Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 12
12 F FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________NÁTTÚRUVERNPARÁR EVRÓPU Lífrænn búskapur - liður í náttúruvernd Ljósm. Ólafur R. Dýrmundsson . FALLEGAR mjólkurkýr á lífræna býlinu „Eichwaldhof" efst í Rínardal í Þýskalandi. Heilsufar þeirra er betra, þær mjólka minna en endast mun betur en kýr á venjulegum búum. Þessar kýr eru af kúakyni í útrýmingarhættu og stuðlar bóndinn m.a. að náttúruvernd með því að rækta þær ábúi sínu. EFLING og útbreiðsla líf- rænna búskaparhátta er meðal þess athyglisverð- asta í þróun landbúnaðar á seinni árum. Markaður fyrir gæðavottaðar lífrænar landbúnaðarafurðir fer vaxandi og er fylgst vel með þeirri þróun hér á landi. Með lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu nr. 162/1994 og reglugerð um þessa framleiðsluhætti, sem nýlega tók gildi, hafa málin skýrst. Þar er fjallað um hvers konar framleiðslu, vinnslu, flutning, geymslu, pökkun og dreifingu svo og eftirlit, vottun og vörumerki fyrir lífrænar afurð- ir. Lífrænir búskaparhættir ein- kennast af alhliða umhverfis- og búfjárvernd og er framleiðslan háð ströngu gæðaeftirliti á öllum stig- um. Tryggt er að ekki séu notuð ýmiss konar lyf, hormónar og eitur- efni, í stað tilbúins áburðar er not- aður margvíslegur lífrænn áburður, mikil áhersla er lögð á jarðvegs- og gróðurvernd og búfé eru búin mannúðleg lífsskilyrði og góður aðbúnaður í hvívetna. Virðing fyrir náttúrunni er í fyrirrúmi og því má með sanni segja að lífrænir búskaparhættir, eins og þeir eru skilgreindir hér á landi og erlendis, séu í ágætri sátt við náttúruna. Því hlýtur þessi þróun að vera fagnað- arefni náttúruvemdarfólki hér á landi og vel við hæfi að tilgreina nokkur dæmi um þessi tengsl nú á Náttúruverndarári Evrópu. Reiknað er með að bændur þurfi 2-10 ár til að aðlaga bú sín lífræn- um framleiðsluháttum. Áður en hafíst er handa þarf að gera úttekt á gögnum og gæðum jarðarinnar og því liggur beint við að gera land- nýtingaráætlun fyrir hana í sam- ræmi við landkosti. Innan hennar yrði m.a. beitaráætlun fyrir jörðina, bæði heimaland og afrétt, sé hann nýttur. Þar með yrði tryggt að beit- arálagi væri ætíð stillt í hóf með tilliti til ástands jarðvegs og gróð- urs. Þannig yrði viðhaldið sem fjöl- breytilegustum gróðri, en á það er ætíð lögð áhersla í lífrænum land- búnaði að margbreytileika lífríkis- ins sé viðhaldið eftir föngum. Reyndar er mælt með blönduðum búskap fremur en sérhæfðum, þ.e. lífrænni ræktun nytjagróðurs, bú- fjárhaldi ýmiss konar og beit í út- haga, þar sem eðliskostir landsins fá að njóta sín sem best. Ljóst er að sum beitilönd munu ekki upp- fylla þær ströngu umhverfiskröfur sem gerðar eru til lífrænna búskap- arhátta. Þá þarf að huga að land- bótum, t.d. með því að gera áætlun fyrir hveija jörð um markvissar uppgræðsluframkvæmdir á aðlög- unartímanum. Er þá unnt að beita hvers konar lífrænum aðgerðum svo sem dreifingu búfjáráburðar, úr- gangsheys og moðs og áburðar unnum úr fisk- og sláturúrgangi ásamt ræktun belgjurta, grasa og tijágróðurs, eftir aðstæðum og nýt- ingarháttum. Lífrænn landbúnaður er því vissulega raunhæf leið til landbóta. Þá er komið að tengslum lífræns landbúnaðar við skóg- og tijárækt af ýmsu tagi, en þau eru augljós ekki síður en við landgræðslu. Skjólleysi háir víða ræktun nytja- gróðurs, svo sem grænmetis og byggs, og skjólbeltarækt þarf því að vera liður í lífrænum búskap ef vel á að vera. Jafnframt getur búfé notið góðs af því skjóli sem þannig skapast. Skógrækt í stærri stíl kem- ur einnig vel til greina á lífrænum býlum, þó ekki með þeim hætti að heilar bújarðir séu lagðar undir ein- hæfa ræktun, heldur í tengslum við aðra nýtingu í blönduðum búskap. Saman gæti farið verndun náttúru- legra skóglenda birkis og víðis, ræktun erlendra tijátegunda og bæði viðar- og beitarnytjar á sömu jörðinni. Þessi búskapur þarf að skapa atvinnu og það er hann lík- legri til að gera en almennur, ein- hæfur landbúnaður, sem í vaxandi mæli leitar á náðir ýmissa hjálpar- efna og orkufrekrar tækni á kostn- að vinnuafls. Einnig mætti tengja skógræktina uppbyggingu aðstöðu fyrir þjónustu við ferðamenn á líf- rænum býlum. Vistvæn ferðaþjón- usta þar sem boðið er upp á aðlað- andi umhverfí og hollan mat hlýtur að eiga framtíð fyrir sér hér á landi. Hér hefur verið vikið stuttlega að tengslum lífræns sveitabúskapar við náttúruvernd. En hvað um þétt- býlið? Þar er einnig verk að vinna á svipuðum grundvelli og þá á ég einkum við lífræna garð- og tijá- rækt, bæði til gagns og ánægju. Vitað er um einstaklinga sem stunda lífræna ræktun í görðum sínum í kaupstöðum og kauptúnum með góðum árangri. Þeir mættu gjarnan vera fleiri. Þannig mætti m.a. draga úr áburðar- og eitur- efnamengun og sennilega myndi fugla- og skordýralíf njóta góðs af þeim breytingum þegar til lengri tíma er litið. I stað tilbúins áburðar kæmi m.a. gróðurmold og lífrænn áburður úr safnkössum. Að sjálf- sögðu myndu lífrænir ræktendur ekki úða ttjágróður í skrúðgörðum sínum með skordýraeitri enda þörf- in minni hér en víðast hvar erlendis þar sem mun fleiri meindýr skaða gróður. Þéttbýlisbúar, og reyndar allir neytendur, geta einnig stuðlað með óbeinum hætti að náttúruvernd með því að kaupa lífrænt vottaðar land- búnaðarafurðir. Framboð á þeim fer væntanlega vaxandi, bæði á græn- meti og búfjárafurðum, sé tekið mið af þróuninni í nágrannalöndum okkar. Framleiðslukostnaður líf- rænna afurða er hærri en almennt gerist á búvörumarkaði því að kostnaður vegna umhverfisvemdar er innifalinn að verulegu leyti. Þar af leiðir að neytandinn er ekki að- eins að greiða fyrir mikil gæði og hollustu með hærra verði, hann veit að um leið er verið að stuðla að útbreiðslu lífræns landbúnaðar sem er liður í náttúruvernd. Mark- miðið er að vinna með náttúrunni er ekki gegn henni. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunuutur. Náttuniverndarráð Evrópu 1995 og atvinnulífíð Evrópuráðið hefur beint þeim tilmælum til aðildarríkj- anna, að árið 1995 verði helgað náttúruvemd. Slík tilmæli bámst einnig árið 1970, og var þá lögð áhersla á að friðlýsa ákveðin landsvæði í ríkjunum, sem ástæða þótti til að vemda gegn ágangi manna og dýra. í ár er aftur á móti horft framhjá friðlýstum svæð- um og bent á nauðsyn þess að nátt- úmvemd nái einnig til landsvæða sem liggja utan friðlýstra svæða. Einkum er höfðað til vitundarvakn- ingar almennings í þessum efnum, ekki síst bama og unglinga, og áhersla lögð á aukna náttúmvemd og útivist í nágrenni þéttbýlis. Umhverfisráðuneytið hefur skip- að nefnd fulltrúa ýmissa stéttarfé- laga, ráða og samtaka, sem láta sig náttúmvernd varða, til að und- irbúa og standa að þátttöku íslands í Náttúmvemdarári Evrópu 1995. íPormlega setti umhverfisráðherra Náttúruvemdarár Evrópu 1995 á íslandi með opnun ljósmyndasýn- ingar á vegum, Evrópuráðsins í Ráðhúsi Reykjavíkur 4. febrúar sl. Átakinu hafa verið valin ein- kunnarorðin „hyggjum að framtíð- inni - hlúum að náttúrunni". Merki með íslenskri holtasóley hefur verið hannað í tilefni átaksins, lagstúfur saminn og ljóð við hann. Nefnd ráðuneytisins, sem á að standa að framkvæmd átaksins á Islandi, hefur beint þeim tilmælum til sveitarfélaga, fjölda samtaka og félaga um náttúruvernd og útivist að þau aðlagi starfsemi sína þessu átaki í ár með áherslu á náttúm- vernd og útivist í nágrenni þéttbýl- is. Ýmsar uppákomur í þessa veru á vegum opinberra eða einkaaðila er unnt að halda undir merki átaks- ins hljóti þær jákvæða umsögn nendarinnar. Ýmislegt hefur þegar verið gert og annað meira er í undirbúningi. En hvað geta fyrirtækin í landinu lagt af mörkum á Náttúruverndarári Evrópu 1995? Fyrst er að nefna þá hefðbundnu leið að fá fjárhagslegan stuðning fyrirtækja við ákveðnar aðgerðir sem stuðla að náttúruvernd og úti- vist. í rauninni er slíkt nokkuð auðsótt, ef hlutur fyrirtækisins er hafður í huga. Vekja þarf með öll- um ráðum athygli almennings á framlagi fyrirtækisins til slíkra mála, sem er í raun auglýsing fyr- ir fyrirtækið og gefur því ákveðna viðskiptavild eins og hver önnur auglýsing. Aðstandendur slíkra aðgerða verða að átta sig á því, að hér gilda markaðslögmálin sem og víðast annarsstaðar, eins og dæmin sýna t.a.m. úr heimi íþrótt- anna. Fyrirtækin geta einnig sýnt eigið fmmkvæði t.d. með því að prenta merki átaksins með einkunnarorð- um þess á límmiða og merkja fyrir- tækispóst sinn slíku merki. Þau geta prentað merkið á ruslapoka, sem auðkenndir eru fyrirtækinu með auglýsingu og dreift þeim um allt land með ferðamönnum, sem nota þá undir rusl, sem þeir tína m.a. upp á áningarstöðum. Bensín- stöðvar um landið geta merkt ru- slatunnur merkinu til að auðvelda ferðamönnum að losa sig við ruslið og svo mætti lengi telja. Einn er þó sá þáttur, sem ber að vekja sérstaka athygli á. Hveij- um atvinnurekanda má vera ljóst hversu þáttur starfsmanna er mik- ill í rekstri fyrirtækja og hvað góð- ur starfsandi skiptir miklu í afkomu fyrirtækja. Oftar en ekki er starfs- mönnum og mökum þeirra boðið í mat og drykk til að hressa upp á starfsandann. Oft enda slíkar sam- komur á verri veg en ætlað var, jafnvel með minniháttar pústrum, móðgunum og deilum einstakra viðstaddra, oftast vegna óhóflegrar neyslu drykkja, sem bornir hafa verið fram í góðum tilgangi, neyt- endum þeirra að kostnaðarlausu, Slíkar samkomur bæta ekki alltaf starfsanda fyrirtækisins og geta jafnvel verkað á annan veg. Væri ekki árangursríkara að bjóða starfsfólki, mökum þeirra og börnum til útivistar í nágrenni þétt- býlissvæða þar sem börnin eru höfð í fyrirrúmi í náttúruskoðun, leikjum og matarveislu? Með því skapast ákveðin tengsl og vinátta milli ijöl- skyldna starfsmanna, virðing allra fjölskyldumeðlima fyrir fyrirtækinu og framtakssemi þess vex og ákveðin tortryggni maka í garð fyrirtækis og annarra starfsmann er rutt úr vegi. Hægt er að leita til sérfróðra aðila, sem geta leið- beint börnum og fullorðnum við náttúruskoðun, hvort sem í hlut á steinaríkið, gróður landsins, fuglar eða skorkvikindi. Hægt er að stunda skógrækt, landgræðslu, fjöruskoðun, skoðun mýrlenda og tjarna, holta og hrauns, gera ýmsar athuganir og uppgötvanir og skrá niðurstöður undir leiðsögn sér- fróðra manna. Bifreið og búnaður geta verið merkt Náttúruvemdar- ári Evrópu 1995 ásamt merki fyrir- tækisins og ekki er ónýtt að vekja athygli fjölmiðlafólks á uppátæk- inu. Starfsmönnum stofnana og samtaka, sem hafa náttúruvernd á stefnuskrá sinni, þykir mikið til um frumkvæði einkaaðila á þessu sviði og hafa oftrar en ekki lagt slíku framtaki lið bæði með ráðgjöf, skipulagningu ferða og leiðsögn. Má þar nefna Náttúrufræðistofnun íslands, Hið íslenska náttúrufræði- félag, Fuglaverndarfélag íslands, Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands, Félag leiðsögumanna o.fl. Ekki er útilokað að fyrirtæki fái reinar á landi eða í ljöru auðkennd- ar fyrirtækinu, svo að unnt verði að vitja sörtiu slóða aftur og fylgj- ast með breytingum frá ári til árs. Vel heppnuð ferð mun lengi í minn- um höfð, hafa jákvæð áhrif á starfsandann, auka virðingu starfs- manna fyrir fyrirtækinu og for- svarsmönnum þess og vera starf- seminni allri til framdráttar. Lokaorð Það er deginum ljósara að um- hverfismálin verða í brennidepli í íslensku athafnalífi á næstu árum. Við íslendingar stöndum nágranna- þjóðum okkar langt að baki í þessum efnum og má nefna til þess ýmsar ástæður, sem of langt mál er að rekja hér. Mikil útgjöld bíða sveitar- félaga og fyrirtækja í landinu við að uppfylla ákvæði nýrra reglna um umhverfismál. Umhverfisvitund al- mennings vex frá degi til dags. Henni fylgja sívaxandi kröfur um betri stjórn umhverfismála í fyri- tækjunum. Almenningur er óvæg- inn í dómum sínum en almennings- álitið skiptir fyrirtækin öllu máli. Oft tekst fyrirtækjum illa að koma því sem vel er gert innan fyrirtækj- anna til skila til neytenda og eru því oft ranglega dæmd. Er Náttúr- verndarár Evrópu 1995 e.t.v. miðill sem fyrirtækin geta notað til að vekja á sér athygli fyrir umhverf- isvænt framtak og koma jákvæðum boðum til almennings? Óskar Maríusson, fulltrúi Vinnuveitendasambands íslands. Lagstúfur Náttúruverndarráðs Evrópu 1995 hér á landi SóI-Ib ildn. U r iír r r~rff L*g: Melkorka Ólafsdóttir *jfl J\jV-0 jr.i-lí grsr. jRljn-U ilrnyn-ir hraint og tsrt. Tuti: Sigrún Helgad. VIÐ setningu náttúruvemdar- árs Evrópu hér á landi sem fram fór í febrúar var kynnt lag eftir Melkorku Ólafsdóttur sem hún samdi þegar hún var 10 ára, en textinn er eftir móður hennar Sigrúnu Helga- dóttur. Barnakór þjóðkirkj- unnar í Hafnarfirði söng lagið við það tækifæri. Nú er unnið að hljóðritun lagsins í flutningi kórsins til dreifingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.