skógræktar ríkisins er stór, en stofnunin hefur með hönd- um skipulagningu á nytjaskógrækt bænda, en skv. lögum skal það liggja fyrir áður en að framkvæmdum kemur. Þessum lögum hefur verið fylgt strangt eftir í seinni tíð og er öll samningsbundin bændaskógrækt því skipulögð. Auk þess er í auknum mæli verið að vinna að skipulagn- ingu skógræktarsvæða og skóg- lenda Skógræktar ríkisins en þar er enn mikið verk eftir óunnið. Hjá skógræktarfélögunum er skipulagning skógræktar nýhafin að einhveiju marki. Skógræktarfé- lag Islands hefur ráðið til sín sér- fræðing til að sinna þeim málum en skógræktarfélögin hafa, oft með stuðningi sveitarfélaga, staðið straum af kostnaði við skipulagn- ingu á löndum undir þeirra umsjón. Skilningur á því hve nauðsynleg skipulagsvinnan er, fer ört vaxandi en eins og áður sagði stendur skort- ur á fjármagni því fyrir þrifum að tekið sé verklega á þessum málum. Það hefur einnig færst í vöxt að einstaklingar og félög sem stunda skógrækt á eigin vegum láti skipu- leggja fyrir sig landið áður en rækt- unarstarfið hefst. Hvernig er hægt að bæta skipulagningu skógræktar? Áður en tekin er endanleg ákvörð- un um skógrækt á einhveiju svæði þarf að kanna hvort hætta sé á að ræktunin spilli á einhvern hátt sér- stæðum náttúra- og þjóðminjum. Þetta er það sem gert hefur verið á Fljótsdalshéraði. Einnig þarf að kanna hvort sérstæð búsvæði dýra og plantna séu í hættu. Það er nefnilega ekki takmark skógræktar að spilla verðmætum sem þegar era fyrir hendi í náttúr- unni heldur er markmiðið að styrkja gróðurfarið og auka fjölbreytni þess. í nálægð þéttbýlisstaða þar sem höfuðmarkmið skógræktar er að skapa skjólgóð svæði til útivistar þarf að gæta þess að skógræktin verði öllum þeim er útivist stunda að sem mestum notum. Hestamenn verða að hafa sína reiðstíga, göngu- fólk göngustíga, gera þarf ráð fyrir áningarstöðum, bílastæðum o.s.frv. Ef vel skal standa að verki verða fleiri að koma að verkinu en þeir sem skipuleggja sjálfa skógræktina, þ.e. náttúrufræðingar og landslags- arkitektar. Það sem mest ríður á er að setja meiri kraft í skipulagningu skóg- ræktar og helst ætti ekki að taka stór lönd til skógræktar nema að fyrir liggi fullbúið skógræktarskipu- lag. Höfundur cr Arnór Snorrason skógfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.