Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 20
20 F FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ IMÁTTÚRUVERNDARÁR EVRÓPU Að vinna að framgangi skóg- og triáræktar - og stuðla að hverskonar landvernd Anáttúruvemdarári Evrópu mun Skógræktarfélag Is- lands ásamt aðildarfélögum sínum efna til „Skógræktardags" í samvinnu við fjölmarga aðila og af því tilefni er ekki úr vegi að segja aðeins frá samtökunum. Sögulegur aðdragandi Upphaf skógræktar hér á landi er venjulega miðað við árið 1899 þegar Carl Ryder skipstjóri kom því til leið- ar að tilraunir í skógrækt hæfust á Þingvöllum og Grund í Eyjafirði. Á síðustu öld ogjafnvel á 18. öld höfðu verið gerðar tilraunir með innflutning plantna en því miður mistókust þær og er þar helst um að kenna vankunn- áttu á þeim tíma. Um síðustu alda- mót ríkti bjartsýni á framtíð íslands. Mikilvæg skref voru stigin í sjálfstæð- isbaráttunni og stórstígar framfarir blöstu við á öllum sviðum. Árið 1907 voru sett í fyrsta skipti lög um skóg- rækt hér á landi og embætti skóg- ræktar og sandgræðslu stofnað [Til- svarar Skógrækt ríkisins og Land- græðslu ríkisins]. Sjö árum síðar eru þessi embætti aðskilin. Umfangsmikil verkefni blöstu við Skógrækt ríkisins en því miður lét árangur innfiuttu tegundanna á sér standa og þar af leiðandi var áhersl- an lögð á friðun skóglenda. Þegar dró að 1.000 ára afmæji Alþingis voru það m.a. Vestur-íslendingar sem hvöttu til þess að stofnuð yrði fjöldahreyfing á íslandi um skóg- ræktarmál. Ýmsir málsmetandi menn hér á landi skynjuðu mikilvægi þessa máls og lögðust á eitt um að vinna því fylgi. Stofnun Skógræktarfélags íslands Hugmyndin varð að veruleika, Skógræktarfélag ísland var stofnað árið 1930 á Þingvöllum í tilefni 1.000 ára afmælis Alþingis. Það er eftir- tektarvert að þrátt fyrir efnahgslegt myrkviði í miðri krepgunni óx félag- inu fiskur um hrygg. Árið 1933 hefst útgáfan á Ársriti félagsins, sem hef- ur verið, miðað við allar aðstæður á þessum árum, stórmerkilegt fram- tak. Félagið beitti sér fyrir margvísleg- um málum á þessum árum, m.a. stóð félagið fyrir stofnun gróðrarstöðvar í Fossvogi og rak hana allt til ársins 1945. Stjórn félagsins hafði frum- kvæði fyrir því að ofan borgarinnar var friðað land til skógræktar, er síðar fékk nafnið Heiðmörk og á lýð- veldisárinu 1944 var það sama stjóm sem beitti sér fyrir stofnun Land- græðslusjóðs. Árið 1946 verða breytingar á skipulagi félagsins í þá átt að Skóg- ræktarfélag íslands er gert að lands- samtökum skógræktarfélaga en ein- staklingar gerðust félagsmenn í skógræktarfélögum viðkomandi svæða eða héraða og hefur sú skipan haldist óbreytt. Árið 1950 eru aðild- arfélögin orðin 24 og félagatalan rúmlega 5000. Á sjötta áratugnum óx skógræktarmálstaðnum verulegt fylgi. Aðildarfélögum fjölgaði og ein- staklingar gengu til fylgis skógrækt- arfélögin. Vöxtur tijáa á nýmörkum var góður og árangur eldri gróður- setninga gaf tilefni til bjartsýni. Tijáskaðaveðrið 1963 olli verulegu bakslagi og sjöundi áratugurinn var á margan hátt erfiður. Uppúr 1970 hefst bændaskógrækt á Fljótsdalshéraði en skógræktarfé- lagshreyfingin átti dijúgan þátt í því að vinna skógrækt bænda fylgi, m.a. kom hugmyndin um stórfellda skóg- rækt á Fljótsdalshéraði fyrst fram á aðalfundi Skógræktarfélags íslands. . Landgræðsluáætlun var samþykkt 1974 og nutu skógræktarfélögin góðs af þeim framlögum þó í litlu mæli væri. Ár trésins árið 1980 átti víðtækan hljómgrunn meðal almenn- ings og jafnframt opnuðust augu margra sveitarfélaga fyrir mikilvægi tijágróðurs. Síðustu fimmtán árin hefur orðið gífurlega mikil breyting hvað varðar áherslu sveitarfélaga á þessu sviði. Staðan í dag Almennur áhugi á skógrækt hefur aukist og endurspeglast að einhveiju marki í skógræktarfélögunum. Skóg- ræktarfélag íslands er einhver fjöl- mennasta félagahreyfing á landinu fyrir utan íþróttahreyfinguna með á áttunda þúsund félagsmenn. Lög félagsins kveða á um stefnu og höfðumarkmið. í annarri og þriðju Helstu verksvjð Skógræktarfélags íslands Fagleg ráðgjöf til skóg- ræktarfélaga og annarra n Skráning og varð- veisla upplýsinga Skipu- lagning skógræktar — Eftirlit með —T Ráðgjöf/Þjónusta j— umsjónar- verkefnum Upplýsingamiðlun Grisjun Fræðslufundir Námskeið Aðalfundir Kynning/Fræðsla Fulltrúafundir Ráðstefnur Yrkjusjóður Landgræðslu- skógar Umsjón stærri verkefna Fréttabréf Vinaskógur Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu Skógræktarrit Utgáfumál Norðurlönd Aðildarfélög Landgræðsla rikisins Bæklingar -------TvT Ótilgreint ________________; Samstarf Skógrækt rikisins ..; — .. . . . .. . ... ■ ;— Ótilgreind félög Stofnanir Styrktaraðilar B.J./S.Í. FURULUNDURINN á Þingvöllum. Spölkom ofan við lundinn var Skógræktarfélag íslands stofnað í Almannagjá 1930. lagagrein félagsins segir; „Félagið er samband skógræktar- félaga í landinu. Það er málsvari félaganna, gætir hagsmuna þeirra og kemur fram fyrir þeirra hönd gagnvart ríkisvaldinu". Og í þriðju grein; „Markmið félagsins er að vinna að framgangi skógræktar og tijáræktar í landinu og stuðla að hverskonar landvernd. Þessu vill fé- lagið ná með því að: a) Efla og styrkja skógræktarfé- lögin. b) Hvetja til og stuðla að gróður- vemd og landgræðslu. c) Veita fræðslu um skógrækt og tijárækt og gildi hvors tveggja fyrir þjóðfélagið. I þessu skyni gefur félagið út árs- rit um skógrækt og skyld málefni, svo og önnur fræðlurit, eftir því sem þurfa þykir." Skógræktarfélag íslands hefur frá fyrstu tíð verið öflugur málsvari skógræktar hér á landi. Lengi vel var háð hörð barátta fyrir því að afla skógrækt fylgis. Málefni félags- ins einskorðaðist ekki eingöngu við skógrækt. Þannig hafa iðulega verið til umfjöllunar mál gróður- og nátt- úruvemdar og í raun og vem eru fyrstu skref, sem stigin vom í nátt- úmvemd hér á landi, skógræktarlegs eðlis, t.d. friðun skóglenda. Ársrit Skógræktarfélags íslands var vett- vangur þar sem oft er vakin athygli á rányrkju og illri meðferð mannsins á gróðri og bent á afleiðingar henn- ar. Mörg baráttumál, sem áður vom ekki viðtekin er nú viðurkennd. Á síðustu ámm hefur verið lögð áhersla á að vinna með þeim aðilum sem vilja framgang skógræktar sem mestan. Hvatt hefur verið til virkrar þátttöku almennings innan skóg- ræktarfélaga. í þessu sambandi má nefna upphafsár Landgræðsluskóga þar sem um 8.000 manns tóku þátt í gróðursetningu 1,2 mill. plantna. Bmgðist hefur verið við áhuga ein- staklinga, félaga eða áhugahópa með því móti að úthluta þeim afmörkuð- um svæðum. Slík skipan hefur mælst ákaflega vel fyrir. Skógræktarfélagið hefur valið þá leið í sinni stefnu að vekja ekki upp neikvæða mynd af landinu s.s. að jarðvegur sé að fjúka á haf út eða verkefnin svo yfirþyrmandi að allt sé á vonarvöl. Frekar hefur verið lögð áhersla á að virkja og gera einstakl- inga og æsku landsins að virkum þátttakendum í skógrækt og upp- græðslustarfinu. Leiðarljós félagsins er og hefur verið aukin skógrækt án tillits til stað- hátta, skilyrða, atvinnu eða búsetu. Núverandi ástand gróðurs og skóga er langt frá því að vera viðunandi og félaginu því skylt að stuðla að því gegnum aðildarfélögin og með starf- semi sinni að auka skóglendi á ís- landi í sátt við flest þau sjónarmið og viðhorf sem upp kunna að koma á hveijum tíma. Lokaorð Afþreying er orðin stór þáttur í lífi fjöimargra Islendinga og væntanlega mun sú þróun halda áfram. Með auk- inni skógrækt í nágrenni við þéttbýli er verið að koma til móts við iðkun útivistar. Skóg- og tijárækt mildar veðurfar og hijóstmgt landslag og gerir þannig borg og bæ lífvænlegri í alla staði. Skógrækt getur þjónað margvíslegum tilgangi. Bændaskóg- rækt getur verið atvinnuskapandi og þegar fram liða stundir verður til stað- ar hráefni til vinnslu en áður en að því kemur geta skóglendin einnig þjónað útivistarhlutverki ásamt því að vera uppspretta ýmiss konar auka- afurða. Skógræktardagur skógræktarfé- laganna sem fyrirhugaður er í sumar er vettvangur fyrir þá sem vilja kynn- ast skóginum og starfi skógræktar- félaganna. Mörg skógræktarfélög hafa um árabil haldið Skógræktar- daga en að þessu sinni ætla félögin um allt land að taka höndum saman einn dag og bjóða almenningi að taka þátt í ýmsum uppákomum. Með ósk um góða mætingu, hlýtt og gott vor og sumarsól í heiði. Höfundur BrytyólfurJónsson framkvæmdastjóri _ Skógræktarfélags íslands. Skógurinn og við DAGANA 20. og 21. maí verður haldin sýning í Perlunni og skógardagar í Oslquhlíðinni undir yf- irskriftinni: „Skógurinn og við.“ Markmið sýningarinnar er að vekja athygli almennings á þeirri viðarfram- leiðslu og vinnslu sem þegar er til staðar í landinu og hvetja einstaklinga og fyrirtæki til frekari þróunar á hagnýtri nýtingu íslenskra skógaraf- urða. Markmið skógardaganna er að minna á gildi skógarins í lífkeðjunni og hvetja fólk til að nýta sér þá úti- vistaraðstöðu sem víða hefur verið sköpuð í skógum landsins með göngu- stígagerð, merkingum og áningar- stöðum. Fjöldi einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem með einum eða öðrum hætti vinna við skógrækt eða vinnslu úr íslenskum skógarafurðum munu taka þátt í dagskránni. Má þar nefna kynningu á skóg- ræktarferlinu, frá sáningu til viðar- vinnslu, unnar og óunnar íslenskar viðartegundir kynntar, handunnir gjafa- og nytjamunir sýndir og vinnsla þeirra og skrautmuna ýmiss konar. Sýnd verða tæki og búnaður sem notaður er í viðarvinnslu og skógrækt hér á landi. Hönnun og iðnaðarfrmleiðsla margs konar verður kynnt og veitt ýmis ráðgjöf á sviði skógræktar og viðarvinnslu. Á skógardögunum verð- ur boðið upp á fjölbreytta leiðsögn um skógarreitina í Öskjuhlíðinni. Föstudaginn 19. maí verður hald- inn fundur um stöðu ísenskrar við- arvinnslu og hvemig megi hámarka MYNDIN sýnir viðarflettingu á Hallormsstað (en vélin sem er sameign Héraðsskóga og Skógræktar ríkisins hefur skapað bylt- ingu í viðarvinnslu hér á landi. nýtingu þess viðar sem til fellur vegna nauðsynlegrar grisjunar, auka hag- kvæmni og arð framleiðslunnar og bæta þjónustu og stuðning við þá aðila sem vinna við þróun og vinnslu íslenskra skógarafurða. Sýningin er liður í störfum nefndar sem landbúnaðarráðherra skipaði 1993 til að vinna að úttekt á viðamýt- ingu hér á landi. Landbúnaðarráðu- neytið, Skógrækt ríkisins, Skógrækt- arfélag Reylqavíkur, Skeljungur hf. og íslenskur landbúnaður -standa að sýningunni en Qölmargir aðilar styrkja framkvæmd hennar með ein- um eða öðrum hætti en þátttaka í sýningunni er handverksfólki að kostnaðarlausu enda tilgangur að hvetja til frekari þróunar á vinnslu íslenskra skógarafurða eins og fram hefur komið. Nánari upplýsingar veitir Bjöm Jónsson, framkvæmdastjóri verkefn- isins „Skógurinn og við“ í s: 98-21611 eða 985-22456.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.